Tíminn - 03.12.1976, Qupperneq 1
Skýrslan um Bíldudal tilbúin — Sjó bls. 2
Áætíunarstaðir:
Bildudalur-Blönduós-Búðardalur
Flateyri-Gjögur-Hólmavík
Hvammstangi-Rif-Reykhólar
Sigluf jörður-Stykkishólmur
Súgandaf jörður
Sjúkra- og leiguflug
um allt land
Símar:
2-60-60 oq 2 60-66
f
V.
BARÐA
BRYNJUR
1
LANDVELAR HF
Siðumúla 21 — Sími 8-44-43
f
Olafur Jóhannesson
dómsmálaróðherra í tilefni
þess að brezkir togarar
eru á burt úr landhelginni
Ævintýri líkast að strangri
baráttu skuli nú lokið
FJ-Reykjavik. — Þetta hefur
allt gengið eftir áætlun, sagði
Ólafur Jóhannesson, dóms-
málaráðherra, er Timinn leit-
aði til hans i gær i tilefni þess,
að Bretar eru á burt úr is-
lenzkri fiskveiðilögsögu. —
Það var skýrt, eftir samkomu-
lagið i Osló, að þeir myndu
hætta veiðum eftir sex mánuði
og nú er sá timi liðinn. Þetta
er auðvitað okkur öilum
ánægjuefni og ævintýri iikast,
að nú skuli bundinn endir á
stranga baráttu.Og svo renna
aðrir fisk veiðasa m ningar
okkar auðvitað út smám sam-
an.
En hvað með Efnahags-
bandalagið?
— Já. Við höfum átt könn-
unarviðræður við Efnahags-
bandalagið og frekari viðræð-
ur eru fyrirhugaðar.En á þessu
stigi er ekki vert að vera með
neina spádóma um, hvað út tír
þeim kemur. Það liggur engin
fiskveiðistefna fyrir hjá
bandalaginu, en þeir tala að-
eins um gagnkvæm fiskveiði-
réttindi. Hins vegar er sjálf-
sagt að ræða við þá um fisk-
verndarmál.
Við erum nú einráðir um
okkar landhelgi og allt útlit
fyrir að við getum fullnýtt
hana einir, sagði dómsmála-
ráðherra að lokum.
Það er að visu búið að
sporðrenna nokkrum rjóma-
tertum i aðaistöðvum Land-
heigisgæzlunnar við hina
ýmsu áfanga i landhelgis-
málinu. — En engin hefur
bragðast betur en þessi,
sögðu þeir Gunnar ólafsson,
skipherra, og Pétur Sigurðs-
son, forstjóri, er þeir í gær
kyngdu „sætum sigri” i
landhelgismálinu. Tima-
mynd: Gunnar. Sjá frétt um
heimsókn i aðalstöðvar
Landhelgisgæzlunnar f gær
bls. 2-3.
Vökunótt á ASÍ-þinginu
allt í óvissu um stjórnarkjör á miðnætti í nótt
Mó-Reykjavik. Allt var
enn óvíst um kjör í mið-
stjórn Alþýðusambands
islands/ um miðnætti í
nótt, þegar Tíminn fór í
prentun. Samkvæmt dag-
skrá áttu kosningar að
fara fram klukkan 23.00 í
gærkvöldi, en var frest-
að, enda hófst fundur
kjörnefn'dar ekki fyrr en
rétt fyrir þann tíma.
Langan tima tók að koma
kjörnefnd saman á þinginu.
Venjulega er kjörnefnd kosin
strax i upphafi alþýðusam-
bandsþinga, eða alla vega áður
en það er hálfnað. Hins vegar
var kjörnefnd þessa þings ekki
kosin fyrr en klukkan 19.00 i
gærkvöldi.
Ástæðan fyrir þessu var með-
al annars talin sú, að bak við
tjöldin var stöðugt unnið að þvi
að sætta sjónarmiðin um
væntanlegt miðstjórnarkjör.
Það mun ekki hafa tekizt og
fullvist var talið að til kosninga
kæmi um flestar trúnaðarstöð-
ur.
Þegar blaðið fór i prentun
hafði þó ekki heyrzt um að
nokkur hyggðist bjóða sig fram
á móti Birni Jónssyni til for-
setaembættis, og þvi talið vist
að hann yrði sjálfkjörinn.
A þinginu verða, auk forseta,
kjörin varaforseti ASl, þrettán
aðrir i miðstjórn sambandsins
.. ... i >
Björn Jónsson og Eövarð
Sigurðsson ræöa stöðuna i
gærkvöldi. Timamynd:
Gunnar
og átján menn i sambands-
stjórn. Þá verða kjörnir fimm i
stjórn Menningar- og fræðslu-
sambands alþýðu.
Langt er siðan kjörnefnd hef-
ur ekki náð samkomulagi um
skipan i trúnaðarstöður Alþýðu-
sambands tslands og þvi langt
siðan komið hefur til kosninga á
alþýðusambandsþingi.
Færeyingar
að verða
búnir með
leyfilegan
veiðikvota
gébé Rvik. — Ég tel það
hugsaniegt að Færeying-
um takist að fylla veiði-
kvóta sinn fyrir áramót,
en sem kunnugt er, renn-
ur samningur þeirra ekki
út fyrr en i marzlok á
næsta ári, sagði iVlár Elis-
son, fiskimálastjóri I gær.
— Þrátt fyrir itrekaðar
tilraunir, hefur okkur
ekki tckizt að fá nýjar
veiðitölur frá þeim, þær
nýjustu eru frá septem-
bcrlokum, en þá var
hcildarafli þeirra orðinn
um tólf þúsund tonn, þar
af scx þúsund tonn þorsk-
ur, sagði hann.
Samningurinn við Fær-
cyinga gildir frá marz-
lokum 1976 til marzloka
1977 og er veiöikvótinn
alls 17 þúsund tonn, þar af
8 þúsund tonn þorskur.
Af fyrrgrcindu má sjá,
að Færcyingar gætu þvf
veriö búnir með kvóta
sinn um áramótin, og
geta þvi ekkert veitt viö
tslandsstrendur fram til
marzloka 1977.
— Astandið er mun
Framhald á bls. 23
• Hin „borgaralegu" skáld kommúnista — Sjá bls. 3