Tíminn - 08.01.1977, Blaðsíða 7
Laugardagur 8. janúar 1977
l
7
Ctgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. RLstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulitrúi: Freysteinn Jóhannsson. Augiýsingastjóri:
Steingrimur Gisíason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu
viö Lindargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöal-
stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsinga-
simi 19523. Verö i lausasöiu kr. 60.00. Áskriftargjald kr.
1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f.
Rógur
Siðdegisblöðin, sem gefin eru út af fésýslumönn-
um i Reykjavik, leggja mikla áherzlu á, að þau
stundi svokallaða rannsóknarblaðamennsku og séu
þvi frábærlega heiðarleg og sannleikselskandi i
fréttum sinum og málflutningi. Sem dæmi um það,
hvernig umræddri rannsóknarblaðamennsku
þeirra er háttað, þykir rétt að birta sýnishorn úr
forystugrein og Svarthöfðagrein Visis 5. þ.m., en i
báðum þessum greinum er rætt um Framsóknar-
flokkinn, en gegn honum beina málgögn fésýslu-
manna einkum geiri sinum. Framarlega i forystu-
greininni segir á þessa leið:
„Þau öfl, sem helzt hafa komið við sögu i vafa-
sömum fésýslumálum að undanförnu, eru eðlilega
af mörgu sauðahúsi. En hvað sem þvi liður, virðast
rætur þessara mála með ýmsu móti liggja inn i
Framsóknarf lokkinn ’ ’.
Þau fésýslumál, sem mest hafa komið við sögu
undanfarið, eru skattsvik Klúbbsins, óleyfilegur
innflutningur fikniefna, óleyfilegur innflutningur
litasjónvarpstækja og meint misnotkun ávisana.
Samkvæmt framangreindum ummælum Visis,
rekja þessi mál og önnur vafasöm fésýslumál yfir-
leitt rætur sinar inn i Framsóknarflokkinn og virð-
ist helzt eiga að skilja af þessuorðalagi, að þeim sé
stjórnað þaðan. Ekki er þó reynt að færa minnstu
sönnur á þetta. Hér er þvi ekkert annað en rógur á
ferð, sem reyndar er ekki nýtt, að málgögn fésýslu-
mannanna reyni að beina gegn Framsóknarflokkn-
um. Það hafa þau gert allt frá stofnun hans.
Gott dæmi um rógsaðferðina gegn Framsóknar-
flokknum er að finna i eftirfarandi ummælum áður-
nefndrar forystugreinar:
„Einn af stjórnmálaforystumönnum Fram-
sóknarflokksins i Reykjavik var t.a.m. meðmæl-
andi eins þeirra manna, sem nýlega hefur fengið
dóm vegna eins svikamálsins, þegar viðkomandi
sótti um inngöngu i Framsóknarflokkinn fyrir fá-
einum árum. Einföld staðreynd af þessu tagi er að
sjálfsögðu ekkert sönnunargagn um þátttöku
Framsóknarflokksins i svikastarfsemi, og hún segir
nákvæmlega ekkert um það, hvort flokkurinn hafi
lokað augunum fyrir slikri starfsemi”.
Hér er beitt þeirri gamalkunnu rógsaðferð, að slá
úr og i, en upphaf málsgreinarinnar sýnir gleggst
að hverju er stefnt. Þá er rógurinn gegn Fram-
sóknarflokknum enn endurtekinn i forystugreininni
og sagt að „borgararnir hafa fyrir framan sig röð af
dæmum um mismunandi mikil bein og óbein tengsl
einstakra áhrifamanna i flokknum eða stofnana
innan hans við vafasöm viðskiptamál”. Minnsta til-
raun er hins vegar ekki gerð til að sanna þetta, þótt
til eigi að vera heil röð af dæmum.
Þá er komið að Svarthöfða, sem að þessu sinni
er ekki Indriði G. Þorsteinsson. 1 grein hans segir
m.a. á þessa leið:
„Það er undarlegt, að þeir Kristján Pétursson og
Haukur Guðmundssonhafaeinkum verið orðaðir við
að ganga of langt i starfi, þegar hetjur fjármálalifs-
ins eru annars vegar. Þeir munu á sinum tima hafa
fengið bréf upp á að láta eina slika hetju fjármála-
lifsins i friði”.
