Tíminn - 03.12.1976, Qupperneq 15
Föstudagur 3. desember 1976
15
14.30 Miðdcgissagan: „Lögg-
an sem hló”, saga um glæp
cftir Maj Sjöwall og Per
Wahlöö. Ölafur Jónsson les
þýðingu sina (6).
15.00 Miðdegistónleikar.
Oskar Michallik, Jurgen
Buttkewitz og Sinfóniu-
hljómsveit útvarpsins i
Berlin leika Dúettkonsert-
i'nó fyrir klarinettu og fagott
ásamt strengjasveit og
hörpu eftir Richard Strauss,
Heinz Rögner stjórnar. Sin-
fóniuhljómsveitin i Boston
leikur Konserttilbrigði eftir
Alberto Ginastera, Erich
Leinsdorf stjórnar
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn.
17.30 Útvarpssaga barnanna:
„Óli frá Skuld” eftir Stefán
Jónsson. Gisli Halldórsson
les (18).
17.50 Tónleikar, Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Þingsjá. Umsjón: Kári
Jónasson.
20.00 Frá tónleikum Sinfóniu-
hljómsveitar islands i Há-
skólabiói kvöldið áður.
Stjórnandi: PállP. Pálsson.
Einleikari: Hafliði Hall-
grimsson. a. .„Hoa-Haka--
Nana-Ia” eftir Hafliða Hall-
grimsson. b. Sellókonsert
nr. 1 i a-moll op. 3 eftir
Saint-Saens. — Jón Múli
Árnason kynnir tónleikana.
20.40 Leiklistarþátturinn i
umsjá Sigurðar Pálssonar.
21.10 „Ástarljóð”, tónverk
eftir Skúla Halldórsson við
ljóð Jónasar Hallgrimsson-
ar. Þuriður Pálsdóttir og
Kristinn Hallsson syngja
með hljómsveit Rikisút-
varpsins, Hans Antolitsch
stjórnar.
21.30 Útvarpssagan: „Nýjar
raddir, nýir staðir” eftir
Truman Capote.Atli Magn-
ússon les þýðingu sina (12).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Ljóða-
þáttur. Umsjónarmaður:
óskar Halldórsson.
22.40 Afangar. Tónlistarþátt-
ur sem Ásmundur Jónsson
og Guðni Rúnar Agnarsson
stjórna.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Föstudagur
3. desember
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Kastljós Þáttur um inn-
lend málefni.
Umsjónarmaður Eiður
Guðnason.
21.40 List hinna snauðu Stutt
mynd um sérstæða tegund
veggskreytinga (graffiti) i
Harlemhverfi i New York.
Gerð er grein fyrir þessari
nútima-alþýðulist, sem hef-
ur einkum dafnað eftir 1969,
m.a. vegna áhrifa frá Bitl-
unum. Tónlist Jon Christen-
sen og Arild Andersen.
Ljósmyndir Bob Daugherty.
Þýðandi Jón Skaptason.
(Nordvision — Norska sjón-
varpi )
22.00 Veiðiferðin (Le temps
d’une chasse) Kanadisk bió-
mynd frá árinu 1972. Aðal-
hlutverk Guy L’Ecuyver,
Marcel Sabourin og Pierre
Dufresne. Þrir menn og
ungursonureins þeirra fara
i veiðiferð. A daginn reyna
þeir að skjóta dýr, en veiðin
er rýr, og á kvöldin keppa
þeir um hylli kvennanna á
gistihúsinu. Þýðandi Ragna
Ragnars.
23.35 Dagskrárlok
Hinrik konungur VIII
og konur hans sex
Eftir Paul Rival
meðal hinnaldni kennari hans, Fisher, sem var nú einn á
lifi þeirraerverið höfðu vinir ömmu hans Margrétar.Svo
var hinn ágaeti Tómas More, hann var tæplega fertugur,
en var þegar orðinn stolt háskólans í Oxford, hjá honum
fór saman frjótt imyndunaraf I og uppápretta einfaldra
og heiðarlegra útskýringa, ásamt öruggri dómgreind.
Bæði Fisher og More, tignuðu konung sinn, og þeir héldu
honum á hinni þröngu braut rétttrúnaðar.
