Tíminn - 08.01.1977, Side 13

Tíminn - 08.01.1977, Side 13
Laugardagur 8. janúar 1977 13 STRANDAMAÐURINN STERKI: Hreinn Halldórsson íþróttamaður ársins 1976 — Eg er mjög ánægður yf ir að hafa hlotið þennan eftirsótta titil, sagði Hreinn Halldórsson, sem hefurgengið undir viður- nefninu Strandamaður- inn sterki, eftir að hann var kjörinn l'þróttamaður ársins 1976 í hófi í gær, sem Samtök íþrótta- ídu fréttamanna efnc til. Jón Asgeirsson, formaöur Samtaka iþróttafréttaritara, af- henti Hreini Halldórssyni hina fögru styttu, sem fylgir nafn- bótinni og hann sagöi þá: — Iþróttamaður ársins 1976 er Hreinn Halldórsson, frjálsi- þróttamaöur. Hreinn fékk 79 at- kvæöi af 80 mögulegum, og leik- ur þvi ekki á tveim tungum, aö hann er vel að þvi kominn aö hljóta titilinn íþróttamaöur árs- ins að þessu sinni. 1 fyrra hlaut hann annaö sætið á listanum. Hreinn hefur náð frábærum á- rangri i iþróttum, einkum i eft- irlætisgrein sinni, kúluvarpi. A árinu 1976 lagði hann sig allan fram. Hann helgaöi sig meira aö segja iþrótt sinni ó- skiptur um alllangt skeiö til þess að geta búiö sig sem bezt undirOlympiuleikana i Kanada. Og árangurinn lét ekki á sér standa. Hreinn kastaöi yfir 20 metra og þaö oftar en einu sinni, og Islandsmet hans i kúluvarpi er nú 20,24 metrar. Sómir hann sér þvi vel meðal fremstu manna heims i sinni grein. Miklar vonir voru bundnar viö Hrein á Olympiuleikunum. Þær vonir brugðust aö verulegu leyti. Margir höfðu vonazt til aö þar næöi Hreinn betri árangri Framhald á bls. 15 að ef islenzkur iþróttamaður ætl- ar sér að standa jafnfætis fremstu iþróttamönnum heims, þáþyrftihann að fórna miklum tima — og óneitanlega kæmi það þá niður á vinnunni. — Æfir þú nú eftir einhverju æfingakerfi? — Nei, ég æfi algjörlega frjálst, enda tel ég það sé bezt fyrir mig. Ég æfði eftir kerfi til að byrja með sl. keppnistimabil, en þegar ég hætti þvi i byrjun júni, þá fyrst kom árangurinn — 20 m múrinn rofnaði. — Stefnir þú að þátttöku i Olympiuleikunum iMoskvu 1980? — Ég læt mig aö sjálfsögðu dreyma um að komast til Moskvu. Það er að visu f jarlægur draumur og það er ógjörningur að vita um, hvort hann rætist, sagði þessi 28 ára sterki Strandamaður að lokum. Iþróttasiða Timans óskar honum til hamingju með nafnbótina — Iþróttamaður árs- ins 1976. — SOS Lokasprettur landsliðs- ins dugði gegn pressunni Landsliðið i handknattleik vann i gærkvöldi sigur á pressu- liðinu i Laugardalshöll (27-21), eftir mjög slakan fyrri hálfleik beggja liða, sem lauk 13-8, en öllu meir spennandi siðari hálf- leik. Það var ekki fyrr en að loknu leikhléi að pressuliðið náði sér á strik. Tókst þvi þá aö minnka muninn niður i tvö mörk (21-19). Þegar svo var komið tók lands- liðið afturá móti leikinn isinar hendur og sýndu þeir Axel Ax- elsson ' ólafur H. Jónsson, Björgvin Björgvinsson og Geir Hallsteinsson þá frábæra spretti. Markhæstu menn landsliðsins voru þeir Jón Karlsson, fjögur mörk, Björgvin Björgvinsson, fjögur mörk, og Viðar Simonar- son, Ólafur Einarsson, Geir Hallsteinsson og Ólafur Jóns- son, þrjú mörk hver. Markhæstur pressumanna var Hörður Sigmarsson, sem skoraði fimm mörk. Hörður var þó litið inn á i leiknum, þvi snemma i fyrri hálfleik meidd- ist hann og varð að yfirgefa völlinn. Var Höröur fluttur á slysadeild, þar sem sár hans var saumað saman og kom hann að