Tíminn - 03.12.1976, Side 10

Tíminn - 03.12.1976, Side 10
10 Föstudagur 3. desember 1976 Að rækta garðinn bókmenntir Baldur Jónsson: MALYRKJA Guðin undar Finnbogasonar. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavik 1976. XIII + 150 bls. Guðmundur Finnbogason var einn af högustu nýyrðasmiðum Islendinga á sinni tið. í þessari bók er f jallað um þá iðju hans, en einnig um „hlut hans i islenzkri málræktarsögu”, segir i formála höíundar. Málrækt felur fleira i sér en nýyrði. Hún er i rauninni hvers konar af- skipti manna af þróun málsins og aðlögun þess að nýjum tim- um, atvinnuháttum og margvis- legri menningarstarfsemi. 1 formála Baldurs Jónssonar segir að hann kunni ekki annað heiti betra en mályrkja sem samnefnara allra starfa Guðmundar i þágu islenzkunn- ar . Svoeraö sjá sem útgefendur bókarinnar hafi fett fingur út i orð þetta. En höfundurinn hefur eigi að si'ður haldið þvi tilstreitu og er það vel. Nafnið er að mi'n- um dómi ágætlega valið, hliðstætt garðyrkju, akuryrkju o.s.frv. Hér er einmitt um það að ræða að rækta garð málsins, og ekki spillir að orðið er einnig haft um ræktun hugsunar og máls i sérstökum tilgangi. Guðmundur Finnbogason var að visu ekki skáld, en ekki þarf lengi að lesa i ræðum hans og ritgerðum til að sjá hversu skáldlist stendur hug hans nærri. Kemur það raunar einnig fram i þessari bók. Um islenzka málvöndun eða málrækt hefur dálitið verið rit- að, en þó vonum minna þegar þess er gætt hve veigamikill þáttur hún er i menningarsögu þjóðarinnar. Að minnsta kosti er það dómgreindarskortur og fávisi i meira lagi að varpa rýrð á störf manna á þessum vett- vangi, eins og nú er stundum gert, jafnvel af þeim sem sýzt skyldi. Baldur Jónsson hefur kennt „hagnýta málfræði” við heimspekideild Háskólans um nokkurt árabil. I tengslum við það starf tók hann saman rit- gerðir Halldórs Halldórssonar á þessu sviði og gaf út bók, tslenzk málrækt, 1971. Þar er fjallað um stafsetningu, framburð, mannanöfn og nýyrði. Og nú hefur Baldur samið heila bók um mályrkju Guðmundar Finnbogasonar. Þetta er athyglisverð bók á ýmsa lund. Ekki einungis vegna þess sögulega fróðleiks sem hún geymir, heldur getur hún og orðið til að vekja athygli á þvi menningarlega nytjastarfi sem málrækt er. Það er mikill mis- skilningur að málið „þróist” af sjálfu sér. Ef menn vilja að- hyllasi „frjálslyndi” i þessum efnum (öðru nafni afskipta- sinn leysi) eins og nú þykir fint, mætti alveg eins afnema þjóðfélagslegar hegðunarreglur á öðrum sviðum. Málvöndun er siðfræði tungunnar. Og „ræktun islenzks málserengu siður brýn á vorum dögum en á fyrri helm- ingi aldarinnar”, segir Baldur Jónsson i formála bókarinnar: „Mjög hefur dofnað yfir þeirri nýyrðastarfsemi, sem var svo öflug hér upp úr 1950 og röskan áratugeftirþað, ogfáirgera sér ljóst, að málið er i órækt á mörgum sviðum öðrum en þeim, sem venjulega eru höfð i huga, þegar nýyrði eru nefnd.” Tilgangurinn með þessu greinarkorni er ekki sá að ,,rit- dæma” bók Baldurs Jónssonar, heldur að kynna hana fáum orð- um. — Höfundur rekur afskipti Guðmundar Finnbogasonar af málvöndun frá öndverðu. en fyrsta grein hans sem gagngert fjallar um þessi efni birtist árið 1908. Þá er greint