Tíminn - 13.11.1976, Page 16

Tíminn - 13.11.1976, Page 16
16 TÍMINN Laugardagur 13. nóvember 1976 O Þróun landbúnaðar magnsþörf á hverja fram- leidda einingu verulega me& aukinni hagræðingu og tækni- beitingu, bæði við búskap og hjá vinnslustöðvum. 3' Leita yrði nýrra og betri markaöa. Kynningar- og sölustarfsemi yröi að stór- auka. 4. Auka þyrfti ræktun, sem svarar auknum búfjárfjölda og gera fóöuröflún árvissari og gæði og nýtingu heyja betri en nú er. Stórauka þarf inn- lenda kjamfóðurframleiöslu. 5. Stórauka þarf rannsóknir, fræðslustarfsemi og leiðsögn að þvi er varðar tæknibeit- ingu, vinnuhagræðingu, rækt- un, heyöflun, fóðrun, kynbæt- ur og rekstrarhagkvæmni. 6. Veita þarf meira fjármagni til landbúnaðarins og á viðun- andi kjörum. Þessari leið mundi væntan- lega fylgja eftirfarandi þróun: 1. Tækniframfariri landbúnaði yrðu hraðar, bæði hjá ein- stökum búum og vinnslu- stöðvum. 2. Bú munu stækka verulega og sérhæfing aukast. Þörf fyrir fjárfestingu yrði mjög mikil ibyggingumog tæknibúnaði. 3. Búast má við, að samfara ofangreindum aðgerðum til umbreytinga i landbúna&i og opnun nýrra markaða, leys- ist úr læðingi kraftur, sem komi fram i framkvæmda- vilja og bjartsýni, a.m.k. hjá yngri og atorkusamari bændum. Hins vegar muni hinar hörðu samkeppnisað- stæður valda þvi, aö búskap- ur við lakari aðstæður legð- ist niður og bændum með sauðf járbúákap fækkaði, þótt hugsanlega yrði ekki heildarfækkun fólks við bú- störf. Fjölskyldubú yrðu áfram ráðandi búrekstrar- form, en verkaskipting á milli búa myndi væntanlega aukast. A stærri búum mundi verkaskipting einnig aukast og þau yrðu væntan- lega rekin með aðkeyptu vinnuafli a.m.k. á vissum árstimum. 4. Verð á landbúnaðarvörum til neytenda mun lækka og færast nær útflutningsverði. 5. Væntanlega yrði leyföur frjáls innflutningur á þeim búfjárafurðum sem ekki hefðu i för með sér hættu á innflutningi sjúkdóma. 6. Sauðfé mun fjölga verulega og kjötframleiösla af þvi aukast hlutfallslega enn meir. Ekki eru likur á fjölgun mjólkurkúa umfram það, sem þarf fyrir innanlands- þarfir, en kjötframleiðsla af nautgripum mun aukast. 7. Ullarframleiösla mun auk- ast .umfram fjárfjölgun. Miðaðvið 900.000 kindur gæti hún orðið 2200 tonn eða auk- ist um 80% frá 1975. Lambs- gærur gætu þá, miðað við sama timabil orðið um 1350.000, sem er um 40% aukning. 8. Mannfjöldi við bústörf mun verða svipaður eða aukast og sömuleiðis mannafli við úrvinnslu. Fjölgun mun verða i þjónustugreinum fyrir landbúnaðinn. 9. Atvinnutækifærum i ullar- og gæruiðnaöi mun fjölga verulega. 10. Búseturöskun mun verða litil, og fólki, sem vinnur þjónustústörf og býr i sveit- um, mun fjölga. 