Tíminn - 03.12.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.12.1976, Blaðsíða 6
 Föstudagur 3. desember 1976 Jón Sigurðsson: FÓLKID Á AD RÁDA í ÞEIM umræðum, sem orðiö hafa aö undanförnu um kosn- ingatilhögun og kjördæmaskipt- ingu, hefur það komið i ljós, aö meðal þeirra atriða, sem menn helzt gagnrýna i núverandi kerfi, eru þessi: kerfið er ekki f samræmi við byggöina i landinu, atkvæöis- rétturinn er of misjafn eftir þvi hvar menn búa. kerfiö byggist á óeölilega mikilli takmörkun á þeim möguleikum, sem kjósendur hafa til aö ráöa þvi, hvaöa menn sitja á Alþingi. Vitanlega má nefna fleiri atr- iöi, en þessi eru hin helztu. Þaö er þvi að vonum, aö kröfurnar, sem menn gera til breytinga á kerfinu, miðast við það, að: atkvæöisréttur veröi jafnaö- ur, enda þótt flestir viöur- kenni, aö eölilegt sé, aö lands- byggöin fái hlutfallslega fleiri þingmenn en höfuöborgar- svæöiö, miöaö viö ibúafjölda, þá er almennt samkomulag, aö mjög veröi aö bæta úr þvi sannkaliaöa misrétti, sem nú ríkir. upp veröi tekiö persónulegt kjör alþingismanna i staö þess iokaöa og bundna lista- fyrirkomulags, sem nú rfkir, tengd þessu er sú skoðun, aö úthlutun uppbótarsæta sé ó- skapnaöur, þar sem enginn kjósandi getur vitaö hvern hann er I reynd aö kjósa á þing. Nýlega skilaöi samstarfs- nefnd æskulýðssamtaka stjórn- málaflokkanna sameiginlegu á- liti um þessi efni. Meginefni þessarar álitsgerðar er tillaga um nýtt kosningafyrirkomulag, sem kemur til móts viö þær ósk- ir, sem fram hafa komið. Auk þess setti nefndin fram mjög lauslegar hugmyndir um hugs- anlega kjördæmaskiptingu og lagði áherzlu á jöfnun atkvæðis- réttarins. Þar sem tillögur nefndarinnar um kosningatil- högun hafa vakið nókkra at- hygli, er rétt aö gera nánari grein fyrir þeim, enda getur kjördæmaskipting verið með ýmsum og ólikum hætti, þótt fylgt sé einu og sama kosninga- fyrirkomulaginu. Aö hverju er stefnt? Samstarfsnefndin gerir til- lögu um, að hér á landi verði tekið upp það kosningafyrir- komulag, sem nefnt hefur verið á islenzku „persónukjör meö valkostum”,en nefnt erá ensku „single transferable vote”. 1 áliti sinu styðst nefndin annars vegar við þá góðu reynslu, sem þær þjóðir hafa háft af þessu kerfi, sem hafa viðhaft það, en þar er um aö ræða Irska lýð- veidið, Möltu og Astraliu. Hins vegar styöst nefndin við þau sjónarmið, sem almennt er mest áherzla lögð á i umræðum um þessi efni. Þessi sjónarmið eru: ábyrgö þingmannsins sé bein og milliliöalaus fyrir kjós- endum. þingmaöurinn hafi umboö sitt beint og persónuiega frá kjós- endum. kjósendur hafi eins mikiö val- frelsi milli einstakra fram- bjóöenda og kostur er meö góöu móti og án þess aö i giundroöa stefni. tryggö sé hlutfallsleg skipt- ing þingsæta milli stjórn- málaflokkanna. kerfiö sé eftir föngum einfalt og skýrt. tryggt sé, aö sem allra fiestir kjósendur hafi raunveruieg á- hrif á úrslit kosninga, en sem allra fæst atkvæöi falli dauö. kerfiö tryggi i senn stööugt stjórnarfar og lúti vilja og óskum kjósendanna um breytingar, ef slikur vilji birt- ist f kosningum. Samstarfsnefndin varð sam- mála um, að „persónukjör meö valkostum” næði bezt aö upp- fylla