Tíminn - 07.11.1976, Qupperneq 8
8
TÍMINN
Sunnudagur 7. nóvember 1976
/*
NÝLEGA ER LOKIÐ norrænni
.menningarviku I Kópavogi. Þar
voru me&al annarra staddir
tveir Grænlendingar, báöir frá
Angmagssalik, en Angmagssa-
lik varö vinabær Kópavogs á
siöast liönu sumri. Hinir græn-
lenzku gestir okkar, sem hér
veröur spjallaö viö, eru Ole
Mathiassen, forseti bæjar-
stjórnar Angmagssalik, og
Jörgen Labansen, bæjarstjóri i
Angmagssalik. Þaö er satt aö
segja ekki á hverjum degi, aö
islenzkir blaöamenn eiga kost á
þviaö spjalla viö Grænlendinga,
og þess vegna þótti blaöamanni
á Timanum einsýnt aö láta ekki
þetta tækifæri ganga sér úr
greipum, fyrst þeir félagar voru
svo vinsamlegir aö vilja klípa af
naumum tima sinum hér til þess
aö ræöa viö blaöamann.
Selveiðar eru aðal-
atvinnuvegurinn
Fyrsta spurningin, sem borin
var fram, var á þessa leiö:
— Hversu margir ibúar eru i
Angmagssalik?
— I bænum sjálfum búa um
niu hundruö manns, en I allri
byggöinni eru Ibúarnir um hálft
þriöja þúsund.
— Er byggöin dreifö I kring-
um sjálfan bæinn?
— Byggöin i kringum Ang-
magssalik-bæ er á nokkpö stdru
1 svæði. Þaö eru um hundraö og
..áttatiu kilómetrar frá syösta
punkti til hins nyrzta. Byggöin
er mest upp frá firðinum.
— Hverjir eru helztu bjarg-
ræöisvegir manna þar?
— Aðalatvinnuvegurinn er
selveiðar, en fiskveiöar eru
einnig stundaðar, og er þá aðal-
lega veiddur þorskur. Veiöarn-
ar eru eingöngu stundaöar i
byggöunum i kringum Ang-
magssalik-bæ, en ekki i bænum
sjálfum, hann er aðeins þjón-
ustumiðstöö fyrir byggöirnar.
Hins vegar stunda bæjarbúar
dálitlar veiðar i tómstundum.
— Hvernig fer sjálf verö-
mætasköpunin fram i sambandi
viö þessar veiöar, — þaö er aö
segja, hvernig er þvi sem veið-
ist, komið i verö?
— Þaö veiöast árlega um sex-
tiu og sjö þúsund selir á þessu
svæöi. Selsskinnið er lagt inn til
Grænlandsverzlunarinnar, sem
er rekin af danska rikinu. Siöan
eru þau send til Kaupmanna-
hafnar,og tvisvará ári fer fram
uppboö á skinnum. Kjötiö
hefur eingöngu veriö notað til
eigin þarfa heima fyrir, en nú er
I ráöi aö framleiöa selkjöt og
frysta til útflutnings. Þetta er
ekki vöruskiptaverzlun, heldur
greiðir Grænlandsverzlun fyrir
afurðirnar i peningum. Hver
selveiöimaöur hefur sitt á-
kveöna númer, og þegar skinnin
eru boöin upp i Kaupmanna-
höfn, er greitt fyrir þau eftir
gæöum. Uppboðin eru greidd af
selföngurunum sjálfum, og
þannig kemur ekki annaö i
þeirra hlut en nettóupphæðin, að
öllum kostnaði frádregnum.
— Hversu margir af ibúum
Angmagssalikby ggðar stunda
þcssar veiöar?
— Þeir, sem veiðarnar
stunda, eru um það bil sextiu til
sjötiu hundraöshlutar ibúanna.
— Duga þessar veiöar, — sel-
ur og þorskur — Angmagssalik-
búum til lifsviöurværis?
— Já, þeir lifa ekki á neinu
öðru en þessum tveim greinum
veiðiskapar.
— Er ekki stundaöur neinn
landbúnaöur i Angmagssalik og
þar i grennd?
— Nei, og yfirleitt er mjög lit-
iö um landbúnaö á Grænlandi,
Ole Mathiassen og Jöregn Labansen ásamt greinarhöfundi. Timamynd GE.
