Tíminn - 08.01.1977, Síða 2

Tíminn - 08.01.1977, Síða 2
2 erlendar f réttijr. Idi Amin telur Entebbe- myndina auka vinsældir sínar til muna Reuter, London — Idi Amin, forseti Uganda, hefur lýst þeirri skoöun sinni, aö kvik- myndin „Sigur i Entebbe”, sem fjallar um skyndiárás israelskra víkingasveita á Entebbe-flugvöll i júUmán- uði siöastliönum, hafi aukiö tii muna vinsældir hans og gert hann aö meiri manni f augum heimsins, aö þvf er útvarpiö í Uganda sagöi i gær. Útvarpiö sagöi, aö forset- inn heföi oröaö þessa skoöun sina i simtaii viö israelskan vin sinn, Baruch Bar Lev ofursta. Bar Lev heföi hringt i forsetann lii þess aö segja honum, aö myndin væri ó- sanngjörn og túlkaöi aðeins aöra hliö málsins. Útvarpiö sagöi ennfremur, aö Bar Lev heföi hvatt Amin til þess aö gera sina eigin kvikmynd um árásina. Heföi forsetinn svaraö þvi til, aö hann teldi þaö ekki þess virði, þvi athafnir heföu meira aö segja en orö. Útvarpiö haföi eftir forsetanum aö héöan I frá myndi enginn maöur vor- kenna tsraelum þótt ómann- úölegar ákvaröanir yröu teknar gagnvart þeim f framtiöinni, vegna „óheiöar- legra árásaaögeröa þeirra á Entebbe og I Miö-Austur- iöndum”. t árás sinni á Ent- ebbe-flugvöll þann 4. júlí sið- astliðinn, frelsuöu fsraelsku vikingasvcitirnar meir en hundraö gisla," sem haldiö var á flugvcllinum af flug- ræningjum. 1 aögeröum þessum týndu tuttugu her- menn úr stjórnarher Uganda lffi sinu. Talið vonlaust, að olíuskipið flióti enn Reuter, Boston. — Banda- riska strandgæzlan skýröi frá þvi f gær, aö hún heföi fundiö tvö björgunarvesti af oliuskipinu Grand Zenith, sem hvarf á Atlantshafi meö þrjátiu og átta manna áhöfn, fyrir átta dögum. Ekkert hefur spurzt til á- hafnarmcölima af skipinu, en farmur þess, þegar þaö týndist, var átta milljón gall- on af olfu. Björgunarvestin fundust um þrjú hundruö milur suö-austur af Cape Cod, á svæöi þar sem björgunar- flugvélar sáu brak á floti i oiiubrák á fimmtudaginn. Atta flugvélar og eitt skip hafa leitaö á svæöi þvi, sem taliö er hugsanlegt, aö skipiö hafi týnzt á, cn embættis- menn töldu I gær, aö nær ó- hugsandi væri, aðskipiö væri á floti enn. Skipstjóri vöruflutninga- skips eins sagöi i Halifax i gær, aö hann heföi séö tank- skip um hundraö og sjötiu milur suð-austuraf Cape Cod þann 2. janúar, en hann vissi ekki hvaöa skip var um aö ræöa. Sagöi hann, aö skipið heföi hegðaö sér undarlega, veriö kyrrstætt, eöa þvl sem næst, og heföi hvorki svarað * talstöövarkalii, né lampa- morsl. Siöustu skilaboöín, sem bárust um talstöö frá Grand Zenith, sögöu aö skipiö ætti I erfiöleikum I þungum sjó um sextiu mflur suöur af Yar- mouth á Nova Scotia. Strandgæzlan sagöi I gær, aö ef skipiö væri sokkiö, gæti oliufarmur þess haldizt I geymunum um ófyrirsjáan- lega framtiö. Laugardagur 8. janúar 1977 BORGARSTJORN: Deilt um skipulagsskilmóla í nýrri einbýlishúsabyggð — borgarfulltrúar Sjólfstæðisflokksins enn einu sinni á öndverðum meiði E.T. Reykjavik. A fundi borgar- stjórnar