Tíminn - 03.12.1976, Qupperneq 3
3
Föstudagur 3. desember 1976
Þarna fer siðasti hópurinn,
segirGunnar Ólafsson, skip-
herra i stjórnstöð Land-
helgisgæziunnar, og bendir
ljósmyndara Timans á, hvar
siðustu brezku togararnir
eru komnir út fyrir 200 mil-
urnar i gær. Timamynd:
Gunnar
vestur-þýzkan togara að ólög-
legum veiðum fyrir suðaustur-
landi. Eftir nánari athugun kom
i ljós, að lóranlina flugvélarinn-
ar hafði ekki verið nægilega
örugg og slapp togarinn með
áminningu um að halda sig fjær
friðaða svæðinu.
Starfsmenn landhelgisgæzl-
unnar hafa það eins og ibúar
Valhallar forðum daga að eigin
sögn, berjast viö andstæðinga
sina á daginn, en gantast við þá
með kvöldinu. Við létum það
gott heita, kvöddum og þökkuð-
um fyrir.
af séra Bjarna Sigurðssyni, en
hún hljóðar svo:
,,Um leið og kirkjuþing minnir
á almennan prestsdóm alls
safnaðarfólks, telur það æskilegt,
að i söfnuðunum sé stofnað til
fræðsluhópa i sálgæzlu, þar sem
almenningi gefist kostur á aö
kynnast þessum þætti kirkjulegs
starfs, til þess, meöal annars, að
auðveída hæfu áhugafólki aö taka
markvisst þátt I sálgæzlu safnað-
anna.”
Hins vegar var svo tillaga til
þingsályktunar um sálgæzlu á
siökvöldum og næturþeli, einnig
flutt af séra Bjarna Sigurðssyni,
en hún hljóðar svo:
„Kirkjuþing ályktar að fela
kirkjuráði að kanna, hvort prest-
ar Reykjavikurprófastsdæmis
telji vænlegt til árangurs og
framkvæmanlegt, að halda uppi
gæzluvöku á siðkvöldum á til-
teknum stað i borginni, þar sem
sóknarprestar og fyrrverandi
sóknarprestar skiptust á um að
veita þeim aðstoð, sem yfir
þyrmir sálarleg neyð.”
Viða um heim hefur það rutt sér
til rúms, að prestar veiti þjónustu
af þessu tagi, oft i samvinnu við
aðra aðila, svo sem sálfræðinga,
geðlækna og jafnvel lögreglu.
Reynsla af neyðarþjónustu þess-
ari hefur viðast verið góð, og i
mörgum stórborgum þykir hún
orðið nauðsynleg.
HV-Reykjavik. — A nýafstöðnu
kirkjuþingi voru bornar fram
tvær tillögur, og afgreiddar, um
sálgæzlu.
Annars vegar er þar um aö
ræða tillögu til þingsályktunar
um sálgæzlu safnaðarfólks, flutta
kjavíkurborgar 1977
ölur tæp-
ðar
milljaröar, en voru áætluð fyrir 1976
innan við milljarð, eða 984 milljónir
króna.
Rekstrargjöld borgarinnar 1977 eru
áætluð 7,29 milljaröar króna. Þar eru
félagsmál stærstl liðurinn, 1,93
miljaröar, til gatnagerðar á að verja
1,7 milljöröum og til fræðslumála 1,45
milljarðar. Til heilbrigðismála er á-
ætlaö að verja 775 milljónum og 682
milijónum til lista-, iþrótta- og útivist-
armála.
Vill breytt fyrirkomulag
á veitingu prestakalla og
hreinni skipti við ríkið
HV-Reykjavik. — Þetta kirkju-
þing er hið fjórða, sem fjallar um
breytingar á fyrirkomulagi viö
veitingar prestakalla. Tillögur
um breytingar hafa notið sivax-
andi fylgis, og nú var um þær ein-
hugur og var kjörin nefnd til þess
að fylgja málinu eftir viö Alþingi.