þessi skilyrði, og hafði nefndin fjallað um kosninga- kerfi þau, sem tiðkast i flestum nágrannalanda okkar. Vitan- lega er ekki um það að ræða að gleypa þetta fyrirkomulag hrátt, enda er það svo um öll slik kerfi, að reglurnar, sem settar eru i hverju landi, eru miðaðar viö aðstæður og stað- hætti I nánari atriðum. Persónulegar hlutfalls- kosningar Aðalatriði þessa kosningafyr- irkomulags eru þau, að I hverju kjördæmi eru kosnir fleiri en einn þingmaöur, og gera Irar t.d. ráö fyrir þvi, að ekki séu færri þingmenn i hverju kjör- dæmi'en þrir, en geta verið fleiri eftir atvikum. I öðru lagi byggist fyrirkomu- lagið á þvi, að kosningin er per- sónuleg. Hver kjósandi hefur eitt atkvæöi, en getur einnig gefiö til kynna valkosti sina.að þeim frambjóðanda frágengn- um, sem hann kaus. Kjósandinn býr meö öðrum orðum sjálfur til sinn eigin framboðslista á kjör- seðlinum og er óbundinn ein- stökum stjórnmálaflokkum i vali sinu. Hins vegar er kjós- andinn frjáls aö þvi aö merkja viö fleiri eöa færri frambjóö- endur aö vild sinni.og felst það i þvi, aö atkvæði hans fellur að- eins einum frambjóðanda til, en er flutt siðan til annarra val- kosta kjósandans eftir tiltekn- um reglum. Reynslan hefur sýnt, að þetta kerfi tryggir kosti persónulegra kosninga til fulls um leiö og þaö tryggir hlutfallslega skiptingu þingsæta milli stjórnmálaflokk- anna. Valkostirnir tryggja hlut- fallsskiptinguna af þeirri ein- földu ástæðu, aö kjósendurnir fylgja yfirleitt tilteknum flokki hver og einn i valkostum sinum. Hins vegar er kerfið svo. þjált, að æski kjósandi þess ekki að gefa neina valkosti til kynna umfram þann frambjóðanda, sem hann kýs, þá lætur hann þar við sitja. Jafnframt veitir þaö kjósanda tækifæri til þess að velja menn úr mismunandi stjórnmálaflokkum, ef hann æskir þess. Framboð og kosninga- barátta frjálsleg Til þess að gera skipulega grein fyrir þessu kosningafyrir- komulagi er skynsamlegt aö hefja máls á þvl, hvernig staðið er að framboði. Svo sem kunn- ugt er, fer það við núverandi kerfi fyrst og fremst fram á lokuöum samningafundum I nefndum og ráöum flokkanna. Persónukjör með valkostum gerir hins vegar ráð fyrir þvi, að framboöiö sé einstaklingsbund- iöog lúti ekki öðrum reglum en þeim, sem settar verða um al- menn skilyröi, fjölda meðmæl- enda o.s.frv. Auövitað verður að setja reglur um það meö hverj- um hætti frambjóðendur geta talið sig til einstakra stjórn- málaflokka og meö hverjum hætti flokkarnir hafa forgöngu um framboð. Það á siöur en svo að skaða stjórnmálaflokk þótt frambjóð- endur I hans nafni láti Tljós mismunandi viðhorf til ein- stakra mála, þar sem kosningin sjálf felur I sér prófkjör milli frambjóðenda hans. Hvort sem frambjóðendur flokksins eru fleiri eða færri, þá eru það kjós- endurnir, sem veita þeim umboð sitt, einum fremur en öðrum, en geta þá tryggt hinum brautargengi með valkostum sinum. Það er vægast sagt hæp- ið, að frambjóðendur almennt veröi of margir, enda er unnt að setja einhverjar reglur til að hamla þvi. Kosningabaráttan við þetta fyrirkomulag felur i sér mögu- leika á þvi, aö frambjóöendur sama stjórnmálaflokks skipti stóru kjördæmi á