Tíminn - 11.12.1976, Blaðsíða 8
8
Laugardagur 11. desember 1976
Umræður utan dagskrár:
UMMÆLI GUNDELACHS
ÚR LAUSU LOFTI GRIPIN
— engir samningar í nánd, segir Þórarinn Þórarinsson form. þingflokks
Framsóknarflokksins
Landhelgismál komu til um-
ræðu utan dagskrár i neðri deild
Alþingis i gær, þegar Lúðvik
Jósepsson kvaddi sér hljóðs og
sagði, að óhjákvæmilegt væri að
kalla eftir skýringum á fréttum,
sem borizt höfðu af ummælum
Gundelachs samningamanns
EBE þess efnis, aö helmingur
þeirra 24urra brezkra togara,
sem veiðiheimildir höfðu á Is-
lands miðum fram til 1. des.,
fengju aftur veiðiheimildir innan
landhelginnar eftir 1. janúar. Þá
hafði einnig komið fram I frétt-
um, að EBE gæti ekki boðið
meira en 30 þús.lesta afla handa
íslendingunum af miöum Efna-
hagsbandalagsrikjanna i skiptum
fyrir fiskveiðiréttindi til handa
Bretum.
Lúðvik krafðist þess aö fá skýr
svör, hvort hér færi Gundelach
með rétt mál og hvort yfirlýsing-
ar islenzkra ráðherra hefðu verið
rangar.
Þd taldi þingmaðurinn það meö
fádæmum, ef þessi sendimaður
Efnahagsbandalagsins færi með
slikt mál, ef um staðlausa stafi
væri að ræða.
Gylfi Þ. Gislasontók næstur til
máls og sagði, aö nú væri auðvelt
fyrir fslendinga að mótmæla
þessum málflutningi, þvi að utan-
rikisráðherrann, Einar Agústs-
son, væri staddur i Briissel og
gæti þar mótmælt þessu við
Gundelach, ef rangt væri eftir
haft.
Þá kvaðst þingmaöurinn, vilja
vekja athygli á, að nú væri kom-
inn 10. des. og ekki sé fjárlaga-
frumvarpið enn komið til annarr-
ar umræðu. Þá hefði mjög viða-
mikið frumvarp um tollskrá verið
lagt fram i gær og ekkert hefði
enn komið fram um það á hvern
hátt rikisstjórnin hyggðist standa
við yfirlýsingar sinar um að
frumvarp til skattalaga yrði lagt
fram fyrir jól.
Geir Hallgrimsson forsætisráö-
herrasagði, að sér væri algerlega
um megn að skilja ummæli
Gundelachs og þau væru alger-
lega á hans eigin ábyrgð. Sagðist
hann ekki geta gefið neina skýr-
ingu á þeim hér. Þá sagöi forsæt-
isráðherra, að islenzkir ráðherr-
ar hefðu oft lýst þvi yfir, að ekk-
ert likt þvi, sem fram kom hjá
frumvarpiðfram fyrir jól, en ekki
væri ætlunin að afgreiða það fyrr
en siðar.
Karvel Pálmason <Sfv) taldi,
aðfréttir bærust allt of oft erlend-
isfrá um ráðageröir i landhelgis-
máiinu, og væri nú kominn timi
til.að ráðherrar gæfu skorinoröar
yfirlýsingar um, að ekki væri um
neitt að semja.
Þórarinn að þar hafi komið fram,
að engar likur séu á samkomulagi
fyrir áramót og ekki i náinni
framtið.
Þessar viðræður hafa aðallega
snúizt um fiskverndarsjónarmið-
in, en hvorugur aðilinn hefur full-
mótað sina stefnu i þeim. EBE
hefur enga stefnu, og við eigum
mikið eftir að vinna að okkar
Lúðvik Gylfi Geir Stefán Þórarinn Guðmundur
Gundelach, hefði komið til orða i
könnunarviðræðunum.
Þá upplýsti forsætisráöherra,
að framhald viðræðna við Efna-
hagsbandalagið yröi i Brússel 16,-
17. des., og yrðu þær undir forsæti
Tómasar A. Tómassonar sendi-
herra.
