Tíminn - 03.12.1976, Síða 11

Tíminn - 03.12.1976, Síða 11
Föstudagur 3. desember 1976 II fMsm Wmwrn Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur f Aðal- stræti 7, sfmi 26500 — afgreiðslusími 12323 — auglýsinga- simi 19523. Verð i lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaðaprenth.f.. Of löng skólaseta Steindór Steindórsson, fyrrum skólameistari á Akureyri, er mótmælalaust i hópi reyndustu og hæf- ustu islenzkra skólamanna. Hann ritar athyglis- verða grein um skólamál i siðasta hefti timaritsins Heima er bezt. Þar kemst hann að þeirri niður- stöðu, að á siðari áratugum hefur það færzt i vöxt, að íslendingar tileinkuðu sér erlendar fyrirmyndir, án þess að ihuga oft og tiðum, hvort þær hentuðu islenzkum aðstæðum. Eitt af þvi er lenging skóla- timans. Steindór Steindórsson segir siðan: „Hvergi i nágrannalöndum vorum og jafnvel hvergi i hinum menntaða heimi var skólatimi svo stuttur sem hér. Var það ef til vill hið eina, sem vér lögðum til um skólafyrirkomulag, sem allir hefðu mátt öfunda oss af, ef þeir hefðu þekkt til þess. En hið langa sumarleyfi var ekki aðeins til vegna at- vinnuveganna, heldur var það einnig nauðsyn námsmannanna sjálfra, svo að þeir gætu aflað sér með vinnu sinni nauðsynlegs fjár til að standast skólakostnaðinn. Með þeim hætti voru þeir stöðugt i lifrænu sambandi við fólkið og störfin i landinu, allt frá barnsaldri, að krakkarnir tóku þátt i hinum dag- legu störfum eftir getu sinni, og fram á háskólaár, er stúdentarnir stunduðu almenna vinnu til sjávar eða sveita, eftir þvi sem hún bauðst. Ekki varð það séð, að islenzkir stúdentar eða aðr- ir námsmenn, sem stunduðu nám erlendis, stæðu að baki erlendum námsfélögum, sem lengri höfðu skólasetuna að baki. Það var þvi augljóst að unnt var að ná sæmilegum árangri með hinu gamla fyr- irkomulagi. Ekki var heldur unnt að greina, að börnin biðu tjón af löngu sumarleyfi, jafnvel þótt þau hefðu ekki náð þeim aldri að vinna þeirra yrði metin til peningaverðs. En svo er að sjá, að þetta hafi farið fyrir brjóstið á öllum skólafræðingunum og rannsóknanefndunum og ráðunum. Höfuðlausn þeirra i menntamálunum virðist vera lengri skóla- skylda og fleiri kennslumánuðir á ári jafnt i skyldu- skólunum sem öðrum. Af þessu verða sumarleyfin svo stutt, að þau verða litils nýt námsmönnum til fjáröflunar, enda svo komið, að margir nemendur aeðri skóla lita á þau sem skemmtunartima, bezt fallin til að dveljast i sólarlöndum. Ég tel að hér sé farið inn á hættulegar villigötur, sem geti haft margvislegar illar afleiðingar, bæði fyrir einstaklingana og þjóðina i heild. Flestum nemendum, einkum þó hinum yngri, leiðist hin langa skólaseta, og skilja naumast tilgang hennar. Af þvi skapast með þeim þegar i upphafi hinn svo- nefndi námsleiði, sem ekki má nefna sinu rétta nafni, en heitir á islenzku leti, en það er ekki nógu fint á máli skólafræðinganna. En námsleiðanum fylgir að slegið verður slöku við námið, enda sann- ast sagna, að oft verður litið að gera allan þennan tima. Verkefni, sem leysa mætti af hendi á nokkr- um vikum, er treint yfir jafnmarga mánuði. Af þessu leiða lakari vinnubrögð, sem aftur segja til sin, þegar út i lifið kemur. Hitt er þó ef til vill enn hættulegra, að með þessu er stefnt að sundrungu i þjóðfélaginu. Námsfólkið, sem er parrakað árum saman á skólabekk, firrist ósjálfrátt starfið og hin- ar starfandi stéttir, það skapar sina eigin stétt og eigin hugsanaheim, sem vér þegar sjáum ýmis merki til”. Það væri hollt skólamönnum og alþingismönnum að ihuga vel þetta álit Steindórs Steindórssonar. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Imelda gengur næst Marcos að völdum Gerir Marcos hana að varaforseta sínum? Imclda Marcos og múlverk af henni ÞAÐ V ÆRI ekki óeðlilegt, þótt forsetafrúin á Filippseyjum, Imelda Marcos, drægi vissa lærdóma af falli Chiang Chings, ekkju hins nýlátna leiðtoga Kina. Þegar Imelda heimsótti þau Maohjónin fyrir nokkrum misserum, var Chi- ang Ching af mörgum talin ganga næst Mao að völdum og þær getgátur voru talsvert al- mennar, að hún myndi erfa þau viðfráfall hans. Þetta hef- ur farið á annan veg, eins og kunnugt er, Imelda er hins vegar enn talin ganga næst eiginmanni sinum að áhrifum, og margir spá þvi, að hann hafi í hyggju að gera hana að varaforseta áður en langur timi liður. Afskipti hennar af landsmálum hafa farið sivax- andi siöan Marcos var kosinn forseti 1965 og þó einkum