Tíminn - 07.11.1976, Qupperneq 23

Tíminn - 07.11.1976, Qupperneq 23
Sunnudagur 7. nóvember 1976 TÍMINN 23 sjónvarp Sunnudagur 7. nóvember 16.00 Húsbændur og hjú Nýr, breskur myndaflokkur i 13 þáttum. Yfirumsjón með gerð myndaflokksins hefur John Hawkesworth, og i helstu hlutverkum eru Da- vid Langton, Rachel Gurn- ey,' Nicola Pagett, Simon Williams og Grodon Jack- son. 1. þáttur. Ráðin til reynslu Sagan gerist i Lundúnum á fyrsta áratug þessarar aldar og lýsir heimilishaldi Richards Bellamys ráðherra og konu hans. Þau eiga tvö börn, James, sem er undirforingi i lifvarðarsveit konungs, og Elfsabetu, sem er 19 ára. Þjónustufólkið á heimilinu kemur mjög við sögu. A árunum fyrir heims- styrjöldina er talið, að um tvær milljónir manna hafi unnið þjónustustörf á bresk- um heimilum fyrir mjög lágum launum. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 17.00 Suðureyjar Bresk heim- ildamynd um Suðureyjar við vesturströnd Skotlands og fólkið, sem þar býr. Eyj- ar þessar koma mjög við sögu islensku fornritanna. Eyjaskeggjar hafa verið fastheldnir á gamla siði og vinnubrögð litlum breyting- um tekið i margar kynslóðir þar til á siðustu árum. Þýð- andi og þulur Ingi Karl Jó- hannesson. 18.00 Stundin okkarSýnd verð- ur þriðja myndin um Matthias. í þessum þætti eignast hann systur. Siðan er mynd um Molda mold- vörpu. t seinni hluta þáttar- ins verður mynd um skjald- bökur, og litið verður inn á æfingu hjá hljómsveitinni Hlekkjum i Kópavogi. Um- sjónarmenn Hermann Ragnar Stefánsson og Sig- riður Margrét Guðmunds- dóttir. Stjórn upptöku Kristin Pálsdóttir. 18.50 Enska knattspyrnan Kynnir Bjarni Felixson. Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Óskar Gislason, ljós- myndari Fyrri hluti dag- skrár um óskar Gislason, einn af brautryðjendum is- lenskrar kvikmyndagerðar. Fjallað er um upphaf kvik- myndagerðar Óskars og sýndir kaflar úr nokkrum myndum, sem hann gerði á árunum 1945-1951. Þulir Er- lendur Sveinsson, Birna Hrólfsdóttir og Sigurjón Fjeldsted. Kvikmynd Þórarinn Guðnason. Hljóð Sigfús Guömundsson. Höf- undar Erlendur Sveinsson og Andrés Indriðason. 21.40 Saga Adams-fjölskyld- unnar Nýr, bandarískur myndaflokkur i 13 þáttum. Rakin er saga Adams-fjöl- skyldunnar i Massachusetts um 150 ára timabil, 1750- 1900. Einnig er gerð nokkur grein fyrir sögu Bandarikj- anna á þessum tima, þvi að f jölskyldan tók virkan þátt i stjórnmálum, og mörgum voru falin ýmis trúnaðar- störf. Tveir urðu forsetar landsins, feðgarnir John Adams (1797-1801), og John Quincy Adams (1825-1829). 1. þáttur. John Adams, lög- maður Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. 22.30 Ég er blindur 1 þessari fræðslumynd er vakin at- hygli á vandamálum, sem blindir eiga við að etja, og sýntfram á, að þau eru ekki óyfirstiganleg, blint fólk geti tekið eðlilegan þátt i samfélaginu, hlotið góða menntun og unnið hin flókn- ustu störf. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.55 Að kvöldi dags Stina Gisladóttir, kennari, flytur hugleiöingu. 