Fréttablaðið - 28.11.2005, Page 16
28. nóvember 2005 MÁNUDAGUR16
fréttir og fróðleikur
FRÉTTASKÝRING
SVEINN GUÐMARSSON
sveinng@frettabladid.is
DV kemur upp um barnaperra
Ofsækir
ungar stúlkur
og gengur
laus
Yngsta fórnar-
lambið 12 ára
DV2x15 27.11.2005 20:36 Page 1
Hugbúnaðarfyrirtæki
með tekjur í erlendri
mynt hugleiða það sum
hver að flytja starfsemi
sina úr landi vegna
óhagstæðs rekstrarum-
hverfis. Guðmundur
Ásmundsson hjá Sam-
tökum iðnaðarins segir
bráðliggja á aðgerðum
stjórnvalda.
Hvað þarf til að
fyrirtæki flýi ekki
land? Til þurfa að koma
einhvers konar ívilnanir.
Við horfum til Noregs og fleiri landa
þar sem fyrirtæki fá árlega endurgreidd
tuttugu prósent af þróunarkostnaði við
samþykkt verkefni. Við háu gengi er hins
vegar engin skammtímalausn, en lang-
tímalausnin hlýtur að vera að taka upp
evru og ganga í Evrópusambandið.
Er eitthvað sem hönd á festir um
aðkomu stjórnvalda? Í framhaldi af
Iðnþingi var sett á fót nefnd sem hefur
komið með tillögur í þessa veru og
þetta er það sem við teljum hægt að
gera. Stjórnvöld verða að gera eitthvað.
Hvað þarf þetta að ganga hratt? Þetta
þarf bara að gerast einn tveir og þrír.
Árið er að verða búið og þá er væntan-
lega verið að tala um að endurgreiðslur
geti fyrst komið til framkvæmda árið
2007, eigi þetta að gerast í gegn um
skattkerfið. En vandamálið er stórt og
mikill hiti í upplýsingatæknifyrirtækjum
vegna þessa.
SPURT & SVARAÐ
LANDFLÓTTA FYRIRTÆKI
Vandamálið
er stórt
Arabíska sjónvarpsstöðin
al-Jazeera er sögð fara svo
í taugarnar á bandarískum
stjórnvöldum að Bush for-
seti á að hafa íhugað að láta
eyðileggja höfuðstöðvar
hennar. Stöðin útvarpar þó
ekki einhliða áróðri heldur
er hún gagnrýnin á báða
bóga.
Frétt breska blaðsins Daily Mir-
ror í síðustu viku af samtali
George W. Bush Bandaríkja-
forseta og Tony Blair, forsæt-
isráðherra Bretlands, þar sem
Bush á að hafa stungið upp á að
sprengjum yrði varpað á höfuð-
stöðvar al-Jazeera í Doha í Katar
hefur vakið undrun og gagnrýni.
Hvort sem forsetinn hafi verið að
grínast, eins og stuðningsmenn
hans almennt telja, eða ekki þá
virðast ummælin hafa verið færð
til bókar sem út af fyrir sig er
merkilegt. Í það minnsta er grem-
ja ráðamanna í Washington í garð
stöðvarinnar ekki ný af nálinni
enda er hún gagnrýnni á banda-
ríska utanríkisstefnu en flestir
aðrir fjölmiðlar.
Vaxandi orðspor
Fyrir hryðjuverkaárásirnar 11.
september 2001 höfðu fæstir
Vesturlandabúar heyrt minnst á
al-Jazeera en það breyttist ræki-
lega þegar stöðin birti myndskeið
af Osama bin Laden, höfuðpaur
al-Kaída samtakanna, þar sem
hann ræddi um árásirnar af vel-
þóknun. Á síðasta ári valdi brand-
channel.com al-Jazeera fimmta
áhrifamesta vörumerki heims, á
eftir Apple, Google, Ikea og Star-
bucks, og má af því ráða hversu
mikið vegur stöðvarinnar hefur
vaxið.
Stöðin er ekki ýkja gömul
en hún var sett á fót árið 1996.
Skömmu áður hafði arabískt
útibú BBC hætt útsendingum og
fluttu flestir starfsmenn þess
yfir til al-Jazeera, sem hefur þan-
nig frá upphafi haft hæft starfs-
fólk innan sinna raða. Á síðustu
misserum hafa kunnir fjölmiðl-
ungar af Vesturlöndum gengið til
liðs við stöðina, til dæmis David
Frost sem starfaði í áratugi hjá
BBC og Veronica Pedrosa, frétta-
lesari hjá CNN. Fjárhagslegur
bakhjarl stöðvarinnar hefur svo
frá upphafi verið emírinn í Katar.