eftir að hann tók sér einræðisvald 1972. Formlega voru völd hennar staðfést fyrir rúmu ári, þegar hún var skipuð eins konar fylkisstjóri fyrir höfuð- borgina Manila og nágrenni hennar og fer hún þar með eins konar einræðisvöld. Hún hefur haft forustu um ýmsar stórframkvæmdir i Manila, sem m .a. hafa beinzt að þvi að gera borgina að mikilli mið- stöð alþjóðlegra viðskipta og stórra ráðstefna. Þessi draumur hennar rættist að nokkru leyti, þegar aðalfundir Alþjóðabankans og Alþjóðiega gjaldeyrissjóðsins voru haldn- ir þar I haust. Þá hefur hún lagt kapp á aukna hollustu- hætti I borginni og að koma á bættum borgardrag. I þvl skyni hefur löggæzla mjög verið efld. IMELDA Marcos er 46 ára, komin af rikum ættum I Manila. Hún fékk góða mennt- un i uppvextinum, en fegurð hennar vakti þó enn meiri at- hygli en gáfurnar. Hún vann sér þá viðurkenningu að vera talin ein fegursta stúlka á Filippseyjum. Arið 1953 fékk hún þetta staðfest, þegar hún var kjörin fegurðardrottning Manila. Nokkru siðar giftist hún Ferdinand Marcos, sem var þá uppvaxandi stjórn- málaforingi og unniö hafði sér mikla frægð fyrir vasklega framgöngu i siðari heims- styrjöldinni. Ariö 1965 var Marcos kosinn forseti og endurkosinn 1969. Arið 1972 taldi hann ástandið i landinu svo uggvænlegt, aö hann fyrir- skipaði herlög og felldi stjórn- arskrána úr gildi til bráða- birgða. Andstæðingar hans töldu meginástæðuna þá, aö hann treysti sér ekki til að vinna i kosningunum, sem áttu að fara fram 1973. Það ár fór hins vegar fram þjóðarat- kvæðagreiðsla um herlögin var samþykkt, að þau skyldu haldast áfram. Hinn 16. októ- ber I haust fór svo aftur fram þjóðaratkvæðagreiðsla um herlögin og var samþykk, að þau héldust i óákveðinn tima. Þannig telur Marcos sig hafa umboð frá þjóðinni til að stjórna i skjóli herlaga. Stjórn Marcos hefur aö sjálfsögðu verið umdeild. Yf- irleitt er viðurkennt, að hann hafi komið á meiri röð og reglu en áöur var. Einnig hef- ur dregið úr ýmissi fjármála- spillingu, sem var mikil áður, en þó ganga sögur um, að ýmsir vildarmenn forseta- hjónanna njóti forréttinda, t.d. þegar framkvæmdir eru boðn- ar út. Imelda virðist vera meira grunuð um græsku en eiginmaður hennar hvað þetta snertir, en hann er hins vegar talinn fara mjög að ráöum hennar. En þótt stjórnarhættir hafi oröið traustari en áöur, hefur Marcos ekki fremur en mörgum öðrum stjórnendum tekizt að ráða við verðbólg- una. Hún hefur veriö mikil. Kjör almennings hafa þvi ekki batnað, nema siður sé. Marcos er þó ekki talinn óvinsæll, en heldur ekki vinsæll. Styrkur hans liggur i þvi, að hann er virtur, og margir álita, að án stjórnar hans hefði ástandiö getaö oröið enn verra. Þannig hefur Marcos tekizt bæöi meö festu og lagni að ná samkomu- lagi viö Múhameöstrúarmenn, sem um skeið héldu uppi all- öflugum hernaði á syðstu eyj- unum. 1 utanrikismálum hefur Marcos horfið að hlutleysis- stefnu I stað fylgisemi viö Bandarikin og eiga úrslit Viet- namstyrjaldarinnar sinn þátt I þvi. Hann hefur tekið upp stjórnmálasamband við Kina og Sovétrfkin og sagt upp samningum við Bandarikin um herstöðvar þeirra á Filippseyjum. Unnið er nú að nýjum samningi um herstöðv- arnar og gerir Marcos kröfu til, að þær verði undir stjórn Filippseyinga. ÞÓTT Marcos sýnist sæmi- lega öruggur i sessi, eins og sakir standa, eru ýmsar blikur á lofti. Hann réðist i þaö að þjóönýta sykuriðnaðinn, en hann á nú i miklum erfiðleik- um sökum verðfallsins. Hann er þvi þungur baggi á rikis- sjóði og veldur Marcos mikl- .um erfiðleikum. Imelda hefur hins vegar ráðizt i miklar hótelbyggingar i Manila og vfðar, en illa hefur gengið að fylla þau. Þar hefur þvi skap- azt mikill hallarekstur. Hvort tveggja þetta getur þó lagazt, en veröi þau hjón fyrir mörg- um slikum áföllum, getur við- horf almennings til þeirra breytzt. Þá er sagt, að Marcos séekki alveg heill heilsu, enda þótt hann sé ekki nema 58 ára. Hann felur þvi Imeldu aö gegna fleiri og fleiri störfum fyrir sig. Þvi magnast sá orð- rómur, að hann ætli henni að taka við af sér, ef á þarf að halda. Bæði mótmæla þau hjónin þó slikum orðrómi, og Imelda segir, að hún þekki vanda forsetastarfsins svo vel, að hún muni siðustu allra vilja takast það á hendur. En völdin eru freistandi og Imelda hefur sýnt hingað til, að hún er engin undantekning I þeim efnum. En kannske verðurfall Chiang Ching henni til viðvörunar. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.