Tíminn - 06.01.1977, Page 11

Tíminn - 06.01.1977, Page 11
Fimmtudagur 6. janúar 1977. 11 hljóðvarp Fimmtudagur 6. janúar þrettándinn '’.OO Morgunútvarp 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbænkl. 8.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Sigrún Sigurðardóttir les fyrri hluta „Forndalsfjölskyld- unnar”, sögu eftir Savery Constance i þýðingu Svölu ■Valdimarsdóttur. Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson heldur áfram samtali sinu við Rannveigu Vigfúsdóttur. Tónleikar. Morguntónleikar kl. 11.00: Hljómsveit Tónlisharháskólans i Paris leikur ,„Russlan og Ludmillu”, forleik eftir Glinka, Emest Ansermet stj. / Sinfóniuhljómsveit út- varpsins i Prag leikur ..Ævintýri Andersens”, ballettsvitu eftir Oscar Nedbal, Alois Klima stj. / Konunglega hljómsveitin i Kaupmannahöfn leikur „Alfhól”, leikhústónlist eftir Kuhlau, Johan Hye- Knudsen stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. A frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Aldarafmæli reglu Sánkti Franciskussystra Torfi Ólafsson flytur erindi. 15.00 Miðdegistónleikar Julius Katchen og Sinfóniuhljóm- sveit Lundúna leika Pianókonsert nr. 1 i C-dúr op. 15 eftir Beethoven. Tékkneska filharmoniu- sveitin leikur „Rósamundu”, leikhústón- list op 26 eftir Schubert, Jean Meylan stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar 16.40 Jólalok Barnatimi i umsjá Hauks Agústssonar og Hildu Torfadóttur. Maria Björg Kristjánsdóttir og Björk Hreinsdóttir lesa frá- sagnir úr Þjóðsagnasafni Jóns Arnasonar um þréttándanótt og flutning álfa Böðvar Guðlaugsson leskvæöisitt „Sveinka jóla- svein” og Maria Björk les smásöguna „Gæfukúlurn- ar” eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson. 17.30 Lagið mitt Ánne-Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólfa ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Samleikur i útvarpssal Björn Arnason og Hrefna Eggertsdóttir leika á fagott og pianó. a. Þrjú smálög eftir Halsey Stevens. b. Sónata i f-moll eftir Tele- mann. c. Konsertþáttur eft- ir Gabriel Piérné. 20.00 Amnesiu-veiran og týnda fjallkonan Léttmeti eftir ólaf Haraldsson. Stjórnandi Jónas Jónasson. 21.00 Lúörasveitin Svanur leikur i útvarpssal Stjórn- andi: Sæbjörn Jónsson. 21.35 Úr islenzku hómiliubók- inni Stefán Karlsson hand- ritafræðingur les þrettándapredikun frá tólftu öld. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: „Minningabók Þorvalds Thoroddsens”Sveinn Skorri Höskuldsson les (29). 22.40 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Hinrik konungur VIII og konur hans sex Eftir Paul Rival þeir hlutu öðruvísi dauðdaga, þeir voru dæmdir fyrir drottinsvik. Þeim var misþyrmt, og Ifkamsleyfar þeirra hafðar til sýnis, fyrir lýðinn. Þrem dögum áður en ofangreindir atburðir urðu, hafði Hinrik samþykkt handtöku hins aldna biskups og fyrr- verandi kennara síns Fishers, ásamt hinum of lærða Tómasi More. Þeir voru sakaðir um að hafa hlustað á spákonuna. En í raun og veru var glæpur þeirra miklu alvarlegri, þeir voru fulltrúar fyrir samvizku Hinriks, þeir minntu hann á þau ár, þegar hann var enn saklaus. Þeir höfðu vanþóknun á öllum þeim verkum hans, sem voru ranglát. Hin