Tíminn - 17.11.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.11.1976, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 17. nóvember 1976 TÍMINN 7 Pétur Stefánsson sýnir pennateikningar á AAokka gébé Rvik — Ungur myndlistarmaöur, Pétur Stefánsson, heldur sýn- ingu á 25 pennateikningum á Mokka þessa dagana, en sýningin stendur til 28. þ.m. Þetta er fyrsta sýning Péturs. Allar myndirnar eru til sölu, og kosta frá kr. 6 þúsund til 25 þúsund kr. Meöfylgjandi Tlmamynd Róberts sýnir eina pennateikningu Péturs af Jóni Vfdalln. Álverið og launungin Vegna viöræöna viö mig I útvarpiog sjónvarpi um álver viö Eyjafjörö vil ég upplýsa eftirfarandi: Fundur sá sem ég mundi ekki eftir I augnablikinu var haldinn 30. mai 1969. Verkefni fundarins var aö ræöa „um byggöaþróun og at- vinnumál” i Eyjafjaröar- sýslu, en ekki sérstaklega um álver. Fundargerö finnst eng- in frá þessum fundi, og þvl er ekkert vitaö um atkvæöa- greiöslu á fundinum. Viöræöunefnd um orkufrek- an iðnaö hefur „aö eigin frum- kvæöi” sbr. bréf formanns nefndarinnar til min dags. 3. nóv. 1976, ekki haft samband viö sveitarstjórnir hér noröan- lands um þessi mál. 'Fyrir- rennari hennar Stóriðjunefnd, ekki heldur mér vitanlega. Ég held að þaö sé þvi hæpiö aö vísa til þessarar rúmlega sex ára gömlu samþykktar, sem gerð var á áöurnefndum fundi, en þaö var þó gert mjög ákveöiö i „kastljósi” þætti sjónvarpsins. Eftir rúmlega mánaöarbiö hef ég loks fengið allar þær upplýsingar, er ég baö um frá iönaöarráöuneytinu og viö- ræðunefndinni um orkufrekan iðnaö, álitsgerö Norsk Hydro til nefndarinnar og kort, þar sem verksmiöjan og hafnar- mannvirkin eru staösett ná- kvæmlega. Viö athugun þessara gagna kemur þaö furöulega 1 ljós, aö álitsgeröin fjallar um verk- smiöju aö Gásum (Gæsum) við Eyjafjörö, en verksmiöjan og hafnarmannvirkin eru, samkvæmt kortinu, staösett I landi Dagveröareyrar (allur 1. áfangi framkvæmdanna). Norömennirnir hafa ekki fengið haldgóöar upplýsingar frá nefndinni. Dagveröareyri, 11. nóv. 1976 Gunnar Kristjánsson YFIRLÝSING Tlmanum hefur borizt eftir- farandi yfirlýsing frá Jóni Kjartanssyni, forstjóra Afengis- og tóbaksverzlunar rikisins: — Vegna fréttar i Dagblað- inu i dag, þriöjudaginn 16. nóvember, þar sem haft er eftir Halldóri Halldórssyni, fréttamanni, aö forstjóri Afengis- og tóbaksverzlunar rikisins hafi neitaö aö gefa honum umbeðnar upplýsingar i lok siöustu viku um verö- lagningu áfengis o.fl., vil ég taka fram eftirfarandi: Halldór kom á skrifstofu A.T.V.R. siöari hluta fimmtu- dags og fékk sjálfur að velja timann til viöræðnanna sem sé klukkan 16.Lagöi hann þá fyrir mig ótal spurningar, þeim gat ég aö sjálfsögöu ekki öllum svaraö fyrirvaralaust, en lof- aöi svörum á mánudag. Þau svör fékk hann hjá mér I sima I gær, mánudag, þar sem ég talaöi viö hann langan tima siðari hluta dags. Svaraði ég þar öllum þeim spurningum, sem hann óskaöi svara við. Umboösmannaskrá og gamlar veröskrár sagöi ég Halldóri aö hann gæti fengiö i dag. I umræddri frétt er fullyrt, aö ég hafi boðað i skyndingu þennan fréttamannafund og Halldór hafi óbeint veriö hvatamaður aö honum. Þetta er með öllu rangt. Fjölmiölum er fullkunnugt um þaö, aö svona fundir hafa oft verið haldnir áöur hér á skrifstofu minniog þessi fundur er búinn að vera i undirbúningi all- langan tima. Auglýsið í Tímanum ^ J Vilja að kennarastarf ið verði lögverndað Timanum hafa borizt samþykktir funda barnakennara á ísafiröi, Hnífsdal, Bolungavik og Súöavik, Glerárskóla á Akur- eyri og i Vestmannaeyjum og úr Breiðdal, Beruneshreppi og Djúpavogi sem haldnir voru 8. nóvember. I samþykktunum kemur m.a. fram, aö kennarar una illa kjör- um sinum og vilja aö starfsheiti þeirra verði lögverndaö, og aö allir kennarar á grunnskólastigi verði i sama launaflokki og njóti sömu starfskjara. Þá kemur og fram, að kennarar lita svo á, sem mánudagurinn hafi verið „upphaf strangrar bar- áttu”. Kaupmenn — Kaupfélög Jólin nálgast Tökum upp daglega Gjafavörur Leikföng o.fl. o.fl. INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg, símar 84510 og 84510 mmm oo f*\ 9 9< 99? (!) 9999 * 9999 DREKKIÐ 4* ÚR KÖNNUNUM FRA GLIT Fjórar blaðsiður af skemmtilegum þrautum og heilabrotum Þrjár verðlaunaþrautir þar af ein sérstaklega fyrir börn og unglinga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.