Fréttablaðið - 28.11.2005, Side 62

Fréttablaðið - 28.11.2005, Side 62
 28. nóvember 2005 MÁNUDAGUR26 menning@frettabladid.is ! ����������������������������������������������������������������������� ����������� ������������ �������������� �� ����������� �������������������������������������������������������� ������������������������������������������ ������� ������������������������������������������������ ������ �� ��������� ��������������������� ������������� ������������ ��������������������������� ���������������������������������������������������������� ������������������������������� ����� 22. sýn. 3. des. - Örfá sæti laus 23. sýn. 10. des. 24. sýn. 28. des. Kl. 20.00 Þórunn Elín Pétursdóttir sópran- söngkona syngur á Jólasöngvum í Hafnarfjarðarkirkju aðventu- og jólalög með píanóundirleik Antoniu Hevesi. Einnig flytja þær ásamt Sig- rúnu Erlu Egilsdóttur sellóleikara og Hafdísi Vigfúsdóttur flautuleik- ara tvær aríur eftir H ändel. > Ekki missa af ... ... lokatónleikum listahátíðarinnar Tónað inn í aðventu, sem verða í Neskirkju annað kvöld. Þar flytja þeir Martin Frewer fiðluleikari, Steingrímur Þórhallsson organisti og Dean Ferrel kontrabassaleikari Rosenkranz-sónöturnar eftir Franz Biber. ... erindi Magnúsar Tuma Guð- umundssonar jarðeðlisfræðings um sprengigos í sjó og jöklum, hraðkælingu kviku og jökulhlaup vegna eldgosa, sem hann flytur í dag í Öskju. ... jólatónleikum Mótettukórs Hall- grímskirkju annað kvöld með Ísak Ríkharðssyni drengjasópran og Sigurði Flosasyni saxófónleikara. Boðið verður upp á þýðingahlaðborð í Norræna húsinu á morgun með fyrirlestrum um þýðingar og upplestri úr þýðingum. Til fagnaðarins, sem hefst klukkan ellefu, bjóða Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur og Bandalag þýðenda og túlka. Dagskráin hefst á því að Snæbjörn Arngríms- son, forleggjari hjá Bjarti og nýbakaður viðurkenn- ingarhafi menntamálaráðuneytisins fyrir þýðingar og rækt við íslenska tungu, heldur stutt erindi. Að því búnu les Tómas R. Einarsson úr þýðingu sinni á Skugga vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón, Elísa Björg Þorsteinsdóttir les úr þýðingu sinni á Slepptu mér aldrei eftir Kashuo Ishiguro og Anna María Hilmarsdóttir les úr þýðingu sinni á Flugdreka- hlauparanum eftir Khaled Hosseini. Útgefandi JPV. Að loknu stuttu hléi með jólatei og piparkök- um heldur Ingibjörg Haraldsdóttir, fyrsti handhafi íslensku þýðingarverðlaunanna fyrir þýðingu sína á Fjárhættuspilaranum eftir Dostojevskí, stutt erindi. Loks les Guðrún H. Tulinius les úr þýðingum sínum á ljóðum Pablos Nerudas úr Hæðum Macchu Picchu og Rúnar H. Vignisson les úr þýðingu sinni á Barndómi eftir J.M. Coetzee. Áætlað er að dagskránni verði lokið um eittleytið. Þýðingar á hlaðborði LEIKHÚS Þjóðleikhúsið: Leitin að jólunum Byggt á Jólasveinavísum Jóhannesar úr Kötlum Höfundur leikgerðar: Þorvaldur Þorsteinsson Tónlist: Árni Egilsson Leikmynd: Geir Óttar Geirsson Búning- ar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Lýsing: Ásmundur Karlsson Tónlistarstjórn og útsetningar: Davíð Þór Jónsson Grímugerð: Stefán Jörgen Ágústsson Leikarar og hljóðfæraleikarar: Rúnar Freyr Gíslason/Þórunn Erna Clausen/ Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir/Hrefna