Tíminn - 11.01.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.01.1977, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 11. janúar 1977 erlendar f réttír Norðurlandaráð: Finni fékk bókmennta- verðlaunin — 1 gær var tilkynnt, að Finninn Bo Carpelan hefði hlotið bókmennta verðlaun Norðurlandarúðs. Verölaunin, l)kr. 75 þúsund verða afhent i llelsinki þann 19. febrúar n.k. Bo Carpelan er sænskumæl- andi Kinni og ritar á sænsku. Hann er fæddur árið 192(í og er dr. i hókmenntum, en starfar sem bókavörður við Borgar- bókasafnið I Helsinki. Hann er þekklur fyrir mjög fjölbreyti- legan skáldskap sinn, en þó fyrst og fremst sem Ijóðskáld, en það var fyrir nýjustu Ijóða- hók sina, sem hann lilaut bók- menntaverðlaunin. Geta Sovét- menn tekið V-Þýzkaland á fjörutíu og átta stundum? lleuter, Brussel. — Háttsettur hershöfðingi i herjum NATO heldur þvi fram i bók sinni, sem gel'in verður út bráölega, að Sovétrikin geti náö Vestur- Þýzkalandi á sitt vald á fjöru- tiu og átta klukkuslundum. Hershöföinginn, Hobert Close frá Belgiu, sem er eiiui umdeildasti hershöfðingi innan Atlantshafsbandalags- ins, segir i bókinni, sem hann nefnir „Varnarlaus Evrópa?’’ að — undir sérstökum kring- umstæöum gætu Sovétrikin, meö þvi að notfæra sér alla möguleika til þess að koma á óvart og vegna þess að Vesturlönd séu ekki undir það búin, gert skyudiárás á Vestur-Þýzkaland og vcrið á Hinarbökkum innan fjörutiu og átta klukkustunda. — Close hershöfðingi stýrir sextánda vélaherfylki Belgiu, sem er á Köinar-svæöinu i Vestur-Þýzkalandi. Hann olli miklu uppnámi i marz á siöasta ári, þegar könnun, sem hann framkvæmdi á svip- uöum þáttum, varð blaðamat- ur, og niöurstööur hans birtust á forsiöum blaðsins Times i London. A þeim tima reyndu aöilar i V-Þýzkalandi aö fá hershöfð- ingjann rckinn úr starfi, en hann starfaöi þá viö herskóla N ATO i Hónt. NATO neitaöi þá með öllu tengslum við hug- myndir Ciose. George Leber, varnarmála- ráöherra Vestur-Þýzkalands, sagði að Sovétmenn gætu þvi aöcins komizt til Hfnarbakka á fjörutiu og átta klukku- stundum, að vestur-þýzki her- inn tæki að sér uniferðarstjórn fyrir hersveitir innrásarliös- ins. Þrátt fyrir fullyrðingar þessar og mótmæli, bæði frá NATO i heild, svo og cinstakl- inga, var CTose ekki hegnt á nokkurn veg, þvert á móti var hann hækkaður i tign og hon- urn fengin i hendur yfirstjórn 16. vélaherfyl.kisins. Andófsmenn í Tékkóslóvakíu handteknir Rcuter, Vin — öryggislögregl- 'an i Tékkóslóvakiu, handtók i gær nokkra pólitiska andófs- menn i Prag, en handtökur þessar eru þáttur i aðgcröum stiórnvalda gegn nýrri og Framhald á bls.,7 Sviðsmynd úr Makbeö. Lafði Makbeð (Edda Þórarinsdóttir) og Makbeð (Pétur Einars- son). drög að flutningi hans. Hann er fluttur i mæltu máli, þó þannig að hrynjandi og bragarháttur á að greinast fram i sal, hafi menn þá brageyra á annað borð. Við að kynnast verkinu, þá verða tengsl þess við samnorr- ænan menningararf augljós. Búningar eiga að minna á al- mennan klæðnað á vikingaöld, án þess þó að þeir séu of islenzk- ir. Búninga hannaði Guðrún Svava Svavarsdóttir. Leikurinn gerist á 11. öld, en er þó furöu nútimalegur að þvi leyti til, að hann fjallar um mál- efni, sem eiga sér hliðstæður i samtiöinni. Dýr sýning Þá var það upplýst á hátiðar- fundinum, að æfingar hefðu haf- izt i nóvember, og að 24 leikend- ur færu með hlutverk i leikrit- inu. Þetta er dýrasta viðfangs- efni, sem LR hefur lagt i til þessa, og er talið að kostnaöur fyrir utan vinnulaun fastráð- inna leikenda sé um þrjár millj- ónir króna, en það er hærri fjár- hæð heldur en LR hefur leyft sér til þessa. Sem áður sagði er Þorsteinn Gunnarsson leikstjóri. Leik- mynd gerði Steinþór Sigurðs- son. Mjög örðugt er að setja svo mannmargt leikrit upp á hinu þrönga sviði Iðnó, er þvi byggt nokkuð fram i salinn, en sem áður sagði, eru 