11. Beitarálag á úthaga eykst frá þvi sem nú er. Ræktun beitilands mun aukast og jöfnun á beitarálagi mun verða nauðsynlegt. Yrði leiö 3 valin er ljóst, aö sérstakt átak þyrfti til að koma nauðsynlegum umbreytingum i framkvæmd. Gera þyrfti þró- unaráætlun til langs tima fyrir landbúnaðinn og þó sérstaklega sauðfjárræktina, þannig að samhæfðir yrðu kraftar, sem vinna að landbúnaðarrannsókn- um, landbúnaðarráðgjöf, fjár- mögnun framkvæmda og þjóð- hagslegri áætlanagerð, svo og samtaka bænda við framkvæmd stefnunnar. Umbreytingunni mundu fylgja miklir erfiðleikar fyrir þá bændur, sem ekki hefðu möguleika til að fylgjast með þróuninni, þannig að bú þeirra yrðu samkeppnisfær við hin nýju markaðsskilyrði. Hóflegur aðlögunartimi verður algjör nauðsyn. Þá fylgdi þessari leið veru- lega aukin áhætta fyrir landbúnaðinn i markaðslegum efnum og finna yrði leiðir til að vernda atvinnuveginn fyrir stóráföllum, hliðstætt verð- tryggingasjóðum sjávarútvegs. Vandamál aðlögunar eru hlið- stæð þvi, sem gilda i iðnaði nú þegar og þarfir fyrir almennar efnahagslegar ráðstafanir i tolla- og skattamálum, gengis- málum og jöfnun samkeppnis- stöðu milli atvinnuvega yrðu hliðstæðar. Sú stefna, sem tekin yrði gagnvart innflutningi landbún- aðarvara hefði veruleg áhrif á hraða umbreytingarinnar. Væntanlegayrði leitað samninga t.d. við Efnahagsbandalagið um viðskipti með landbúnaðar- vörur, sem m.a. hefðu i för með sér aðgang að hagstæðum mörkuðum fyrir sauðfjár- afurðir (dilkakjöt) og ylræktar- framleiðslu, en leiddi jafnframt af sér aukna fjölbreytni i inn- flutningi ýmissa landbúnaðar- afurða, sem þessi lönd fram- leiða til útflutnings. Gæti það haft i för með sér lækkaö verð og aukna fjölbreytni á neyslu- vörumarkaði. 1 framangreindum leiðum er fjallað um hinar hefðbundnu greinar, sauðfjárrækt og naut- griparækt. Óháð þessu að mestu má leggja mismunandi áherslu á aðrar greinar landbúnaöarins. Reikna má meö að stefnt verði að aukinni fjölbreytni fram- leiðslunnar með nýjum búgrein- um, hver sem stefnan yrði i framleiðslu aðalbúgreinanna. Sem dæmi má nefna, að ef tæk- ist að finna eða skapa með jurtakynbótum korntegund, sem þyrfti ca. 10% minna varmamagn til þroska en fljót- vöxnustu komtegundir, sem nú eru þekktar þurfa, gæti korn- rækt orðið árviss hér og fastur liður i búskap á ákveðnum landsvæðum. Svipaða mögu- leika er hægt að benda á i sam- bandi við kynbætur á frostþoli kartaflna og kynbætur til að auka meltanleika fóðurgrasa. Efna má margar búgreinar, sem nú eru oft nefndar aukabú- greinar og möguleikar virðast til að skapa nýjar. Auka má og bæta nýtingu margvíslegra hlunninda. A sama hátt er liklegt að stefnt verði að fjölbreyttari nýt- ingu á og meiri úrvinnslu úr af- urðum landbúnaðarins. Liklegt er að það fari nokkuð eftir efna- hag og atvinnuástandi i þjóðfé- laginu, svo og mögulekum tií annarrar gjaldeyrisöflunar, hver áhersla verður lögð á framangreinda hluti. Niðurlag Akvöröun stefnu i landbún- aðarmálum er ekki einfalt mál og hefur bæði hérlendis og er- lendis orðið að miklu deiluefni. Veldur þar mestu ólikt mat á meginmarkmiðum landbúnað- ar, sem rædd eru hér á undan. Þarrekast oft á sjónarmið neyt- enda, framleiðenda, mismun- andi arðsemissjónarmið, bygg- ingasjónarmið, umhverfissjón- armið, sjálfsbjargarsjónarmið þjóðarinnar, svo og ýmis félags- leg og menningarleg viðhorf. Þrátt fyrir sundurleit viðhorf má þó ekki gleymast, að megin- viðfangsefni landbúnaðar