Tíminn - 11.12.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.12.1976, Blaðsíða 16
16 Laugardagur 11. desember 1976 i Jlit'il" „Blómið blóðrauða" eftir finnska höfundinn Johannes Linnan- koski kom á bókamarkaðinn fyrir skömmu, þýðendur Guðmundur Guð- mundsson (skólaskáld) og Axel Thor- steinson, 2. útg. 272 bls. Verð 1900 kr. fcessi vlöfræga skáldsaga, sem lesin var i iltvarp s.l. sum- ar, og áratugum saman átt vinsældum aö fagna hvar- vetna, sem haldisthafa þrátt fyrir breytta tlma. A kápu er birtur ritdómur dr. Valtýs Guömundssonar, er hún kom Ut hér á landi 1924, og bókavinum bent á, aö kynna sér hann. Einnig vlsast til gagnmerks ritdóms Guöm. G. Hagallns (I MorgUnblaöinu 29. okt. s.l.). Hannsegir m.a.: „Lýsingin á henni (Kyllikki) er ein af hinum eftirminnilegu kven- lýsingum, sem ég hef kynnzt I bókmenntum. Henni veröur ekki lýst meö þvl, aö kalla hana valmenni. Hún er gædd fágætum drengskap, vitsmunalegu raunsæi og óhvikulum skörungsskapogber I brjósti sívökula sjálfsviröingu sam- fara fórnfúsri ást. — Sagan „fer þvl vel, en hinn hugsan- legi endir er vissulega ekki álímt vörumerki”. Sagan fæst i bókaverzlunum um land allt. Bókaútgáfan bendir einnig á eftirtaldar bækur hentugar til jólagjafa: Eigi má sköpum renna, eftir Harvey Fergus- son, bandarisk verölaunasaga, lesin I útvarp 1973, smá- sagnasafn Rökkurs eftir úrvals höfunda (fjögur bindi I snotru, handhægu broti), aö ógleymdum kjarakaupabók- unum (fimm bækur (allar) á 1000 kr.,en þaö er uppruna- legt verö, en þær komu út fyrir veröbólguna) og Greifan- um af Monte Christolekki til íbandi) á enn óbreyttu veröi, 600 kr„ þrátt fyrir endurprentun 5. heftis, sem gekk upp fyrir nokkru. Upplag takmarkaö þar sem endurprenta veröur 6. og 7. hefti á næsta ári.. Bókaútgáfan Rökkur, Flókagötu 15, Reykjavlk. Pósthólf 956 (Pantendur bóka úti á landi klippi þessa augl. úr blaðinu, undirstriki hvaða bækur þeir vilja fá Sendar, ásamt nafni slnu og heimilisfang. Bækurnar sendar buröargjaldsfrltt, en pantendur greiöi póstkröfugjald 145 kr.) Bókaútgáfan Rökkur. Flókagötu 15, pósthólf 956, Rvk Afgreiðslutimi 9-11 og 2,30-6,30 til jóla. Aðventusöngur Ars longa, vita brevis SUNNUDAGINN 5. desember efndi Félag islenzkra einsöngv- ara til „aðventusöngs” ‘I Há- teigskirkju. Þarna sungu 16 söngkonur og 5 söngvarar 26 verk eftir 17 höfunda við undir- leik 5 hljóðfæraleikara, og tdk rúmar 120 minútur án hlés. Þessi fjöldi leyfir og gerir raun- ar kröfu til) tölfræðilega úr- vinnslu: Sjö söngkvennanna bera ættarnafn, og söng hver þeirra 2.00 lög að meðaltali, en hinar 9, sem heita upp á is- lenzku, sungu 2,78 lög hver. Söngvararnir 5 sungu hver 2,4 sinnum — aðeins tveir þeirra sungu einsöng, Halldór Vil- helmsson og John Speight. Af hinum 17 höfundum voru 7 is- lenzkir (þar af einn gleymdur og nafnlaus, höfundur sálma- lagsins Drottins móðir milda og góða, sem Guðrún Tómasdóttir söng án undirleiks), en verk þeirra 11 að tölu (af 26 alls, eins og áður sagði). Þeir voru Páll tsólfsson, Sigurður Þórðarson, Fjölnir Stefánsson, Gunnar Reynir Sveinsson, Jón Nordal og Þorkell Sigurbjörnsson. Litið var borið i undirleikinn — oftast var það orgel eitt sam- an, en stundum með knéfiðlu eða flautu, i einu verki (Jóla- dansi fjárhirðanna eftir Ung- verjann Kodaly) var einungis flauta, en enginn undirleikur i 5 lögum. An þess að undirritaður