Tíminn - 07.11.1976, Síða 17

Tíminn - 07.11.1976, Síða 17
Sunnudagur 7. nóvember 1976 TÍMINN 17 Myndir og texti: Magnús Ólafsson á að gefa út 13 bækur og verður upplag hverrar 2000 eintök. Bækur þessar eru myndskreytt- ar i stóru broti. Systir Rósa kom hingað til lands frá Belgiu, eins og systir Reneé, og kunni litið i málinu, þegar hingað kom. Erfiðlega sagði hún hafa gengið að prenta fyrstu bækurnar, enda væri is- lenzkan erfið og erfiðlegast af öllu gekk henni að átta sig á hvernig átti að skipta orðunum. Siðan lærði hún þetta smám saman og nú gengur vel að rita þetta forna og merka mál. Hann lét ekki bíða eftir sér strdkurinn sd Flestar konur i Stykkishólms- héraði fæða börn sin á sjúkra- húsinu. bar er fæðingarstofa, og meðal tækja þar er hitakassi, sem kvennaklúbbur i Grundar- firði gaf sjúkrahúsinu fyrir nokkrum árum, og einnig er þar lifgunarborð með öndunartæki. Elin Sigurðardöttir ljósmóðir sagði, að fæðingarstofan væri ó- vanalega vel búin tækjum, mið- að við stofur á svona litlum sjúkrahúsum, og gott væri að vinna þarna. Auk Elinar er ein systirin ljósmóðir á sjúkrahús- inu. Og inni á fæðingarstofunni hittum við nýfæddan strák og móður hans, Jóninu Sigurjóns- dóttur, úr Ölafsvik. Jónina sagðist hafa flutt til Ólafsvikur fyrir tveimur árum og likaði þar vel. Þar væri ró- legt og gott að vera, og maður væri laus við hraðann og hávað- ann, sem Reykjavikurlifinu fylgdi. En strákurinn nýfæddi hafði þó nokkurn hraða á, og mátti ekkert vera að biða eftir því, að móðirin kæmist á sjúkrahús heldur stökk i heim- inn áður. Bæta þarf starfsaðstöðuna Sjúkrahúsið hér hefur dregizt aftur úr hvað tæki og aðstöðu snertir hin siðari ár, sagði Hall- dór Jóhannesson sjúkrahús- læknir i Stykkishólmi i viðtali við Timann. Þvi þarf að bæta starfsaðstöðu hér verulega og skipta þarf sjúkrahúsinu i hand- læknisdeild og lyflæknisdeild. Einnig þarf að auka rannsóknir og auðvelda endurhæfingu. Þá er mikil nauðsyn að fá hingað sérfræðinga i lyflækningum. Ef hér væri aðstaða til ýmis konar rannsókna, mætti vel hugsa sér, að hingað væru fengnir sérfræðingar úr Reykjavik til skammrar dvalar Pálmi Frímannsson héraðslæknir hvert sinn, til að annast nauð- synlegar rannsóknir, og væri slikt mun auðveldara, en að þurfa að senda alla sjúklingana suður. Aðspurður um hlutverk spit- alans i Stykkishólmi sagði Hall- dór, að sama gilti um hann og önnur sjúkrahús á landsbyggð- inni hans hlutverk væri fyrst og fremst að taka við sjúklingum i byrjun og gera það sem hægt væri með þeirri að-stöðu og tækjum sem á staðnum eru til. En staðreyndin væri sú, að vegna þess hve þessi litlu sjúkrahús hefðu dregizt mikið aftur úr, fækkaði þeim sjúkling- um, sem þangað kæmu til með- ferðar ár hvert. Jafnframt ykist fjöldi þeirra, sem sendir væru burt til læknismeðferðar. Árið 1969 hefðu sjúklingar, sem komu til meðferðar i Stykkis- hólmi verið 600, en i fyrra komu aðeins 255 sjúklingar á sjúkra- húsið. Þessar tölur styrktu það álit að nú stæði spitalinn á timamót- um, og ef ekki yrðigert átak í að efla hann yrði vart mikið lengur hægt að tala um sjúkrahús. Samgöngulega séð væri auð- veldast fyrir 8 þúsund manns að sækja læknisaðstoð til Stykkis- hólms og það væri hreinlega pólitiskt úrlausnarefni hversu auðvelt ætti að gera þessu fólki að ná til læknis. Við þetta má bæta, að i sam- tali við sveitarstjórann i Stykk- ishólmi, Sturlu Böðvarsson, kom fram, að i undirbúningi er sameiginlegt