Tíminn - 11.12.1976, Blaðsíða 19
Laugardagur 11. desember 1976
19
flokksstarfið
Hörpukonur, Hafnarfirði,
Garðabæ og Bessastaðahreppi
Jólafagnaður Hörpu verður haldinn I Iðnaðarhúsinu I Hafnar-
firði þriöjudaginn 14. desember kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá.
Freyjukonur I Kópavogi mæta á fundinum.
Happdrætti
Framsóknarflokksins
Vinningar í happdrættinu eru 15 að þessu sinni, kr. 1.500.000,- að
verðmæti. Dregiö 23. des. Drætti ekki frestað.
Skrifstofan að Rauðarárstig 18 er opin næstu kvöld til kl. 6.
Einnig er tekið á móti uppgjöri á afgreiðslu Timans, Aðalstræti
7. og þar eru einnig miðar til sölu.
Snæfellingar
Þriðja spilakvöld Framsóknarfélaganna á Snæfellsnesi verður
að Lýsuhóli i Staöarsveit laugardaginn 11. des. n.k. og hefst kl.
21:00. Ávarp flytur Steinþór Þorsteinsson kaupfélagsstjóri,
formaður kjördæmissambandsins. Heildarverðlaun fyrir 3
hæstu kvöldin. Siðasta spilakvöldið verður i Stykkishólmi laug-
ardaginn 15. jan. n.k.
Framsóknarf élögin.
Félag framsóknarkvenna
í Reykjavík
Jólafundurinn verður þann 15. des. n.k. i Atthagasal Hótel
Sögu, og hefst kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá. Hafið meðferðis 1
jólapakka. Fjölmennið.
Stjórnin.
Jólatrésskemmtun
Jólatrésskemmtun Fram-
sóknarfélaganna i Reykjavik
verður haldin að Hótel Sögu
fimmtudaginn 30. desember og
hefst kl. 13.00. Nánari upplýs-
ingar á skrifstofunni Rauðarár-
stig 18. Simi 24480.
Kanaríeyjar
Munum geta boðið upp á Kanarieyjaferðir i
vetur. Hafið samband við skrifstofuna Rauðar-
árstig 18. Reykjavik simi 24480.
| Auglýsið í Tímanum |
© Útvegsmenn
skrárliður aðalfundarins, og var
Kristján Ragnarsson einróma
endurkjörinn formaður samtak-
anna. Aðalályktun fundarins
fjallaði um útfærslu fiskveiði-
landhelginnar og efnahag og af-
komu, svo og aficomuhorfur út-
gerðarinnar. Fundurinn lýsti yfir
áhyggjum yfir þvi, að flestar
greinar útgerðarinnar væru rekn-
ar með miklum halla, þrátt fyrir
þaö bezta verðlag á flestöllum
sjávarafurðum, sen fengizt hefur.
lályktun fundarins segir m.a.:
„Svo illa er nú komið, að helzta
grein fiskiðnaðarins, hraðfrysti-
iðnaðurinn, er nú rekinn með á-
byrgð rikissjóðs á greiðslum úr
Verðjöfnunarsjóði, þar sem
hækkanir á afurðaverði hafa
komið að takmörkuðu gagni
vegna sifelldra kostnaöarhækk-
ana innanlands. Vegna minnk-
andi afla og aukins tilkostnaöar
verður nú að hækka allt fiskverð
til útgerðar verulega, svo að
hugsanlegt sé, að útgerðin veröi
rekin hallalaust.”