Þá vék ráðherra að þeim um-
mælum Gylfa, að seint gengi að
koma fram ýmsum málum, og
sagði að þvi miður hefði reynslan
sýnt, að þrátt fyrir góðan ásetn-
ing, tækju ýmis mál mjög langan
tima, og oft viidi það æxlast svo,
að miklar annir yrðu siðustu dag-
ana fyrir jól. Fjárlög væru sizt
seinna á ferðinni nú, en oft áður,
en um tollafrumvarpið sagði for-
sætisráðherra, að æskilegt væri
að tryggja afgreiöslu þess fyrir
jól, en ef það tækist ekki, yrði að
ná samkomulagi við þingflokk-
ana um einhverja lausn þess
máls.
Þá sagði ráðherrann, að stefnt
væri aö þvi að leggja skattalaga-
Stefán Valgeirsson (F)lýstiyf-
ir undrun sinni á ummælum
Gundelachs, sem stönguðust
algerlega á við yfirlýsingar is-
lenzkra ráðherra. Kvaðst
þingmaðurinn telja ófært, að
menn yrðu sendir til fyrirhugaðra
viðrasðna i Briissel án þess að
Gundelach tæki ummæli sin aft-
ur. Ef hann gerði það ekki, væri
ekki hægt að senda menn til
Briissel til viðræðna.
Þórarinn Þórarinsson (F)
sagði, að hann hefði tekið þátt i
viðrasöunum við Gundelach sem
fulltrúi Framsóknarflokksins, og
þvi hefði hann orðið mjög undr-
andi á ummælum Gundelachs
um, aö samningar væru á næstu
grösum, og að Bretar kæmu með
togarahérá miðineftir áramótin.
Um það hefði aldrei verið rætt og
ekkertkomið fram i viðræðunum,
sem gæfi Gundelach ástæðu til að
gefa slika yfirlýsingu.
Þvert á móti er mitt mat á
þessum viðræðum, sagði
stefnu,þótt ljóst sé, að við þurfum
áfiskvernd á vissum svæðum við
Grænland og viðar að halda.
Þá vék Þórarinn að þeim samn-
ingi, sem nú þegar væri i gildi viö
lönd innan EBE. Minnti hann á,
að næsta ár hefðu þau heimild til
að veiða allt að 66 þúsund lestum
hér við land, en samkvæmt þeim
fréttum, sem borizt hefðu vildi
Gundelach aðeins láta okkur hafa
30 þúsund lestir innan landhelgi
Efnahagsbandalagsrikjanna.
Það er þvi ljóst, að eins og
alþingi
stendur, eru engar horfur á sam-
komulagi, sagði Þórarinn, og um-
mæli eins og Gundelach hefur nú
viðhaft, auka ekki möguleikana
á, að nokkru sinni verði samið.
Guömundur H. Garðarsson (S)
sagði, að hann hefði tekið þátt i
viðræðunum af hálfu Sjálfstæðis-
flokksins, og gæti hann tekið und-
ir með Þórarni, að ummælin
hefðu komið sér algjörlega á ó-
vart. Hinn erlendi sendimaður
hefur greinilega látið óskhyggj-
una ráða ummælum sinum, en
slikt á sér enga stoð i raunveru-
leikanum, sagði Guðmundur.
Þá minnti þingmaðurinn á þann
glæsilega sigur, sem náðst hefði i
landhelgismálinu með þvi að
koma Bretum út úr landhelginni,
og yrði sá dagur lengi i minnum
hafður.
Að lokum sagði þingmaðurinn,
að vel gæti komið til greina að
fara að tillögu Stefáns Valgeirs-
sonar að senda enga menn til
Brilssel nema Gundelach tæki
ummæli sin til baka.
Þóarinn Þórarinsson (F) tók
afturtilmáls og sagðim.a.,að vel
mætti vera, að Gundelach væri
með þessum ummælum sinum að
gefa Bretum eitthvað undir fót-
inn, enda stæöu nú fyrir dyrum
miklar samningaviðræður innan
Efnahagsbandalagsins um fisk-
veiðimál. Þar munu Bretar
standa fast á að fá allt að 50 milna
einkalögsögu, sem önnur riki
bandalagsins vilja ekki fallast á.
Þvi gæti verið, að Gundelach
hafi viljað með þessum ummæl-
um sinum reyna að friða
Breta og fá þá til þess að siá eitt-
hvað af kröfum sinum. Varaði
Þórarinn Breta við að slá nokkuð
af sinum kröfum innan Efnahags-
bandalagsins, þvi mikill mis-
skilningur væri hjá þeim að
halda, að þeir gætu fengið það
bætt á Islands miðum, sem þeir
slökuðu á heima fyrir.
