Tíminn - 07.11.1976, Síða 12
12
TÍMINN
Sunnudagur 7. nóvember 1976
Arni Jóhannsson byggingameistari, er sér um hinar miklu gatnagerö-
arframkvæmdir á Hólmavik.Arni og Jón E.Alfreösson kaupfélagsstjóri
tala um sement!
Þeir eru að steypa götur og veriö er aö steypa nýja frystihúsiö á
Drangsnesi.
— Viö sendum bfl á Akranes I fyrramáliö, þaö er ekki óhætt annaö,
sagöi Jón E. kaupfélagsstjóri. Þetta sýnir aö aödrættir eru erfiðir á
svona staö, og betra er aö láta ekki standa á neinu, þegar stórfram-
kvæmdir eru annars vegar.
ingu. Það bendir nú ekki til van-
trúar, eða að þeir séu tilbúnir til
þess aö láta hagfræöinga flytja
sig eitthvaö annaö. Þó byggðin sé
ekki fjölmenn, þá er hún eigi að
siður liður i dálitilli byggöaheild,
og það gæti veriö svo að fleira
legðist af, ef Drangsnesi hefði
veriö synjað um nýtt frystihús.
Atvinnuástand — Tog-
araútgerð fyrirhuguð?
— Hvernig verður útgerö háttaö
á Drangsnesi i vetur?
— Bátarnir munu landa afla
sinum á Hólmavik i vetur og sjó-
menn munu þvi hafa nóg að
starfa, en sem áður sagði, þá
horfir verr með landverkafólkið.
Astandið verður mjög slæmt að
óbreyttu.
Segja má að atvinnuástand hafi
lika verið slæmt hér á Hólmavik,
eftir aö haustslátrun lauk, þvi að
ekki hefur þar til nú (30. október)
verið hægt að stunda rækjuveiðar
vegna seiðagöngu i flóanum.
Sannleikurinn er sá, að þótt
stjórnvöld séu að reyna aö halda
uppi fullri atvinnu i landinu, þá er
stöðugt atvinnuleysi i Stranda-
sýslu 4 mánuði á hverju ári.
— Sem frægt er orðið, þá vorum
viö einir um alla rækju hér i
flóanum, en erum það nú ekki
lengur, heldur höfum við aðeins
um það bil helming veiðanna á
Húnaflóa og út af Ströndum.
Þetta hefur slæm áhrif á
ástandið i atvinnumálum hér, en
auk þess getur rækjan ein aldrei
tryggt atvinnu allt árið. Þá er það
staðreynd, að rækjubátarnir duga
ekki tilþorskveiða og sáralitil afli
berst á land.
— Það var mikið rætt um þenn-
an vanda i fyrra og allar götur
þar til bremsa kom á allan
togarainnflutning. Þó höfum við
tekið eftir þvi, að þrátt fyrir allt
eru skuttogarar enn að bætast
við, og má nefna staði eins og
Hrisey, Húsavik, Þórshöfn, og
fleiri staöi mætti nefna. Á hinn
bóginn er okkur það mjög vel
ljóst, að þaö er ærinn vandi fyrir
þetta litiö byggðarlag að taka við
togara og þurfa ekki að kasta frá
sér rækjuflotanum og þvi sem
honum fylgir. Þetta er erfitt að
skýra nákvæmlega i stuttu blaða-
viðtali, en við höfum fullan hug á
að leysa atvinnumálin og tryggja
fólkinu vinnu allt árið.
Verzlunin
— Hvað um verzlunina?
Við rekum hér alhliöa kaup-
félagsverzlun á Hólmavik og við
erum með útibú á Drangsnesi.
Otibúið á Drangsnesi er fyrir
löngu orðið alltof litið. Við höfum
hugsað aö bæta úr þvi, og ráðgert
hafði verið aö steypa grunn aö
nýrri verzlun þar i haust, en nú
fór það auðvitað allt i vaskinn,
vegna brunans á frystihúsinu, en
bygging þess hefur auðvitað
algjöran. forgang.