Þetta bréf er svo ekki nánar tilgreint eða hver á
að hafa skrifað það, en reynt að dylgja um, að þetta
hafi gerzt i tengslum við Framsóknarflokkinn.
Þannig er rógsiðjan rekin gegn Framsóknar-
flokknum i siðdegisblöðum fésýslumanna og reynt
að gefa þeim það nafn að þetta sé rannsóknarblaða-
mennska! Raunar er þó ekki annað á ferðinni en ný
útgáfa á róginum gegn Framsóknarflokknum, en
nú sem fyrr telja afturhaldssömustu fjárgróðaöflin,
að hann standi helzt i vegi sinum og mesti ávinn-
ingur fyrir þau væri að fá nýja „viðreisnarstjórn”.
Þ.Þ.
Joshep C. H. Harsch, Christian Science AAonitor:
Er rangt af Aröbum
að hækka olíuna?
Beita ekki vestrænu ríkin sömu aðferðum?
Kahlid konungur
NÝJASTA oliuhækkunin hefur
hrundið af stað enn nýrri
skriðu af fyrirsögnum og grin-
myndum i bandariskum
blöðum, sem allar sýna Araba
i heldur slæmu ljósi, sem ill-
viljaðaogslóttuga glæpamenn
sem steli frá góðu Bandarfkja-
mönnunum, sem orðið hafi
saklaus fórnarlömb ágirndar
þeirra. Sjálfum finnst mér
þessi málflutningur dæmi-
gerður fyrir þá, sem koma
vilja eigin sök yfir á aðra.
Hvað er i fyrsta lagi rangt
við það að hækka verðið á dýr-
mætri nauðsynjavöru, þegar
eftirspurnin eykst? Hvaða
bandariskur viðskiptajöfur
mundi ekki fara nákvæmlega
eins að og Arabar, væri hann i
sömu aðstöðu? Olia er dýrmæt
nauðsynjavara. Birgðir eru
takmarkaðar. Ef oliunotkun
heldur áfram að aukast sem
hingað til, verða oliulindirnar
þurrausnar eftir 20-30 ár. Slikt
hentar Aröbum ekki. Segja
má að olian sé þeirra eina
auðlind, og verðhækkun er
aðferð til að halda henni sem
lengst. Vafalaust munu þeir
eiga eftirað sjá eftir þvi siðar,
hve hratt og ódýrt þeir selja
oliuna núna.
I annan stað hefur verðið á
innflutningsvörum Araba frá
iðnrikjunum hækkað — um
25% sl. ár, að þvi er sumir
þeirra halda fram. Þetta eru
að visu ýkjur, auk þess sem
þeim er engin þörf á þvi að
kaupa háþróaðar vigvélar,
sem eru með þvi dýrasta sem
hægt er að kaupa á heims-
markáðnum — og það sem
hraðast hækkar i verði. En
innflutningsvörur Araba hafa
vafalaust hækkað meira i
verði en nemur þeim 5% sem
Saudi-Arabar lögöu á oliu
sina, og þess vegna selja þeir i
raun oliu sina tiltölulega
ódýrar nú en þeir gerðu fyrir
ári.
I þriðja lagi eiga Arabar
enga sök á vaxandi oliuþörf
heimsins. Þeir sýndu iönrikj-
unum hvers vænta mætti,
þegar þeir stöðvuðu oliuút-
flutning árið 1973 i
hefndarskyni fyrir þá
hernaðaraðstoð sem Israels-
mönnum haföi verið veitt.
Þetta skyndilega áfall olli þvi
að mikil herferð var hafin hér
i landi i þá átt að gera Banda-
rikin sjálfum sér nóg um oliu,
og um hrið hafði fjöldi manns
nægan áhuga á málefninu til
þess að eitthvað væri gert.
ARIÐ 1974 tókst Bandarikja-
mönnum meira að segja að
minnka oliuinnflutninginn.
Hinn mildi vetur átti sinn þátt
i þessu, en auk þess spöruðu
menn eldsneyti með þvi að
aka hægt, draga stórlega úr
kyndingu ibúöarhúsa og stofn-
ana, og yfirleitt aö bruðla
minna meö orku en áður hafði
verið lenzka.
En þetta var árið 1974.