Teikn eru raunar á lofti um að
sá stuðningur sé í endurskoðun,
meðal annars vegna þrýstings
frá Bandaríkjamönnum sem eiga
í nánu hernaðarsamstarfi við rík-
isstjórn Katar.
Fjölmiðlafrelsi er ekki í háveg-
um haft hjá valdhöfum ríkja Mið-
Austurlanda og því engin furða
að ferskar útsendingar stöðv-
arinnar hafi fallið í frjósaman
jarðveg hjá þeim íbúum svæð-
isins sem aðgang hafa að gervi-
hnattamóttakara. Talið er að allt
að fimmtíu milljónir manna fylg-
ist með útsendingum al-Jazeera
og er hún því án efa vinsælasta
fréttastöðin í þessum heimshluta.
Auk þess hefur hún innan sinna
vébanda sérstakar íþrótta- og
barnarásir.
Gagnrýni úr öllum áttum
Af þeirri staðreynd að frétta-
flutningur al-Jazeera hefur verið
gagnrýndur nánast af öllum sem
hagsmuna eiga að gæta í Mið-
Austurlöndum má draga þá álykt-
un að stöðin sé ekki eins hlut-
dræg og Bandaríkjamenn vilja
vera láta. Hún er til dæmis eina
sjónvarpsstöð arabaríkjanna sem
tekur viðtöl við ísraelska embætt-
ismenn og hefur fyrir vikið verið
sögð ganga erinda síonista. Aðrir
segja stöðina breiða út öfgafullan
íslamskan áróður og ala á hatri
í garð þeirra sem vilja gæta hóf-
semi í trúmálum.
Það væri hins vegar mikill mis-
skilningur að afgreiða al-Jazeera
sem ofsatrúarstöð. Fréttastefna
stöðvarinnar mótast öðru fremur
af arabískri þjóðernishyggju og
gagnrýni á stefnu Vesturlanda
í Mið-Austurlöndum og ríkis-
stjórna svæðisins hliðhollum
þeim. Skoðanakönnun sem sagt
var frá í tímaritinu Economist
fyrr á þessu ári bendir hins vegar
til að áhorfendur al-Jaazera séu
ekkert sérstaklega andsnúnari
Vesturlöndum en aðrir íbúar
arabaheimsins. Útsendingarnar
draga dám af því sem gerist á
öðrum fréttastöðvum og þulirnir
eru jakkafata- eða dragtaklædd-
ir að vestrænum hætti.
Þessi fréttastefna fellur vita-
skuld langt í frá öllum í geð.
Ríkisstjórnir Barein og Alsír
hafa bannað fréttariturum stöð-
arinnar að athafna sig þar og til
að greina frá gangi mála í Írak
verður hún að reiða sig á aðkeypt-
ar myndbandsupptökur og síma-
viðtöl því haustið 2003 var starf-
semi hennar bönnuð í landinu
sökum meints stuðnings við
uppreisnarmenn. Fyrir tveim-
ur árum létu spænsk stjórnvöld
handtaka Taysir Allouni, frétta-
mann stöðvarinnar, og í septemb-
er á þessu ári var hann dæmdur í
sjö ára fangelsi fyrir að taka við-
tal við Osama bin Laden.
Andar köldu frá Ameríku
Framan af voru Bandaríkjamenn
frekar hlynntir al-Jazeera enda
voru þeir fljótir að koma auga á
kosti þess að í Mið-Austurlönd-
um starfaði sjónvarpsstöð óháð
einræðisherrum svæðisins. Eftir
að stöðin birti upptökurnar af bin
Laden í kjölfar árásanna 11. sept-
ember kom hins vegar annað hljóð
í strokkinn, ríkisstjórn Bandaríkj-
anna taldi hana breiða út áróður
hryðjuverkamanna og þar með
réttlæta árásirnar. Í nóvember
2001 urðu skrifstofur al-Jazeera í
Kabúl fyrir eldflaug Bandaríkja-
hers og hálfu öðru ári síðar gjör-
eyðilagðist útibú hennar í Bagdad
í svipaðri árás. Í báðum tilvikum
sögðu stjórnvöld í Washington að
um slys hefði verið að ræða enda
þótt þeim hefði átt að vera ljós
staðsetning skrifstofanna.