kom til nokkurra orða- skipta, einkum milli borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins inn- byrðis, vegna tiilögu að skipulagi svonefndra þéttrar einbýlishúsa- byggöar, sem ætlunin er, að risi austan miðsvæðis í Seljahverfi. Magnús L. Sveinsson (S) gagn- rýndi þá skilmála, er skipulags- nefnd hefði samþykkt og gilda ættu um einbýlishús á fyrr- greindu svæði. Sérstaklega gerði Magnús það að umtalsefni, að skilmálarnir þrengdu að ýmsu leyti kosti húsbyggjenda, t.d. væriþeim gert að skilyrði að hafa 20 gráða halla á húsþökum. Varaði Magnús við ofskipulagi af þessu tagi, er veitti borgurun- um litið sem ekkert svigrúm. Lagði hann til, að húsbyggjend- um yrði i sjálfsvald sett, hversu mikinn halla þeir hefðu á þökum húsa sinna — þó þannig, að á þeim yrði mænir. Ólafur B. Thors (S), form. skipulagsnefndar, tók næstur til máls. Lýsti hann fyrst i stórum dráttum skipulagi að umræddri einbýlishúsabyggð, en gert væri STUTTUR FUNDUR FYRSTI fundur borgar- stjórnar Reykjavikur á nýbyrjuöu ári var haldinn á fimmtudag. Fundurinn var óvenju stuttur, cnda voru aöeins á dagskrá fundargeröir borgarráðs og nefnda, er staöfesta þurfti. A næsta fundi borgar- stjórnar, sem haldinn verður 20. janúar, verður siðari umræða um fjár- hagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1977. Sá fundur mun — ef að likum lætur — standa lengi nætur. —ET ráð fyrir, að húsin yrðu tvær til þrjár hæðir, mismunandi að gerð. bá vék ólafur að aðfinnslum Magnúsar. Sagði hann, að skil- yrðið um 20 gráða halla á húsþök- um væri fyrst og fremst gerður út frá umhverfissjónarmiðum. Að áliti skipulagsnefndar hefði það i för með sér röskun á heildarsvip byggðarinnar, ef þökin á húsun- um yrðu mismunandi brött. Björgvin Guömundsson (A) á- taldi vinnubrögð skipulagsnefnd- ar og meirihluta borgarráðs. Björgvin sagði, að verið væri að stilla borgarfulltrúum upp við vegg: Húsbyggjendur þyrftu að sækja um húsnæðismálastjórnar- lánfyrir l.febrúarnk. og þviværi óhjákvæmilegt að úthluta um- ræddum einbýlishúsalóðum fyrir þann tima. Litið tóm gæfist þvi til að ihuga skipulagstillöguna og - skilmála. Björgvin kvað það sina skoðun, að fremur ætti að byggja litil einnar hæðar einbýlishús á fyrr- greindu svæði. Mikil eftirspurn væri nú eftir slikri gerð af húsum og ennfremur væri mun ódýrara að byggja á einni hæð en tveim, jafnvel þrem hæðum. Aö lokinni ræðu Björgvins var tillaga Magnúsar L. Sveinssonar borin upp til atkvæða. Tillagan var felld með 12 atkvæðum gegn 3. Reistu 150 fermetra hús á tveimur dögum tflð.w j V--- 1 F.I. Reykjavik — Seint I desem- ber-mánuöi s.l. var reist af grunni á Siglufiröi 150 fermetra einbýlis- hús úr timbri á tveimur dögum aöeins. Hús þetta er byggt úr einingum, sem framleiddar eru hjá tiltölulega ungu siglfirzku byggingafyrirtæki, Húseiningum h/f, en fyrirtækiö hóf starfsemi sina i júli 1973. Framkvæmdastjóri Húseininga h/f, Matthias Sveinsson, sagöi á blaðamannafundi, að þessi stutti