Þessi framkvæmd verður þvi
aðbiða enn um sinn, þótt auðvitað
sé ég ekki einn um að ákveða það.
Við verzlum með almennar
neyzluvörur, svo og rekstrar-
vörur landbúnaðarins og sjávar-
útvegsins, þar með taldar
byggingavörur oliur og benzín.
Heildarvelta kaupfélagsins á
siðasta ári var um 414 milljónir
og verður auðvitað hærri á þessu
ári vegna verðbólgunnar.
Félagsmenn erú á fjórða
'hundrað talsins og er formaður
þess Grimur Benediktsson, bóndi
á Kirkjubóli.
Hjá Kaupfélaginu starfa um 20
fastráðnir starfsmenn, og svo þar
að auki er starfsfólk við frysti-
húsin og sláturhúsið. Launa-
greiðslur voru um 60 milljónir
króna á siðasta ári.
— Hvernig er aö reka kaupfélag
við aöstæöur eins og á llólmavik
og nágrenni.
— Ég tel það mikinn styrk að
rekaþetta saman, vera meö fisk-
vinnsluna og landbúnaðinn á
einni hendi, þvi það er mjög
sjaldgæft að miklir erfiðleikar
séu i báðum atvinnuvegunum á
sama árinu,sagöi Jón E. Alfreðs-
son, kaupfélagsstjóri að lokum.
Litazt um á Hólmavik og
á Drangsnesi
Aö loknu viðtalinu viö kaup-
félagsstjórann og reyndar bæði á
undan og eftir, notaði undirritað-
ur timann til þessað skoða sig um
i nágrenninu. Ekið var um fagrar
sveitir og m.a. komið til Drangs-
ness.
A Drangsnesi hafa orðið tals-
veröar breytingar. Þar hefur sem
áöur segir verið gerð ný bátahöfn
og nokkur ný hús hafa verið reist,
aðallega af skipstjórum á rækju-
bátum og útgerðarmönnum.
Heimamenn voru i önnum viö að
byggja nýja frystihúsið, en hvað
veturinn ber i skauti sér veit
maður ekki.
En það er einmitt á svona stöð-
um, þar sem tilfinningar og
búseturökin fara ekki saman i öll-
um atriðum. A það má lika
benda, að stutt er á miðin frá
Drangsnesi og bátar sem eiga
stutt á miðin, eyða minni oliu og
slita vélum minna, og vist ér um
það, aö byggðin á Drangsnesi
mun-enn um sinn a.m.k. halda
velli. Hraðfrystihúsið á staðnum,
það sem brann, var gamalt og
úrelt um flesta hluti og ekki vél-
vætt að neinu ráði. Ef til vill mun
þetta nýja hús boða betri tið á
Drangsnesi. Með þvi mæla öll
haldbær rök.
A Hólmavik er öllu staðarlegra
um aö litast, og eiga gatna-
gerðarframkvæmdirnar þar ekki
svo litinn þátt I þeirri „andlits-
lyftingu” sem þar hefur orðið, en
þeirra framkvæmda er getið i
annarri grein um þessar slóöirv
JG
Nýja hraðfrystihúsiö á Drangsnesi Ismíöum. Tveir stórir þungavörubilar frá Borgarnesi voru aö koma
meö steypubita, þegar okkur bar aö. Ætlunin er'aö ljúka viö smiöi hússins á næsta ári, en fram til þess
tima veröur engin vinna á Drangsnesi.
Hraöfrystihús kaupfélagsins á Hólmavlk. Þar er unnin rækja 8 mánuöi ársins.
Ragnar Valdimarsson afgreiöir ollu á traktor hjá bónda. Ragnar er afgreiöslumaöur Tlmans á Hólma-
vlk og vinnur stöku sinnum viövik fyrir kaupfélagiö.
Aöeins kortéri eftir aö flugvél Vængja er lent, eöa rútan hefur stanzaö I þorpinu, eru áskrifendur
Tlmans búnir aö fá blaöiö heim.