dularfulla innri rödd, sem talaði til Hinriks á þeim stundum, sem hann fékk samvizkubit, hafði ávallt sömu áherzlur og raddir þeirra Fishers og Mores. Hinrik öf undaði þessa menn og dáðist að þeim, en afbrýðissemin kvaldi hann svo mjög að hann gat ekki leyft þeim að halda lífi. Cromwell tók að sér að losa Hinrik við þessa áleitni, þessi tvö lifandi minnismerki um of dyggðuga fortíð. Cromwell boðaði þessa tvo menn til Lambeth til hallar vinar síns, Cranmers. Þar fór Cromwell fram á að þeir undirrituðu lögin, sem þingið hafði nýsamþykkt, þar sem Katrín og María dóttir hennar voru sviptar mann- orði og réttindum, en Anna og Elísabet viðurkenndar. Þeir neituðu Fisher ofsalega, þar sem hann var orðinn f jörgamall og því ekki lengur háður jarðlífinu, hann var að hugsa um konu sína og dætur og um ánægju þá sem hann hafði af að lesa Ijóð og skoða stjörnurnar og læra leyndardóma alheimsins. Þeir voru báðir handteknir og fluttir í Tower. Málstaðurinn helgar meðalið Katrín var ósveigjanleg, hún neitaði að viðurkenna að María dóttir hennar væri óskiigetin. Hún vissi að prest- arnir voru búnir að æsa fólkið, næstum hvarvetna á landinu og að aðalsmennirnir í norðurhluta landsins voru að undirbúa byltingu, hún vissi líka að Karl keisari var að hugsa um að gera innrás f England. Hinrik og Anna héldu Katrínu fanginni í herbergi hennar, þau sendu á brott allt þjónustufólk hennar. Katrínu var Ijóst að þau höfðu í hyggju að taka hana af lífi, en hún óttaðist ekki dauðann, alla sína ævi hafði Katrín hugsað eingöngu um paradís. Katrín vonaðist til að Guð skærist í leikinn og mundi fella Hinrik, að hún ætti eftir að sjá Onnu myrta, Cranmer brenndan fyrir trúvillu og svikarann Cromwell hengdan og limaðan í sundur. Næstum allir aðalsmenn við hirðina voru á móti önnu, meira að segja móðurbróðir hennar Howard, var orðinn þreyttur á ofríki hennar, og sýndi henni opinbera lítils- virðingu og kom fram við hana eins og skækju. Howard var búinn að mynda nýtt samband, hann var búinn að trúlofa einkadóttur sína, hinum óskilgetna syni Hinriks, sem hann hafði átt með Bessie Blount. Richmond litli var efnisbarn, Howard gerði allt til að vekja athygli Hinriks á honum, hann ól þá leyndu von að drengurinn yrði einn góðan veðurdag gerður að ríkisarfa. Þá yrði dóttir Howards drottning og hann sjálf ur að öllum líkind- um forsætisráðherra og ríkisstjóri og þar með allsráð- andi. En til að ná því takmarki var nauðsynlegt að losna við Önnu og Elísabetu. Enn þorði enginn að vega beint að uppáhaldinu. Katrín og vinir hennar völdu mildari aðferð, þau unnu að því að útvega Hinrik nýja ástmey. Hreinum er allt hreint Hinir gömlu vinir Hinriks reyndu að hræða hann, þeir ráðlögðu honum að móðga ekki ofstækismennina í land- inu og að fórna Önnu. Var þessi stúlka, sem þegar var farin að láta á sjá, þess virði, að eiga á hættu valdamissi og dauða? Því ekki að skilja við hana og snúa frá villu sins vegar og taka Katrínu aftur, makann, sem var óað- finnanlegur. Katrín var að vísu kröfulítil og vænti sér einskis, nema dálitillar sýndar-tillitssemi. „Katrín mun halda sig langt frá hvílu yðar, hún mun eyða líf inu á milli útsaumsgrindarinnar og bænastólsins. Hún mun taka