Okkur þykir eðlilegt að horfið
verði frá þvi kosningafyrirkomu-
lagi, sem nú er við haft, og kosn-
ing verði bundin viö þá fulltrúa,
sem söfnuðirnir hafa kosið til að
fara með sin málefni, sagði
Sigurbjörn Einarsson, biskup, en
i gær lauk kirkjuþingi þvi, sem
staðið hefur undanfarnar tvær
vikur.
t frumvarpi þvi, sem biskup
flutti nú á kirkjuþingi, og sam-
þykkt var að fylgja eftir við Al-
þingi, er gert ráð fyrir þvi, að
þegar prestakall hefur verið aug-
lýst laust til umsóknar og um-
sóknarfrestur er liðinn, sendi
biskup prófasti viökomandi
prófastsdæmis, svo og sóknar-
nefndum prestakallsins, skrá yfir
umsækjendur, ásamt skýrslum
um þá (aldur, nám, fyrri em-
bætti og störf). Prófastur boðar
siðan til fundar kjörmenn
prestakallsins, sem eru sókn-
arnefndarmenn og safnaðar-
fulltrúar.
Þá er i frumvarpinu gert ráö
fyrir heimild til þess aö kalla
prest. Ef þrir fjórðu hlutar kjör-
manna eru sammála um að kalla
tiltekinn prest eða guöfræöi-
kandidat — án umsóknar — er
það heimilt og er þá embættiö
ekki auglýst.
— Það hefur verið lögö áherzla
á að fá afnumið það fyrirkomulag
sem nú rikir, sagði biskup enn-
fremur á blaðamannafundinum i
gær. Við þorum ekki að segja i
dag hvort það gengur, en getum
þó ekki verið vonlausir um lög-
gjafasamkomu þjóðarinnar.
— Annað mikilsvert mál, sem
Leikmenn verði virkjaðir
betur í kirkjustarfinu
HV-Reykjavik. — Við leikmenn höfum til þessa veriö
heldur þögulir á vettvangi kirkjunnar, enda hefur
þróunin veriö sú, aö kirkjan hefur stefnt til eins konar
'klerkaveldis. Þessu viljum viö nú breyta, þannig aö
kirkjan okkar veröi sú almenna kirkja, sem við ját-
umst undir I trúarjátningunni, enda er kirkjan
söfnuöurinn, sagöi Hermann Þorsteinsson, fulltrúi
leikmanna i Reykjavik á nýafstöðnu kirkjuþingi, á
blaðamannafundi i gær.
— Við viljum að kirkjan virki það aflsem felst íleik-
mönnum, sagði Hermann ennfremur, og það viðhorf
okkar mætti góöum skilningi á þessu kirkjuþingi. Nú
hefur verið skipuð nefnd þriggja leikmanna, til að
fylgjast með störfum prestanefndarinnar, sem nú
fjallar um nýja starfshætti kirkjunnar, þannig að þar
verði ekkium eintal presta viö sjálfa sig að ræða, held-
ur raunhæfar samræður.
A kirkjuþingi þvi sem nú er nýafstaðið, voru fluttar
nokkrar tillögur um starf og virkjun leikmanna í kirkj-
unni. Voru þaö tillögur til þingsályktunar um leika
starfsmenn kirkjunnar, um útgáfu leiöbeininga um
kirkjulegt starf leikmanna, um altarisþjónustu leik-
manna, um þátttöku leikmanna I kirkjulegu starfi, og
svo loks tillaga um leikmenn og nýja starfshætti kirkj-
unnar, þar sem kveðiö er á um kjör fyrrnefndrar leik-
mannanefndar.
— önnur mál, sem okkur leikmönnum hafa verið
hugleikin á þessu þingi, sagði Hermann Þorsteinsson
ennfremur I gær, eru helzt endurnýjun á útgáfu Bibli-
unnar, sem er orðin mjög brýn, þar sem við búum enn
viö setningu frá þvi i upphafi þessarar aldar, svo og
bygging kirkjuhúss á Skólavörðuholti.
kirkjuþing fjallaði um, er að-
greining rikis og kirkju, sagði
biskup einnig, en ástæða þykir til
að fá eignir kirkjunnar metnar,
og siðar að leitast við að fá fram
nýja framtlðarskipan þessara
mála, svo þetta félagsbú rikis og
kirkju verði ekki eins óhreint og
verið hefur.
Einn kirkjuþingsmanna vitnaði
i þessu tilliti til gamals málshátt-
ar, „Garður er granna sættir”,
sem ég hygg að eigi vel við. Það
er meginsjónarmið okkar, að
hreinsa beri til og gera skipti rikis
og kirkju eðlilegri á þessu sviði.
A kirkjuþingi var fjallað um
alls tuttugu og niu mál.
AAENNTA-
AAÁLARÁÐ-
HERRA í
KIRKJURÁÐ
HV-Reykjavik. — Eitt af
verkefnum þess kirkjuþings,
sem staðið hefur yfir undan-
farnar tvær vikur, og lauk i
gær, var að kjósa nýtt
kirkjuráð.