Þá lýsti fundurinn yfir ánægju
með þær tilraunaveiðar, sem
sjávarútvegsráðherra hefur beítt
sér fyrir i ár og álitur, að t.d.
loðnuveiðarað sumarlagi eigi eft-
ir að verða snar þáttur i útgerð
landsmanna. Þegar aðstæður
verða til launahækkana, lagði
© Fagno
við aðrar þjóðir um fisk-
vernd og gagnkvæm fisk-
veiðiréttindi. Ég tel rétt að
leita samninga um fiskvernd
hafandi i huga að jafnvel
sumar tegundir fiska eru al-
þjóðlegir, flökkufiskar sem
vernda þarf. I þessu sam-
bandi vil ég sérstaklega
nefna Austur-Grænland, en
nú er nokkurn veginn ljóst að
Efnahagsbandalagið verður
samningsaðili um fisjveiði-
lögsögu Grænlands. Ég
fagna þvi ef þar verður beitt
hörðum friðunaraðgerðum
og að Grænlendingar verði
þar látnir njóta forgangs um
allar veiðar, eins og vera
ber, en við höfum verulegra
hagsmuna að gæta á þessum
slóðum, einkum við Austur-
Grænland, vegna sam-
gangna fiskstofna milli fisk-
veiðilögsögu landanna og
hugsanlega stór aukinnar
sóknar á miðin og að mið-
linu. Ég vil i þessu sambandi
minna á verksmiðjuskip,
sem s.l. sumar mokuðu upp
smákarfa á þessum miðum
grálúðuveiðar, rækjumið og
loðnuveiðar, en einhver hluti
þeirrar loðnu, sem islending-
ar veiddu i sumar var tekinn
Grænlandsmegin við mið-
linu. Hve mikill hluti loðn-
unnar veiðist okkar megin
við miðlinuna getur byggai á
straumnum, veðrum og
ýmsum aðstæðum á hafinu.
Getum viö lokað augunum
fyrir þeasum staðreyndum, o|
þeirri aö þess eru dæmi að
fjórðungur af seiðamagni
þorsks hefur rekið til Austur-
•Grænlands, alizt þar upp og
komið til íslands til að
hrygna. Hvað myndum við
segja og hvað gætum viö gert
ef Efnahagsbandalagiö
beindiflotum sinum á þessar
slóðir siðar meir, á Jónsmið,
Fylkismiö eða hluta Dorhn-
bankans, sem er á miölinu.
Ég er ekki aö hugsa um þau
13 þúsund tonn af botnlægum
íiskiervið veiðum á þessum
slóðum i ár, ég er að hugsa
um friöun þessara svæða og
framtiðarhagsmuni okkar.
Hver yrði dómur framtiöar-
innar ef við létum nú sem
þessi hafsvæði væru okkur
óviðkomandi.
Varöandi samninga eða
hugsanlega samninga um
gagnkvæm fiskiveiðiréttindi
get ég ekkert sagt. Efna-
hagsbandalagsrikin hafa enn
ekki komkrt að endanlegri
niðurstööueöa sameiginlegri
stefnu i þeim efnum og áöur
en þau hafa spilaö út er ekk-
ert hægt að segja. Mun af-
staða min til hinna gagn-
kvæmu fiskveiðiréttinda
verða byggðá þvihvað ég tel
hagkvæmast fyrir islenska
þjóðarhagsmuni i nútið og
framtið.
fundurinn áherzlu á, að þær ættu
fyrst og fremst aö ganga til sjó-
manna og fólks i fiskiðnaði. Al-
mennar launahækkanir nú munu
aðeins hafa I för með sér eyöi-
leggingu þess efnahagsbata
sem átt hefur sér stað að undan-
förnu.
Eftirfarandi var samþykkt á
fundinum: Aðalfundur Llú hvet-
ur til þess að fyllsta tillit sé tekið
til niðurstaðna og mats fiskifræð-
inga á ástandi og veiðiþoli fisk-
stofna á hverjum tima. Fundur-
inn skoraöi siðan á sjávarútvegs-
ráðherra að ákveða i samræmi
við tillögur fiskifræöinga að há-
marksþorskafli á árinu 1977 verði
miðaður við 275 þús. tonn. Þá á-
lyktaði fundurinn með tilliti til
hinnar alvarlegu niðurstöðu fiski-
fræðinga um ástand fiskistofna
við landið sé útilokað að semja
um veiðiheimildir til handa er-
lendum þjóðum innan fiskveiði-
landhelgi Islands.
