Tíminn - 11.12.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.12.1976, Blaðsíða 13
Laugardagur 11. desember 1976 13 les úr „Minningum” Björgvins Guðmundssonar og kynnir lög eftir hann. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30A prjónunum Bessi Jóhannsdóttir stjórnar þættinum. 15.00 1 tónsmiðjunni Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn (8). 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir íslenzkt mál Gunnlaugur Ingólfsson cand. mag. talar. 16.35 Létt tónlist frá nýsjálenska útvarpinu Neketini-lúðrasveitin leikur 17.00 Staldrað við á Snæ- fellsnesi Fjórði þáttur Jónasar Jónassonar frá Ölafsvik. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Seldi Ilerópið á götum Parisar. Guðjón Friðriks son ræðir við Þráin Hall- grimsson menntaskóla- kennara á ísafirði. 20.00 óperutónlist: Þrettir úr „Maritzu-greifafrú” eftir Emmerich Kálmán Flytjendur: Sari Barabas, E rwin-W alter Zipser, Rupert Glawitsch, Rudolf Schock, Guggi Löwinger, Fritz Helfer, Ingeborg Andersen, kammerkór Berlinarútvarpsins og Sinfóniuhljósveit Berlinar. Stjórnandi: Frank Fox. 20.30 Rikið i miðjunni Siðari þáttur um Kína. Sigurður Pálsson tók saman og flytur ásamt öðrum Kinaförum. 21.15 Þjóðlög frá ýmsum löndum Hljómsveit Mantovanis leikur. 21.40 „Föðurlaus”, smásaga eftir Þorbjörgu Árnadóttur Jón Hjartarson leikari les. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Laugardagur 11. desember 17.00 tþróttir Umsjónarmað- ur Bjarni Felixson 18.35 Emil i Katthoiti (Emil i Rönneberg) Nýr, sænskur myndaflokkur i 13 þáttum, byggður á sögum eftir Astrid Lindgren um hinn hugmyndarika og fram- takssama æringja, Emil i Kattholti, sem er vænsti drengur en oft dálitið óheppinn. 1. þáttur. 1 smiða- kofanum Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Sögumaður Ragnheiður Steindórsdóttir 19.00 iþróttir Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Maður til taks Breskur gamanmyndaflokkur Þýð- andi Stefán Jökulsson 21.00 (Jr einu I annað Um- sjónarmenn Arni Gunnars- son og Ólöf Eldjárn. Hljóm- sveitarstjóri Magnús Ingi- marsson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 22.05 Carmen Jones Banda- rísk söngvamynd frá árinu 1954 byggð á óperunni Carmen eftir Georges Bizet. Leikstjóri Otto Preminger. í myndinni leika eingöRgu blökkumenn og aðalhlut- verkin leika Harry Bela- fonte og Dorothy Dandridge. Joe er her- maður. Hann er trúlofaður ungri stúlku, en Carmen Jones kemst upp á milli elskendanna. Joe lendir i Utistöðum við yfirmann sinn, og þau Carmen hlaupast á brott, svo að hann lendi ekki i fangelsi. Þýðandi Jón O. Edwald. 23.45 Dagskrárlok Hinrik konungur VIII og konur hans sex Eftir Paul Rival Englendingar kyntu brennur við öll vegamót, sem lágu til Lundúna og vínið rann í stríðum straumum. íbúar Englands átu og teyguðu vínið, þeir gáf u gleði sinni laus- an tauminn og héldu sigurhátíð um allar götur Lundúna í marsþokunni, þeir héldu áfram fagnaði þessum, þar til síðustu glæður eldanna voru slokknaðar. Wolsey færði Drottni opinberlega þakkir. Frakkland var nú búið að missa bæði foringja sinn og hersveitir og virtist því varnarlaust, Hinrik taldi hinn rétta tíma til að ráðast inn í Frakkland, hann gerði sér vonir um að geta hertekið hálft konungsrfkið og sett setulið á Normandy og í Guyenne, sem voru hin