Tíminn - 07.11.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.11.1976, Blaðsíða 16
TÍMINN Sunnudagur 7. nóvember 1976 Tíminn heimsækir St. Fransiskusspítalann í Stykkishólmi St. Fransiskusspltalinn SJÚKRAHÚS, LEIKSKÓLI, GEDDEILD OG PRENTSMIÐJA Príorinna systir Reneé St. Fransiskus spitalinn i Stykkishólmi hefur verið starf- ræktur siðan 1934. Það er St. Fransiskusreglan, sem á allt húsnæðið og annast reksturinn að öllu leyti. Þar rekur reglan einnig dagheimili fyrir börn, og starfrækir prentsmiðju. Það er þvi ekkiofsögum sagt, að reglan hafi haft mikil áhrif á allt lif i Stykkishólmi hin siðari ár, og veitt ibúunum þar og i ná- grannabyggðum ómetanlega aðstoð á mörgum sviðum. Sjúkrahús, barnaheimili og prentsmiðja Alls eru 16 systur starfandi við sjúkrahús, barnaheimili og prentsmiðju, og eru þær aöal- lega frá Belgiu og Hollandi. Ein systir er frá Möltu og önnur frá Kanada. Annað starfslið er allt islenzkt. 1 sjúkrahúsinu eru 25 sjúkra- rúm, en auk þess er á efri hæð hússins rekin geðdeild, og þar eru vistmenn 22. t leikskólanum eru 80 börn, og dvelja þau þar frá kl. 8á morgnana til kl. 12, en siðan aftur frá kl. 13 til 17. Börn- in eru á aldrinum tveggja til sjö ára,og þegarvið litum þar við á ferð um daginn, var mikið um að vera hjá þeim og þau virtust una sinum hag hið bezta. Príorinna er systir Reneé. Hún er frá Belgiu og hefur verið hér á landi i 19 ár. 1 samtali við blaðamann sagöi systir Reneé, að það væri um margt ólikt að vera hér á landi eða i Belgíu, en henni likaði vel hér. 1 byrjun hefðu tungumálavandræðin verið erfiðust, en siðan hefði það lagazt. Alls eru um 11 þúsund systur i reglunni, og starfa þær viðs vegar um heim. Nokkuð er um, aðþær flytjimilli landa, en yfir- leitt dvelja þær systur, sem til Stykkishólms koma, þar nokkuð lengi, vegna þess að langan tima tekur að læra islenzkuna, og fáar systur aðrar kunna nokkuð i málinu. Systir Reneé lét vel að sam- skiptum við ibúa Stykkishólms, enda búi þar mjög gott fólk. íslenzkan var erfið í upphafi 1 prentsmiðjunni hittum við systur Rósu. Þar stjórnar hún öllu af röggsemi. Athygli vekur, þegar þar inn er komið, hve allt er i mikilli röð og reglu, hreint og fágað. Systir Rósa sagðist hafa kom- ið hingað fyrir 24 árum, og hóf þá þegar störf við prentsmiðj- una. Þá var verið að setjahana á stofn, en hún er rekin af Kaþólsku kirkjunni i Reykjavík, og upphaflega var þar eingöngu prentað fyrir kirkjuna, en hin siðari ár hefur einnig verið prentað fyrir ibúana i Stykkis- hólmi, t.d. jólakort, reiknings- eyðublöð og sitthvað fleira. Aður fyrr var allt handsett i prentsmiðjunni, en fyrir f jórum árum var fengin vél til að vél- setja. Nú er unnið að prentun á seriu af bibliubarnabókum. Alls Það var glatt á hjalla á barnaheimilinu I Stykkishólmi. Nýfæddi strákurinn ásamt móöur sinni Jóninu Sigurjónsdóttur og Ijósmóöurinni Ellnu Siguröardóttur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.