frá starfi Guðmundar i mannanafna- nefndinni 1914—15. Starf þeirrar nef'ndar var umdeilt mjög á sinni tið, enda örðugt að koma heim og saman afstöðu Guðmundar i þvi máli og málræktarstörfum hans að öðru leyti. I lok kaflans sem um þetta fjallar vikur höfundur að þvi að 1971 var lagt fyrir alþingi frum- varp til nýrra laga um islenzk mannanöfn, en það „var litið sem ekkert rætt og aldrei afgreitt”. Þannig virðist sem betur fer næsta litill áhugi löggjafans á að heimila upptöku ættarnafna, en það var megin- inntak þessa frumvarps. I bók Baldurs Jónssonar er sagt frá störfum Guðmundar i orðanefnd verkfræðingafélags- ins 1919—1933. Sú nefnd vann merkilegt starf við nýyrðasmið. Að visu sjáum við að ýmis nöfn sem nefndin bjó til hafa átt litlu gengi að fagna, einnig sum þau orð sem bókarhöfundur telur alkunn. Einnig segir hér af starfi Guðmundar vegna móðurmálskennslu i skólum. Þá er greint frá ritum Guðmundar og dómum manna um málfar hans. Hann spreytti sig mjög á þvi að þýða bækur um efni sem litt hafði áður verið fjallað umá islenzku, til að mynda stærð- fræði og tónlist. Aftast i bókinni erskrá um nýyrði Guðmundar. Bók Baldurs Jónssonar er skilmerkilega samin. Hann hef- ur farið þá leið að láta tilvitnan- irtala: dregur mjög fram eigin orð Guömundar þar sem hann lýsir viðhorfum sinum til málvöndunar. Einnig er tölu- vert vitnað i samtíðardóma. Með þessu móti leggur bókar- höfundur gögnin á borðið en dregur sig sjálfur i hlé. Aðferðin hefursina annmarka, en hún er traustvekjandi. Höfundur vikur að þvi i íormála sinum að til- vitnanir séu eflaust fleiri „en sumum lesendum þykir þægi- legt, en við það verður þá að sitja.” Þetta hefur þegar ásannast. I „ritdómi” i Morgunblaðinu 23. nóvember er kvartað yfir of mörgum tilvitnunum, sagt að „málalengingar séu hvergi sparaðar”og þvi haldið fram að höfundi hafi „láðst að skipu- leggja verkið”. Þessum um- mælum var enginn staður fund- inn, enda bersýnilegt að gagn- rýnandinn áttaði sig ekki einu sinni á merkingu orðsins inályrkja! Það er leiðinlegt þegar gagnrýnendur taka með slikum hætti athugunum fræði- manna á islenzkri menningar- sögu.Þar eru þó svo mörg verk óunnin og hvert gott framlag ætti að vera fagnaðarefni. Mestu skiptir að verkið sé traust og vandað, og þannig virðist mér ótvirætt bók Baldurs Jóns- sonar. Sumum kann að þykja vafasamt að draga sérstaklega fram störf einstakra manna að islenzkri málrækt. Auðvitað er hætt við að höfundur mikli fyrir sér hlut þess manns sem um er fjallað. Um þetta hygg ég að Baldur verði ekki sakaður. Hann drepur á það i inngangs- kaflanum Málhreinsun og málrækt að á uppvaxtarárum Guðmundar hafi málhreinsun verið „orðineins og hvert annað þjóðræknislegt framfaramál, þótt menn vildu ganga misjafn- lega langt i þvi efni. Þurfti þvi enga sérvizku til að aðhyllast hana og ekki við öðru að búast en rithneigður ungur maöur eins og Guðmundur F'innboga- son gengi henni á hönd.” Þessa afstöðu i málfarsefnum ber ein- mitt að skoða i ljósi þeirrar bjartsýnu framfaratrúar sem íastast gr'eip hugi ungra manna hérlendis við upphaf tuttugustu aldar. Ekki ervafamálað þrjá menn ber hæst af málræktarfröm- uöum á fyrra helmingi aldar- innar: Guðmund