er framleiðsla afurða á sam- keppnisfæru og aðgengilegu verði fyrir tRekinn markað og með viðunandi arðsemi fjár- magns og viðunandi vinnuálagi fyrir þá, sem framleiðsluna stunda. Meginstefnan hlýtur þvi að leiða til aðgerða, sem halda þróun landbúnaðarins inni á braut framleiðniaukningar og tækniframfara, innan þeirra marka, sem raunhæf um- hverfissjónarmið skapa hon- um. Starfshópurinn telur núver- andi stefnu ekki beinlinis vera i ósamræmi við þessa megin- stefnu, þótt margt mætti betur fara, né liklegt að horfið verði mjög snögglega frá þeirri stefnu þrátt fyrir takmarkanir; þær, sem markaðsviðhorfin setja henni. Þó má vera að til skamms tima muni samdráttur fjármagns til fjárfestinga, vaxtahækkanir og verðbinding lána til landbúnaðar hafa áhrif til að draga úr framleiðsluaukh--’ ingu, þannig að nálgast verði leið2með sveltistefnu. Gætiþað haft ýmis stöðnunaráhrif á tækni- og framleiðniþróun. Frá sjónarmiði alhliða efna- hagslegra framfara og atvinnu- uppbyggingar væri hins vegar æskilegastef leið 3 reyndist fær. Sýnist það koma sterklega til yfirvegunar að kanna grundvöll fyrir slikri stefnu nánar en hér hefur verið gert. O Þróun sauðfjárræktar ferö á gærum, þrátt fyrir ótviræða þýðingu þeirra sem hráefnis i iðnaði. 8. Miðað við áðurgreinda þjóð- félagslega réttlætingu sauð- fjárræktar, sýnast ærnar ástæður til, að niðurgreiðsl- um og útflutningsbótum sé varið á þann hátt, að þær hvetji til aukinnar eða a.m.k. bættrar framleiðslu ullar og gæra til úrvinnslu i iðnaði hérlendis. Ullar- og skinnaiðnaður eru þær greinar útflutningsiðnaðar, sem vaxa örast og eru taldar hafa mikla vaxtarmöguleika með viðtækum áhrifum á at- vinnumöguleika i landinu. Sýnist rétt, að ræktunar- stefna, ráðgjöf og rannsókn- ir stefni að þvi að bæta þessa hlið sauðfjárbúskaparins, enda leiðir það alls ekki til þess að dregið verði úr afurðasemi ánna i dilka- kjöti. Aukin áhersla á gæru- framleiðslu og bætt meðferð ullar með vetrarrúningu og góðu vetrareldi, svo og rækt- un hreinna sauðalita (mis- litt) getur jafnframt haft áhrif til aukinnar frjósemi, og þar með til aukinnar afurðasemi i heild. Hið gagnstæða, þ.e. einhliða áhersla á frjósemi og kjöt- framleiðslu þarf hins vegar ekki að leiða til betri eða meiri ullar og gæra og leiðir þvi frekar til, að þessi verð- mætifari forgörðum. Fyrsta skrefið i átt til áherslubreyt- ingar i fjárbúskap hefur þegar verið tekið með til- færslu á niðurgreiðslum af kjöti yfir á ull. Verð á ull var hækkað s.l. vetur úr 146 kr/kg i 369 kr/kg, en kjöt- verð lækkað litillega, þannig að heildartekjur bænda samkvæmt verðlagsgrund- velli eiga að standa óbreytt- ar. 9. Tæknileg vandamál sauð- fjárræktar á Islandi er fyrst og fremst sú mikla þörf á vinnuafli, sem fylgir núver- andi búskaparlagi og náttúru landsins. Hin árs- tiðabundna vinnuaflsþörf sauðfjárbúanna takmarkar afkastagetu þeirra við það, sem tiltækt vinnuafl getur afkastaö á mestu annatim- unum, en á öðrum timum er vinnuafl nægjanlegt. Þannig virðast likur benda til þess, að hver fjölskylda i sauð- fjárbúskap anni ekki nema um 400-450 kindum. Til að unnt yrði að stækka búin og auka framleiðni á raunhæf- an hátt þyrfti á næstu árum að finna leiðir til að létta vinnuálagið á mestu anna- timum. A hinn bóginn má benda á, að bústækkun er umdeilanleg, ekki sizt með tilliti til búsetuþróunar. Miklum árangri i framleiðni- aukningu mætti ná með auk- inni framleiðslu á kind, sem aöallega fæst með aukinni frjósemi. 