Tíminn - 07.11.1976, Side 1

Tíminn - 07.11.1976, Side 1
fÆNGIR" Aætlunarstaðir: Bíldudalur-Blönduós-Búðardalur Flateyri-Gjögur-Hólmavik Hvammstangi-Rif-Reykhólar Sigluf jörður-Stykkishólmur Súgandaf jörður Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 oq 2-60-66 t3 Óðir byssumenn í Reykjavík: Fóru skjótandi um götur — gáfu sig ekki fyrr en lögregSan hafði ekið annan þeirra í götuna FJ-Reykjavík. Tveir óðir menn fóru skjótandi um Laugaveg, Snorrabraut og Egilsgötu i gærmorgun. Skutu þeir á hvað sem fyrir varð og héldu iögregl- unni frá sér með skothríð. Okumaður bíls á Snorra- braut fékk í sig högl og lögreglumaður, sem ók bif- reið og felldi annan byssumanninn í götuna fékk einnig í sig högl, en særðist ekki alvarlega. AAá tel ja það hreina mildi, að enginn fótgangandi skyldi verða fyrir skotum byssumannanna, sem skeyttu engu, heldur skutu af hendinni unz tekin var sú ákvörðun að aka annan þeirra niður. Sá mennina koma æðandi með byssurnar Njörður Snæhólm. rannsóknarlögreglumaöur, athugar bilinn, sem skotið var á á Snorrabraut. Tímamyndir: Róbert á lofti FJ-Reykjavík. — Ég var kominn út á Egilsgötuna á leið I vinnuna, þegar eg vissi ekki íyrr til, en byssukúlur hvinu i kring um mig, sagöi Hermann Bridde, bakaraineistari Egils- götu 12, i samtali við Timann I gær. Ég sú skotmennina tvo koma æðandi og hleypandi af byssunum og um leið heyrði ég varnarorð lögreglumann- anna um aö óðir byssumenn væru á ferð. Ég sá blaöburðarkonu skammt frá mér og þar sem ég sá, að viö myndum ekki ná þvl aö komast aö dyrunum og inn, tók ég þaö til bragös að þrífa i konuna og hjálpa henni inn u'm kjallaraglugga á hús- inu: Svo henti ég mér inn á eft- ir, slökkti ljósið og svo biðum viö bara i myrkrinu, þar til öllu var lokiö. Hermann sagöi, að þegar hann heföi áttaö sig, heföi ver- iö stutt fjarlægð á milli hans og byssumannanna. — Ég sá Hermann Bridde þá greinilega og þaöfór ekkert á milli mála aö þeir skutu bara út i loftið hvor sem betur gat. Svona eftir á þá flögrar aö manni, aö maöur megi bara þakka fyrir þaö aö vera heill á húfi eftir þessi ósköp. ..Það bvddi ekkert annað en að seaia iá oa amen — við öllu sem þeir sögðu" sagði Guðrún Tómasdóttir SOS-Reykjavik. — Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veörið, þegar ég sá mennina tvo koma á móti mér með byssurnar i höndunum, sagði Guðrún Tómasdóttir, ræstingakona hjá Sportval, þegar Timinn ræddi við hana i gær. Þegar Guðrún mætti til vinnu i gær- morgun, þá höfðu „byssu- mennirnir” látið gamminn geysa um verzlunina, og voru þeir búnir að vfgbúa sig. — Þegar ég mætti í vinnuna, sá ég aö ljós var fyrir innan og hélt ég aö einhver væri mættur til vinnu. Ég ópnaöi dyrnar og fór inn — og þegar ég var aö stinga lyklinum i veskið, komu þeir á móti mér, með byssurn- ar I hendinni. Annar var meö tvær byssur og tvö skotfæra- belti, en hinn var með eina byssu og skotfærabelti bundið um sig. Þeir sögöu að ég mætti ekki hringja á lögregluna og tóku það fram aö þeir væru meö hlaðnar byssurnar — og til aö sýna þaö, þá fretaöi ann- ar þeirra skoti i einn vegginn. — Ég sá þá strax aö þaö þýddi ekkert annaö, en aö fara rólega I sakirnar og sagöi þeim, aö mér kæmi þaö ekki til hugar aö hringja I lögregl- una, enda ekki vön þvi. — Spuröu þeir þig ekki, hvaö þú værir aö gera? — Jú, ég sagöist vera ræstingarkona og væri komin til aö taka til. — Þá sögðu þeir' Frh. á bls. 39 Viðureignin stóð í um FJ-Reykjavík. Að sögn lögreglunnar munu mennirnir tveir hafa brotizt inn í Sportval Laugavegi 116/ um sjöleytið i gærmorgun. Tilkynning til lögregl- unnar kom frá matstofu skammt f rá og var sagt, að fólk þar heyrði skot- hvelli glymja í verzlun- inni. Þegar lögreglan kom á stað- inn voru mennirnir með al- væpni, haglabyssur og riffla, og skotbelti um sig miöja. Reynt var aö tala um fyrir mönnunum, en þeir svöruðu með þvi aö hleypa af byss- unum og þannig barst leikur- inn að áfengisverzluninni við Snorrabraut. Þar brauzt ann- ar inn, en hinn stóð fyrir utan og hélt lögreglunni frá meö skotvopnunum. A Snorrabraut skutu mennirnir á bil og brotnuðu i honum rúöur. Hógl lentu i ökumanninum og var hann fluttur á slysavarð- stofuna. Afram héldu skot- mennirnir undan lögreglunni.- skjótandi upp Egilsgötu. Fór annar fyrir, en hinn varöi hann með riffli. A Egilsgötu var kastaö gasi að öörum þeirra, en þaö haföi engin á- hrif. Siðan stöðvuðu skot- mennirnir bil og hugöust þröngva ökumanninum til aö aka sér burtu, en lögreglunni tókst enn aö trufla þá svo öku- maðurinn slapp. Þegar hér var komið sogu var sýnt að mennirnir myndu ekki taka neinum fortölum, heldur skjóta bara af hendinni og var þá tekin ákvöröun um að aka annan þeirra mður á mótum Barónsstigs og Egils- götu. Skutu mennirnir á lögreglubilinn, en á gatnamót- unum tókst að fella annan þeirra i götuna. Hinn gafst svo upp strax á eftir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.