Finnbogason, Sigurö Guðmundsson skóla- meistara og Sigurð Nordal. Þeir Guömundur og Nordal unnu saman i orðanefnd verk- fræðingafélagsins sem áður var nefnd. Hlut Nordals i' þessum efnum þarf vitaskuld aö rann- saka i samhengi við athugun á áhrifum hans almennt i menn- ingarlifi þjóðarinnar. Vonandi verður hennar ekki alltof langt að biða. — Ritstörf Sigurðar skólameistara eru einnig fróðlegtrannsóknarefni,en þess er vert að geta að Bjarni Vilhjálmsson birti fróðlega rit- gerð um orðasmið hans i bók- inni v góðu dægri, afmælis- kveðju til Sigurðar Nordals 1951. I formála þýðingar sinnar á Pétri Gaut 1901 lætur Einar Benediktsson i ljós þá ætlun með þýðingunni að reyna að treystaá hæfileika tungu vorrar til þess að vera lifandi þjóðmál, jafnhliða öðrum málum heims- ins, fært i allan sjó og fallið til þess að taka öllum þeim fram- förum vaxandi menningar sem nútiminn heimtar og veitir”. — Þessi var einnig stefna Guðmundar Finnbogasonar og annarra þeirra sem unnu tung- unni mest og bezt á hans tið. Starf þeirra bar visu ekki alltaf tilætlaðan árangur fremur en önnur mannleg viðleitni. En við getum vafalaust sitthvað af þvi lært. Islenzk málræktarsaga er i senn örvandi og skemmtilegt viðfangsefni. Vonandi heldur Baldur Jónsson áfram athugun- um sinum á þessu sviði. Gunnar Stefánsson. l,2og....... 3 Ný reiknivél til skólanota TI-1600 Ný fyrirferðarlítil vasareiknivél fró Texos Instruments • 8 grænir stafir % og formerkjabreytir Hleðslutæki og taska fylgja þess TI-1650 með fullkomnu Vélar, sem VITer i H F ÁRMÚLA 11, SÍMI 81500 AUGLYSIÐ I TIMANUAA Leiðrétting Vegna frásagnar Timans af bændafundi á Hvolsvelli 30.11 s.l. verð ég að biðja Timann að birta eftirfarandi leiðréttingar á þvi, sem eftir mér er haft. Samkvæmt reikningum MjólkurbúsFlóamanna 1975 var talið að vantaði um kr. 1.80 á litraað bændum væri greitt fullt verðla gsgrundvalla r verð. Ef þinsvegar reikningar M.B.F. væru gerðir upp á sama hátt og t.d. reikningar Mjólkur- bús K.E.A. á Akureyri, þá heföi þessi vöntun verið kr. 0.73, eða á starfssvæði Mjólkursamsöl- unnar aö meðaltali kr. 0.68. Hinsvegar eru tvö litil mjólkurbú, þar sem vantaði kr. 2.40 hjá öðru og kr. 2.83 hjá hinu að grundvallarverð næðist, en þessi bú munu ekki hafa náð grundvallarverði á undan- förnum árum. Um útflutningsbætur sagði ég, að þær hefðu verið ákveðnar að hámarki árið 1959, 10% af heildarverðmæti landbúnaðar- framleiðslunnar, og svo er enn. Þær hafa þvi ekki hækkað hlut- fallslega heidur fylgt verðlags- þróuninni. Þá finnst mér ennfremur að fréttaritari Timans hefði mátt geta þess, sem ég sagði um það sem Seðlabanki tslandsog land- búnaðarráðherra Halldór E. Sigurðsson hafa gert til að bændur geti fepgiö uppgert það taldi likur benda til þess að þaö sem eftir stendur af verði sauð- verð næðist að lokum. fjárafurða frá 1975, og að ég Arni Jónason. Rukkunarheftin Blaðburðarfólk Tímans er vinsamlega beðið að sækja rukkunarheftin á afgreiðslu blaðsins. Stokkseyri Umboðsmaður óskast frá 1. janúar n.k. til að annast innheimtu og dreifingu blaðs- ins. Upplýsingar gefur Gunnlaugur Sigvalda- son eða Sigurður Brynjólfsson i sima 26-500.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.