Þessi atvik hafa ekki orðið
til að gagnrýni fréttamanna al-
Jazeera á stefnu Bandaríkjanna
hafi linnt heldur þvert á móti.
Þannig er fróðlegt að bera saman
umfjöllun al-Jazeera og hels-
ta keppinautarins, al-Arabiya,
sem er í eigu mágs Fahd heitins
konungs í Sádi-Arabíu, eins hel-
sta bandamanns Bandaríkjanna
í Mið-Austurlöndum. Á meðan
á umsátrunum um Falluja stóð
á síðasta ári lagði síðarnefnda
stöðin áherslu á aðgerðir gegn
grunuðum hryðjuverkamönnum
á meðan al-Jazeera einbeitti sér
að því að greina frá mannfalli
saklausra borgara.
Undir þessum kringumstæð-
um eiga einmitt hin umdeildu
ummæli George W. Bush að hafa
fallið á fundi þeirra Tony Blair
16. apríl 2004. Grín eða ekki?
Um það er erfitt að fullyrða því
lögfræðilegur ráðunautur bresku
ríkisstjórnarinnar hefur hótað
þeim fjölmiðlum lögbanni sem
vitna frekar í leyniskýrsluna þar
sem samtal þeirra er skráð.
Áhrifamikil en umdeild um leið
Á ÖLDUM LJÓSVAKANS Yfirlýsing Osama bin Laden á al-Jazeera í kjölfar árásanna 11. sept-
ember kom stöðinni á kortið svo um munaði. NORDICPHOTOS/AFP
HÖFUÐSTÖÐVARNAR Al-Jazeera hefur bækistöðvar í Doha í Katar. Daily Mirror hermdi í
síðustu viku að Bush Bandaríkjaforseti hefði stungið upp á að varpa á þær sprengju.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
> Algengustu nöfn stúlkna á aldrinum 0-4
Svona erum við
Sitthvað hefur verið fjallað um ólík trúarbrögð
á Íslandi, bæði þegar kemur að böndunum
milli ríkis og kirkju en ekki síður um þann
fjölbreytileika í trúaðriðkun sem er samfara
fjölmenningarsamfélagi. Fyrirhuguð er samráðs-
nefnd trúfélaga sem ætlað er að auka samtarf,
skilning og umburðarlyndi milli ólíkra trúfélaga
hér á landi.
Hvernig eru trúarbrögð skilgreind?
Oft hefur staðið í fólki að skilgreina trúarbrögð
og hefur það reynst vandkvæðum bundið að
leggja fram skilgreiningar sem flestir eru ásáttir
um. Bjarni Randver Sigurvinsson, stundakenn-
ari við guðfræðideild Háskóla Íslands, kemur
inn á þetta efni í grein sem hann hefur ritað.
Hann bendir á að annars vegar sé um að ræða svokallaðar innihaldsskil-
greiningar, þar sem trú sé hver sú hugmynd sem skírskoti til yfirnáttúru-
legra afla, handanveruleika eða guða.
Hins vegar sé um að ræða svonefndar hlut-
verkaskilgreiningar þar sem hópur fólks hefur
komið sér saman um kerfi á bak við tilveruna
sem veiti fólki tilgang með lífinu. Bjarni segir að
slík kerfi þurfi ekki að fjalla um yfirnáttúrulega
hluti enda sé hægt að flokka stjórnmálastefnur
sem trúarbrögð með þessum forsendum.
Hafa trúarbrögð persónulegt gildi?
„Trúarathafnir eru félagslegar,“ segir Haraldur
Ólafsson mannfræðiprófessor í grein sem hann
skrifar. Haraldur segir að gildi trúarbragða fyrir
einstaklinginn sé meðal annars fólgið í því
að hann tilheyri hópi með svipaðar skoðanir
og lífsviðhorf og hann sjálfur. Þarna er ekki
aðeins um trúarsetningar að ræða heldur
einnig menningarlega þætti. Erfitt er því að halda því fram að hægt sé að
aðgreina gildi trúar fyrir einstaklinginn frá gildi trúarinnar fyrir samfélagið
sem hann tilheyrir.
FBL GREINING: SKILGREININGAR Á TRÚARBRÖGÐUM
Stjórnmálastefnur sem trúarbrögð
GUÐMUNDUR
ÁSMUNDSSON
Forstöðumaður
starfsgreinahóps
SI í upplýsinga-
tækniiðnaði
195
SA
R
A
K
A
TR
ÍN
G
U
Ð
R
Ú
N
A
N
N
A
193
M
A
R
ÍA
176
153 145
HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS