Tíminn - 17.11.1976, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 17. nóvember 1976
TÍMINN
11
Hef fengið
tilboð
upp á
milljónir
segir Einar Einarsson uppfinn-
ingamaður EE-hjólbarðakerfisins
nöglum, sem hægt er aö færa
inn og út með einu handtaki.
Þetta er sjálfsagður öryggisút-
búnaður og fjarri eyðilegging-
armættihinna hefðbundnu snjó-
nagla. t EE-kerfinu stjórnast
notkun naglanna af hinni eigin-
legu þörf.
Ég hefi hugsað mér, að inni-
og útivist þessara nagla mætti
stjórna á þrjá vegu. Ein leiðin
er sú, að bilstjórinn fer út úr bil
sinum, hreyfir ventil á hverju
dekki og ræður þannig gangi
mála. Miðkerfið er öllu dýrara,
en þar þyrfti ekki að þrýsta
nema á einn hnapp til þess að
naglarnir drægjust út og inn. í
þriðja lagi mættinota skynjara,
sem væri þá eins konar sjálf-
virkt kerfi. Þá færu naglarnir
aðeins út, þegar á þyrfti að
halda.
Lögreglustjórinn i Reykjavik
sagði þegar á árinu 1972 að
nagladekk min gætu talizt
mikilvægur öryggisútbúnaður
til aksturs bifreiða i snjó og
hálku auk þess gætu þau og
sparað veruleg fjárútlát vegna
viðhalds vega. Slysavarnafélag
íslands hefur tekið í sama
streng og mælir jafnvel með
fjöldaframleiðslu dekkjanna.
öryggi er eitt, ástand vega er
annað. Venjuleg nagladekk
spæna upp göturnar og ekki er
til svo lélegur nagli, að honum
takist ekki að rifa upp malbikið,
— ég tala nú ekki um sé mikill
saltaustur fyrir hendi. Saltið
linar malbikið verulega og úr
þessu verður ein alls herjar
leðja, sem bifreiðar ausa yfir
sig og aðra, safnast fyrir i götu-
ræsum og hlaða upp með
gangstéttarbrúnum.
Þetta ástand á engan tilveru-
rétt, og leitaði ég þvi fjárhags-
legrar fyrirgreiðslu opinberra
aðila til rannsóknastarfa
minna.
Mig gat ekki grunað, að ráða-
menn vildu stuðla að áfram-
haldandi vegaskemmdum. Mér
datt ekki i hug, að rikið vildi
greiða sinar tvö hundruð
milljónirá ári i gatnaslitog tugi
þúsunda i saltaustur.
Það eru margir fleiri en ég
undrandi á seinagangi þessara
mála, og slikt er mér mikil
Skemmdarstarfsemi venjulegra nagladekkja neyðir rfkiö til aö greiöa um 200 milljónir árlega f vega
bætur. Myndin sýnir ástand Bústaöavegarins áöur en hann var teppalagöur.
uppörvun. Komist ég að sem
rannsóknamaður á launum hjá
rikinu, hefur háskólinn boðið
mér húsnæði til afnota. Og nú
siðast 27. okt. sendi iðnaðar-
ráðuneytið Iðnþróunarstofnun
Islands bréf að tillögu Þorvald-
ar Garðars Kristjánssonar
alþingismanns þess efnis, að
fjárhagslegur stuðningur skuli
veittur til stofnunar hjólbarða-
fyrirtækis eftir EE-kerfinu.
Einnig eru tillögurnar um
aukna kynningarstarfsemi og
öflun einkaleyfa, en hin siðast-
nefndu hafa reynzt mér ofviða.
Hefi ég eytt milljónum króna i
einkaleyfi út um viða veröld, i
Ameriku, Kanada, Englandi, á
Norðurlöndunum og einkaleyfi
fæ ég i Japan, takist mér að
greiða það.
Ég held, að iðnaðarráðuneytið
geri sér enga grein fyrir, hverju
það er i rauninni að halda niðri.
Af uppfinningu minni gæti skap-
aztinaður, sem allir landsmenn
hefðu hag af. Dekkin yrðu að
sjálfsögðu innflutt, en við út-
byggjum þau sérstaklega hér
heima. Hvað endurnýjun snert-
ir, þá er sjálfur naglaútbúnað-
urinn endingargóður vegna
skynsamlegrarnotkunar, og má
nota sama búnað i allt að tiu
dekk, hvert á eftir öðru. Þetta
atriðiheldurkostnaðinum mikið
. niðri fyrir einstaklinginn, en
skapar stöðuga og nægilega at-
vinnu i þessum iðnaði.
Annars hef ég kaupendur að
dekkjum minum út um allan
heim, allt frá Ameriku til trans,
svo mikið hef ég sannreynt.
Arabarnir vildu kaupa strax i
fyrra fyrir um hálfa milljón
dollaraog eru þeir mjög spurul-
ir um verð á svo sem tuttugu
þúsund nagladekkjum fyrir
Citróen og Hillman. Nafnið er ef
til vill framandlegt en þeir nefn-
ast Hasma Exim Ltd.
Mér hefur borizt annað bréf
frá Teheran, ritað þann 1. nóv.
sl. af stjórnanda Samuel M. Hay
fvrirtækisins. Þeir eru æstir í að
kaupa.en skilja ekki alveg, sem
von er, hvort framleiösla dekkj-
anna sé nú þegar hafin, eða
hvort þeir verði sjálfir að
standa straum af henni i eigin
landi. Eru þeir með ýmis tilboð
á báða vegu.
í september sl. bárust mér
þær fréttir frá ábyrgðarmönn-
um i Fiat-umboðinu i Sviss, að
ekki myndi standa á þeim, ef af
iðnaðinum yrði. Minntu þeir þó
á nauðsyn þess, að ég aflaði mér
einkaleyfa i löndum, sem kæmu
til með að girnast útbúnaðinn,
svo sem i Þýzkalandi, Benelux-
löndunum, Austurriki, Sviss,
Italiu, Frakklandi og Spáni.
Þá er ekki siður athyglisvert,
að sænska iðnþróunarstofnunin
hefur lýst yfir áhuga si'num á
þvi að reyna tækni mina i vetur
og biður um 14-15 tilraunahjól i
þvi skyni. Ég býst við, að menn
undrist, geti ég ekki aflað mér
fjármagns á sjálfu Islandi, til
þess að smiða nokkur dekk.
Sjón ersögu rikari. öm Harð-
arson, kvikmyndatökumaður
sjónvarpsins, hefur gert fyrir
mig litkvikmynd, þarsem sýnd-
ar eru vegaskemmdir af völd-
um hefðbundinna nagladekkja,
keðjuvandræði, saltaustur og
óþrif þvi samfara. Einnig er
sýnd notkun minna dekkja og
hvemig þau gætu bætt ástandið.
Eini ráðherrann, sem komið
hefur á sýningar til þessa, er
Vilhjálmur Hjálmarsson,
menntamálaráðherram en ég
tel mögulegt, að kvikmyndinni
verði sjónvarpað innan tiðar.
Þá má lika segja, að hin eigin-
lega auglýsingastarfsemi hefj-
ist.
Hvaðan kemur
geðvonzkan?
Valdis óskarsdóttir.
Vaidis óskarsdóttir:
FÝLUPOKARNIR
51 bls. Höfundur myndskreytti
oggaf út. Offset-fjöiritun: Letur
s.f. 1976.
ÞAÐ VAR góð hugmynd hjá
Valdisi óaskarsdóttur að skrifa
um það, sem kemur okkur i fýlu
dagsdaglega. Fýla er með af-
brigðum leiðinlegur eiginleiki,
og sérhver viðleitni til þess að
kynna sér orsakir hennar og
afleiðingar, er góðra gjalda
verð, þvi aö þekking á örsökum
fýlu ætti að geta hjálpað okkur i
baráttunni við þennan leiða
förunaut margra manna.
Valdis óskarsdóttir húgsar
sér, að það séu pinulitil krili, —
sem heita auðvitað fýlupoka-
krili, —-sem fýlunni valda. Þessi
litlu krili eiga heima við Sést-
vallagötu, mamma þeirra er
fýlupokamamma, og pabbi
þeirra er fýlupokapabbi. Þetta
er meö öðrum oröum heil hers-
ing. „þjóðflokkur”, þar sem
ekki eru aðeins foreldrar og
börn, heldur einnig frændur og
fænkur, afar og ömmur — og
auðvitað allt fýlupokar.
Hér er um örsmáar verur að
ræða. Litlu fýlupokakrilin geta
falið sig i hári manna og komizt
þaðan i áfangastaö sinn, en
keppikefli þeirra er aö komast i
munnvikin á fólki til þess að
draga þau niöur. Þar með eru
þau búin að koma viðkomandi
persónu i fýlu, en það er ævi-
starf þeirra og keppikefli.
Höfundur fylgist siðan með
ferðum litlu krilanna einn dag,
frá morgni til kvölds. Við sjáum
hvernig leið þeirra liggur mann
frá manni, og alls staðar tekst
þeim að koma ætlunarverki sinu
fram, enda sitja önuglyndi og
leiðindi eftir i sporum þeirra,
hvar sem þau fara. Um siðir
verða þau þó fyrir óhappi, sem
reyndar leiðir að lokum til góðs.