Biskupinn yfir íslandi,
séra Sigurbjörn Einarsson,
er samkvæmt lögum sjálf-
kjörinn, sem forseti kirkju-
ráðsins, en i það voru kjörnir
aðrir sem hér segir.
Vilhjálmur Hjálmarsson,
menntamálaráðherra, Pétur
Sigurgeirsson, vigslubiskup,
Eirikur J. Eiriksson,
prófastur og þjóðgarðsvörð-
ur á Þingvöllum og Gunn-
laugur Finnsson, alþingis-
maðúr.
Þetta mun vera i fyrsta
sinn i langan tima sem ráö-
herra tekur sæti i kirkjuráði.
Sálgæzla í formi
neyðarþjónustu tek
in upp i Reykjavik?
ávíðavangi
Barn er oss
fætt
Menn hafa löngum brosað
að undirlægjuhætti Morgun-
blaðsins gagnvart kommún-
istum, þegar menningarmálin
berá góma. Tvö skáld starfa á
Morgunblaðinu, Jóhann
Hjálmarsson og Matthfas Jó-
hannessen, og nota þeir blaðið
óspart tii samstarfs við menn-
ingarvita Alþyðubandalags-
ins.
t stuttu máli fer þetta þann-
ig fram, að kommúnistum er
veittur greiður aðgangur að
Morgunblaðinu og svo borga
hinir meö þvi að koma skáld-
skap tveggja ofangreindra
heiöursmanna á framfæri er-
lendis.
Nýveriö hafa komið út bæk-
ur I Sviþjóð og fyrir hinn
spænskumælandi heim. Þar er
gefið „yfirlit” yfir nafnfræg
skáld á tslandi, og auðvitað er
þaö kommarunan eins og hún
leggur sig, nema tvö
„borgaralcg” skáld eru tekin
með i þessar útgáfur, Jóhann
Hjálmarsson og Matthias Jó-
hannessen.
Hin „borgaralegu” skáld
kommúnista, Matthias og Jó-
hann.
Um þetta er allt gott aö
segja, menn mega selja
Morgunblaðið á þennan sér-
kennilega hátt, ef þeim finnst
þaö sæmandi, en óneitanlega
sýnist, aö ný staða I inenn-
ingarmálum sé nú komin upp,
nefnilega skáldakynslóð sem
gengið hefur i beitarhúsin
bæði á Þjóðvitjanum og
Morgunblaöinu, og sér ekki
lengur neinn mun á þessum
tveimur merkilegu blöðuin, og
skal hér nefnt dæmi.
1 ritdómi um bók eftir ungan
mann, segir Jóhann
Hjálmarsson á þessa leið i
Morgunblaðinu 25. nóvember:
„1 leit aö sjálfum sér er safn
greina eftir Sigurð Guöjóns-
son. Flestar þeirra held ég aö
hafi áður birzt I blöðum (Les-
bók Morgunblaðsins, Þjóö-
viljanum og vfðar). Aö
minnsta kosti koma þær
kunnuglega fyrir sjónir.”
Þannig ntá segja aö fyrstu
afkvæmi þessa menningar-
sams'arfs séu nú aö sjá dags-
ins ljós, og er nafnið á bók
unga mannsins kannske tákn-
rænt eitt út af fyrir sig, sum-
sé: „t leit að sjálfum sér" og
þá væntanlega á Morgunblaö-
inu og í Þjóðviljanum.
»
Lækka bifreiðar
i verði
Mjög hefur veriö um þaö rit-
aö I fjöimiölum að bilainn-
flytjendur hafi fullan hug á að
að fá sérstakt bilaskip til þess
aö sigla meö nýjar bifreiöar til
landsins, og hyggjast þeir Hka
flytja einkabifreiðar og hjól-
hýsi fyrir almenning milli
landa, og siðast en ekki sizt
hafa þeir i hyggju að hefja
fiskflutninga á kælibifreiöum
með þessu skipi.
Þessi hugmynd er ekki ný,
og kont á sinum tima fyrst
fram I Timanum, og þaö gleöi-
legt að menn skuli nú vera aö
reyna aö finna nýjar leiöir til
þess að gera samgöngur og
flutninga milli landa ódýrarí,
en innflytjendur hafa látið
hafa það eftir sér að bifreiðar
Framhald á bls. 23