Tíminn - 08.01.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.01.1977, Blaðsíða 11
Laugardagur 8. janúar 1977 n Rezitativ og aria Súsönnu Ur „Brúðkaupi Figarós” eftir Mozart.d. Norma, forleikur eftir Bellini. e. Cavatina Norminu úr óperunni „Don Pasquale” eftir Donizetti. f. „Quonian tu Solus sanctus”, mótetta eftir Cimarosa. g. „Gloria patri”, mótetta eftir Cimarosa. h. Cavatina Rosinu úr „Rakaranum frá Sevilla” eftir Rossini. 17.30 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Bræðurnir frá Brekku” eftir Kristian Elster Reidar Anthonsen færði i leikbúning. Þýðandi: Sigurður Gunnarsson. Leik- stjóri: Klemenz Jónsson (áður útv. 1964). Persónur og leikendur i fyrsta þætti: Ingi... Arnar Jónsson Leifur...Borgar Garðarson Pétur ... Valdimar Helgason Blárefurinn... Arn i Tryggvason Hreppstjórinn... Jón Aðils Aðrir leikendur: Guðmundur Pálsson og Jón Júliusson. 18.00 Tónleikar, Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Úr atvinnulífinuBergþór Konráðsson og Brynjólfur Bjarnason sjá um þáttinn, sem fjallar um kjara- málaályktun þings Alþýðusambands tslands. 20.25 Hijómskálamúsik frá útvarpinu i Köln Guðmundur Gilsson kynnir 20.35 Allt i grænum sjó Flytjendur: Hrafn Pálsson, Jörundur Guðmundsson og Ævar R. Kvaran. 20.55 Harmonikulög Bragi Hlíðberg leikur. 21.25 Sungið og kompónerað á Sigiufirði Sverrir Kjartans- son ræðir við Sigurð Gunn- laugsson bæjarritara á Siglufirði, sem leikur á pianó og syngur eigin lög og Ijóð. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög 2355 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Laugardagur 8. janúar 17.oo iþróttir.Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.35 Emil i Kattholti. Sænsk- ur myndaflokkur byggður á sögum eftir Astrid Lind- gren. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. Sögumaður Ragnheiður Steindórsdóttir. 19.00 íþróttir Hle 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Flesknes. Nýr, norskur myndaflokkur i 6. þáttum um hrakfallabálkinn Marve Flesknes. Þættir þessir eru gerðir i samvinnu við sænska sjónvarpiðog teknir upp i Gautaborg. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 21.00 Úr einu i annað. Um- sjónarmenn Berglind Ás- geirsdóttir og Björn Vignir Sigurpálsson. Hljómsveit- arstjóri Magnús Ingimars- son. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.00 Snjóar Kilimanjaro. (The Snows of Kilimanjaro) Bandarisk biómynd frá ár- inu 1953 byggð á sögu eftir Ernest Hemingway, sem komið hefur út i islenskri þýðingu. Aðalhlutverk Gregory Peck, Susan Hay- ward og Ava Gardner. Rit- höfundurinn Harry Street liggur þungt haldinn i tjaldi sínu við rætur Kilimanjari- falls i Afriku. Hann álitur að hann sé að deyja og tekur að rifja upp fyrir sér, hvað á daga hans hefur drifið. Þýð- andi Jón O. Edwald. 23.40 Dagskrárlok. Hinrik konungur VIII og konur hans sex Eftir Paul Rival öllum Ijóst að hún átti ekki langt eftir. María sendi föður sínum boð/ hún bað um leyf i til að fara til móður sinnar, til Kimboltin kastala, og sjá hana hinzta sinni. Hinrik dró að gefa Maríu fararleyfi, en svaraði því til að hann skyldi hugsa málið. Sendiherra Karls keisara tókst að komast til Kimbolton, Katrín var þá að dauða komin og hafði ekki sofið sólarhringum saman. Hún þakkaði sendiherranum fyrir komuna og sagði: ,,Ég mun nú að