Tíminn - 07.11.1976, Side 2
2
TÍMINN
Sunnudagur 7. nóvember 1976
Gæðavörur
Styðjum
íslenzkan
iðnað
Loðfóðraðir
kuldaskór
með sterkum
hrágúmmi-sóla.
Litur: Svart.
Stærðir: 35-41 kr. 5.815, 42-46 kr. 6.580.
(Jr vinnustofu Ásgrims Jónssonar
Sýning á vatnslitamyndum
opnuð í Ásgrímssafni í dag
1 dag veröur haustsýning As-
grimssafns opnuð, og er hún 44.
sýning safnsins.
Aðal uppistaða þessarar sýn-
ingar eru vatnslitamyndir,
málaðar á hálfrar aldar tima-
bili, og nokkrar þeirra sýndar i
fyrsta sinn nú.
Viðfangsefni Asgrims Jóns-
sonar i þessum myndum eru
m.a. blóm, Þjórsárdalur,
Borgarnes, Húsafell, Þingvellir
og Reichenhail i Þýzkalandi, en
þar var Ásgrimur um tima sér
til heilsubótar árið 1939. Málaði
hann þar nokkrar vatnslita-
myndir, sem varðveittar eru i
Ásgrimssafni.
Eins og undanfarin ár kemur
út á vegum Asgrimssafns nýtt
jólakort. Er það prentað eftir
oliumálverkinu Vor á Húsafelli,
en sú mynd vakti mikla athygli
á Asgrimssýningunni á
Kjarvalsstöðum. Þetta kort er
gert i tilefni af aldarafmæli Ás-
gríms Jónssonar, og verður
aldrei endurprentað.
Asgrimssafn, Bergstaða-
stræti 74, er opið sunnudaga,
þriðjudaga og fimmtudaga frá
kl. 1,30-4. Aðgangur ókeypis.
Jólamerki Barnauppeldissjóðs
Thorvaldsensfélagsins eru komin
út.
Merkin eru að þessu sinni
teiknuð af Gunnari Hjaltasyni,
Hafnarfirði.
Dönsk skilgreinig ö östinni
Hrikaleg sjón og fyndin
Manninum sjálfum er lýst sem
vél,sem notar matinn fyrir orku-
gjafa, flytur næringuna með
dælukerfi, og gefur loks frá sér
úrgang, sem þó má helzt ekki
nefna.
Vélmennið getur lika bilað — þá
fer það i viðgerð til læknisins. Ef
hann getur ekki gert viö vélina,
deyr hún. En þá vill svo vel til, að
sifellt eru framleidd ný eintök.
1 bók, sem bráðlega kemur út, i
Danmörku, er þessari fram-
leiðslu lýst á eftirfarandi hátt:
Tvær járnbrautarlestir, móður-
og föðurlest komaæðandi hvor á
móti annarri eftir sama sporinu
og þrengja sér hvor inn i aðra.
Þetta er bæði hrikaleg sjón og
fyndin, en varla eru börnin miklu
nær, og ekki er minnzt á ást I
þessu viðfangi, utan tvö svifandi
hjörtu.
(Þýtt úr Politiken HÞ)
Auóbrekku 44-46 - Kópavogí - S. 42600
■
STÆRÐIR VERÐ
600x16/6 - 9.600-
650x16/6 - 11.020.-
750x16/6 - 13.760.-
L—..............^