Tíminn - 08.01.1977, Qupperneq 6
6
Laugardagur 8. janúar 1977
Ný sending af
SUBARU
væntanleg fyrir
miðjan janúar —
Fyrri pantanir
óskast staðfestar
framhjóladrifsbíll
sem verður
BÍLLINN - SEM ALLIR
TALA UAA
fjórhjóladrifsbíll með
einu handtaki inni í
bílnum — sem þýðir
að þú kemst nærri
hvert sem er á hvaða
vegi sem er.
SUBARU
fjórhjóladrifsbíllinn, sem klifrar eins
og geit, vinnur eins og hestur en er
þurftarlítill eins og fugl.
Verð ca. kr. 1.950.000
INGVAR HELGASON
Vonarlandi v/Sogaveg — Símar 84510 og 8451 1
Lögregluþjónsistarf
Laiist er til umsóknar i lögregluliði Kópa-
vogs, afleysingarstarf frá 1. febrúar n.k.
og gæti orðið fram i september n.k.
Upplýsingar gefur yfirlögregluþjónn.
40 sitfur
suimu
Dr. Hallgrímur Helgason:
Hugsjón og
heimsfrægð
Cellistinn Casals — 100 óra minning
„Ég efli þá von mannanna, a6
einhvern tima ver6i þeir allir
bræöur og skipti meö sér öllum
gæðum, gagnteknir óumræöi-
legri tilfinningu jaröneskrar
hamingju. „Þessi ummæli lýsa
betur en nokkuö annaö frelsis-
hetjunni, hinum ótrauöa og
staöfasta hugsjónamanni, hin-
um mesta cellista erheimurinn
nokkru sinni hefir eignazt,
Spánverjanum Pablo Casals
(1876-1973).
Vafalaust hefir aldrei neinn
listamaöur af guðs náö borið
skapfestu til aö sýna fórnarlund
og fullkomna ósérplægni fyrir
eigin frelsisþrá og fööurlands-
ást eins og Casals. Hann afsalar
sér á hátindi heimsfrægöar
keisaradómi i riki listarinnar
fyrir fátækt og einmanaleik.
Slikt er aöeins kleift ofurmenn-
um andans.
Sonur kirkjuorganistans i
Vendrell i Katalóniu vex upp viö
söng hljóöfæra og mannsradda.
Af tilviljun sér hann celló á
trúðleikasýningu. Drengurinn
verður svo snortinn af tóni þess,
að hann sjálfur smiðar sér
áþekkt söngtól úr viðargreinum
og stórri hnotuskel. Þetta
bernskuhljóðfæri geymdi
Casals sem helgan dóm allt til
dauðadags, 1973.
Eftir nám i Barcelona og
Madrid er Casals kominn langt
fram úr öllum kennurum sinum
og sakir listrænna yfirburða,
orðinn eftirlætishljómleikahald-
ari konungshirðarinnar, sem
veitir honum tvenn heiðurs-
merki, 17 og 19 ára gömlum.
Sigurför hans um gjörvallan
heim hefst i Paris árið 1898.
Hann heldur um 200 hljómleika
árlega um langt skeið. Allir
keppast um að bjóöa honum til
sin, prússneskir konungar, zar-
inn i Rússlandi, Tyrkjasoldán
og lýðveldisráöherrar. Annan
eins leik á nútima-knéfiðlu hafa
menn aldrei heyrt. Hann likist
innilegri bænagjörð. Þetta er
það alheimsmál, sem allir
skilja, mesta undraverk verald-
ar. Þar sem það ómar, vikur allt
hatur og sálir manna hverfa til
sameiginlegs skyldleika.
Arið 1905 leggja þeir þre-
menningar saman krafta sina,
er bezt hafa nokkru sinni leikiö
trió, Casals, Thibaud og Cortot,
svo einstæður var samleikur
þeirra á celló, fiðlu og pfanó.
Margir islenzkir hljómplötueig-
endur munu með ánægju
minnast þeirra stunda, er þeir
áttu með þessum þremur kjör-
sonum Apollós.
En enda þótt Casals hefði
sigrað allan heiminn með celló
sitt eitt að vopni, gleymdi hann
þó aldrei ættjörðinni. Árið 1919
stofnar hann með eigin fjár-
framlögum fuilskipaða hljóm-
sveit i Barcelona og stjórnar
henni stórmannlega. Þar með
gjörbreytti hann tónmenntalifi
Katalóniu og innleiddi t.d. sér-
staka verkamannakonserta
með ódýrum aðgangsrétti.
Fyrir sigra hans og umbóta-
starfsemi veitti fööurlandið
Casals margháttaða viöurkenn-
ingu. Hann varð opinber eftir-
lætissonur frægðarborgar sinn-
ar, Vendrell, og ýmsar borgir
Katalóniu sóttust eftir aö efna
til Casals-hátiða, háskólinn i
Barcelona veitti honum
doktorsgráðu, sem heiðursnafn-
bótogspænska akademfan kjöri
hann sem heiðursfélaga. Við
stofnun lýðveldis á Spáni varð
hann yfirtónmenntastjóri Kata-
lóniu, sem þá öðlaðist pólitiskt
og menningarlegt sjálfstæði að
miklu leyti. Eftir borgara-
styrjöidina á Spáni settist
Casals loks að i litilli borg i
frönskum hluta Pyreneafjalla,
Prades, og bjó þar til æviloka.