fornu skattlönd Plantagenet ættarinnar, Hinrik ól meira að segja með sér þær vonir að láta krýna sig til konungs í Notre-Dame. En þessi glæsilegu áform áttu sér skamm- an aldur, Hinrik átti ekki nægilegt fé í ríkiskassanum og hann þorði ekki að kalla saman þingið, hann óttaðist ósveigjanlegt sjálfræði þingmannanna. Hann sagði því Wolsey að leggjaskattá þjóðina, samkvæmt beinni laga- setningu, án íhlutunar þingsins. Þá gerðu bændurnir uppreisn og hótuðu herför til London. Þessi forsmekkur af stríði varð til þess að Hinrik skipti um skoðun og hætti við herförina. Þegar menn hræðast árás, er um að gera að höfða til kristilegs bræðralags og trúarlegs friðarvilja. Hinrik breytti nú um aðferðir, Wolsey hvatti hann til þess. Hon- um varð Ijóst að Karl var orðinn of voldugur, Hinrik fór því allt í einu að bera hlýhug til Francis, sem var fangi og máttvana. AAaðurinn, sem sigraði hann forðum í glímukeppninni, auðmýkti hann ekki lengur, hann var fangi, hann horaðist og var ógæfusamur. ölánsmaður- inn Francis eignaðist nú vináttu Hinriks, aðallega vegna íhlutunar Wolseys. Hinn hugumprúði Hinrik, benti því Karli á að honum gæti orðið hált á því, ef hann sýndi Francis ekki fulla kurteisi. Hvað yrði líka um England, ef siglingaleiðirnar lokuð- ust. Þetta land, sem var sævi girt, sem næstum mátti segja að flyti á hafinu, hvernig mátti búast við að Eng- land fengi sinn hluta af Evrópu, ef álfan sameinaðist undir yfirráðum eins og sama konungs? Hinrik varð, sjálfs sin vegna að klippa klærnar af Karli. Þessi þægi- legi tengdamaður Hinriks, sem ætíð hafði verið honum undirgefinn, var nú farinn að breytast, sigrar hans höfðu stigið honum til höfuðs, hann var farinn að líta á sig sem stjórnanda gjörvallrar veraldarinnar. Hann var farinn að tala um að kvænast AAaríu, sem var aðeins tíu ára og einkabarn ensku konungshjónanna, Karl dreymdi um að ráða yfir Englandi, áður en yfir lyki. Svo tak- markalaust yfirlæti og erfðaáform, sem komu svona óvænt í Ijós, fylltu Hinrik skelfingu. Þegar Katrín gaf sér tóm frá bænahaldi, bar hún sig eins og sigurvegari, það jók enganveginn á fríðleik hennar. Wolsey hvíslaði að Hinrik, að hjónaskilnaður væri vel framkvæmanleg- ur, slíkt væri ekki gagnstætt vilja Guðs og Francis væri því meðmæltur. AAedici páfinn Clement VII. hafði þá þegar áhyggjur af valdafíkn Karls, því mundi auðgert að f á samþykki hans. Hinrik sperrti eyrun og hlustaði á Wolsey. „Wolsey mun losa hvílu mína við þessa dauf- eygðu kreddukind, hann mun búa mér nýja brúðarsæng og í þá sæng skal ég færa æsku og gleði." Wolsey ætlaði sér að gifta Hinrik f ranskri konu, þegar konungur væri orðinn f rjáls, tvær slíkar stóðu til boða, sú f yrri var að vísu tekin að eldast, en óneitanlega töf randi, hún var systir Francis, AAargrét, hún var nefstór en fagureygð, hún var sögð kaldlynd en glæsileg. Hin var Renée, dóttir Loðvíks XII, hún var ekki fríð, en hún var ósnortin mey, tæpra f immtán ára og þegar vel menntuð, hugur hennar hneigðist að guðfræði. Hinrik leyfði Wolsey að fara sínu fram um kvonbænir, sjálfur átti hann sér aðra drauma. Hinrik veitti Boleyn og Howard fólkinu allskonar frfð- i'ndi, hann sæmdi Tómas Boleyn greifanafnbót. Það leit næstum út fyrir að fyrirætlan Hinriks, að losa sig við Katrínu, hefði í för með sér myndun nýrrar f jölskyldu af