þvi búnu aftur til leiks og lék siðustu minúturnar meö liðinu. — segir íþróttamaður órsins 1976 Hreinn Halldórsson — Ég stefni að sjálfsögðu af þvi að bæta mig og ná enn betri ár- íþrótta maður órsins 1976 Hreinn Halldórsson vann yfir- burðarsigur i kjörinu um iþróttamann ársins 1976 hlaut 79 stigaf 80 mögulegum. Það þarf að leita ailt tii ársins 1956 til að finna hliðstæðu eða siðan Vilhjáimur Einarsson, iangstökk varinn snjalii var kjörinn, en þá var fyrst kosiðum iþróttamann ársins á ts- landi. Eftirtaldir iþróttamenn fengu atkvæði i ár: 1. Hreinn Halldórsson, frjálsar i- þróttir......................79 2. Ingunn Einarsdóttir, frjálsar iþróttir.....................62 3. Guðmundur Sigurðsson, lyft- ingar .......................57 4. Viðar Guðjohnsen, judó..42 5. Ingi Björn Albertsson, knatt- spyrna.......................34 6-7. Lilja Guðmundsd., frjálsar i- þróttir og Ásgeir Sigurvinsson, knattspyrna..................28 8. Steinunn Sæmundsdóttir, skiði........................25 9. Sigurður Jónsson, skiði.17 10. Geir Hallsteinsson, hand- knattleikur..................15 Aðrir sem hlutu atkvæði voru: Jón Sigurösson, körfuknattleikur (14) Vilmundur Vilhjálmsson frj- álsar iþróttir (10), Björgvin Þor- steinsson, golf (6), Viðar Simon- arson, handknattleikur (5), Sig- urður Ólafsson, sund (4) Agúst Asgeirsson, frjálsar iþróttir (3), Skúli Óskarsson, lyftingar (3) og Pálmi Pálmason, handknattleik- (2). angri, en hvort þaö tekst, verður framtlöin að skera úr um, sagði Hreinn Halidórsson, tþróttamað- ur ársins, sem er nú byrjaður að æfa af fuilum krafti fyrir næsta keppnistimabil. — Ég hef ekki sett mér neitt sérstakt takmark, en óneitanlega væri gaman að kasta yfir 21 m i sumar. Eins og menn muna þá setti Hreinn frækilegt Islandsmet i kúluvarpi á Laugardalsvellinum 14. júli sl. sumar, er hann náði að rjúfa 20 m múrinn og kasta kúl- unni 20.24 m. — Óneitanlega var það mikill léttur fyrir mig að rjúfa 20 m múrinn. Þaðhafði sál- fræðilegáhrifá mig, sagði Hreinn — Nú náðir þú þér ekki á strik á Olympiuleikunum íMontreal, þar sem miklar vonir voru bundnar við þig? — Já, þvi miður var ég ekki nógu vel upplagður, þegar stóra stundin rann upp. Arangur minn i Montreal olli mér miklu meiri vonbrigðum, heldur en öðrum. Ég var búinn að fórna miklum tima i æfingar og undirbúa mig eins vel ogég gat fyrirslaginn iMontreal, en þvi miður fór draumurinn um að verða meðal þeirra fremstu út i veður og vind. — Hverju viltu kenna um, að þú náðir þér ekki á strik i Montreal? — Ég ætla alls ekki að fara að afsaka frammistöðu mina þar. En það er þó ekki hægt að neita þvi, að hitinn (32 stig) var óþol- andi i Montreal, þegar keppnin fór fram. Ég er óvanur svo mikl- um hita, og hann hefur örugglega haft sitt að segja. — Nú hafðir þú á orði eftir Olympiuleikana að þú ætlaðir að hætta að æfa og keppa. — Já, þá hugsaði ég um þann mikla tima, sem fer i það að æfa, og aðstöðuleysið, sem við búum við. Það er ekki gaman að leggja sig allan fram til aö ná árangri, þegar maður þarf siðan aö búa við það aðstööuleysi, sem fijálsi- þróttamenn tslands hafa þurft að búa við undanfarin ár. — Ég hefði átt að hætta, en ég gat það ekki. Maður vill alltaf meira. Hreinn sagði að peningavanda- málið væri erfiðasti hjallinn, þvi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.