Tíminn - 07.11.1976, Page 11

Tíminn - 07.11.1976, Page 11
Sunnudagur 7. nóvember 1976 TÍMINN n — Sláturhúsið er upphaflega reist árið 1953, en var endurbyggt árið 1973 og sett i þaö færikeöja. Er það nú talið eitt af 7 fullkomn- ustu sláturhúsum hérlendis. Við slátrum hér um 13.000f jár á haustin, og þaö tekur okkur að- eins 15 daga, en við slátrum 1000 fjár á dag. Stórgripaslátrun fer einnigfram þar, en hún er fremur litil 70-80 gripir á ári. Fiskvinnslan— neyð á Drangsnesi — Þá er það fiskvinnslan. — Það mun hafa veriö skömmu eftir 1942 sem kaupfélagiö hóf fiskvinnslu á Hólmavik, og það tók við fiskvinnslu á Drangsnesi árið 1958 og hefur rekið það siöan. Þvf er ekki að leyna, að rekstur þessara fiskvinnslustööva hefur verið eina forsendan fyrir at- vinnullfinu hér. Við rekum á hinn bóginn ekki útgerð, en tökum við fiski og rækju til vinnslu. Heildar- verðmæti framleiðslunnar er um 120 milljónir króna. Viö þessa framleiðslu starfa 50-60 manns á Hólmavik og um 30 manns á Drangsnesi, þaö er að segja þeg- ar húsin starfa, en það er þvi mið- ur nær einvörðungu bundið við rækjuveiðarnar. — Sem kunnugt er þá brann frystihúsið á Drangsnesi i ágúst- mánuði siðastliðnum og nú er hálfgerð neyð fyrir dyrum þar, þvl enginn atvinna er núna fyrir kvenfólk, en karlar hafa haft vinnu við smiði hraðfrystihúss- ins, en við erum að keppast við að gera þaö fokhelt fyrir veturinn. Að visu gengurhratt á fjármuni núna, en loforð liggja fyrir um lánsfé, svo við gerum ráð fyrir að geta lokið þessari byggingu, sem áaðkostaum 120 milljónir króna. Hinu er ekki að leyna, að vetur- inn verður erfiður fyrir mörg heimili þarna, þvi að þegar húsið erfokhelt, tekur við innivinna, og þá eru þaö fyrst og fremst iðnaöarmenn sem þarna starfa og verkamannavinna verður sáralit- il. Enginn krani til i sýsl- unni — Hvernig er aðstaöan til stór- bygginga eins og t.d. á Drangs- nesi? — Þetta er miklum erfiðleikum bundiö. Hér er ekki mikið um stórbyggingar, og við verðum að fá margt úr öörum byggðarlög- um. Til dæmis eru þakbitar steyptir suður i Reykjavik. Þá verður að flytja I þungaflutninga- bilum alla leið á byggingastaðinn. Enginn krani var til i sýslunni til þess að lyfta bitunum, svo við Hús Kaupfélags Steingrimsfjarðar, þar sem félagið rekur myndarlega sölubúð. Fyrir ofan „Sambands- merkiö” er merkilegur gluggi. Hann er á skrifstofu kaupfélagsstjórans, og ef menn eiga eitthvert erindi við kaupféiagsstjórann, þá kaila þeir gjarnan upp Igiuggann oghann ræöir við þá þar. — Þessi gluggi hefur verið ómetanlegur, og þeir segja aö nú sé ég búinn að láta rifa horn af frystihús- inu (til vinstri á myndinni) tii þess að geta bókstaflega fylgzt meö hverri hræringu manna út um glugg- ann, sagði Jón E. Aifreðsson I spaugi, þegar við inntum hann eftir þessum mikilvæga giugga á kaupfé- laginu. urbum að fá krana að sunnan eina helgina, og þaö var svo kostnaðarsamt, að við höfum nú lagt I að kaupa krana til þess að nota við bygginguna. Ég hefi þó fullan hug á að halda þessum krana áfram i sýslunni, en þaö tekst ekki nema einhverjir fáist til samstarfs um notkun hans. Þarna eru miklir fjármunir i húfi, þvi að þaö kostar nokkur hundruð þúsund krónur að fá stóran krana / til þess að vinna yfir eina helgi á fjarlægum stað i öörum lands- hluta. — Sem áður sagöi hljóðar kostnaðaráætlun fyrir hraðfyrsti- húsið upp á 120 milljónir króna. Ljóst er þegar, að flutnings- kostnaður, kranavinna og aukinn hraði vib að koma húsinu undir þak, mun hækka þetta verð eitt- hvað, hve mikið veit ég ekki hér og nú. Gott að reka kaupfélag, sem byggist d landbúnaði og sjdvarútvegi jöfnum höndum, því sjaldgæft er að bdðir þessir atvinnuvegir eigi í erfiðleikum samtímis Sláturhúsiö á Hólmavik. Eitt af örfáum fullkomnum sláturhúsum hérlendis. Húsið er með keðjukerfi, og þeir slátra þúsund f jár á dag. Milli sláturtlða eru lltil not af þessu mikla húsi. Bar að „flytja Drangs- nes” til Hólmavikur? — Nú hafa heyrzt raddir um það, að rétt heföi verið eftir frystihúsbrunann á Drangsnesi að flytja „Drangsnes” til Hólma- vikur. Reisa þar t.d. íbúðablokk, eöa hús fyrir þessa 100 ibúa og efla þannig byggðakjarnann á Hólmavik. — Hver er þin skoöun á þessu? — Ég hefi heyrt þessari hug- mynd fleygt. Hún á vafalaust upphaf sitt að rekja til þess að mönnum þyki þetta dýr fram- kvæmd fyrir ekki stærra byggðarlag. En þvi er til að svara.aðþetta er fólk, sem þarna býr, en ekki skynlausar skepnur, og það er ekki hægt að flytja það til bara eftir þvi hvaö mönnum finnst um eitt eða annað. Það var ekki farið fram á að Drangsnesingar legðu niður sina byggð, enda ótalmargt annað sem mælir á móti þvi. Til að mynda hefur nýlega ver- ið gerð þar ný bátahöfn, nokkuð fyrir innan bæinn. Þar eru bátarnir öruggir, en á þaö vantaði við gömlu bryggjuna. Nokkrir menn hafa nýverið reist sér góö ibúðarhús og lagt i mikla fjárfest- Frystihúsið brann d Drangsnesi og ekkert atvinnu- fyrirtæki verður þar starfandi í vetur Frá nýju höfninni á Drangsnesi. Hér er öruggt lægi fyrir rækjubátana.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.