© Lokaólyktun
stuðzt við ekki aðeins auðlind-
ir sinar, heldur og sköpunar-
kraft þann, sem finnist á öll-
um sviðum i frjálsum og lýð-
ræðislegum þjóðfélögum
þeirra. Lýstu ráðherrarnir
þeirri fullvissu sinni, að með
gagnkvæmum stuðningi og
samstöðu innan bandalagsins
myndi rikisstjórnum aðildar-
rikja og þjóðum þeirra takast
að yfirvinna þau vandamál,
sem nú blasa við þeim.
Næsti fundur ráðherranna
verður haldinn i London 10. og
11. mai á næsta ári.
© Okkar hluti
Gert er ráð fyrir, að heildarút-
lán sjóðsins á yfirstandandi ári
verði nokkru minni en árið 1975,
og byggist þaö á minni innflutn-
ingi skipa. Hefur þó engan veginn
verið hægt að fullnægja öllum
lánabeiðnum, sem borizt hafa.
Þá sagði ráðherrann ennfrem-
ur:
— Aflatryggingasjóður hefur
sinnt sinu hlutverki sem fyrr, og
vil ég til fróðleiks upplýsa, að
greiðslur til 446 báta námu alls
um 402 millj. króna frá 1. október
1975 til jafnlengdar i ár, móti 399
millj. kr. til 481 báts á sama tima-
bili árið áður, og skiptust bæturn-
ar sem hér greinir:
Suðurland 53.1
Reykjanes 165.2
Reykjavik 38.1
Vesturland 75.2
Vestfirðir 5.0
Norðurland vestra 7.1
Norðurland eystra 24.8
Austurland 33.2
© Bandalag
staddur, en fól Jóni Sigurðssyni,
framkvæmdastjóra Menningar-
sjóðs, aö taka við gripnum fyrir
sina hönd. Jón Sigurðsson þakk-
aði fyrir hönd ólafs Jóhanns og
flutti Bandalagi isl. listamanna
kveðjur og árnaðaróskir frá
Ólafi.
Eins og ‘kunnugt er, þá gaf
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og
Þjóðvinafélagsins út báðar
bækurnar, sem öfluðu Ólafi Jó-
hanni bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs.
© Ágóðinn
ins, er lagt til, að sjóðsstjórn
verði skipuð þrem mönnum, ein-
um tilnefndum af rikisstjórn, ein-
um frá háskólanum og einum frá
seðlabankanum. Sjóðsstjórnin á-
kveði hversu miklu fé sé varið á
hverju ári til styrkveitinga og
ráðstafi fé sjóðsins til þeirra.
Akvarðanir sjóðsstjórnar taki þó
ekki gildi, nema að fenginni stað-
festingu menntamálaráðherra.
Jólabækur
Skemmtilegu smá-
barnabækurnar eru
safn úrvals bóka fyrir
litil börn:
Benni og Bára
Stubbur
Tralli
Láki
Stúfur
Bangsi litli
Svarta kisa
Kata
Skoppa
Aðrar bækur fyrir lítil
börn:
Kata litla og brúðu-
vagninn
Palli var einn í heimin-
um
Selurinn Snorri
Snati og Snotra
Bókaúfgáfan
BJÖRK
millj. kr. en árið áður 56.0
millj. kr. en árið áöur 149.3
millj. kr. en árið áður 32.8
millj. kr. en árið áður 54.1
millj. kr. en árið áður 11.4
millj. kr. en árið áður 7.1
millj. kr. en árið áður 44.0
millj. kr. en árið áður 44.1
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar sföður
KLEPPSSPÍTALINN
HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI
óskast á deild IV á spitalanum frá
1. janúar n.k. Umsóknum ber að
skila til hjúkrunarforstjóra spital-
ans fyrir 25, þ.m. og veitir hún
nánari upplýsingar.
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR ósk-
ast á deild I á spitalanum nú þegar
eða eftir samkomulagi. Nánari
upplýsingar veitir hjúkrunarfor-
stjóri spitalans.
HJÚ KRUNARFRÆÐINGUR ósk-
ast til starfa á næturvöktum nú
þegar eða eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar veitir hjúkr-
unarforstjórinn, simi 38160
Reykjavik 10.12. 1976
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5.SÍM111765