Fréttablaðið - 28.11.2005, Síða 72
28. nóvember 2005 MÁNUDAGUR36
FÓTBOLTI Frank Lampard segir met
sitt, sem hann setti um helgina, vera
afar ánægjulegt en hann hyggst þó
ekki staldra neitt við það.
„Það er ánægjulegt að hafa spil-
að 160 leiki í röð í ensku úrvals-
deildinni. Þetta er merkilegur
áfangi á ferli mínum. En ég ætla
mér ekki að staldra við þetta met.
Ég horfi alltaf fram á við og met
framlag mitt til liðsins eftir hvern
einasta leik.“ - mh
Ótrúlegt met Frank Lampard:
Staldrar ekki
við metið
FÓTBOLTI Teitur Þórðarson, þjálfari
KR, segir að margir leikmenn hafi
haft samband við sig frá útlönd-
um og lýst yfir áhuga á að spila
fyrir félagið. Hann segir þó að öll
þau mál séu í biðstöðu því hann
sé að koma sér fyrir hjá félag-
inu og gera sér grein fyrir þeim
leikmannahópi sem hann sé með í
höndunum. „Ég hef verið upptek-
inn við að skoða leikmannahópinn
og líst vel á hann en ég útiloka það
ekki að fá áhugaverða leikmenn
sem standa til boða. Ég hef ennþá
ekki stjórnað liðinu í leik þannig
að ég hef ekki myndað mér skoðun
á því hvort það sé einhver sérstök
staða sem þurfi að styrkja,“ sagði
Teitur.
„Það eru talsvert margir leik-
menn erlendis sem hafa haft sam-
band við mig og lýst yfir áhuga á
að spila fyrir KR. Það eru þá leik-
menn sem ég þekki vel frá því að
ég var að þjálfa úti. Það er mjög
jákvætt en þau mál eru öll í bið-
stöðu sem stendur þó við munum
vafalaust skoða einhverja af þess-
um leikmönnum í vetur,“
Sögur hafa verið í gangi um að
Teitur sé í markmannsleit og hafi
haft samband við varamakvörð
Rosenborg. „Ég þekki þennan
strák frá því að við vorum báðir
hjá Brann og ég hef sagt við hann
að ef sú staða helst óbreytt að
hann fær ekkert að spila þá geti
hann haft samband við mig,“ sagði
Teitur.
Skoskur markmannsþjálfari,
Barry Thomson, hefur starfað
fyrir félagið að undanförnu en
hann lék hér á landi á sínum tíma.
„Við erum að leita okkur að mark-
mannsþjálfara sem getur starfað
við alla flokka hjá okkur. Það er
engin spurning að við þurfum að
fá okkur markmannsþjálfara en
verið er að kanna það hvernig það
komi út fjárhagslega,“ sagði Teit-
ur, sem útilokaði ekki að fleiri sér-
þjálfarar yrðu kannski fengnir við
hlið hans en áherslan væri lögð á
að fá markmannsþjálfara. „Við
þurfum síðan að sjá hvernig fjár-
hagur okkar er; hvort hann verði
með okkur alla daga eða nokkrum
sinnum í viku. Mín ósk er að hann
starfi með okkur á hverjum degi.“
- egm
Erlendir leikmenn sýna áhuga á því að að spila fyrir Teit Þórðarson:
Margir vilja koma til KR
FÓTBOLTI Patrick Kluivert segir
Alan Shearer hafa eyðilagt feril
sinn hjá Newcastle United. „Það
var alltaf bara horft á það að
hafa Shearer í liðinu. Ég og Craig
Bellamy náðum frábærlega saman
og hefðum átt að spila alla leiki
saman í framlínunni.“
Kluivert náði sér engan veginn
á strik hjá Newcastle en hann leik-
ur nú með Valencia á Spáni. - mh
Patrick Kluivert:
Shearer eyði-
lagði ferilinn
PATRICK KLUIVERT
FRANK LAMPARD Lampard á örugglega
eftir að bæta metið mikið.
TEITUR ÞÓRÐARSON Teitur er farinn að huga að breyttum þjálfunaraðferðum hjá KR.
GOLF Dakota Dowd er tólf ára
stúlka frá Bandaríkjunum sem
þykir efnilegasti golfleikari sem
komið hefur fram á sjónvarsvið-
ið síðan Michelle Wie fór fyrst
að vekja athygli fyrir nokkrum
árum. Dowd, sem er margfald-
ur barna- og unglingameistari í
Bandaríkjunum, hefur nú verið
veitt undanþága til að keppa á
móti á LPGA atvinnumótaröð
kvenna í lok apríl á næsta ári
til að uppfylla draum dauðvona
móður hennar, Kelly Jo Dowd.
Kelly Jo greindist með brjósta-
krabbamein árið 2002 og gekk í
gegnum langa og stranga með-
ferð næstu tvö árin til að vinna
gegn meininu. Svo virtist sem
það hefði tekist, allt þar til að í
ljós kom á þessu ári að mein-
ið hafði náð fótfestu í beinum
hennar og hinum ýmsu líffær-
um. Krabbameinið er komið á
það stig að vera ólæknanlegt og
segja læknar að Kelly Jo eigi
aðeins nokkra mánuði eftir.
