Tíminn - 03.12.1976, Page 13
12
Föstudagur 3. desember 1976
íijiMiM1!1!
Föstudagur 3. desember 1976
Húsnefndin, ásamt Hermanni Sigtryggssyni og Haraldi Ilansen
Mjög fjölbreytt starfsemi æskulýðs
heimilisins Dynheima á Akureyri
ið hafa miklar endur
fæilega á veröi gagnvart þeim
ogm.a. værilögreglan tilbúin til
samstarfs i þeim efnum. Þess
má geta, aö nýlega var skipuö
húsnefnd fyrir Dynheima, og
eru i nefndinni fulltrúar frá
æskulýösráöi skólunum, for-
eldrafélögum og klúbbunum.
Nefndina skipa: Gigja Möller
bætur farið fram á húsinu, og
þeim er sífellt haldið áfram
KS-Akureyri — Siöastliöinn
föstudag var fréttamönnum
boöiö f æskulýösheimilið Dyn-
heima á Akureyri. Tilefniö var,
aö nýlokið er gagngeröum
breytingum á húsinu og jafn-
framt var starfsemi þess kynnt.
Hermann Sigtryggsson,
æskulýösfulitrúi og Haraldur
Hansen, framkvæmdastjóri
Dynheima, skýröu frá brcyting-
um hússins og kynntu starf-
semina. Kostnaöur viö
breytingar nemur milli 5 og 5,5
milljónum króna. Þaö 'helzta
sem lagfært var, er aö komiö
hefur veriö upp nýjum snyrting-
um i húsinu, ný miöstöö sett upp
og allt rafmagnskerfi hússins
hefur veriö endurnýjaö. Þá hef-
ur Diskóteki veriö breytt til hins
betra, og húsiö hefur einnig
veriö málaö, ailt, bæöi utan og
innan dyra, og gólfin tekin I
gegn.
Nú eru starfræktir sex klúbb-
ar i Dynheimum meö margvis-
lega starfsemi á sinum snærum,
auk diskóteksins, sem er geysi-
vinsælt hjá unglingunum, og
dansleikjanna.
Tveir leiklistarklúbbar eru
starfandi meö mörgum meölim-
um, og eru þaö bæöi byrjenda-
klúbbur og einnig klúbbur, sem
hóf leiklistarstarfsemi I fyrra og
heldur henni áfram I ár.
Leiklistarkúbbarnir taka
fyrir ýmsa smærri leikþætti og
leikrit. Feröaklúbbur er starf-
andi meö um 30 meölimi, og er
þeimskiptihópa.sem fara I úti-
legur, gönguferöir og þvl um
llkt, og undirbúa klúbbmeölimir
feröir slnar aö mestu leyti
sjálfir. Radlóklúbbur starfar
meö miklum blóma og er mjög
vinsæll, og eru I honum nálægt
30 meölimir. Hljómplötu-
klúbbur starfar og venjulega
eru 1-2 úr hópnum, sem velja
vissa múslk I hvert skipti, sem
klúbbfundir eru.
Þá er ótalinn fjölmennasti
klúbburinn, gömlu dansa
klúbburinn, en I honum eru 70
meölimir. Hins vegar er þaö
vandamál gömlu dansa klúbbs-
ins, aö aöeins 15 piltar eru starf-
andi I honum, og stendur þetta
karlmannsleysi eölilegri starf-
semi hans fyrir þrifum. Ef úr
rætistmeöpiltana er fyrirhugaö
aö hafa gömlu dansa böll af og
til fyrir unglinga.
Eftir áramót er fyrirhugað aö
hafa opið hús ööru hverju I Dyn-
heimum, þar sem unglingarnir
geta skemmt sér viö tafl, spil,
lesiö tímarit og blöö jafnframt
þvl sem ýmis skemmtiatriöi og
grlnþættir yröu meö. Þá er
einnig . áætlaö aö stofna ljós-
myndaklúbb, og hafa margir
sýnt áhuga á honum.
Aö sögn þeirra Hermanns og
Haraldar veröur breytingum
haldið áfram á húsinu, eftir þvl
sem fjárhagur leyfir, og þeirra
draumur er sá að eignast einnig
neöri hæð hússins að fullu, sem
nú er að hluta til I eigu annarra
aöila.
Eins og húsakynnum er nú
háttaö, er óhægt aö starfrækja
nema einn kúbb I senn, en með
auknu húsrými skapaðist aö-
staöa fyrir tvo eöa jafnvel fleiri
klúbba I einu. Ef til þessa kæmi
opnast einnig leiö til þess að
gera Dynheima að reglulegri
félagsmiðstöö sem væri mjög
æskileg þróun aö mati for-
ráöamanna Dynheima.
Æskulýösheimilið kappkostar
aö hafa sem mest og bezt sam-
starf viö hin ýmsu æskulýðs-
félög I bænum, og þar mun
verða höfö uppi sama stefna og I
æskulýösráði aö fara ekki inn á
þeirra starfssviö nema meö
þeirra vilja og I samvinnu viö
þau. Starfsemin I Dynheimum
miðast viö, aö unglingar geti
starfaö þar aö verkefnum, sem
aörir aöilar hafa ekki á sinni
stefnuskrá.
