Tíminn - 13.11.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.11.1976, Blaðsíða 4
4 tíminn Laugardagur 13. nóvember 1976 MEÐ MORGUN- l KAFFINU tímans — Þaö er rétt hjá þér, þab er ekk- ert öryggisnct! \Us V UCOilT' UIK — Manst þú þegar ég hótafti aö stökkva ef þú neitaöi aö kvænast inér? Lorna Luft og Liza Minelli eru hálfsystur Judy Garland, söng- og leikkonan, sem fræg var alveg frá barnæsku, dó á bezta aldri, heilsulaus og lifsleiö eftir mikið óreglulif. Hún haföi eignazt tvær dætur i tveimur hjónaböndum. Lizu Minelli, er hún var gift Vincent Minelli, kvikmyndafram- leiöanda og stjórnanda, og meö Sid Luft, seinni manni sinum eignaöist Judy aöra dótiur, Lornu Luft, sem hér sést mynd af ásamt unnusta sinum gitarleikaranum Jake Hooker i brezku hljóm- sveitinni Arrows, sem aðsetur hefur i London. Lorna átti ótrygga og erfiða æsku, þvi aö þá var móðir hennar orðin svo heilsulaus og illa farin, en hún og Liza Minelli reyndu aö bjarga sér sem bezt þær gátu, og báöar hafa þær farið út á framabraut- ina sem söngkonur. Liza er orðin mjög fræg, eins og þeir vita sem fytgjast meö kvikmynd- um. Lorna kom- fyrst fram sem söngkona I London fyrir u.þ.b. ári, en haföi áöur reynt aö koma sér áfram I Bandarikjunum, og þótti efnileg, en eftir aö hún kom fram i Palla- dium i London, þá hefur henni gengiö mjög vel i Bretlandi. — Ég hef aldrei haft neina löngun til aö giftast, og ekki haft háar hugmyndir um hjónabandið, sagöi hún er þau opinberuðu trúlofun sina Jake og Lorna, en ég held aö ég sé i rauninni mjög gamaldags i öllum þessum málum, — meira að segja báöum viö pabba (Sid Luft) um samþykki hans áður en viö settum upp hring- ana. Nú á að kvik- mynda Doris ævisögu D , Olivia Það hefur margt drifið á daga kvik- myndaleikkonunn- ar Doris Day. Ný- lega gaf hún út bók um endur- minningar sinar frá fyrstu bernsku og fram á þennan dag. Bókin þótti mjög skemmtileg, og nú á að búa til kvikmynd eftir henni. Doris Day, sem er 52 ára, er hin hressilegasta kona og ungleg mjög, en samt verður að fá unga stúlku til að leika hana á yngri árum, og valdi Doris sjálf stúlkuna, sem er lítið þekkt. Hún heitir Olivia New- ton John og þykir þó nokkuð lík fyrirmyndinni. — Hún er eins og mig langaði alltaf til að líta út, sagði Doris, er hún tilkynnti valið á leikkonu til að leika i ævisögu sinni. — Vinur minn getur ekki ákveöiö sig núna, hann pantar sföar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.