Tíminn - 07.11.1976, Page 33
Sunnudagur 7. nóvember 1976
,TÍMINN
33
augnablik hafði gert
vart við sig hjá Berit,
hvarf eins og dögg fyrir
sólu. Þessum manni var
óhætt að treysta. Hann
var traustur og kjark-
mikill.
Strax og hreyflar flug-
vélarinnar fóru i gang,
brast og gnast i öllu, ryk
og smámöl þyrlaðist
upp, og flugvélin titraði
öll. Hávaðinn var svo
mikill, að engin leið var
að tala saman. Flug-
maðurinn gaf systkinun-
um merki um það, að nú
mættu þau fara upp i
flugvélina. Stigi var
reistur upp við flugvél-
ina og þau klifruðu upp i.
Yfirbygging var engin á
flugvélinni, en aftan við
sæti flugmannsins var
örlitill bekkur, sem þau
áttu að sitja á. Var þar
svo þröngt um þau, að
þau gátu hvorki hrært
legg né lið. Þau voru
bæði bundin niður i sæt-
in, til þess að þau
styngjust ekki út, ef
flugvélin hallaðist eða
ylti um i loftinu.
Farangur þeirra, sem
var mjög litilfjörlegur,
var bundinn niður á
sama hátt aftan við sæt-
ið. Siðast kleif flug-
maðurinn upp i sæti sitt.
Berit fann að hreyflarn-
ir juku hraðann og vélin
titraði enn meira en áð-
ur. I sama bili rann flug-
vélin af stað. Berit gat
aðeins litið um öxl og
veifaði til frænda sins,
sem stóð eftir á flug-
vellinum, sorgmæddur á
svipinn, og starði á eftir
vélinni. Siðan hvarf allt i
rykský, sem flugvélin
þyrlaði upp.
Þetta var kl. 9 um
morguninn, hinn 18.
april 1913.
3.
Flugvöllurinn var
ósléttur grasvöllur, og
litla farartækið skalf og
nötraði, er það þeyttist
eftir flugvellinum. Berit
fannst sem hvert bein i
likama sinum myndi
bresta. Henni leið illa og
hún óskaði þess af alhug
að hún gæti komizt út úr
flugvélinni. Allt i einu
kyrrðist flugvélin.
Hreyflarnir unnu léttara
og titringurinn varð
minni. An þess að syst-
kinin hefðu veitt þvi
athygli, hafði flugvélin
nú hafið sig á loft og
hækkaði stöðugt flugið.
Berit var gripin
undarlegri og næstum
yfirnáttúrulegri hrifn-
ingu, er hún sat i flug-
vélinni og fannst sem
jörðin flygi i aðra átt
með miklum hraða. öll
hræðsla var floginn út i
veður og vind. Henni
fannst þetta likjast
ævintýri og hún fagnaði
þvi að lyftast alltaf
hærra og hærra. Flugið
var henni nýtt
undrunarefni. Aldrei
hafði hún reynt neitt
þessu likt. Þetta var
eins og unaðslegur
draumur.
Flugmaðurinn stýrði
fyrst i austurátt, þar til
hann sá Suesskurðinn.
Siðan beygði hann
snögglega i suðurátt og
fylgdi Suesskurðinum i
áttina að borginni Sues.
Útsýnin úr flugvélinni
var undra fögur og hrif-
andi. Suesskurðurinn, —
þessi örmjóa skipaleið
gegnum Sueseiðið —■
hlykkjaðist mjúklega i
gegnum sandauðnina i
suðurátt, eins langt og
augað eygði. Séð úr
þessari hæð liktist
skurðurinn silfurlituð-
um borða á sandauðn-
inni. Hér og þar sáust
skip á ferð eftir þessari
merkilegu skipaleið.
Þau sýndust eins og
leikföng á smásprænu úr
þessari hæð. Eitt þess-
ara skipa var ef til vill
skipið, sem þau áttu að
ferðast með yfir höfin,
hugsaði Berit.
Eftir þvi, sem sunnar
dró, jókst mistur i lofti
og þokuhula byrgði alla
útsýn. Suesskurðurinn
sást ekki lengur, og er
flugmaðurinn taldi sig
kominn suður undir
borgina Sues, var þokan
orðin svo svört, að engin
leið var að finna flug-
völlinn. Flugmaðurinn
stakk sér hvað eftir ann-
að niður i þokuhafið, svo
að litlu munaði að flug-
vélin snerti jörðina, en
ætið án árangurs.
Hvergi kom hann auga á
flugvöllinn. Eftir nokkr-
ar árangurslausar
tilraunir sneri hann sér
að systkinunum og
sagði:
,,Þið skuluð ekki vera
hrædd. Þokunni léttir
vonandi bráðum. Ég hef
nóg bensin til tveggja
tima flugs. Við verðum
að svifa hérna dálitið
suður yfir flóann. Þar
sýnist mér þókan vera
þynnri. Skipið fer ekki
frá Sues fyrr en seint i
kvöld”.
í sama bili tók flug-
maðurinn stefnu út á fló-
ann og eftir örfáar
minútur höfðu þau misst
alla landsýn. Von flug-
mannsins um að þok-
unni létti, reyndist tál-
von. Þokan varð alltaf
svartari og svartari,
einkum i suðvesturátt.
Þa komu i ljós dökk ógn-
andi ský. Flugmaðurinn
reyndi að hækka flugið,
en það var árangurs-
laust.
Allt i einu skall á ofsa-
veður. Ofviðrið þyrlaði
örsmáum eyðimerkur-
sandinum mörg hundruð
metra upp i loftið. Hann
sýndist gulbrúnn á lit-
inn, og hitinn óx ægi-
lega.
Þegar ofviðrið skall á,
mun flugvélin hafa verið
m 100 km frá landi.
Þessi veikbyggða flug-
vél var ekki gerð fyrir
slikt veður. Vindurinn
fleygði henni upp og nið-
ur, aftur og fram, og nú
kom það sér vel, að þau
voru öll þrælbundin nið-
ur i sætin, þvi að ella
hefðu þau þegar verið
orðin hákarlafæði i haf-
djúpinu.
Berit virtist flugvélin
veltast þannig i loftinu,
að höfuð þeirra sneru
eins oft niður og upp.
Henni leið illa og hún
var hrædd. Hún var svo
hrædd, að hún veitti þvi
enga athygli, að hún var
stöðugt að selja upp.
Henni virtist sem þeim
Árna og Gordon flug-
manni liði litlu betur.
Flugmaðurinn reyndi
nú ekkert að halda
neinni ákveðinni stefnu
eða reikna út i hvaða átt
væri haldið. Nú var ekki
um neitt að gera annað
en halda undan vindin-
um og reyna á þann hátt
að komast út úr storm-
sveipnum, og fela sig
svo á vald örlögum sin-
um. Flugvöllinn við Sues
mundu þau ekki hitta úr
þessu.
Með geysilegum