Á hinu leitinu voru svo stjórnmálamennirnir, þeir
Wolsey og Howardarnir,bæði faðirinn og sonurinn, Hinrik
hlustaði að visu á þá, en ekki af miklum áhuga. Stjórn:
málin, sú list að stjórna mönnum, slikt hafði litla þýð-
ingu fyrir Hinrik samanborið við þá list, sem fólst í leit-
inni að Guði. Stjdrnmálin eru full af leiðum staðreynd-
um, en guðf ræðin býður upp á opnar brautir og olnboga-
rúm. Á hádegi tók Hinrik enn til matar síns, eftir það tók
hann sér hvild á meðan heitast var. Að máltíð lokinni fór
hann út í hallargarðinn, þar iðkaði hann íþróttir til að
halda góðum vexti. Hann gékk sigursæll f rá sérhverjum
leik, leikfélagar hans misstu boltana, og duttu í öllum
glímukeppnum, ekki einn einasti þeirra hefði þorað að
skella konungi, slíkt hafði engum dottið í hug, nema hin-
um ófyrirleitna franska konungi.
Stundum sigldi Hinrik eftir ánni, á árbökkunum óx píl-
viðurinn, Hinrik átti stóran og skrautlegan árabát. Við
Greenwich hafði Hinrik gaman af að virða-
fyrir sér skipaferðir, sem voru þarna háðar flóði og
f jöru. Hann virti fyrir sér hin stóru seglskip. Þau voru
drekkhlaðin og f rá þeim lagði ilm f rá f ramandi löndum.
Þessi skip sigldu til hafnar í London. Þarna á ánni var
ekki mikill skriður á þeim. í kjölfar konungsbátsins
sigldi annar skrautbátur.Frá þeim mátti heyra leikið á
víólu, lútu og hljóðpípu, þessi hljóðfæraleikur fók töfra
kvöldsins.
Þegar setzt var að kvöldverði, voru hljóðfæraleikar-
arnir enn að verki, nú sátu þeir á upphækkuðum palli, i
miðjum salnum. Þá var líka sungið, það gerðu ungar
stúlkur eða þá börn, raddir barnanna voru skærar. Hinr-
ik var nautn að blanda saman hinni andlegu hljómlistar-
gleði og líkamlegri matgleði. Þannig leið dagurinn og
nóttin færði Hinrik bæði skömm og unað, þá kom tími
freistinga og synda.
Hinrik var nýbúinn að fá sér nýja ástmey, hún beið
hans á afviknum stöðum, I húsum sem voru úti i
skemmtigörðunum, langt frá Katrínu og hjónarúminu.
Hinrik hafði fundið hana í Frakklandi við hirð Francis.
Hún var snillingur við hina fáguðu ástaleiki, sem eru
kenndir við París, slíkt hneykslar að visu en er þó ómót-
stæðilegt, jafnvel hinum dyggðugustu mönnum. Konan
var samt ensk, og var af ætt, sem Hinrik hafði fyrr haft
áhuga á. Nafn hennar var María, hún var dóttir Elísa-
betar Howard, sem Hinrik elskaði þegar hann var
sautján ára, og nú var María sautján ára. Hinrik veitti
henni fyrst athygli vegna þess að hún var svo glaðlynd,
hún virtist ástfangin af sjálfri ástinni, svo kom líka til
greina ýmislegt f leira í fari Maríu, sem var ekki eins á-
þreifanlegt, eitthvað dulið, sem gaf tilf inningunum fyll-
ingu. Það var eins og María væri ímynd Elísabetar. Þó
var hún henni ólik, hún var yngri, hún var ekki eins
hrokafull, hún var auðsveipari. Þegar Hinrik var með
Maríu, fannst honum hann verða ungur öðru sinni. Hann
fann líka til breytingarinnar sem orðin var á honum, á
þeim þrettán árum, sem liðin voru f rá því að hann elsk-
aði Elisabetu Boleyn, þó það ástarævintýri væri nú
minningin ein, þá fann Hinrik breytinguna skírar í fé-
lagsskap Máríu, en nokkurrar annarrar konu. Hann naut
þeirrarþungu reynslu að verða að sjá á bak æsku sinni
samfara gleðinni. Hann var þó ekki nema þrítugur. Þeg-
ar Hinrik naut Maríu, fannst honum samband þeirra
hafa keim af sifjaspjöllum, allar þessar tilfinningar
komu og hurf u, með svo skjótum hætti, að Hinrik greindi
varla hvort slíkt var draumur eða veruleiki. María var
einlæg, að eðlisfari. Þá var líf ið búið að setja mark sitt á
hana. Hún var að vísu ung og ungleg, en samt óvanalega
þroskuð. Foreldrar hennar höfðu vanrækt hana, hún
hafði dvalið við fleiri en eina útlenda hirð, henni hafði
reynzt ókleift að verja sig fyrir karlmönnum, þegar hún
dvaldi að Fontainebleau og Amboise, hafnaði hún eng-
um, María var hjartahlý, það var líkami hennar einnig.