23.05 Dagskrárlok Arthur Conan Doyle: LJÓNSFAXIÐ • skilur eftir merki slik sem þessi, færir okkur nær því að finna ódáðamanninn. ,,Það er auðvitað fjarstæð skýring," sagði lögreglu- foringinn. ,,En ef glóandi heitt vírnet hefði verið lagt yf ir bakið, þá mundu þessir dýpri sárablettir hafa komið fram, þar sem hnútarnir lögðust á bak mannsins." ,,Mjög snjöll samlíming. En kæmu ekki sömu merki fram, ef lamíð væri með margþættri svipu og væri harð- ur hnútur á enda hvers þáttarins?" ,,Það veit Júpiter, hr. Holmes, þér hafið líklega hittá hið rétta." ,,Aðrar gætu orsakirnar einnig verið, hr. Bardle. En málstaður yðar er allt of hæpinn til að réttlæta handtöku og fangelsun." „Hvað er merkilegt við þau, hr. Holmes?" Ég fór til og sótti stækkaða Ijósmynd. „Þessa aðferð hef ég, er svona stendur á." „Þér gangið ævinlega hreint til verks, hr. Holmes," sagði lögregluforinginn. ,, Ef svo væri ekki, þá hefði ég varla náð þeim árangri, sem þegar er kunnur. Virðið nú fyrir yður þessa sára* rönd, sem nær yfir hægri öxlina. Sjáið þér nokkuð at- hyglisvert við hana?" „Það er þó augljóst, að sárið er ekki alls staðar jafn- djúpt og breitt. Hérna er blettur, sem blóð hefur runnið úr. Sömu merki sjást á annarri rönd hér neðar." „Hvað getur það bent okkur á." „Hef ekki hugmynd um það. Hafið þér?" Þeim var ekkert sérlega hlýtt til hr. McPhersons. „Gætu þeir ekki hafa misþyrmt honum?" „Nei, nei, en reyniðekki að veiða neitt upp úr mér fyrr en ég er viss um eitthvað," sagði ég brosandi, „hvor okk- ar hefur sínum störfum að sinna, en ef þér viljið hitta mig hér eftir hádegið....." Lengra var ég ekki kominn, þegar óvænta og ægilega truflun baraðhendi. Útidyrnar voru harkalega opnaðar, fótatak heyrðist i ganginum og Jan Murdock slangraði inn í stof una. Hann var náfölur, fötin hans voru í ólagi og hann fálmaði fyrir sér eftir húsgögnunum til þess að geta staðið uppréttur. „Brennivin, brennivín," hrópaði hann um leið og hann hneig stynjandi niður á legubekkinn. Hann var ekki einn á ferð. Með honum var Stackhurst, berhöfðaður, laf- móður og nærri því eins truflaður og Murdock sjálfur. „Já, komiðfljótt með brennivínið," sagði hann. „Mað- urinn er alveg örmagna. Ég gat með naumindum komið honum hingað heim. Það leið tvisvar yf ir hann á leiðinni hingað." Hálft vatnsglas af hinum sterka drykk hafði undra- verð áhrif. Hann reis upp að hálfu og svipti af sér káp- unni. ,, I guðs bænum komið þið með olíu, ópíum eða morf ín, — eitthvað sem stillt getur þessar kvalir." Bæði ég og lögregluforinginn rákum upp óp vegna þess, er fyrir augum bar. Þarna á nöktu baki mannsins voru sömu, rauðu rákirnar, sem valdið höfðu dauða Fitz- roy McPhersons. Auðsjáaníega var sársaukinn mikill, og ekki aðeins hið ytra, því svo virtist, að sjúklingnum væri mjög erfitt um að draga andann reglulega, hann skipti oft litum og tók við og við f yrir hjartað með hendinni, en svitinn streymdi niður andlit hans. Hann gat dáið hvenær sem var á næstu mínútum. Við helltum í hann meira brennivini og líf ið virtist blossa upp eftir hverja inngjöf. Baðmullarumbúðir rennvættar í saladrOliu virtust lina sársaukann í bakinu. Loks féll höf uðið á svæf ilinn. Nátt- úran hafði sýnt miskunnsemi. Þetta var sambland af svef ni og öngviti, en hann var þó laus við sársaukann, og angistina á meðan. Það var þýðingarlaust að spyrjá hann eins og á stóð, en þegar hann var kominn i kyrrð, sneri Stackhurst sér að mér. „Guð minn góður! Hvað er um að vera Holmes? Hvað þýðir þetta?" „Hvar funduð þér hann?" „Niðri í f jörunni, nákvæmlega á sama blettinum, sem McPhersons varð fyrir sínu slysi eða dauðaorsök. Hefði þessi maður haft lélegt hjarta, þá hef ði hann ekki komizt hingað. Mér virtist hann of tar