mælist til þess að söngvarar (eða menn yfirleitt) taki Ama Johnsen sér til fyrirmyndar að öðru leyti, gætu þeir lært af hon- um gildi almennilegs undir- leiks. tónlist Ekki ætla ég mér þá dul að leggja dóm á alla sönfvara, tónskáld og hljóðfæraleik ara, sem þarna gat aö heyra (þvi engan gat að sjá — all- ir atburðir urðu á norðursvöl- um Háteigskirkju, þar sem orgelið er, en ýtar (þ.e. áheyr- endur) sneru til suðurs og horíðu inn i rómanskan kór hinnar gotnesku mosku) — það gæti enginn gert nema Niels Hafstein i Þjóðviljanum, „hann bar einn af eitt hundrað og ell- efu” myndlistarmönnum — af- greiddi þá hvern um sig með fá- einum velvöldum orðum af vinstrimannagrini. En mig langar til að nefna Máriuvers Daviðs Stefánssonar og Páls tsólfssonar úr Gullna hliðinu, sem var fyrst á efnisskránni og fagurlega sungið af þremur kvinnum — það þykir mér feg- urst allra sálma. Og frábært var Yfir hverri eykt á jörðu eftir Stefán frá Hvitadal og Gunnar Reyni Sveinsson, sem Halldór Vilhelmsáon frumflutti þarna með sinni þýðu bassatödd við undirleik Gústafs Jóhannesson- ar organista, og þeir sem eiga allt, texti og lag eftir Gunnar Reyni,sem Asta Thorstensen og Gústaf fluttu. En Gústaf Jóhannesson, organisti Laugar- neskirkju, mun vera upphafs- maður að þeim tónlistarflutn- ingi i kirkjum, sem hin siðari ár gleður Reykvikinga en sýrir lif gagnrýnenda. Mikið er látið af lagi Þorkels Sigurbjörnssonar við Heyr, himnasmiður eftir Kolbein Tumason — þarna er ég ekki sammála: lag Þorkels er alls ekki samboðið sálmi Kolbeins, til þess vantar það karlmennsku og hreinleika, og hann ætti að reyna aftur. Þær 16 söngkonur, sem þarna létu til sin heyra 2,44 sinnum að meðaltali hver, voru auðvitað langflestar sópranar eins og að líkum lætur, því þeirra er mest sönggleðin (og raunar voru eitt eða tvö tónskáld, sem skulu vera ónefnd, sem hljóta að hafa snarsnúizt i gröf sinni á sunnu- daginn), en þó vorú kærkomnar undantekningar til að hvila eyr- að. Þar nefni ég fyrst og fremst Sólveigu Björling, sem söng með digurri og myndarlegri alt- rödd ariu úr Jólaóratoriu Bachs, en fegurst af sópran- söngkonunum fannst mér Ing- veldur Hjaltested syngja, aríu eftir Hándel. Þetta framtak einsöngvarafé- lagsins var ánægju- og þakkar- vert og vafalaust verður það endurtekið. Þá ætti að læra af reynslunni: aðhafa efnisskrána styttri, vanda meira til undir- leiksins, og leyfa sér ekki að syngja útlend lög við aðra texta en hinn upprunalega eða hinn islenzka. 8.12. Sigurður Steinþdrsson. Staða lögreglumanns i lögregluliði Keflavikur, Njarðvikur og Gullbringusýslu frá 1. janúar 1977, er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. desember 1976. Umsóknareyðublöðeru afhent á skrifstofu minni svo og hjá yfirlögregluþjóni, sem veitir allar nánari upplýsingar um starfið. Keflavik 9. desember 1976 Lögreglustjórinn i Keflavik, Njarðvik, Grindavik og Gullbringusýslu. Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða ritara til starfa við linudeild. Verslunarskóla eða hliðstæð menntun æskileg. Umsóknir með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist starfsmanna- stjóra. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116 Reykjavik Umboðsmenn Tímans! Vinsamlega sendið uppgjör til nóvemberloka sem allra fyrst, og helzt fyrir 20. desember lar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.