minnsta kosti hafa einn vin hjá mér, nú mun ég ekki deyja ein, eins og dýr." Katrín hjarði enn í sjö eða átta daga, sendiherrann neyddist til að yfirgefa hana. Spænsk hefðarkona, sem komið hafði með Katrínu f rá Spáni og síðar gif zt enskum manni, var sú eina sem tókst að leika á varðmenn Katr- ínar, þessari konu tókst að komast inn til hennar og hjúkra henni. María var víðs f jarri, hún baðstfyrir. Hinn sjötta janúar á þrettándanum fann Katrín að henni var aðversna til muna, hún fór að hafa yf ir bænir, hallarprestur hennar og hin spænska vinkona voru hjá henni. Katrín hefði vafið gráum hárf léttunum umhverf- is höf uð sitt, hún var brosandi, nú eygði hún endi hörm- . unga sinna og laun þeirra. Þegar klukkan var að verða tvö um morguninn, vildi presturinn syngja messu,hann sáaðdauðastríðiðvaraðhefjastog vildi færa henni hina siðustu huggun, en Katrín aftraði honum, hún minnti hann á að kirkjan bannar að syngja messu, fyrr en klukkan f jögur að morgni. Prestur hlýddi, loks sló klukk- an f jögur. Þjónarnir voru búnir að koma fyrir altari í herbergi Katrinar. Hún meðtók hið heilaga sakramenti og svaraði þvi, sem við átti, svo f ól hún sál sína Guði og beið. Katrín hugsaði um lif si'tt, fyrst um bernsku sína heima á Spáni, um kýprestrén í Generalife, um hvíta tinda Sierraf jallanna, um hina grænu akra Englands og þokuna, um hin hátíðlegu brúðkaup, um börnin sín í lík- kistunum og allar sogrirnar. Katrín lokaði vesalings stóru bláu augunum sínum, sem voru orðin döpur vegna allra táranna, sem hún hafði úthellt. Katrínu fannst hún f inna enni og hár dóttur sinnar snerta varir sínar, þeirr- ar einu mannveru sem hún hafði nokkru sinni elskað, al- gjörlega hreinni og óeigingjarnri ást. Hún tók af hálsi sér litinn gullkross, sem hún bað um að Maríu yrði gefinn Sýnir hennar voru orðnar ruglingslegar, nú fannst henni Hinrik koma, þunglamalegur. Henni fannst hann koma til að yf irbuga sig. í tuttugu ár hafði hann valdið henni þjáning og vafalaust var hún nú að deyja fyrir hans verknað, en hún gat ekki hatað hann, hann var bæði barnið hénnar og húsbóndi. Hún gat heyrt hlátur hans, þegar hann var lítill hvítklæddur drengur, hún sá hann eins og hann var þá, þegar hann var að dansa. Katrín vísaði þessum hugsunum á bug, þessum jarðbundnu minningum, hún fór aftur að hugsa um Guð. Hún dó klukkan tvö, þá um daginn. Hinrik og Anna, biðu þögul andlátsfregnarinnar. Að siðustu kom sendiboðinn: þau voru frjáls. Hinrik gerði sig hátiðlegan, hann kallaði saman f jölda hirðmanna og talaði um gæfu þjóðarinnar. Hann gætti þess vel að benda mönnum á, að nú hefðu bæði keisarinn og páfinn misst allar ástæður til skynsamlegra umkvartana. Nú yrði friður saminn. Anna benti sendiboðanum að koma, hún tæmdi pyngju sina í lófa hans, hún sagði: „Nú er ég loksins drottning." Sverðið. (1536/' Vonbrigði Anna og Hinrik nutu sigursins einn einasta dag. Þeim datt ekki í hug að klæðast sorgarklæðum, þau klæddust bæði gulu, lit gleðinnar, Ijóssins og sólskinsins og Hinrik stakk lítilli hvítri f jöður í hatt sinn. Það voru veizluhöld í kastalanum, Hinrik sendi eftir Elisabetu litlu, hún var orðin tveggja ára. Hinrik lyfti barninu upp á arma sér og sýndi hirðmönnum sínum hana. Anna þrýsti báðum höndum að kvið sér, hún var að reyna að f inna hreyf ing- ar barnsins, sem hún átti von