en einu sinni ætla að hníga niður, en ég studdi hann. Það var of langt að f ara heim í skólann, svo ég kom hingað með hann." „Sáuð þér hann í f jörunni?" ,,Ég var uppi á klettunum, þegar ég heyrði hann kalla. Hann var rétt í f jöruborðinu og reikaði eins og drukkinn maður. Ég flýtti mér ofan kastaði yfir hann kápu og fylgdi honum upphingað. í öllum bænum, Holmes, neyt- ið allrar kunnáttu yðar til þess að létta af þeirri bölvun, sem hvilir yfir þessum stað, annars verður lífið hér ó- þolandi. Getið þér ekki með yðar heimsfrægu kunnáttu gert eitthvað fyrir okkur?" ,, Ég vona að ég geti það, Stackhurst. Komið með mér núna og þér lika lögregluforingi, komið þér með. Við skulum vita hvortekki er unnt aðselja morðingjann yður i hendur." Við skildum meðvitundarlausa manninn eftir í umsjá ráðskonunnar minnar, og héldum allir þrír niður að hinu óhappasæla sjávarlóni. Þar á mölinni var dálítil hrúga af fötum og þurrkum, er Murdock hafði skilið þar eftir. Ég gekk hægt meðfram vatnsborðinu og félagar mínir á eftir. Lónið eða sjálfur sundpollurinn var grunnur, en uppi við sjálfa klettana var dýpri hola, líklega 4-5 fet á dýpt. Hér mundu sundmennirnir helzt halda sig, því það var fallegur tær pollur, gagnsær og lygn. Uppi yf ir poll- inum var klettabelti nokkurt, og gekk ég nú meðf ram þvi og skyggndist nákvæmlega niður í sjávarlónið. Ég var kominn þangað, sem það var dýpst og kyrrast, þegar ég I oks kom auga á það, sem ég hafði búizt við að finna þarna, og ég rak upp dálítið siguróp. „Cyanea!" hrópaði ég. — „Sjáið þið nú Ijónsfaxið!" Hinn kynlegi hlutur, sem ég benti þeim á var vissulega ekki ólikur Ijónsfaxi. Hann lá á klettasyllu nálægt þrem fetum undir vatnsborðinu. Þetta var undarleg loðin skepna hárin bif uðust f ram og aftur, sums staðar silf ur- hvít, annars staðar gulleit. Svo virtist, sem hún drægist sundur og saman, líkt og um væri að ræða þungan hægan andardrátt. „Hún hefur gert nógu mikið illt. Dagar hennar eru þegar á enda," sagði ég. „Hjálpið mér, Stackhurst, við skulum fyrirkoma þessum bölvaldi." Það var stór hnöll- ungsklettur beint uppi yfir klettasyllunni, og við veltum honum og ýttum, unz hann féll með miklu skvampi og gusugangi niður á sylluna. Þegar vatnið kyrrðist var likast því sem það væri blandað gulleitri kvoðu, sem kom snöggvast upp á yfir- borð vatnsins. „Nú, þá er þessu lokið, hr. Holmes," sagði lögreglufor- inginn." „ En hvað var þetta? Ég er fæddur og uppalinn á þessum slóðum, en hef þó aldrei séð neitt slikt. Slík skepna, ef svo má nefna það, á ekki heima hér i Sussex- f ylki." „Aðkomin til Sussex," svaraði ég. „Það hlýtur að hafa verið suðvestanstormurinn, sem bar hana hér að landi. Komið báðir heim með mér, og ég mun lofa ykkur að heyra um hræðilega reynslu manns, sem sjálf ur lærði að þekkja sumar þær ógnir, sem eiga heima í sjónum." Þegar við komum heim til min var Murdock o.rðinn það hress, að hann gat setið uppi. Hann var samt sljór og þreytulegur, og fór um hann hrollur við oq við. Af slitr- óttri frásögn hans kom það fram, að eiginlega hefði hann enga hugmynd um, hvað fyrir hann hefði komið, annað en að hann hefði allt í einu f undið sára stingi eða verkjaf log í gegnum sig allan, svo að hann komst naum- lega upp úr lóninu ipp í f jöruna. „Hér er bók," sagði ég, „sem qefur skýrinqu á ýmsu

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.