Hugmyndir eru nú uppi um aö
stofna samstarfsnefnd starfs-
manna hins opinbera, sem
vinna aö barna- og æskulýðs-
málum á Akureyri, en slik nefnd
ætti aö geta haft gott yfirlit yfir
ástand þessara mála á hverjum
tlma. í sambandi viö fíkniefni
sögöu þeir Hermann og
Haraldur, aö sem betur færi
heföi þeirra ekki oröið vart inn-
an dyra I Dynheimum, en hins
vegar bæri ávallt aö vera gaum-
formaður og aörir I nefndinni
eru: Þorsteinn Gunnarsson,
Jökull Guðmundsson, Helgi
Barðason og Skapti Hallgrims-
son. Af hinni fjölbreyttu starf-
semi Dynheima mætti ætla, að
fjölmargir unglingar á Akureyri
ættu að geta fundið þar eitthvað
við sitt hæfi, annað hvort til
tómstunda, nytsemdar eða
skemmtunar.
Væri þvl vel að unglingarnir
ásamt foreldrum, kynntu sér
sem bezt hvað Dynheimar hafa
upp á að bjóða, unglingunum til
handa.
Haraldur Hansen viö diskótekiö.
Frá starfscmi radfóklúbbs I Dynheimum.
13
Sviösmynd: Frá vinstri: Siguröur Hallmarsson, Bjarni Sigurjónsson, Kristjana Helgadóttir, Einar Njálsson, Anna Ragnarsdóttir.
Liggjandi á gólfinu: Guðrún K. Jóhannsdóttir.
Leikfélag Húsavíkur:
Það þýtur í sassafrastrjánum
Það þýtur I sassafrastrjánum
gamanleikur eftir René de
Obaldia.
Þýöandi: Sveinn Einarsson.
l.eikmynd: Steinþór Sigurös-
son.
Leikstjóri: Ingimundur Jóns-
son.
Leikfélag Húsavikur hefur oft
á langri starfsævi sinni gert
marga hluti vel og suma með
glæsibrag. I nokkur ár hefur
veriö svo, að félagið hefur ekki
efnt til sýninga á fyrri hluta
vetrar, aftur á móti gjarnan
farið til Danmerkur á sumrum
að sýna Dönum hvernig leiklist
er ástunduð i „próvinsunni” á
tslandi. Nú hefur leikfélagið
brugðiö til þess að létta lund
okkar i skammdegi noröursins
með þvi að sýna okkur gaman-
leik. Leikurinn var frumsýndur
þriðjudaginn, 23. nóv. s.l. Gam-
an á að vera gaman og þvi verð-
ur ekki annað sagt en aö vel hafi
til tekizt við val leikritsins og
meðferö þess á sviði. Sýningin
er góö skemmtun þeim, sem
ekki láta sér bregða viö gróft og
hressilegt orðbragð svo og
frummannlega tilburði. Svo
skemmtileg er sýningin, að hún
getur vakið hlátra við umræöur
um hana yfir kaffi i þó nokkuð
marga daga eftir að maður hef-
ur séð hana. Og á meðan liöur á
skammdegið. Hjá Leikfélagi
Húsavikur heitir leikritið, „Þaö
þýtur i sassafrastrjánum”, en
er Leikfélag Reykjavfkur sýndi
það fyrir nokkrum árum, var
aðal heiti þess, „Indiánaleik-
ur”. Leikurinn gerist hjá land-
nemafjölskyldu I Kentucky i
byrjun 19. aldar. Vart hefur
hann annað gildi en að vera
skemmtunarleikur og ekki er
liklegt, að höfundurinn hafi
ætlazt til annars af honum.
Leikstjórinn, Ingimundur Jóns-
son, og leikarar Leikfélags
Húsavikur koma skemmtaninni
vel til skila. Enginn leikaranna
dregur leikinn niöur, og sumir
þeirra fara á kostum. Siguröur
Hallmarsson sem gamli bónd-
inn, John Emery Rockefeller,
og Bjarni Sigurjónsson, sem
drykkjusjúki lækniri'nn, William
Butler, kitla feikn hvers manns
hláturstaugar. Ungu stúlkurn-
ar, Anna Ragnarsdóttir, „Pam-
ela”, og Guðrún K. Jóhanns-
dóttir, „Miriam”, hafa þokka
til að bera og leysa hlutverk sin
vel af hendi, en eru vart þeir
kroppar, sem höfundurinn ætl-
ast til að þau sköpunarverk
hansséu.Kristjana Helgadóttir,
Jón Guðlaugsson, Einar Njáls-
son og Jón Fr. Benónýsson eru
öll góðkunnir leikarar á Húsa-
vik og bregðast ekki leikhús-
gestum.
Leikmynd hefur Steinþór
Sigurðsson, Reykjavik, gert
mjög skemmtilega. Lög, sem
sungin eru i leiknum, hefur leik-
stjórinn, Ingimundur Jónsson,
samið. 1 leikskrá er nokkur
fróðleikur um leikstjórann og
einnig um leikritaskáldið, René
de Obaldia. Formaður Leik-
félags Húsavikur, Kristján E.
Jónasson, ritar i hana ávarp til
leikhúsgesta. Þar segir m.a., aö
eftir áramót muni koma til
starfs hjá leikfélaginu ungur
leikstjóri, Haukur Gunnarsson.
Ekki er búið að ákveða hvaða
leikrit veröur þá tekið til með-
ferðar. Þorm.J.
Jón Fr. Benónýsson, indlánahöföingi