Hallgrímsdóttir/Guðrún Gísladóttir/Darri Mikaelsson/Vadim Federov Leikstjóri: Þórhallur Gunnarsson Leitin að jólunum. Athyglisverð- ur titill. Það hafa líklega margir velt því fyrir sér í sívaxandi mæli í gegnum árin hvert þau hafi eig- inlega farið. Skrumið og neyslu- brjálæðið yfirgengilegra með hverju árinu sem líður. Sjálf jólin löngu týnd. Leitin að jólunum er ferð í tvennum skilningi; ferð á milli ólíkra sagnasviða í Þjóðleikhúsinu og ferð í gegnum tímann. Áhorf- endur takast ferðalagið á hendur undir leiðsögn þeirra Raunars og Reyndar, tveggja álfa sem ekki eru sammála um það hvort jólasveinarnir séu til. Raunar er búinn að ákveða að þeir séu ekki til og ætlar að sannfæra mann- skapinn um það af nánast trú- arlegum tilfinningahita, jafnvel þótt hann bjóði ekki upp á neitt í staðinn. Reyndar veit betur og hefur það hlutverk að leiða hann og áhorfendur í allan sannleikann um tilvist sveinkanna. Leitin að jólunum er byggt Jóla- sveinavísum Jóhannesar úr Kötl- um og hefst sýningin í anddyri Þjóðleikhússins, berst síðan upp á pallinn á 2. hæðinni, inn á Krist- alssal, síðan upp í rjáfur leikhúss- ins og þak og þaðan alla leið niður í kjallara. Eftir að jólasveinavís- urnar hafa verið fluttar í Krist- allsalnum með þátttöku barnann, kynnumst við jólunum í íslensk- um burstabæ fyrr á öldum þar sem hinir hrekkjóttu jólasveinar hafa stolið öllu steini léttara og aðeins einn þeirra á eftir að koma, Kertasníkir. Það logar á einu kerti í bænum og yngsta barnið á bænum heldur út í storminn til að biðja jólasveinana að skila varn- ingnum – enda jólakötturinn vom- andi við bæinn. Á leið til nútímans birtist svo Grýla í öllu sínu veldi og er kannski slæmur fyrirboði. Kannski stal hún jólunum? Eitt er víst að það er lítil jólastemmning í húsi nútímans, aðeins samskipta- leysi og sundurleitni, skapvonska og neysluæði, nema hjá yngsta barninu á bænum. Óborganleg sena. Höfundur leikgerðar, Þor vald- ur Þorsteinsson, hefur spunn- ið látlausa en ákaflega fyndna – svo skemmtilega að þótt alltaf sé mest gaman að fara með börn á barnasýningar, er þetta sýn- ing sem fullorðnir ættu að drífa sig að sjá. Í hlutverki Raunars er Rúnar Freyr Gíslason og vinn- ur hlutverk þessa æringja af slíkri list að hann hefði átt auð- velt með að halda athyglinni í helmingi lengri sýningu. Þórunn Erna Clausen leikur Reyndar, sem er öllu hæglátari týpa sem ber jólasveina-sönnunarbyrðina. Reyndar temprar sýninguna og Þórunn skilar því hlutverki vel. Þær Guðrún Gísladóttir, Hrefna Hallgrímsdóttir og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir leika mæðgurnar á báðum heimilum sýningarinnar og gera það óaðfinnanlega. Tónlistin sem flutt er af þeim Darra Mikaelssyni og Vadim Federov er skemmtilega fjöl- breytt, eins og stutt yfirlit yfir tónlistarsöguna hver og ein jóla- sveinavísa fær sitt lag, jafnvel tangó og rapp. Búningar eru fallegir og gervi vel unnin. Leik- stjórinn heldur listilega vel um þræðina á þessu ánægjulega ferðalagi svo aldrei er dauð stund og athygli áhorfandans tapast ekki hið minnsta, heldur byggist eftirvæntingin upp eftir því sem líður á sýninguna. Svei mér þá, ef jólin er ekki bara að finna í þess- ari sýningu. Jólin fundin

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.