8011 aukning á af- urðasemi ætti að leiða til minni vinnuaflsþarfar og færri fóðureininga i vetrar- fóðri á hvert framleitt kjöt- kiló, og þannig meiri hag- kvæmni i rekstri búanna á hverja framleiðslueiningu. Hún leiðir einnig til hlut- fallslega meiri gærufram- leiðslu miöaðvið kjöt. Aukin framleiðsla á einingu er frá byggðaþróunarsjónarmiði æskilegri en stækkun búa, sem hefur ýmis félagsleg vandamál i för með sér. Sömuleiðis þýddi fram- leiðniaukning eftir þessari leið hagkvæmari nýtingu fjárfestinga i húsum og ræktun og betri nýtingu tak- markaðs beitilands. 10. Hinn árstiðabundni og tak- markaði sláturtimi veldur óhagkvæmum rekstri sláturhúsa og þar með háum sláturkostnaði, sem dregur mjög úr alþjóðlegri sam- keppnishæfni sauðfjárbú- skaparins. Full ástæða er til að beina vaxandi athygli að möguleikum á að breyta þessum aðstæðum sauðfjár- ræktar. Hinn mikli útflutn- ingur á dilkakjöti umfram neysluþarfir landsmanna og þau vandamál ofbeitar, sem komið hafa i ljós i sumum landshlutum, leiða hugann að þvi, hvort ekki sé unnt að beina hluta sauðfjárbúa að öðrum verkefnum. Til álita kemur að nýta betur beiti- lönd á láglendi, sem talin eru að stórum hluta vannýtt. Hugsanlegt er að nota til þess annað búfé en sauðfé, t.d. holdanaut, þar sem likur eru á, að þeim fylgi ekki sömu erfiðleikar vegna sveiflukenndrar vinnuafls- þarfar og i sauöfjárrækt og árstiðabundinni slátrun. Astæða er til að kanna við- horf neytenda svo og hag- rænar og tæknilegar for- sendur slikrar stefnu- breytingar og áhrif hennar á heildarhagkvæmni, i land- búnaði, slátrun og úrvinnslu (kjötvinnsluiðnaði, skinna- iðnaði, o.fl.). 11. Allmiklir möguleikar sýnast felast i þvi að auka afurða- semi islensks sauðfjár, ekki sist i verðmætum auka- afurðum. Reynsla undanfar- inna ára og tilraunir sýna, að frjósemi ánna má auka verulega með kynbótum og réttri fóðrun. Viða er nú kominn i framkvæmd alger tvilembubúskapur og jafn- vel getur sisauðburöur (burður 2svar sinnum á ári) verið i sjónmáli. Liklega mun unnt fyrir árið 1985 aö auka meðalfrjósemi ánna úr I50lömbum fæddumeftir 100 ær 1976 i 183 lömb fædd eftir 100 ær árið 1985. Talið er hugsanlegt, að með hækkuðu verði og aukinni áherslu á ull megi auka innvegna ull á hverja vetrarfóöraða kind úr 1,75 kg/kind við núverandi aðstæður upp i rúml. 2,4 kg/kind á árinu 1985. Gærufjöldi eftir hverja vetrarfóðraða á vex að sjálf- sögðu með frjósemi svo og gærustærð hlutfallslega. Rannsóknir sýna að unnt er að fá fram hreina liti lausa við illhærur með kynbótum. Val fyrir ákveðnum litum og ullargæðum spillir ekki eðli fjárins til aukinnar frjósemi eða kjötmagns, en getur hins vegar tafið framfarir á þvi sviði nokkuð, sbr. töflu 14 og töflu 15. 