milli sin ef það verður talið hentugra. Þannig er hægt að mynda nokkurs kon- ar framboöskjördæmi innan stærri heildar og geta staöbund- in sjónarmiö og hagsmunir þannig notiö sin miklu betur en nú er hér á landi, þar sem röð- unin á flokkslistanum ‘hefur fyr- irfram skipað hverjum fram- bjóðanda á ákveðinn bás. Kosningin er einföld og skýr A sama hátt og framboöið er frjáls og einföld athöfn er kosn- ingin einföld og skýr við per- sónukjör með valkostum. Kjör- seöillinn gæti litið út á þessa 'und: Flokksræðinu hnekkt Það fer ekki á milli mála, að þetta kosningafyrirkomulag hnekkir þvi flokksræöi, sem al- menningur kvartar svo mjög undan á íslandi. Stjórnmála- flokkur getur ekki lagzt á ein- staka menn og hindrað þá i þvi aö láta til sin taka ef þvi er að skipta, og reyndar hefur stjórn- málaflokkurinn engan hag áf sliku tiltæki þar sem beint ligg- ur viö aö leggja máliö I dóm kjósendanna án þess að flokk- urinn þurfti að biða hnekki af. A hinn bóginn er ekkert það i þessu kerfi, sem kemur i veg fyrir, að stjórnmálaflokkur geti gert um það samþykkt af sinni hálfu hver er aðalframbjóðandi hans I kjördæminuog er þá auð- velt aö haga kosningastarfinu I samræmi við það, ef menn vilja. Ekki þarf aö orðlengja hversu þetta fyrirkomulag er fjárhags- lega ódýrara og auðveldara þeim, sem ekki styöjast viö fjármagn i stjórnmálabarátt- unni. Möguleikar kjósenda þre- faldaðir Þegar til þess kemur að telja atkvæöin og úthluta þingsætun um, koma nokkur atriði til at- hugunar. Persónukjör meö val- kostum hefur það fram yfir nú- verandi kerfi hér á landi, að það tryggir i senn: persónulegt kjör þingmanna, hlutfalisiega skiptingu þing- sæta milli stjórnmálaflokka, fyllstu nýtingu atkvæöa þannig, aö sem allra flestir kjósendur hafi áhrif á úrslit- in. Það er ljóst, að núverandi kerfi tryggir aðeins og einvörð- ungu hina hlutfallslegu skipt- ingu milli stjórnmálaflokkanna, og er það gert með svokallaðri d’Hondts-aöferð, en hún felst I þvi að talningin fer fram i einni samfellu og siðan er þingsætum úthlutað i lotum, einu i hverri lotu, samkvæmt deilingarað- ferð. Við persónukjör með val- kostum fer talning og úthlutun einnig fram i lotum, og er einu þingsæti úthlutað i hverri lotu. Aðferðin er hins vegar talsvert frábrugðin svo sem vænta má: Fyrst er fundiö það lág- mark atkvæöa, sem fram- bjóöandi þarf til aö ná kjöri, miöað viö aö öllum þingsæt- um kjördæmisins veröi út- hlutað, hvorki fleiri þingsæt- um né færri. Atkvæðalág- markið er fundið með þvi að deila i fjölda gildra atkvæða með tölu, sem er einum hærri en þingsætatalan I kjördæm- inu, atkvæðalágmarkið er næsta heil tala fyrir ofan nið- urstöðuna, sem þannig hefur fengizt. Þegar atkvæðalágmarkiö hefur verið reiknaö, eru at- kvæði frambjóðenda talin i heild, og þingsætunum úthlut- að á eftirfarandi hátt: frambjóöandi, sem nær at- kvæðalágmarki er rétt kjör- inn. hafi hann hlotið atkvæöi um- fram lágmark, er nýting þeirra tryggö meö þvi, aö þeim er skipt milli annarra frambjóöenda . samkvæmt næsta valkosti kjósenda. Við þessa skiptingu er taliö hvernig næsti valkostur skipt- ist á öllum atkvæðaseðlum þessa frambjóðanda, en siðan