byggingatimi byggöist á forframleiöslu staðlaðra eininga og mætti áætla heildar bygging- artima meðaleinbýlishúss um 3-4 mánuöi i stað 1-2 ára, sé miðað við hefðbundnar byggingar- aðferðir. Kvað Matthias þennan stutta byggingatima lækka bygginga- kostnaðinn all verulega, og sagði hannrúmmetr. i fullfrágengnu húsi kosta 22.580 kr., en I visitölui- búðinni, sem er talin i blokk kost- aði rúmmetrinn 22.553 kr.. Nefndi hann sem dæmi, að 100 fermetra einbýlishús kostaði frá þeim 4,8 milljónir, sem væru 60% af endanlegu verði hússins, en full- frágengið kostaöi það 8 milljónir króna. Matthias gat þess, að mögu- leikar þessarar tækni væru ótelj- andi, hægt væri að fá tugi ein- stakra gerða, sem byggja mætti siðan upp á ýmsan máta. Húseiningar hafa frá þvi um Eigandi þessa húss, ómar Hauksson á Siglufiröi, gat vel viö unaö aö fá hús sitt reist á tveim dögum. Um uppsetninguna sáu vanir menn frá Byggingafélaginu Berg h/f, en Húseiningar h/f í Siglufiröi framleiddu einingarn á vorið 1975 framleitt 40 hús, en vélakostur verksmiðjunnar leyfir gerð 200 húsa árlega. Kristján og Haukur stefna Krefjast 2.8 millj. í miska- og skaðabætur F.a. Rvík — í gær var ábyrgðarmanni Tlmans, Þórarni Þórarinssyni, birt meiðyrðakæra frá þeim Kristjáni Péturs- syni og Hauki Guömundssyni fyrir ummæli i aðsendri grein, sem birtist I Timanum 14. april siðastliönum. Krafizt er ómerkingar á ummælunum og að þeir Kristján og Haukur fái 2.8 milljónir króna i skaöabætur og miskabætur. Siðar eru boðaöar refsikröfur á hendur hinum stefnda. • • Utvarpsráð: ÁKVORÐUNU VARP TÍMABÆ Gsal-Reykjavik. — Siðastliöinn þriöjudag tók rikisstjórnin ákvörö- un um það að heimila frjálsan inn- flutning á litsjónvarpstækjum. 1 gær var fundur i útvarpsráði, þar sem samþykkt var einróma álykt- un um litsjónvarp og fer ályktunin hér á eftir: „Útvarpsráð telur eðlilegt, að Sjónvarpinu sé gert kleift að eign- ast búnað til útsendingar i lit og slikar útsendingar verði hafnar i á- föngum. Það er álit ráðsins, að á- kvörðun um litasjónvarp sé tima- bær nú, og meö henni sé stigið mikilvægt skref i átt til betri dag- skrárgerðar samkv nýjustu tækni. A þessu ári og þeim næstu telja sérfræðingar að endurnýja þurfi mestan hluta tækjabúnaðar Sjón- varpsins, en vaxandi erfiöleika gætir við öflun varahluta til svart- hvitra útsendingartækja. Auk þess má búast við, að elztu sjónvarps- tækin, sem nú eru i notkun, fari að ganga úr sér. Útvarpsráð beinir þvi þeim til- mælum til stjórnvalda að þau heimili frjálsan innflutning litsjón- varpstækja, og tolltekjum verði varið til kaupa á litsendingartækj- um auk þess að standa undir frek- ari útfærslu og endurbótum á dreif- ingarkerfi Sjónvarps. Útvarpsráð vekur athygli á þvi, að viðast hvar eru afnotagjöld af litsjónvarpstækjum hærri en af svart-hvitum og bendir á þann möguleika að auknum tilkoslnaði við litútsendingar og endurbætur á dreifikerfi verði mætt með slikum hætti.”

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.