átak rikis og sveit- arfélags um að efla sjúkrahúsið i Stykkishólmi og einnig að bæta aðstöðu heilsugæzlustöðvarinn- ar. Einhver fjárveiting fæst til þessa máls á fjárlögum næsta árs og teikningar eru tilbúnar. Systir Rósa við prentvélina. Halldór Jóhannesson sjúkrahúslæknir Það er dýrt að búa í dreifbýli Stykkishólmslæknishérað nær frá Búlandshöfða inn að sýslu- mörkum, auk þess sem það nær yfir Miklaholtshrepp og Flat- eyjarhrepp. Pálmi Frimanns- son hefur verið þar héraðslækn- ir siðan 1974. Misjafnlega hefur gengið að fá þangað annan lækni til starfa og er það aðal- lega vegna húsnæðisleysis. Samkvæmt lögum eiga tveir héraðslæknar að vera i Stykkis- hólmi og siðan i júli i sumar hef- ur svo verið. Aðstöðu hafa þeir i sjúkra- húsinu i Stykkishólmi, en jafn- framt er fastur viðtalstimi i Grundarfirði. Þegar læknar eru tveir, eru þrir ,viðtalstimar þar i viku. Pálmi sagði i viðtali við Tim- ann, að sitthvað vantaði til að aðstaðan váeri eins og hún þyrfti að vera. Sérstaklega vantar betri aðstöðu fyrir læknana og einnig vantar ibúðarhús fyrir annan héraðslækni. Þá nefndi Pálmi, að simamál væru alls ekki i nægilega góðu lagi, sérstaklega i Miklaholts- hreppi og á Skógaströnd og þyrftu þar nauðsynlega að verða breyting á, svo að ibúarn- ir byggju við öryggi. Einnig væru samgöngur viða slæmar. Hins vegar væri mikili kostur fyrir héraðslækni að hafa sjúkrahús og geta leitað aðstoð- ar sjúkrahúslæknis þegar nauðsyn bæri til. Aðstöðumunur fólks sem þarf að vitja læknis, er mjög mikill eftir þvi hvar það býr á landinu. Sem dæmi nefndi Pálmi, að ibú- ar i Stykkishólmi þyrftu aðeins að greiða kr. 200.00 fyrir læknis- vitjun, eða sama gjald og sjúkl- ingar i Reykjavik þurfa að greiða. Hins vegar þyrfti fólk, sem byggi fjarri aðsetri læknis að greiða verulegar upphæðir i ferðakostnaði læknanna. Og ef flytja þarf sjúkling utan af landi til Reykjavikur lendir umtals- verður kostnaður á sjúklingun- um. Þetta verður ek.ki fært til betri vegar, nema auka þátttöku sjúkrasamlaga i þessum ferða- kostnaði sagði Pálmi. Oft eru lögreglubilar notaðir lil flutninga á sjúklingum en samkvæmt gjaldskrá þeirra taka þeir 160.00 kr. fyrir hvern ekinn km. Pálmi taldi þetta gjald allt of hátt, og benti á, að ef hann æki á sinum bil fengi hann greiddar kr. 30.00 á km. Væri þvi mikið misræmi i þess- um gjöldum og útilokað að það væri svona dýrt i raun og veru að aka lögreglubilunum. Auðveldara að meðhöndla sjúklingana á réttan hétt Að lokum spurðum við Pálma, hvers vegna hann vildi heldur starfa sem læknir á litl- um stað úti á landi en i Reykja- vik. — Það má segja, að til þess liggi tvær ástæður, sagði Pálmi. I fyrsta lagi leiðist mér þett- býlið óskaplega, og þar fer mik- ill timi i að aka milli staða. í öðru lagi er miklu skemmti- legra að vinna hér heldur en á heilsugæzlustöð i Reykjavik. Hér er starfið miklu fjölbreytt- ara, og hér verður maður að gera margt, sem læknir i Reykjavik myndi aldrei þurfa að gera. Siðan leiðir það af fá- menninu, að smám saman er maður farin að þekkja allt.fólk- ið, sem hér býr, skilur mun bet- ur sjúkdóma þess og meðhöndi- ar það þvi miklu betur. IEKK Sendum í póstkröfu um land allt li Sólaði i-hjólbarðar m stærðum HAGSTÆTT VERO Nýii 's r yir^í amerískir snjó-hjólbarðar itipA hvítum hrí ATLAS með hvítum hring í# GOTT VERÐ |Í1 SÓWXN& Smiðjuvegi 32-34 Símar 4-39-88 & 4-48-80

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.