á, hins fyrirheitna sonar. María sat fangin í Hudson kastala, hún grét móður sína og bjó sig undir að deyja. Anna skynjaði þó að hún var umkringd einhverri dulúð, hún sá gleðisvip á ásjónum óvina sinna, henni sýndist þeir allir brosa, jafnvel Cromwell forðaðist að lita á hana, hann horfði hugsandi á Hinrik. Anna vissi að Cromwell var öllum öðrum fyrri til að geta sér til um óskir húsbónda síns, ef Cromwell var að fjarlægjast hana, þá þýddi þaðað Hinrikætlaði sér að yf irgefa hana. Anna sendi eftir Georg bróður sínum og hinum öðrum fylgismönnum þeirra og ráðgjöf um. Þeir sögðu henni að aóalhættan fælist í dauða Katrínar. Á meðan hún lifði, þyrði Hinrik ekki að yf irgefa önnu, af ótta við að verða þá að hverfa aftur til Katrínar, en nú gæti hann skilið við hana og kvænzt Jane Seymour. Anna skildi strax að þeir sög.ðu henni sannleikann. Hún hætti því við allt ráða- brugg um að ráða Maríu af dögum. Hún reyndi þvert á móti að sættast við hana og öðlast f yrirgef ningu hennar. Anna bað Maríu um að koma aftur til hirðarinnar, hún lofaði að hún skyldi ekki auðmýkja hana né láta hana halda uppi slóða sínum. Fangavörður Maríu var frænka Önnu, nafn hennar var Lady Shelton. Það var hún, sem bar þessi skilaboð önnu til Maríu. Hún sagði henni að ef hún vildi sættast við Önnu, þá héti hún henni að hún skyldi njóta allra réttinda sem prinsessu af konungs- ættinni bar, en María neitaði. Önnu leið nú oftákaf lega illa, en hún huggaði sig við að hún bæri prins undir belfi. Barnið mundi fæðast innan sex mánaða, hann mundi bjarga henni. Anna gerði sér i hugarlund, hve glaður og hlægilega stoltur Hinrik yrði, föðurgleðin mundi milda hjarta hans, það mundi hún kunna að notfæra sér, hún skyldi verða honum blíð og láta vel að honum, hún ætlaði sér að temja sér fram- komu makans, sem guð hafði útvalið. Við slíkar hugsan- ir óxhenni kjarkur og hún átti þá til að hlæja að hinum væntanlegu sigrum, en svo varð hún skelfingu lostin vegna sinnar eigin gleði, þá varð hún hljóð og reyndi að bægja frá sér öllum hugsunum, hún reyndi að sofa og gleyma. Anna vissi að of mikil gleði eða sorg gat orðið henni örlagarík, þá gátu allar hennar vonir brostið. Þá gat hún einu sinni enn staðið uppi sonarlaus. Það var ekki enn búið að jarða Katrinu, en þau höfðu ekki beðið boðanna með að koma henni í líkkistu. Hinir tveir spænsku læknar, sem höfðu stundað Katrínu, óskuðu eftir að framkvæma líkskoðun, en þeim var ekki leyft það. Einn eldasveinninn var látinn smyrja líkið, sá maður hafði á hendi að fara innaní sauðfé og nautgripi til að fjarlægja mörinn til kertasteypu. Maður þessi sagði að hjarta Katrínar hefði verið svart og skorpið, um magann sagði hann ekkert, hvaða þekkingu hafði hann lika á mannsmaga? Báðir spænsku læknarnir fóru fram á að mega fara frá Englandi, þeir ætluðu sér að leita athvarfs hjá Karli keisara, en Hinrik synjaði þeim um fararleyfi fyrst vin- samlega, hann sagðist vera svo hrærður vegna sam- vizkusemi þeirra að hann vildi halda þeim hjá sér og láta þá annast sig sjálfan. Annar læknanna komst undan en náðist aftur og var f luttur í Tower, þar sem hann hvarf inn í þögn fangaklefans. Nú stóð janúarveiðitíminn sem hæst og Hinrik reið til veiða, hverju sem viðraði. Anna hélt sig í svefnherbergi DÆAAALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.