VIÐ VILJUM
AUKIN
TENGSL VIÐ
(SLAND OG
ISLENDINGA
— segja Grænlendingarnir -
Ole Mathiassen og Jörgen Labansen,
sem báðir voru á norrænu
menningarvikunni í Kópavogi
þar er til dæmis ekki nein
mjólkurframleiðsla. 011 mjólk
erfluttinn frá Danmörku. Fyrir
svo sem fimm eða sex árum var
farið að flytja inn svokallaða g-
mjólk til Grænlands. Aður not-
uðu Grænlendingar eingöngu
þurrmjólk, en það var ekki farið
aö flytja hana inn fyrr en fyrir
tuttugu árum. Þar áður þekktist
mjólk ekki i Grænlandi, heldur
var eingöngu drukkið vatn, til
dæmis meö mat. 011 undirstööu-
næring var fengin úr selkjöti og
selspiki, og það varö aö koma I
staðinn fyrir þá næringu, sem
börn annarra þjóöa sækja sér I
mjólkina.
Afkoma manna er lik
ogalmennt gerist
i Evrópu
— Eru ekki veiddir isbirnir I
heimabyggö ykkar?
— Jú, dálitið, þaö veiðist þar
á milli tuttugu og þrjátiu isbirn-
ir á ári. Skinnin eru i mjög háu
veröi, það fást um tlu þúsund
danskar krónur, eða um þrjú
hundruð þúsund islenzkar krón-
ur, fyrir stórt skinn, sem er heilt
og óskemmt. Þetta eru þvi þýö-
ingarmiklar veiðar fyrir þá
menn, sem þær stunda. Kjöt af
isbjörnum hefur verið borðaö,
þaö likist mjög nautakjöti.
— Hvernig er afkoma Græn-
lendinga yfirleitt?
— Eins og er, er llfsafkoma
okkar með svipuöum hætti og
gengur og gerist I Evrópu. Sú
fjárfesting, sem fram hefur far-
ið I. landinu undanfarin tuttugu
ár, hefur gert lif okkar Ukt þvi
sem gerist meðal Evrópuþjóöa,
að ööru leyti en þvi, að hús okk-
ar eru yfirleitt minni — við bú-
um þrengra en almennt gerist.
Venjuleg grænlenzk ibúö er um
það bil fimmtiu fermetrar á
stærð.
— Er húsnæöi dýrt á Græn-
landi?
— Hvert hús kostar frá tvö
hundruð — og upp I tvö hundruð
og sextiu þúsund danskar krón-
ur, og svo geta menn reiknað,
hversu margar milljónir þetta
verða i islenzkum krónum, þeg-
ar þess er gætt, að rúmar þrjá-
tiu krónar íslenzkar þarf á
móti hverri danskri krónu. —
Viö greiðum ekki nein gatna-
gerðargjöld, en að ööru leyti er
„danska kerfið” i húsnæðismál-
um rikjandi hjá okkur. Húsin
eru byggð af byggingafélögum,
sem leigja þau siðan út þannig,
að sú leiga, sem greidd er,
reiknast sem innlagt fé. Sá, sem
leiguna greiöir, eignast um leið
jafnstóran hluta i ibúöinni þar
sem hann býr. Þannig eignast
menn húsin smám saman, en ef
menn vilja nú skipta um hús-
næði, til dæmis eftir fimm eða
tiu ára dvöl i þeim, þá fá þeir
greitt það fé, sem þeir hafa lagt
af mörkum, og geta notað þaö til
þess að eignast hlut i ööru hús-
næöi.
Grænlendingar vilja
heimastjórn
— Hverjar eru skoöanir ykk-
ar á sambúðinni viö Dani?
— Það er almenn skoöun
Grænlendinga, aö sjálfsstjórn
komi ekki til greina, en hins
vegar vilja þeir gjarna hafa
heimastjórn og ráöa þannig,
hvernig þeim fjármunum er
varið, sem fara frá danska rlk-
inu til Grænlands. En yfirleitt
lita Grænlendingar svo á, aö öll
utanrikispólitik eigi aö vera I
höndum Dana.
— Eru einhverjir stjdrnmála-
flokkar á Grænlandi?
— Þar eru ekki til neinir
skipulagöir stjórnmálaflokkar,
en þó hefur veriö hafizt handa
um stofnun stjórnmálaflokks,
og hefur ungt fólk aöallega beitt
sér fyrir þvi. Þessi flokkur hefur
nú veriö stofnaður i fjórum bæj-
um á suðurströnd Grænlands.
Flokkurinn er vinstrisinnaður,
álíka og danski SF-flokkurinn.
Nafn flokksins er Siumut (eldri
ritháttur er Sukumut), en þaö
orð þýðir „áfram”. Ekki er
hægt aö bera þennan flokk sam-
an við aðra vinstriflokka i
Evrópu, til þess hefur hann of
mikla sérstööu, meðal annars
vegna grænlenzkrar þjóðernis-
stefnu, — viðhorfs til heima-
stjórnarmálsins.
