Tíminn - 11.12.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.12.1976, Blaðsíða 5
Laugardagur 11. desember 1976 5 ÞaB eru aöeins fáir menn á ^ veröi hér. A meöan Punja leita um allt aö w innrásarliöinu kemst Geiri óséð^Jí ur inn i kt? búöirnar! 'Siggi og Svalur— reyna að forða ísér undan = hvirfilvindinum sem skellur á _ skipinu.... S Björn Jakobsson. Tónleikar í Borgarnes- kirkju til heiðurs Birni Jakobssyni Sunnudaginn 12. desem- ber verða haldnir tónleikar i Borgarnesi til heiðurs Birni Jakobssyni/ orgel- leikara og tónskáldi, frá Varmalæk. Eru það nokkr- ir vinir Björns, ásamt tón- iistarfélagi Borgarf jarðar, sem að þessum hljómleik- um standa. Björn Jakobsson var um ára- tugi orgelleikari i kirkjum viðs vegar um Borgarfjörð, æfði kirkjukóra og stjórnaði söng. Einnig kenndi hann lengi i Reyk- holtsskóla. Tónlistin, sem heyrast mun á þessum hljómleikum i Borgar- nesi á sunnudaginn, er öll eftir Björn. Flytjendur verða: Tvö- faldur kvartett úr kirkjukór Akraness, söngkonurnar Margrét Eggertsdóttir og Guðrún Tómas- dóttir pianóleikararnir Friða Lárusdóttir og Ölafur Vignir Al- bertsson og Haukur Guðlaugsson orgelleikari. Tónleikar hefjast klukkan tvö. Opnaður hefur verið nýr sýningarsalur i Reykjavik: Gelleri Sólon Islandus, að Aðalstræti 8, og eru þaðll að- standendur salarins, sem riða á vaðið. Þeir sem þarna sýna 50 verk, eru: Aðalsteinn Ingólfs- son, Gunnar örn Gunnarsson, Kolbrún B jörgólfsdóttir, Kristján Kristjánsson, Leifur Breiðfjörð, Magnús Kjartans- son, Steinunn Bergsteinsdótt- ir, Sigurður örlygsson, Stein- grimur Eyfjörð Kristmunds- son, Þorbiöre Þóröardóttir og örn Þorsteinsson. Sólon íslandus Ný bók: Fugl og draumur gébé Rvik. — FUGL OG DRAUMUR eftir Knut ödegárd, nefnist bók, sem bókaútgáfan Letur hefur gefið út, i þýðingu Einars Braga. Þetta er bók fyrir stálpuð börn og unglinga og eins og segir á bókarkápu: Hvers vegna ekki fullorðið fólk? Bókin lýsir i senn með ljóðrænum og raunsæjum hætti alvarlegum hliðum mannlifs og samfélags, rekur minningarlitillarstúlku frá liðnu sumri, þegar pabbi hennar veiktist og dó. Knut ödegarder islenzkum lesendum áður kunnur sem ljóðskáld af bókinni „Hljóm- leikar i hvitu húsi”, sem kom út 1973. Ljóð hans hafa verið flutt i islenzka útvarpið, og i sjónvarpi hefurtvivegis verið sýnd heimild- armynd um skáldskap hans, sem norska sjónvarpið lét gera. — Bókin er i kiljuformi, 58 bls. að stærð og prentuð i Isafoldarprent- smiðju. ensk gólf teppi frá Gilt Edge og CMC Vió bjóóum fjölbreytt úrval gólfteppa frá Gilt Edge og CMC til afgreióslu strax; og einnig má panta eftir myndalista meó stuttum afgreióslufresti. GÓLFTEPPADEILLM SMIÐJUVEGI6 Festió ekki kaup á gólfteppum, án þess aó kynna yóur þessi gæöateppi - þaó borgar sig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.