Tíminn - 11.01.1977, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.01.1977, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 11. janúar 1977 MEÐ MORGUN- KAFFINU Snatiþefar uppi eiturlyf. Branda ólögtega hunda og Jónas ólöglegan gjaldeyri. Timarnir breytast, áöur gekk ég meö vatt i heröapúöunum og nú geng ég meö vatt I eyrunum. André Brugiroux 400.000 km. ferðalag á puttanum í kringum hnöttinn André BRUGIROUX, sem hefur verið nefndur „Marco Polo vorra daga” af evrópskum dagblöðum, höfundur hinnar frönsku metsölubókar „La terre n’est qu’un seul pays” (Jörðin er a ðeins eitt land), er lýsir hinu sögulega ferðalagi hans, ferða- lagi uppgötvana og ævintýra, gegnum 135 lönd, samtals 400.000 km er tók hann 18 ár, er nú staddur i Reykjavik til að sýna kvikmynd um feröir sinar og segja frá reynslu sinni. André Brugiroux var 17 ára þegar hann yfirgaf Paris með 2 dollara i vasanum, i þeim til- gangi að breyta þeim draumi sinum i veruleika að ferðast kringum hnöttinn, ekki sem túr- isti heldur til að fræðast um mannkynið, eðli þess og háttu. Að loknum 9 árum i ýmsum Evrópulöndum þar sem hann lærði 5 tungumál, og eftir þriggja ára dvöl i Kanada til að safna fyrir ferðakostnaðinum, hóf hann ferðalagið með það i huga að uppgötva heiminn upp á eigin spýtur. Hann ferðaðist sem puttaling- ur á öllum hugsanlegum farar- tækjum og lifði oftast nær á ein- um dollara á dag i 6 ár (hann bjó aðeins eina nótt á hóteli i Moskvu). Hann ferðaöist um þvera og endilanga Ameriku, eyjarnar i Kyrrahafinu, Suð- austur Asiu, Siberiu, Austurlönd nær, Indland, Iran og Afriku. í kvikmyndinni ferðast áhorf- endur með honum til Alaska þar sem hitinn er 45 gráður fyrir neðan frostmark, eyðimerkur Astraliu þar sem er 60 gráðu hiti, landssvæði hausaveiöara á Borneo, Buddhamunka i Bang- kok, Yogaiðkendur á Indlandi, kibbutz (samyrkjubú) i Israel og fangelsi i Boliviu (þar sem hann var tekinn i misgripum fyrir skæruliða Che Guevara). Þetta var ekki i eina skiptið, sem hann gisti fangelsi. André Brugiroux komst smátt og smátt að þeirri niðurstööu, vegna reynslu sinnar í sam- skiptum við svo margt fólk heimsins, „Að þessum dtján árum liðnum, segir hann, veit ég ekki lengur hvað útlendingur er, ég horfi beint til hjarta fólks- ins”... Þessi alheimssýn og einstaka reynsla er það, sem hann vill deila meö okkur Islendingum með þvi aö útskýra sjálfur kvik- mynd sina, sem er eins og hálfs tima löng mynd i þtum. Helztu atriði verða einnig útskýrð á is- lenzku. Myndin verður sýnd laugardaginn 15. jan. kl. 3 að Hótel Loftleiöum. lllli

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.