12. Hugsanlegt er, að islenski sauðf járstofninn geti i fram- tiðinni orðið mikilvægur til framleiðslu á eftirsóttum pelsgærum og loðskinnavör- um. Kemur sterklega til álita að beina sauðfjár- ræktarstarfseminni sérstak- lega inn á þá braut með verðlagningu og gærumati, sem virkar hvetjandi i þá átt. Er þetta sérstaklega at- hugandi vegna þess að aukin áhersla á skinnaframleiðslu leiðir sjálfkrafa til áherslu á alhliða afurðasemi, bæði i kjöt- og ullarframleiðslu. 13. Nauðsynlegt er að ötullega verði stutt við þróun iðnaðar sem vinnur úr sauðfjár- afurðum og haldið uppi öflugri markaðsstarfsemi á þvi sviði, með það fyrir aug- um að hagnýta þá möguleika til margfeldisáhrifa og verð- mætasköpunar, sem sauð- fjárræktin býður upp á. 14. Ekki verður að svo stöddu spáð um hvort unnt reynist að auka afurðasemi og heildarafurðaverðmæti sauðfjárstofnsins, auka framleiðni sauðfjárbú- skaparins og lækka slátur- kostnað, þannig að dilkakjöt verði samkeppnisfært á út- flutningsmörkuðum án upp- bóta. Sýnt þykir þó, að veru- lega megi bæta rekstrarhag- kvæmnina frá þvi sém nú er, og þar með þjóðhagslega hagkvæmni sauðfjárræktar- innar. Ljóst er, að þessi þró- un verður þvi einungis raun- hæf, að áherslubreytingar verði i sauðfjárrækt, sem feli i sér breytt fyrirkomulag á verðlagningu sauðfjár- afurða og að tiltækri þekk- ingu sé beitt að þeim ræktunarviðfangsefnum, sem hér hafa verið rakin. 15. Ljóst er, að stefnan í sauð- fjárrækt er vandasamt og viðkvæmt álitamál. Annars vegar eru horfur á vaxandi framleiðslu umfram innan- landsþarfir og þar með vax- andi útflutningsbótum mið- að við óbreytt ástand fram- 1 eið s 1 u k os t n a ða r og markaðsaöstæðna. Hins vegar hefur sauðfjárræktin mikla þýðingu i atvinnulifi og búsetu i landinu og miklar breytingar á umfángi henn- ar og þróunaraðstæðum gætu haft viðtækar þjóð- hagslegar afleiðingar. Akvarðanir um hugsanlegar framleiðslutakmarkanir eða niðurfellingu útflutningsbóta hljóta þvi að verða að byggj- ast á vandlega metnum að- stæðum, s.s.: a) Ahrifum á búskapar- svæði, sérstaklega einstök jarðarsvæði. b) Ahrifum á atvinnuástand og þróun þéttbýlis á sauð- fjárræktarsvæðum. c) Ahrifum á útflutnings- og framleiðslumöguleika i iðnaði. d) Kostnaði við uppbyggingu nýrra atvinnutækifæra i stað þeirra sem glötuðust við samdrátt i sauðfjárrækt. e) Möguleikum og kostnaði við þá framleiðniþróun, sem gert gæti útflutning arðbær- an. f) Möguleikum og kostnaði við að koma á fót iðnaði til úrvinnslu sauðfjárafurða i verðmætar útflutningsvör- ur. Með tilliti til þeirrar þýðing- ar, sem sauðfjárræktin hef- ur, þeirra vandamála, sem að -henni steðja og þeirra umbótamöguleika, sem henni eru tengdir sýnist ærin ástæða til umfangsmikils rannsókna- og þróunarstarf ásamt ráðgjafarstarfi, sem tengt yrði skýrt mótaðri stefnu i sauðfjárrækt. Slik þróun yrði jafnframt að vera tengd uppbyggingarstarfi i iðnaði, sem þegar er hafið.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.