Tíminn - 17.11.1976, Blaðsíða 16
16
TÍMINN
MiOvikudagur 17. nóvember 1976
Ný sending
skyrtur og buxur
herrapeysur
Munið 10% afsláttar-
kortin gilda
til 10. desember
DOMUS Loug°vegí91
HEIMBblS
STfmsim
Eigum takmarkað upplag
af Heimilis-Tímanum frá
byrjun.
Seljum kaupendum Tímans
og nýjum kaupendum ein-
stök blöð eða heila árganga
meðan birgðir endast.
Athugið! Aðeins örfá eintök
af sumum blöðunum.
Aðstoðum þá, sem vilja láta
binda inn blaðið.
Hafið samband við af-
greiðsluna í Aðalstræti 7.
Síminn er 1-23-23.
Þátttakendur á námskeiOinu: Magnús Eiriksson, K.A. Selfossi, Pétur Hermannsson, S.t.S.
Reykjavik, Siguröur A. Sigurösson, S.t.S. Reykjavík, Jón Sigurösson, K.Þ. Húsavik, Siguröur B.
Guöbrandsson, K.B. Borgarnesi, Ólafur Jóhannsson K.S. Sauöárkróki, örn Einarsson, K.R.
Hvolsvelli og Jónas Sigurösson K.R. Hvolsvelii. — A myndina vantar tvo þátttakendur, Gunnar
Aöalsteinsson, K.B. Borgarnesi, og Pál Magnússon, K.E.A. Akureyri.
og frænám
á Hvanneyri
Fóður
skeið
Dagana 8.-10. nóvember var
haldiö námskeiö á Bænda-
skólanum Hvanneyri um sölu
og meöferð á sáö- og fóöur-
vöru. Námskeið þetta var
haldiö aötilhlutan Bændaskól-
ans á Hvanneyri og Innflutn-
ingsdeildar StS.
Þetta mun vera i fyrsta
sinn, sem slikt námskeið er
haldið til að auka þekkingu
þeirra,sem verzla með þessar
vörutegundir. Þátttakendur
voru alls 10 aðilar frá 7 kaup-
félögum. Leiðbeinendur voru
kennarará Hvanneyri, en all-
an undirbúning námsins ann-
aðist Magnús óskarsson.
Það er augljóst, að fræösla
með þessu fyrirkomulagi er
mjög til bóta, bæði fyrir sölu-
aðila i þessum vörutegundum
og bændur sjálfa, enda leita
þeir oft ráða hjá kaupfélögun-
um um þessi efni.
Með hliðsjón af þessu, og þvi
hversu vel tókst til i þessu til-
felli, má gera ráð fyrir þvi, að
um áframhald á þessum nám-
skeiðum verði að ræða.
Úr leikritinu. Taliö f.v. Peter Flynn (Sigurgeir Scheving) Jack Clitheroe (Guömundur P. As-
geirsson) Nóra (Anna Þóra Einarsdóttir) og Covey (Bergur J. Þóröarson) Ijósmynd
Guömundur Sigfússon.
Leikfélag Vestmannaeyinga
sýnir Plóg og stjörnur
frumsamin revía á svið eftir dramótin
Mó-Reykjavik — Leikfélag
Vestmannaeyja frumsýndi
„Plóg og stjörnur” eftir Sean
O’Casey á laugardagskvöldiö
var. Húsfyllir var á sýningunni
og leikendum og leikstjóra var
mjög vel tekið. Leikstjóri er
Magnús Axelsson, en með
nokkur helztu hlutverk fara
Guömundur P. Asgeirsson,
Anna Þóra Einarsdóttir, Sigur-
geir Scheving, Bergur J. Þórð-
arson og Unnur Guðjónsdóttir.
Alls taka um þrjátiu manns þátt
i sýningunni.
Magnús Axelsson leikstjóri er
ráðinn hjá Leikfélagi Vest-
mannaeyja fram yfir áramót,
og næsta verkefni, sem félagið
setur á sviö, verður barnaleik-
rit, en eftir áramótin geta Vest-
mannaeyingar séö nýtt frum-
samið verk á sviði leikhússins.
Þar er um reviu að ræða, sem
verið er aö semja um lifið I
Eyjum og verður þaö bæði i tali
og tónum. Að sögn eru margir
listamenn, sem þar munu eiga
hlut að máli, og efniviður i slfka
reviu er talinn nægur fyrir
hendi.
AugSýsið í Tímanum