hans hálfu. Hann útskúfaði jafnvel dóttur sinni. Hann sendi eftir litla Hinrik Fitzroy, og viðurkenndi hann erfingja að einkalandeignum sfnum, sömuleiðis gaf hann honum nafnið, sem föðurfaðir drengsins, Hinrik VII, bar áður en hann hrifsaði krúnuna, en það var jarl af Richmond. Hættan vofði yfir Katrínu, hún var yfirgefin og ein- mana, hún vafði dóttur sína örmum og sýndi henni hinn óskilgetna dreng, sem allt lék í lyndi fyrir. Katrín hvatti AAaríu til bæna og trúrækni. AAaría Boleyn var enn frilla konungs og almennt viður- kennd, sem slík. Anna héltsig hins vegar heima á Hever. Elísabet virtist una vel dvöl Önnu heima, en hún skildi dóttur sína ekki nema að nokkru leyti. Elísabetu veittist létt að skilja Hinrik, hún hafði átt sinn þátt í að móta hann, það hafði hún gert af hinni mestu ástúð, um Önnu vissi hún minna. Anna hafði vaxið upp víðs f jarri móður sinni, það var lika örðugra að skilja hana, þar, sem hún var kona, hún gætti líka vel leyndarmála sinna. Hinrik þorði ekki að spyrja Elísabetu, hann hræddist það, sem hann kynni þá að komast að. Tíminn leið. Wolsey undirbjó hjónaskilnaðinn, hann smjaðraði fyrir Frökkum, og ihugaði nýja trúlofun. Hann var Francis hjálplegur, Francis var enn fangi. Wolsey reyndi að ógna Karli. Eftir árs fangavist, fór Francis að lokum frá Spáni, hann hafði gef ið Karli stór- kostleg fyrirheit og af henti honum tvo sona sinna. Þegar svo Francis var kominn heim til Frakklands, sveik hann öll loforð, án þess að skeyta nokkuð um hina tvo barn- ungu syni sina. Karl mótmælti og hneppti hin tvö gísl, í varðhald og stríðið brauzt út aftur. Páfinn og ítölsku prinsarnir komu Frakklandi til hjálpar, en Hinrik neit- aði að berjast. Frakkar buðu honum gull og Hinrik full- vissaði þá um samúð sína. Aldrei hafði stríð verið eins f jarri Hinrik og þá, því Anna hafði eignazt nýjan vin, Anna, sem hafði flúið og var svo dul og óútreiknanleg. Tómas Wyatt. Anna hitti hann að Hever, hann var af ætt Howard- anna, hann var systursonur móður hennar. Nafn hans var Wyatt, hann var tuttugu og þriggja ára og hafði margt það til að bera, sem gerir einn mann aðlaðandi. Hann hafði þekkt önnu, alla hennar ævi og var náinn vinur Georgs, bróður hennar. Wyatt og Anna höfðú leikið sér saman, þegar þau voru börn, hann þekkti alla fortíð hennar og æskuleyndarmál, hann hafði þekkt hana áður en hún öðlaðist nokkra sýndarmennsku og þekkti þvi hjarta hennar. Þegar Hinrik hugsaði um þessar stað- reyndir, þá leið honum afar illa, hann var afbrýðissam- ur út í alla, sem höfðu átt hlutdeild í æskuárum Önnu, jafnvel út í bróður stúlkunnar. Wyatt var kvæntur, en hjónaband hans var ástlaust. Honum hafði verið gefin kona, þegar hann var seytján ára, hún var dóttir aðalsmanns og lagleg, Wyatt hafði gætt þess að verða ekki ástfanginn af konu sinni. Hann var draumlyndur og þráði að ferðast til sólarlanda, hann las Petrarch og var sjálfur skáld. Þeir töfrar, sem Hin- rik leitaði að í tónlist, leitaði Wyatt að í fegurð orðsins, í kjarna þess. Allt það, sem Hinrik dáði það tignaði Wyatt lika, þeir elskuðu báðir skógana, ástina og silfurskin mánans. Hrifnæmi Wyatts var ef til vill ekki eins djúp- „Ég hélt kannski, aö heyrnartóliö væri ekki á hjá þér, þaö er alltaf á tali.” I DENNI j DÆMALAUSI i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.