Sjálf ur Frakkakonungur hafði náð hylli hennar. i líkama
þessararblíðlyndu veru, blunduðu allar hinar tælandi
syndir Frakklands. Hinrik gerði sér til gamans að vekja
þessar tilf inningar Maríu, á milli þess að hann hlustaði á
söng næturgalans. Hinrik lifði tryggu og einangruðu
sveitalifi. Hann var ákaf lega hamingju samur, hamingj-
an er vanalega hliðholl þrítugum karlmanni. Hinrik
hafði litlar áhyggjur af ríkisstjórn. Wolsey hafði gert
bandalag við Boleyn og Howard, til þess að honum tækist
að gefa konungi sínum Maríu. Him'ik hreiðraði um sig
hjá hinni Ijúf u stúlku, og þar fékk hann að blunda í friði
fyrir hinum þrem herrum.
Buckingham.
Hinn framafúsi Wolsey hafði aaman af að ainna oa
aga aðalsmennina, þessi Cambridge prestur hafði kenn-
arahæfileika, hann vildi hafa hönd í bagga um einkalíf
annarra. Þannig lét hann hneppa í varðhald hans náð
hertogann af Northumberland, vegna þess að hann eyddi
of miklu fé. Wolsey fanns hann reisa of íburðarmikla
kastala og hafa of fjölmennt fylgdarlið. Þegar North-
umberland hafði tekið út dóm sinn, reyndi hann ekki að
hef na sín. Hann kom til hirðarinnar aftur. Hann var ekk-
ert nema auðmýktin, baðst afsökunar og sór að þjóna
sinum náðuga húsbónda Wolsey. Hann bauð honum
meira að segja son sinn Percy fyrir þjón. Konungar
höf ðu nötrað f rammi f yrir f orf eðrum þessa drengs, sem
nú bar hinn rauða slóða mannsins, sem var sonur naut-
gripasala.
Þegar Wolsey hafði verið svona sigursæll í viðskiptum
sinum við Northumberland, ákvað hann að beina skeyt-
um sínum enn hærra, að ráðast gegn sjálfri konungsætt-
inni. Buckingham sá er forðum neitaði að gefa konungi
systur sína var sá lang drambsamasti allra aðals-
mannanna. Hann bjó enn við ónáð konungs, hann sat á
einu óðala sinna og var enn mjög voldugur, hann hafði
gift dóttur sína Tómasi Howard, bróður Elísabetar
Boleyn. Wolsey ákærði hann fyrir Hinrik, hann sagði
hann samsærismann, sem bæði lífi og hásæti konungs
stafaði hætta af. Hann minnti á fyrri uppreisnir, þessar-
ar ættar og að faðir núverandi hertoga hafði látið líf ið á
aftökupallinum. Wolsey sagði þessa ætt hættulega, i
sannleika morðingja, mann fram af manni. Hinrik vildi
um fram allt halda lifi,hann var við ágæta heilsu og
María Boleyn var indæl, því varð konungur lostinn ótta.
Wolsey fór með leynd, hann lét handtaka marga þjóna
Buckinghams og pynda, þeir sögðu allt, sem Wolsey
vildi, þeir sögðu Buckingham umkringdan galdramönn-
um. Ennfremurað hann leitaði ráða hjá djöf linum. Sat-
an hafði lofað Buckingham að sonur hans yrði konungur
og að Hinrik ásamt allri ættinni mundi tortimast. Hinrik
vár felmt við þessar fréttir, slíkir gátu kastað töf raneti
yfir hann, þeir gátu sýkt líkama hans torkennilegum
sjúkdómum, þeir gátu látið hold hans visna og þurrkað
„Þrir smtikarlegir kjötbitar og
ellefu guirætur... er þaö þetta
sem þið kallið rétt samsetta
fæöu?”
DENNI
DÆMALAUSI