24 leikendur i hlutverkum. Frumsýnt verður á afmælis- daginn, 11. janúar. Formaður LR er nú Steindór Hjörleifsson, leikari. Leikhússtjóri er Vigdis Finn- bogadóttir, en framkvæmda- stjóri Tómas Zoega. Munu stjórna nýju borg- arleikhúsi Að lokum var blaðamönnum sagt frá ýmsu, er varðar Leikfé- lag Reykjavikur, þar á meðal nýja borgarleikhúsinu. Steindór Hjörleifsson kvað LR munu byggja húsið með borginni. Þegar byggingu verði lokið, yrði framlag aðila grundvöllur fyrir eignarhluta i fasteigninni. A hinn bóginn myndi Leikfé- lag Reykjavikur sjá um rekst- urinn áfram og formið svipað og verið hefði i Iðnó. Kvað formaðurinn Reykja- vikurborg sýna LR mikla tiltrú með þessu og vonaðist hann eft- ir, að félagið væri traustsins vert. Ennfremur var frá þvi skýrt, að þrir rithöfundar heföu verið ráðnir til þess að skrifa leikrit fyrir Iðnó i tilefni af áttræðisaf- mælinu. — JG Minnist afmælisins með frumsýningu á Makbeð Llkanaf Borgarleikhúsinu.sem byggingeraðhefjastá. Leikfélag Reykjavíkur verður áttrætt þriðjudag- inn 11. janúar í ár, en það var stofnað hinn sama dag árið 1897, og er svo að segja jafngamalt húsi sínu og afdrepi gegnum árin, Iðnó., — Það voru iðnaðarmenn sem áttu frumkvæöið að stofnun Leikfélags Reykjavikur, sagði Vigdis Finnbogadóttir, leikhús- stjóri, og ég held að þeir hafi verið með höfuðborgardrauma. Þeir höfðu reist Iðnó, þetta ágæta hús, og til þess að nýta þetta stórhýsi sitt, þá stóðu þeir að þvi að stofnað væri leikfélag. Leiklistin i Reykjavik er miklu eldri, en Leikfélagið miöar sig við 11. jan 1897. Makbeð Blaðamönnum var boðið á há- tiðarfund hjá stjórn LR skömmu fyrir helgi. Húsiö söng eins og mjólkurstöð, þvi það var verið aö gera uppreisn á sviðinu — Makbeð, en svo nefnist leik- ritiö, verkefnið, sem leikarar LR völdu sér i tilefni afmælis- ins, var i fullum gangi við að komast i heiminn. — Venjan hefur verið sú, a.m.k. i þeim kvikmyndum, sem ég hefi séö, og sjónvarps- myndum lika af Makbeð, að þetta er yfirleitt fært upp með miðaldra leikurum, a.m.k. virð- ist það vera hefö. Við förum aðra leið, teflum fram ungu fólki, sagði Vigdis Finnboga- dóttir. Ég held, aö það sé rétt steína. Þetta er fólk með ung börn, hvitvoðunga, og það bend- ir til þess að Shakespeare hafi ekki haft eldra fólk i huga. Og Vigdis hélt áfram: — Makbeð er öðruvisi valiö en venjan er hér. Það eru leik- ararnir sjálfir, sem valið hafa sér þetta verkefni til sýningar. Það undirstrikar hina félagslegu hlið LR. — Þýðing Helga Hálfdánar- sonar er alveg frábær. Til er Leikfélagið hefur alið allan sinn aldur i gamla Iðnó við Tjörnina. eldri þýðing eftir Matthias Jochumsson, þvi megum við ekki gleyma, en sú þýðing til- heyrir málhéfð, sem er liðin. Sagter, að Shakespeare höfði til samtiðar, hann sé i samtiðinni hverju sinni, og þýðing Helga er á nútimamáli. Hún er mikið af- rek. Makbeö i hópvinnu Jón Hjartarson, leikari, hafði einkum orð fyrir leikendum. Hann skirskotaði þó til Makbeðs sjálfs, sumsé Péturs Einarsson- ar. Jón hafði þetta að segja i að- alatriðum: Makbeð er á vissan hátt unn- inn i hópvinnu, leikendur eru samábyrgir, þótt auðvitað skilji þar á milli, að sérstakur leik- stjóri er að verkinu, Þorsteinn Gunnarsson. Hópur leikara fór yfir þýðing- ar Helga Hálfdánarsonar og valdi Makbeð. Makbeð hefur ekki verið sýnt áður, nema brot úr verkinu. Þegar búið var að velja verk- ið, þá skiptum við hópnum i þrjá vinnuhópa. Einn hópurinn rann- sakaði hið sögulega baksvið, en Shakespeare sækir efnið i forn- ar sögur frá vikingaöld, til Skot- lands. Þetta er þvi sannsögulegt verk i bland. Annar hópur rannsakaði sýn- ingarhefðir við uppfærslu á þessu verki, en margar útgáfur eru til af þessu eins og öðrum verkum Shakespeares. Þriðji hópurinn fór yfir text- ann með þýðanda. Þar voru lögð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.