Litlu krilin eru orðin þreytt eftir
annasaman dag, og sofna úti i
horni á gangi fjölbýlishúss
nokkurs. Þá kemur húsvörður-
inn með ryksugu og fer að ryk-
sjúga ganginn. Hann sér auð-
vitað ekki krilin, og þau sogast
upp i ryksuguna. Ætla mætti, að
nú væri þeirra siðasta stund upp
runnin, en þetta reynist þá allra
bezta ryksuga, sem getur talað
við krilin á þeirra máli. Að visu
mUtar hún krilunum, þvi hún
lofar að hjálpa þeim til þess að
komast út úr „maganum” á
henni, ef þau lofi þvi fyrst hátið-
lega að hætta að koma fólki i illt
skap. Auðvitað ganga krflin að
bókmenntir
þessu, þvi frekur er hver til
fjörsins, hvort sem hann cr stór
eða smár vexti, og að bókar-
lokum ákveður „Fýlupokafjöl-
skyldan i númer tuttugu og þrjú
við Séstvallagötu” að leggja
stund á það i framtiöinni að toga
munnvikin á fólki upp, en ekki
niður, og koma mönnum þannig
i gott skap, en ekki hið gagn-
stæða. Og við sjáum hilla undir
það, að öll „fýlupokaþjóðin”
muni bregða á sama ráð.
Þannig varð lifsháskinn i ryk-
sugumaganum bæði þeim og
öðrum til góðs, þegar öll kurl
voru komin til grafar.
Þegar um er að ræöa barna-
bók af þessari gerð, skiptir
meginmáli, að frásagnarháttur
sélipur ogeðlilegur,ogað málið
sé gott. Þvi læra börnin málið að
það er fyrir þeim haft, segir
gamalt spakmæli. A höfundum
barnabóka hvilir þyngri ábyrgð
en öðrum rithöfundum. Ég sé
ekki betur en Valdis Óskars-
dóttir uppfylli með sóma þau
skilyrði um frásagnarhátt og
mál, sem hér var drepið á. Still
bókarinnar er vitaskuld sniðinn
við hæfi barna, hann er barns-
legur en ekki barnalegur, en á
þvi er reginmunur, eins og
flestir vita.
Sama er að segja um málið.
Ég man ekki eftir nema einni
málvillu i bókinni, og alls óvist
er að hún sé höfundinum að
kenna, heldur gat hún vel hafa
skotizt inn i textann, eftir að
handritiö var komið úr höndum
höfundar — um þetta veit ég aö
sjálfsögðu ekki. Villan er þessi:
A bls. 41 stendur „eitthvað”,
þar sem hefði átt að standa
,,eitthvert”.Setningin er svona:
,,....ég er viss um að þetta er
eitthvað andstyggilegt skor-
kvikindi”.
Hér mun vera við ramman
reip að draga. Ruglingur á orð-
myndunum ..eitthvað” og „eitt-
hvert” veður nú svo uppi, að
undrum sætir. „Hundurinn þinn
sperrir eyrun, hann hlýtur að
heyra eitthvað, sem við heyrum
ekki”. „Ég heyri eitthvert
þrusk.”
— Heyra menn virkilega ekki
muninn á þessu? — Ég, sem
skrifa þessar linur, hef veitt
málfari sveitafólks nána
athygli, siðan ég var innan
tvitugsaldurs, eða i full þrjátfu
ár, ég hef heyrt bændur og fjár-
menn nota þessi orðasambönd
miklu oftar en ég fæ tölu á
komið, og ég hef aldrei heyrt
neinn þeirra fara rangt með
þau. En hér i Reykjavik dynur
þessi ósómi á manni sl og æ,
einkum frá ungum mennta-
mönnum, sem þó ættu að vita
meira en fjármenn i af-
skekktum sveitum um hliðstæða
og sérstæða notkun óákveðinna
fornafna.
Þessi orð eru ekki skrifuð til
þess að gera litið úr bók Val-
disar öskarsdóttur, — siður en
svo. 1 fyrsta lagi hef ég ekki
neinar sannanir fyrir þvi, að
villan sé frá höfundi bókarinnar
komin, og > öðru lagi væru það
ekki nein c ;köp, þótt ein röng
orðmynd nefði laumazt úr
penna Valdisar. En röng notkun
orðmyndanna „eitthvað” og
„eitthvert” er orðin svomikil og
almenn, að það er blátt áfram
skylda allra, sem skrifa blöð
eða bækur að berjast gegn henni
hvar sem hennar verður vart.
Saga Valdisar óskarsdóttur,
Fýlupokarnir, var lesin i útvarp
siðastliðið sumar, og mun hafa
hlotiö góðar viðtökur þeirra,
sem á hlýddu. Trúlegt er, að
slikt hið sama verði uppi á ten-
ingnum með bókina. Hún er lik-
leg til þess að njóta vinsælda
yngstu bókamannanna i land-
inu. —VS.