í þjónustu sína f ríðar meyjar og leyfa yð- ur að láta vel að þeim, hefur hún ekki ávallt gert það? Hún þekkir skyldur drottningar, hún veit að drottning á að sýna manni sínum virðingu og hlýðni og að ekki ber að líta á konung sem elskhuga. Þær skírlífu meyjar, sem hún mun velja, verða hinar æskilegustu. Vissulega hefur kaþólska trúin nokkuð til síns ágætis, þar, sem hún elur konur upp við slíka undirgefni”. Ung stúlka kom f ram á sjónarsviðið, hún var hæversk, en hafði ekkert sérstakt til brunns að bera, Katrín hafði skólað hana. Hinrik tók þessa stúlku og setti á hné sér, hún gerði honum sumarið friðsælt og skemmtilegt... þessi stúlka skrifaði Maríu konungsdóttur og sagði henni að vera vongóð. Katrín var viss um sigur og aðalsmennirnir f yrir norð- an voru að verða tilbúnir með samsæri, en þeir voru ekki nógu varkárir, Percy komst að ráðabruggi þeirra og kom upp um þá. Percy dáði Önnu enn. Foringi uppreisn- armannanna var færður til London, þar yfirheyrðu lávarðarnir hann. Réttarhöldin sönnuðu önnu að hún var búin að vera, henni yrði rutt úr vegi. Lávarðarnir, sem áttu sæti í dómnum, höfðu hingað til látið undan öllum óskum Hinriks, en nú risu þeir upp og sýknuðu uppreisn- arforingjann, þrátt fyrir augljósar sannanir um sam- særi. Tilraun til að fella önnu, var ekki álitin glæpur. Eina von önnu var sonurinn, sem hún bar undir belti. En hvað átti hún að gera, ef Hinrik yrði raunverulega hrifinn af stúlkunni, sem honum hafði verið útveguð? Önnu datt i hug að myrða Katrínu og dóttur hennar, í f jölskyldu hennar var eitur algengt hjálpargagn. Fyrir tveim eða þrem árum höfðu Boylenarnir gert tilraun til að myrða Fisher biskup, en biskupinn slapp, það voru aðeins nokkrir þjónar, sem létust. Hinrik hafði ekki þor- að að hefna þessa verks á Boleynonum, en kokkinn lét hann sjóða lifandi. Anna þorði ekki að vega að þessum tveim óvinum sín- um, jafnvel ekki leynilega, hún fór því til Hinriks og krafði hann um höf uð þeirra, en Hinrik vildi ekki takast þá ábyrgð á hendur og reiði önnu fyllti hann skelf ingu. Hann hafði alltaf borið djúpa virðingu fyrir Katrínu, hún var stöðugt hin helga manneskja í hans augum. María var af holdi hans og blóði, þegar hún var barn, hafði hann tilbeðið hana — er nokkru sinni hægt að réttlæta föður, sem ræðst á eigið afkvæmi? Hvað mundi Guð segja? dæmi Abrahams var að vísu fyrir hendi. Anna endurtók, hvað eftir annað: „Annað hvort, verða þær að víkja eða við, ef við tökum þær ekki af líf i, munum við sjálf deyja." Hún bauðst til að framkvæma verknaðinn fyrir hann. Hann þurfti aðeins að fara til Frakklands, og eftirláta henni völdin, þá mundi hún þegar hefjast handa og þá yrðu þau frjáls. En Hinrik gaf ekki samykki sitt. Anna varð ævareið og það varð til þess að hún missti fóstrið, sem hún gekk með. Hinn langþráði Messías hafði yf irgef ið hana og þar með var hún svipt öllu. Það hefði mátt halda Satan væri að kvelja hana. Hinrik fór og leitaði hressingar í örmum nýju vinkonunnar. Anna hafði helzt kosið að ráða þá stúlku af dögum, en það þorði hún ekki heldur. Þess í „Þctta er þó sniðugt. Það hevrist ekkert, þegar inaður opnar eöa lokar.” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.