— Nú hafiö þiö tekiö þátt í
menningarvikunni hér í Kópa-
vogiog enn fremur hafið þiö set-
iöráöstefnu, sem nefnist Sveita-
stjórnir og tómstundirnar.
Hvernig er tómstundamálum
háttaö hjá ykkur i Angmagssa-
lik?
— Tómstundir okkar eru
mjög nátengdar lifsafkomu
okkar. Við i Angmagssalik-bæ
stundum veiðar i tómstundum
okkar, og þannig veita tóm-
stundirnar okkur nokkrar tekj-
ur. Við eigum ekki neitt tóm-
stundaheimili, en skólinn er
gjarna notaður, og þá einkum
fyrir kvöldnámskeið, sem bæði
eru ætluð ungum og gömlum.
Við höfum félagsheimili, þar
sem er kvikmyndasalur, og að
jafnaði eru sýndar kvikmyndir
tvisyar i viku. Dansleikir eru
einnig tvisvar i viku, á miðviku-
dags- og laugardagskvöldum.
I Angmagssalik eru nokkur
félög: bindindisfélag, kvenfé-
lag, iþróttafélag, ungmenna-
félag, skátafélag, skiðafélag
oog svo félagsskapur, sem
rekur sjálft félagsheimiliö.
— Eru unglingavandamái hjá
ykkur?
— Já, það eru ýmis vandamál
með unglingana hjá okkur, og
þá fyrst og fremst vegna þess,
að okkur vantar iþróttahús,
iþróttavelli og ýmis tæki, sem
unglingar þurfa á aö halda til
Sunnudagur 7. nóvember 1976
TiMINN
9
N
Grænland. örin á myndinni
sýnir, hvar Angmagssalik
Fataverzlun
DÖMUR & H]
NYKOMIÐ I
dömudeild:
Kjólar —
stuttir og síðir
Peysur
Kópur
NYKOMIÐ I
herradeild:
Ensk teryleneföt
Riffluð flauelsföt
Terylenebuxur
Gallabuxur
Bankastræti 9 • Sími 11811
þess að geta stundaö íþróttir
innan húss. Einnig vantar okkur
tilfinnanlega sundlaug.
t kringum Angmagssalik-bæ
eru fimm byggðir. t þrem
þeirra hefur okkur tekizt að
- byggja félagsheimili, en á tveim
stöðum er þetta ógert enn. Þó er
hafinn undirbúningur þess að
byggja þessi tvö, sem á vantar
til þess að eitt féíagsheimili sé i
hverri byggð, en fram að þessu
hefur staðið á fjárveitingu frá
danska rikinu til þeirra fram-
kvæmda.
islendingar og Græn-
lendingar eiga mörg
sameiginleg áhugamál
— Hve langur er veturinn hjá
ykkur i Angmagssalik?
— Hann er talsvert langur,
Það er snjór og is i sjö mánuði á
ári, frá nóvember til mai, að
báðum meðtöldum.
— Hvað kaiiiö þið sjálfa ykk-
ur, þegar þiö talið um þjóöina
sem heild. Notiö þiö oröiö Eski-
mói?
— Nei, það orð notum við
ekki. Við köllum okkur Kala-
aleq.
— Að lokum iangar mig að
spyrja, hvaö ykkur finnst um
aukin tengsl milli lsiands og
Grænlands?
— Við viljum gjarna, að
tengsl við ísland og tslendinga
verði mikil. Vera má þó, að
tungumálið verði þar einhver
þröskuldur I vegi. Grænlending-
ar tala ekki allir dönsku, og Is-
lendingar tala ekki grænlenzku,
En vonandi yrðu það aðeins
byrjunarörðugleikar, sem hægt
væri að sigrast á seinna.
En Islendingar og Grænlend-
ingar eiga mörg sameiginleg á-
hugamál, og ósk okkar er, að
veruleg skipti og kynni megi
takastá milli ibúa Kópavogs og
Angmagssalik i framtiðinni.
-VS.
Litið sýnishorn þess, sem
Græniendingar höföu fram
að færa á norrænu menning-
arvikunni.
✓
Fúllt fargjald
fyrireinn,
hálft fyrir hina
1. nóvember til 31. mars er í gildi fjölskyldu-
afsláttur af fargjöldum okkar til Norðurland-
anna.Luxembourg og Bretlands.
Þegar fjölskyldan ferðast saman, þá greiðir
einn fullt gjald, en allir hinir í fjölskyldunni
aðeins hálft.
Þannig geta þeir sem fara utan í viðskipta-
erindum tekið með, ef ekki alla fjölskylduna,
þá að minnsta kosti maka sinn.
Þetta er rétt að hafa í huga.
flvcfélac LOFTLEIDIR
/SLAJVDS