Siðustu tvö árin hafa Banda-
rikjamenn tekið upp sina fyrri
háttu. Orkuneyzlan jókst en
innlend oliuframleiðsla dróst
saman. Innflutningur oliu óxá
þessum tima um tvær millj-
ónir tunna á dag. Eins og sakir
standa flytja Bandarikjamenn
inn næstum þvi jafnmikla oh'u
(43%) og þeir framleiða, sem
er einsdæmi i sögu þeirra.
Bandarikin eru sem sagt að
verða háðari innfluttri oliu
með degi hverjum, og með
þessari þróun eru þau einfald-
lega að flýta komu þess dags,
þegar olian verður uppurin.
Þá er það sú hlið oliumálsins
sem að ísrael snýr. Margir
saka Araba um aö nota oliu-
verðið sem þumalskrúfu á
Bandarikjamenn gegn ísra-
elsmönnum. Saudi-Arabar
höfðu vissulega væntanlegar
friðarumleitanir i huga, þegar
þeir sögðu sig úr lögum við
OPEC (samtök oliufram-
leiðslurikja) og takmörkuðu
verðhækkun við 5 af hundraði
Þeir sýndu þar af sér stillingu
og friðarvilja i garð hinnar
nýju rikisstjórnar, sem senn
tekur við taumunum i Wash-
ington. t staðinn ætlast Saudi-
Arabar til þess að Bandarikja-
menn sýni tsraelum nægilegt
aðhald, þegar til kastanna
kemur, þannig að þeir nálgist
þá friðarskilmála, sem
Arabar geta sætt sig við.
SIÐAN hvenær hafa efnahags-
þvinganir verið taldar ólög-
legar? Bandarikjamenn sjálf-
ir hafa iðulega notfært sér
slikt, utanrikisstefnu sinni til
framdráttar. Við skiptum ekki
við Kúbu. Ródesia telst einnig
vera á bannlista. Sovét-
mönnum er neitað um hag-
stæðustu tolla i þvi skyni að
þvinga þá til að leyfa fleiri
Gyðingum að flytjast úr landi.
Höft voru sett á hveitiút-
flutning um hrið, unz hveiti-
framleiðendur i Mið-Vestur-
rikjunum gerðu uppsteit.
Verðlagsákvarðanir eru
viðurkenndar sem vopn i
utanrikismálum. Arabar eiga
i striði við ísraelsmenn. Það
er vopnahlé i bili, en engu að
siður rikir enn mikil óvinátta i
millum. Arabar beita oliunni
Saudi-Arahiu.
sem þvingun á Bandarikja-
stjórn, ísraelsmönnum i óhag.
En Israelsmenn beita öllum
sinum tökum i Washington til
að vinna gegn hagsmunum
Araba. Þvi skyldu Arabar
ekki gera sitt itrasta til að
standast þeim snúning? Þeir
hafa litið annað en oliuna.
Aöstaða tsraelsmanna i
Washington er miklu sterkari
en þeirra, hvað sem allri olfu
liður.
1 hálfa öld öfunduðust öll
sendiráð i Washington yfir
þeim áhrifum, sem Bretar
höfðu á Bandarikjastjórn. Frá
aldamótum, þegar Bretar og
Bandarikjamenn unnu að
heimsvaldastefnu sinni i
sameiningu, þótt óopinberlega
væri, og allt fram yfir seinna
stnð, voru Bretar sú þjóð sem
mest áhrif hafði á stefnu-
mótun Bandarikjanna. En
jafnvel þegar áhrif Breta voru
mest hefðu þeir aldrei getað
fengið meirihluta Bandarikja-
þings með sér gegn forsetan-
um, eins og Israelsmennn
hafa leikið oftar en einu sinni.
Arabar hafa engin itök i
Bandarikjunum. Arabiskir
innflytjendur eru fáir og
dreifðir, og hafa litið
atkvæðamagn. Þeir gætu ekki
einu sinni fengið tug þing-
manna meö sér. Þess vegna
notfæra þeir sér oliuna.
Máttur hennar fer vaxandi —
einungis vegna þess að
Bandarikjamenn vilja ekki
gera það átak, sem nauðsyn-
legt er til að losna undan
þörfinni fyrir innflutta oh'u.
(H.Þ. þýddi)