Hann var til hinzta dags svarinn
óvinur einræðisstjórnar
Francos, og synjaöi öllum
tilboðum um heimhvarf, svo
lengi sem harðstjóri sæti á
veldisstóli.
Casals reynir með öllum ráð-
um að sannfæra helztu stjórn-
málamenn hins svokallaða
siðmenntaða heims um nauðsyn
þess að létta einvaldsoki af
Spáni. En enginn þeirra réttir
honum hjálparhönd. Sem and-
svar við þvi skilningsleysi neit-
ar hann að halda hljómleika i
viðkomandi löndum. Og í sam-
ræmi við það hafði hann ekki
spilað i Rússlandi eftir bylting-
una þar, siðar ekki á ítaliu og i
miklu fé, til þess að styrkja
spænska útlaga i Frakklandi, og
tima sinum til að leiðbeina þeim
og hughreysta. Ollum bréfum
svarar hann við þriggja tima
skriftir á hverjum degi. Sálar-
þrek og mótstöðukraftur reyn-
ast óbugandi. Hér er hann and-
lega skyldur Mahatmá Gandhi
og Albert Schweitzer.
Við litinn hibýlakost býr þessi
mesti tónlistarmaður okkar
tima. Þó koma til hans fjöl-
margir vinir og aðdáendur. Og
einu sinni ár hvert safnast
saman i Prades allir helztu tón-
listarmenn heims og efna til
konserta með Casals sjálfan i
fylkingarbrjósti. Prades verður
i músikheimi pilagrimaborg. —
Að liðinni hátið sinnir Casals
daglegum hjálparstörfum sín-
Pablo Casals
Þýzkalandi. England, Frakk-
land og Bandarikin hljóta loks
einnig synjun.
Samkvæmt venjulegum
formúlum um brautargengi
hefði Casals átt að deyja sem
vellauðugur maður, eigandi
heilar hallir i mörgum heims-
álfum, lystisnekkjur á heims-
höfum, brunandi limúsiur allra
landa, heila búgarða með þús-
undum húsdýra, hafandi þjón-
ustuliö á hverjum fingri og auð-
jöfra og þjóðhöfðingja að
virktavinum. En lif hans leitaði
upprunans. Hann fæddist
snauður og dó snauður að
veraldarauði.
Casals þekkti fátækt af eigin
raun, bæði heima og heiman.
Móðir hans fórnar jafnvel
höfuðprýði sinni, þykku og siðu
hári, svo að hún fái satt hungur
sona sinna á námsárum þeirra i
Paris. Minnugur þessa, eyðir
Casals miklum fjármunum, þá
orðinn rikur maður og frægur,
til þess að þeir fátækustu i
mannlegu samfélagi kynnist
mannbætandi músik. Hann
kennir þeim þótt ótrúlegt megi
virðast, að meta mest allra tón-
skálda sjálfan Johann Sebastian
Bach. Casals sem maður verður
öllum kær, og Casals sem lista-
maður er tignaður sem erind-
reki fegurðar, sannleika og
frelsis.
1 útlegð sinni ver Casals siðar
um. Engar fortölur né gylliboð
duga. Þessi bláeygi skapfestu-
maður hafnar heimsins riki-
dæmi fyrir eigin sannfæringu.
Hann elskar frið og frelsi og
hænir jafnvel til sin fugla lofts-
ins i syngjandi samfélag á löng-
um gönguferðum. Hann blistrar
og fuglarnir taka undir og
flykkjast að honum. Þegar
siðmenningin bregst, hverfur
hann með Rousseau i skaut
náttúrunnar.
Á timum skefjalausrar efnis-
hyggju borgaranna og fyrir-
hygg julitils kapphlaups i
veraldarvafstri virðist ákvörð-
un Casals vera litt skiljanleg.
En siðferðilegur styrkur beindi
lifi hans inn á þær brautir þar
sem aðeins velgjörðarmenn
mannkyns fá velli haldið. Hug-
sjón hans var frelsi og mann-
réttindi, ekki sem innantóm
slagorð, heldur sem eigið lifað
lif, er afneitun hismis merkir
sannleik kjarnans.
A ytra borði geymir skóli i
Paris, kenndur við nafn hans,
„École Casals,” minninguna
um mann, sem er frumkvöðull
nýrrar tækni i celló-leik. En
lengst mun nafn hans lifa sem
sönnun þess, að listin hlýtur
ávallt að standa i þjónustu lifs-
ins. Til þess er jafnvel engin
fórn of stór, heldur ekki auðlegð
og heimsfrægð.