Tíminn - 11.12.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 11.12.1976, Blaðsíða 15
Laugardagur 11. desember 1976 15 ALLT í JÓLAAAATINN Jólahangikjötið komið. Nauta- og svinakjöt i úrvali. Jólaávextir, nýir og niðursoðnir. Allt i jólabaksturinn. Mjólk, brauð. Opið til 6 i kvöld KJÖRBÚÐIN Dalircáli SIÐUAAÚLA 8 SÍMI 33-800 Styrkir til háskólanáms á ítaiiu itölsk stjórnvöld hafa tilkynnt aö þau bjóöi fram i löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu fimm styrki til háskóla- náms á ítallu háskólaáriö 1977-78. — Ekki er vitað fyrir- fram hvort einhver þessara styrkja muni koma I hlut ís- lendinga. — Styrkir þessir eru eingöngu ætlaöir til fram- haldsnáms við háskóla og eru veittir til 12 mánaða náms- dvalar. Styrkfjárhæðin er 150.000 llrur á mánuöi auk þess sem ferðakostnaður er greiddur að nokkru. Umsækjendur skulu hafa góða þekkingu á frönsku eða ensku, eigi vera eldri en 35 ára og skulu hafa lokið há- skólaprófi áður en styrktimabil hefst. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamála- ráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavlk, fyrir 15. febráar 1977. Menntamálaráðuneytið, 8. desember 1976. Styrkir til háskólanáms i Frakklandi Frönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram I lönd- um sem aðild eiga að Evrópuráðinu 10 styrki til háskóla- náms I Frakklandi háskólaárið 1977-78. — Ekki er vitaö fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma I hlut íslendinga. — Styrkir þessir eru eingöngu ætlaöir til fram- haldsnáms við háskóla og eru veittir tii nlu mánaða náms- dvalar.Styrkfjárhæöin er 1.000 franskir frankar á mánuöi, auk ferðakostnaöar frá Frakklandi að námi loknu. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi áður en styrk- timabil hefst og hafa nægilega þekkingu á franskri tungu. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 15. janúar 1977. Menntamálaráðuneytið, 8. desember 1976. Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða rafvirkja i rafveiturekstur og húsveitueftirlit til Ólafsvikur og Hvammstanga. Nánari upplýsingar gefur starfsmanna- stjóri. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116 Reykjavik gébé Rvlk.—Þann U.desember verður siðasta sýningin á hinu vmsæla gamanleikriti Moliéres, Imyndunarveikinni, sem sýnt hefur veriö við góða aðsókn í Þjóðleikhúsinu frá því I fyrravor. Leikritið veröur ekki tekið aftur upp fyrir jól, og verða þvi sýningar alls 35. Bessi Bjarnason fer með hlutverk hins Imyndunarveika en Herdís Þorvaldsdóttir leikur vinnukonuna. Leikstjóri er Sveinn Einarsson. 1 sýningunni eru bæði dansar og tónlist.og er hún eftir Jón Þórarinsson. Meðfylgjandi mynd sýnir Bessa og Herdlsi í hlutverkum slnum. Þau stóðu í sviðs- Ijósinu SUNNUDAGINN 12. desember kl. 15.00 verður fluttur 8. þáttur- inn um látna islenzka leikara og fjallað um Indriða Waage. Klem- enz Jónsson tekur saman efnið og kynnir. Indriði Waage fæddist árið 1902. Hann stundaði leiklistarnám I Þýzkalandi og var síðan um ára- tugaskeið afkastamikill leikari og leikstjóri, bæði hjá Leikfélaginu og Þjóöleikhúsinu. Þá leikstýrði hann mörgum útvarpsleikritum og lék talsvert I útvarpi. Túlkun hans á Willie Loman i „Sölumað- ur deyr” eftir Miller verður á- reiðanlega lengi i minnum höfð. Indriði starfaði einnig mikið I „Fjalakettinum”, sem veitti Reykvikingum óblandna ánægju fyrr á árum. Hann lézt árið 1963. Hafnfirðingar sniðganga fræðslustjóra Reykjaness Timanum hefur borizt eftirfar- andi yfirlýsing frá fræðslu- stjóranum i Reykjanesumdæmi: 1 tilefni af bókun bæjarráðs Hafnarfjaröar frá 2. desember 1976, sem birt hefur verið i dag- blöðum, skal eftirfarandi tekið fram: 1. Samkvæmt reglugerö nr. 213/1975 um rekstrarkostnað grunnskóla, reglugerð nr. 182/1976 um störf fræðslustjóra og ákvörðun menntamálaráðu- neytisins, sbr. ennfremur dreifibréf menntamálaráðu- neytisins. nr. 17/1976, gerir fræðslustjóri tillögur um greiðslur úr rikissjóöi til sveit- arsjóða vegna launa fyrir stundakennslu, yfirvinnu kenn- ara o.fl., sem sveitarsjóðir greiöa en rikissjóöur endur- greiðir. 