„Vonandi mun hún þrauka fram í
apríl til að sjá mig spila,“ segir
hin tólf ára gamla Dakota, en
móðir hennar hefur verið hennar
stoð og stytta í íþróttinni allt frá
fimm ára aldri.
Það er Bobby Ginn, eigandi
Ginn-klúbbsins sem stendur
fyrir mótinu í lok apríl, sem
stendur fyrir undanþágu Dakota
og fékk hann hugmyndina eftir
að hafa lesið sögu Kelly Jo í tíma-
riti. Hann mundi eftir að hafa
lesið að hennar æðsti draumur
væri að lifa til að sjá dóttur sína
spila á meðal þeirra allra bestu.
„Það eina rétta í stöðunni var að
láta þennan draum rætast,“ sagði
Ginn eftir að ákveðið var að Dowd
yrði á meðal keppanda. „Ég mun
berjast fyrir dóttur mína og ef
guð leyfir mun ég þrauka fram
í apríl og sjá hana spila,“ segir
Kelly Jo, sem er Ginn ævinlega
þakklát fyrir góðmennskuna.
Að sögn föður Dakota, Mike
Dowd, hefur ekki verið hægt að
slíta hana frá golfkylfunni síðustu
átta árin. Dakota var fjögurra
ára þegar hún sló kúlu í fyrsta
sinn þegar hún fékk að fara með
pabba sínum á æfingasvæði sem
hann átti til að fara á. „Ég man
að hún fylgdist mjög vel með mér
og einn daginn spurði hún hvort
hún mætti prófa. Hún sló yfir 100
metra. Svo sló hún aftur og enn
lengra fór kúlan. Ég vissi strax
að dóttir mín væri náttúrulegt
undrabarn,“ segir Mike.
Ári síðar sagði Dakota for-
eldrum sínum að hún vildi verða
atvinnumaður í íþróttinni og frá
þeim tíma hafa foreldrar henn-
ar unnið að því að láta þann
draum rætast. Í dag hefur hún
unnið 185 skólamót í golfi, mörg
þar sem hún hefur spilað langt
upp fyrir sig í aldri. Hún er í 2.
sæti á styrkleikalista kylfinga á
menntaskólaaldri í Bandaríkj-
unum en í þeim flokki er hún
gjaldgeng í sex ár til viðbótar.
Sérfræðingar segja að hún verði
komin í hóp þeirra allra bestu
innan fárra ára en sjálf segist
Dakota aðeins spila golf til að
heiðra móður sína.
„Það getur verið erfitt að ein-
beita sér þegar ástand mömmu
er svona alvarlegt. En ég held
áfram til að gera hana stolta. Ég
veit að það er það sem hún vill.“
- vig
Dauðvona móðir 12 ára undra-
barns fær ósk sína uppfyllta
Forráðamenn atvinnumótaraðar kvenna í golfi hafa veitt tólf ára stúlku undanþágu til að hún geti keppt á
Resort-mótinu í apríl á næsta ári. Henni er veitt þátttaka þar sem hinsta ósk dauðvona móður hennar er að sjá
dóttur sína spila á atvinnumóti.
SAMRÝMDAR MÆÐGUR Kelly Jo og Dakota
Dowd hafa gengið í gegnum súrt og sætt
síðustu átta árin, en það er sá tími sem
Dakota hefur verið að þróa sína ótrúlegu
náttúrulega hæfileika í golfi.
FÓTBOLTI Grétar Rafn Steinsson
og félagar í AZ Alkmaar í Hol-
landi eru nú komnir á sigurbraut
í hollensku knattspyrnunni en í
gær lagði liðið Roda að velli með
tveimur mörkum gegn engu.
Grétar Rafn er nú þegar orð-
inn lykilmaður í liði AZ Alkma-
ar en hann hefur spilað undan-
farna sex leiki í byrjunarliði.
AZ Alkmaar er nú í þriðja sæti í
hollensku deildinni, en liðið er í
Evrópukeppni félagsliða og mætir
Middlesbrough á heimavelli í
næstu umferð.
- mh
Grétar Rafn Steinsson:
AZ Alkmaar á
sigurbraut
HANDBOLTI Ciudad Real, lið Ólafs
Stefánssonar, lagði í gær Magde-
burg að velli, 37-28, í úrslitaleik
meistaramóts Evrópumeistara
sem fram fór á Spáni.
Ólafur Stefánsson skoraði átta
mörk fyrir Ciudad Real en Arnór
Atlason skoraði fimm mörk fyrir
Magdeburg og Sigfús Sigurðsson
skoraði tvö mörk.
Ciudad Real hafði tögl og
hagldir allan leikinn en staðan
í hálfleik var 19-16 Ciudad Real
í hag. Barcelona endaði í þriðja
sæti á mótinu en Admar Leon
endaði í fjórða sæti, eftir að hafa
tapað 31-30 fyrir Barcelona. - mh
Meistaramót Evrópumeistara:
Ciudad Real
hafði sigur