er þeim atkvæöum, sem eru umfram lágmarkið, skipt samkvæmt þvi hlutfalli. Með þessu er komið i veg fyrir það annars vegar, að þessi um- framatkvæði falli dauð, en hins vegar er hlutfallsleg skipting þingsæta tryggð eftir þvi, sem kjósendur sjálfir hafa óskaö með valkostum sinum. nái enginn frambjóöandi at- kvæöalágmarki i einhverri lotunni, er sá þeirra sem fæst atkvæöi hefur hlotið, felldur brott og atkvæöum hans skipt til annarra frambjóöenda samkvæmt næsta valkosti kjósenda hans. Eins og fyrri reglan, tryggir þessi regla hlutfallslega skiptingu þing- sæta og kemur i veg fyrir að atkvæði falli dauð. Framkvæmdaratriði Þaö gefur auga leið, aö ýmsar nánari reglur veröur að setja um framkvæmdaratriði þessa fyrirkomulags eins og annarra. Þannig hafa írar t.d. þá ein- kennilegu reglu, sem mun ættuð frá Bretum, að frambjóðendur verða að leggja nokkra fjárupp- hæð undir, þegar þeir bjóða sig fram, og fá hana ekki endur- greidda nema þeir hljóti tiltekiö magn atkvæða. Þessi skrýtna regla gerir talningaraðferö þeirra fólknari en efni standa til. Ef nefnd skulu nokkur slik almenn framkvæmdaratriði, er rétt að benda á þessi: við skiptingarnar er ekki tekið tillit til þeirra, sem þeg- ar hafa náð kjöri eða verið felldir brott. Fyrst er talið hvernig valkostir skiptast milli þeirra, sem enn eru eft- ir, en siðan er viökomandi seölum skipt samkvæmt þessu hlutfalli. i hverri lotu er aðeins skipt seðlum frá einum frambjóð- ' anda og aðeins einu þingsæti úthlutað i einu. ef kjósendur gefa ekki val- kosti til kynna, eða ekki nægi- lega marga eftir þvi hve’lót- urnar veröa margar, er at- kvæðalágmarkið reiknað út að nýju miðað við lægri heild- artölu atkvæða. um skipun varaþingmanna er um nokkra kosti aö velja. trar hafa enga varaþing- menn, en falli þingmaöur frá eða segi af sér, er efnt til SIIÍFKW llhiiiiii.ill lh iiiiiiiiiiilliiiiiiiiiiin millllh iiiiiiiiiiiiiiiiiiiillliiiiiiiillllhin iiiiiiiiiiiiiiiiiin illliiiiiiiillllhin Umsjónarmenn:Pétur Einarsson r Omar Kristjónsson Hermann Sveinbjörnsson Þér hafiö EITT atkvæöi. Notiö atkvæöi yöar meö þvi aö merkja 1. viö nafn þess frambjóðanda, sem þér kjósið. Ef þér óskiö aö láta i ljós valkost yöar þá merkiö 2. viö nafn þess frambjóðanda, sem þér kjósið aö honum sleppt- um. Ef þér óskiö aö láta i ljós fleiri valkosti þá merkiö 3. við nafn þess frambjóðanda, er þér veljiö þar næstan, og svo framvegis unz þér óskið ekki að láta I ljós fleiri valkosti. . Siðari valkostir yöar koma ÞVt AÐEINS TIL AHUGUNAR viö talningu atkvæöa, aö fyrri valkostur hafi hlotiö atkvæöi umfram þaö lágmark, sem þarf til aö ná kjöri, eöa hafi veriö feiidur brott, vegna ónógs fylgis. Siöari valkostir yöar veröa ALLS EKKI metnir eöa taldir gegn fyrri valkostum yöar. Tölusetjiö Nöfn frambjóöenda valkost yðar og flokksaöild þeirra Ari Arason Alþýöubandalag Arni Arnason Alþýöuflokkur Björn Björnsson Fra msóknarf lokkur Davíð Daviösson Sjálfstæöisflokkur Einar Einarsson utan flokka Gunnar Gunnarsson Sjálfstæöisflokkur Halldór Halldórsson Framsóknarflokkur Jón Jónsson Alþýöubandalag Karl Karlsson Sjálfstæöisflokkur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.