2. Greiðslutillögur þessar eru byggöar á rekstraráætlun viðkomandi skólahverfis, sem fræðslustjóri hefur endurskoð- að og úrskurðað, svo og yfirliti um fasta kennslu samkvæmt stundaskrá viðkomandi skóla- árs og reikningum fyrir greidd kennslulaun i hverjum mánuði. 3. Hinn 8. nóvember 1976 sendi fræðslustjóri Reykjanes- umdæmis bréf til skrifstofu skólanefndar Hafnarf jaröar (sem kallar sig Fræðsluráð Hafnarfjarðar), þar sem vakin er athygli á þvi, að enn hafi ekki borizt yfirlit um kennsiu samkvæmt stundaskrá 1976/77, en það sé nauðsynlegt við uppgjör á kennslumagni og endurgreiðslum vegna kennslulauna. (Sérstakt eyðublað (sérprentun 22) er fyrir þetta yfirlit.) 4. Hinn 22. nóvember 1976 bárust fræðslust jóra Reykjanes- umdæmis frá menntamála- ráðuneytinu endurgreiðslu- kröfur frá Hafnarfjarðarbæ vegna greiddra kennslulauna i september (að hluta) og i októ- ber 1976. 5. Hinn 25. nóvember 1976 sendi fræöslustjóri Reykjanes- umdæmis bréf til skrifstofu skólanefndar Hafnarfjarðar, þar sem tilkynnt var að borizt hefðu ofangreindar endur- greiðslukröfur. Var jafnframt vakin athygli á þvi, að slikar endurgreiðslukröfur ættu aö berast til skrifstofu fræðslu- stjóra sbr. 9. tölulið dreifibréfs menntamálaráðuneytisins Jir. 17/1976. Þá var I bréfinu itrek- uð ábending um að enn hefði ekki borizt yfirlit um fasta kennslu samkvæmt stundaskrá 1976/77 (sbr. bréfið frá 8. nóv. 1976.) I bréfinu var einnig tekið fram, að gengið yrði frá tillög- um um greiðslur úr rikissjóði til bæjarsjóðs Hafnarfjaröar vegna kennslulauna strax og ofangreint yfirlit hefði borizt. Þá var og tekið fram, að endur- greiðslurnar yröu miðaöar við áætlun, en stefnt yrði aö þvi, að uppgjör færi fram við áramót, ef nauðsynleg gögn hefðu þá borizt. Ljósrit af bréfi þessu var sent bæjarstjóranum i Hafnarfirði. 6. Að kvöldi föstudagsins 26. nóvember s.l. bárust fullnægj- andi gögn frá skrifstofu skóla- nefndar Hafnarfjarðar og var unnið úr þeim mánudaginn 29. nóvember og gengið frá greiöslutillögum og þær afhent- ar til afgrreiðslu að morgni 30. nóvember 1976. Ofangreind af- greiðsla var tilkynnt skrifstofu skólanefndar Hafnarf jarðar með bréfi dags. 30. nóvember 1976 og var ljósrit af þvi bréfi sent bæjarstjóra Hafnarfjarð- ar. 7. öllum þeim aðilum, sem að þessum málum vinna hjá Hafn- arfjarðarbæ, á að vera ljóst, að ofangreind gögn vegna kennslulauna eigi að berast til fræðslustjóra Reykjanesumdæmis. Sá starfs- maður Hafnarfjarðarbæjar, sem hefur umsjón með af- greiðslu þessara mála hefur tjáð mér, að honum sé ljóst, að slik gögn eigi að berast skrif- stofu minni, en að hann hafi bein fyrirmæli frá yfirboðurum sinum um að senda slik gögn til menntamálaráðuneytisins, en ekki til fræðslustjóra Reykjanesumdæmis. 8. Fræðsluskrifstofur voru stofn- settar m.a. til þess að einfalda og auðvelda afgreiðslu mála. A þeim grundvelli leitast fræðslu- stjórar við að starfa, enda er þeim það skylt samkvæmt reglugerð, þar sem þeim er falið úrskurðarvald i ýmsum málum til þess m.a. að einfalda og auðvelda afgreiðslur. Mörg sveitarfélög i Reykjanes- umdæmi hafa lýst yfir ánægju sinni með stofnun fræðsluskrif- stofu umdæmisins og hafa skorað á fjárveitingavaldið að tryggja rekstur skrifstofunnar, svo sem bæjarstjórnir Kópa- vogs, Seltjarnarness, Garða- bæjar og Keflavikur — enn- fremur hreppsnefnd Mosfells- hrepps, Samstarfsnefnd sveit- arfélaga á Suðurnesjum og aðalfundur Samtaka sveitarfé- laga i Reykjanesumdæmi. 9. Fræðsiuskrifstofu Reykjanes- umdæmis er ákveðinn staður i Garðabæ. Til bráðabirgða er skrifstofan tii húsa á heimili fræðslustjóra að Klettahrauni 2 i' Hafnarfirði, sem er i um það bil 400 metra fjarlægð frá bæj- arskrifstofum Hafnarf jarðar. Hafnarfirði, 7. desember 1976. (Verzlun & Þjónusta ) LOFTPRESSUR OG SPRENGINGAR Tökum að okkur alla loftpressuvinnu borun og sprengingar. Fleygun brot og röralagnir. Þórður Sigurðsson — Sími 5-83 ILwwsæ/æsæ/æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J L/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/J L/æ/æ.yæ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.