Jólakvöldvaka í Hlégarði
A laugardagskvöld gangast
karlakórinn Stefnir og Leik-
félagið i Mosfellshreppi fyrir
fjölbreyttri jólakvöldvöku i
félagsheimilinu Hlégarði.
Hér er um aö ræöa fyrstu
tilraun þessara félaga á þessu
sviöi, og ef vel tekst til, þá
verður væntanlega um árvissa
samkomu að ræða, segir i frétt
frá félögunum.
Dagskrá kvöldvökunnar
veröur i stórum dráttum
þannig:
Söngfélagið Stefnir syngur,
Upplestur, félagar- úr Leik-
félaginu lesa upp úr ýmsum
skáldverkum. Sóknar-
presturinn, séra Birgir As-
geirsson, flytur hugvekju.
Blásarakvintett Sinfóniu-
hljómsveitarinnar leikur og
Úlfur Ragnarsson, flytur
erindi.
Stjórnendur kvöldvökunnar
eru þau hjónin Sigriöur Þor-
valdsdóttir leikkona og Lárus
Sveinsson, trompetleikari.
Dregið hió H.l
í gær var dregið i 12. flokki
Happdrættis Háskóla Islands.
Dregnir voru 34.290 vinningar að
fjárhæð kr. 489.690.000.-.
Hæsti vinningurinn kr. tvær
miljónir kom á nr. 45228.
Miðarnir voru seldir i umboði
Arndisar Þorvaldsdóttur, Vestur-
götu 10 og i umboðinu á Selfossi.
Fimm hunöruð þúsund króna
vinningurkom á nr. 7751. Tromp-
miðinn og þrlr aðrir voru seldir I
umboð Arndisar Þorvaldsdóttur,
Vesturgötu 10. Einn miöinn var
seldur i Vestmannaeyjum.
Tvö hundruö þúsund króna
vinningur kom á miða nr. 51448.
Allir miðarnir voru seldir i um-
boði Frimanns Frimannssonar,
Hafnarhúsinu, segir i fréttatii-
kynningu Happdrættis háskólans.
Aftur oröiö rólegt viö Kötlu:
Neyðarvakt í Vík —
bakvakt í Reykjavík
Gsal—Reykjavik — Almanna-
varnireru i viöbragösstööu vegna
hugsanlegs Kötlugoss, en i fyrri-
nótt varð vart nokkurra mjög
snarpra jarðskjáifta á þessu
svæði, og var þá t.d. reynt
viövörunarfjarskiptakerfið, sem
komið hefur verið upp I Vik. Nú er
afturorðið rólegt á Kötlus væöinu.
— Við munum fylgjast mjög
náið með framvindu mála, sagði
Guðjón Petersen fulltrúi
Almannavarna rikisins i samtali
við Timann i gærkvöldi. Hann
sagði, aö á næstunni yrði ávallt
einn almannavarnarmaöur á
neyöarvakt i Vik, og annað hvort
Ragnar Stefánsson jarðskjálfta-
fræðingur eða Páll Einarsson
jaröeölisfræðingur yrðu á
bakvakt allan sólarhringinn, ef á
þyrftiaðhalda. Auk þess er fylgzt
með jarðskjálftamælunum á
Skammadalshóli og lóranstöðinni
i Vik allan sólarhringinn.
Gripið var til þess ráðs i fyrra-
kvöld, að loka veginum yfir
Mýrdalssand og veginum yfir
Skóga- og Sólheimasand, og voru
vaktmenn á báðum stöðum um
nóttina. Klukkan hálf átta i gær-
morgun var lokuninni aflétt, en
þá hafði dregið úr jarðskjálftum
og ekki talin ástæða til að halda
lokuninni áfram. Beggja vegna
var talsvert af bilum, sem biöu
þess, að opnað yrði.
Viðvörunarfjarskipakerfiö var
reynt I fyrrinótt og tókst sú
tilraun vel, aö sögn Guöjóns
Petersen.
Erlendum ferðamönnum
fækkar en íslenzkum fjölgar
F.J Rvik.— í nóvember sl. komu
2266útlendingar til landsins, og er
fjöidi erlendra ferðamanna á ár-
inu þá orðinn 68.167, en var 69.325
á sama tima i fyrra.
Hins vegar hefur isienzkum
ferðaiöngum fjölgað frá i fyrra. í
nóvember sl. komu 3319 tsland-
ingar heim erlendis frá og var
fjöldi islenzkra ferðamanna þá
orðinn 55.672, en var á sama tima
i fyrra 48.115