Tíminn - 11.01.1977, Blaðsíða 6
6
Þriðjudagur 11. janúar 1977
í fjörutiu kilómetra fjarlægö
frá Moskvu er þorpið Tskal-
ovski, og i þvi þorpi er grunn-
skóli númer 12. Þetta er ósköp
venjulegur skóli og nemendur
hans eru ósköp venjuleg börn.
Þau læra bókmenntir, sögu,
landafræði, stærðfræði, eðlis-
fræði, efnafræði og allar aðrar
venjulegar námsgreinar. Eins
og i öllum öðrum skólum eru
þar einnig tónlistartimar.
Kennslu i þeim timum annast
Viktor Tsjepúrof, mikill áhuga-
maður um tónlistarkennslu,
maður sem segja má að sé ást-
fanginn af starfi sinu. Hann hóf
kennslu við þennan skóla fyrir
25árum, eftir að hafa gegnt her-
þjónustu og hlotið tónlistar-
menntun.
Söngur, tónlist og börn eru
þau áhugamál, sem hann hefur
helgað lif sitt. Hann kennir
börnunum ekki aðeins undir-
stöðuatriði tónmenntar. Aðal-
verkefni hans er að vekja áhuga
barnanna á fögrum listum.
Hann telur að tónlistin hjálpi
þeim til að kynnast heiminum
og hafiörvandi áhrif á listrænan
smekk þeirra.
Kennslustundir Tsjepúrofs
eru fróðlegar og skemmtilegar.
t fyrsta bekk, þar sem sjö ára
börnin eru, verða timarnir að
skemmtilegum leik. Einn
léikurinn heitir t.d. „Bergmál”.
Kennarinn slær eina nótu á
hljóðfæri og börnin endurtaka
hana eins og bergmál. Þetta er
mjög þroskandi fyrir tónheyrn
þeirra.
Eldri börnin leika aðra leiki.
Tsjepúrof kemur f tima með
hljómplötu, sem á er „Mars
kátu krakkanna” eftir sovézka
tónskáldið tsak Dúnajefski, úr
myndinni „Kátir krakkar”. Stór
hljómsveit leikur þetta fjöruga
lag.
— Hlustið nú vandlega á þetta
lag, sem þið þekkið öll, og reyn-
ið að geta ykkur til um, hvaða
hljóðfæri leika innganginn, —
segir kennarinn.
Meirihluti krakkanna svarar
rétt: fiðla, trompet, harpa,
flauta, fagot...
En þau verða að hafa þekkt
hljóðfærin áður, ef þau eiga að
geta rétt. Þau verða að hafa sótt
tónleika. Viktor Tsjepúrof álitur
þetta nauðsynlegan þátt i upp-
fræðslu barnanna.
Einu sinni eða tvisvar i mán-
uði fer h ann með þau til M oskvu
á tónleika i Tónlistarskólanum
eða i Bolshoi-leikhúsinu. Að
kunna að hlusta á tónlist, það er
list útaf fyrir sig, list sem þarf
helzt að lærast frá blautu barns-
beini.
— Tónlistin hjálpar yður til að
finna hjá yður nýja, áður
óþekkta krafta. Þér munuð sjá
lifið i nýjum tónum og litum —
segir hinn frægi sovézki tón-
smiður Dmitri Sjostakovits.
HAIU KP.UI
Tónlistarkennarinn með einn nemenda sinna
mikilvæga.
hann telur tónlistarfræðsluna börnunum mjög
N. Borosnova:
Söngkennarinn
Og barnakennarinn Viktor
Tsjepúrof álitur, að það þurfi að
hjálpa skólakrökkum til að
finna þessa tóna og þessa liti.
Einu sinni gerði einn af nem-
endum Viktors þá játningu, að
honum geðjaðist ekki að tónlist
Sjostakovits. En kennarann
grunaði að pilturinn þekkti ekki
þessa tónlist, hefði ekki hlustað
á hana. Hann ákvað að gera til-
raun, og hafði með sér hljóm-
plötu i næsta tima.
— Hvaða tónverk er þetta? —
spurði hann nemendurna. Ein
telpnanna svaraði réttilega að
þetta væri lag úr kvikmyndinni
„Broddflugan”, en hún mundi
ekki hver samdi það.
— Það var Sjostakovits, —
sagði kennarinn og beindi máli
sinu til stráksins, sem sagðist
ekki kunna að meta Sjostako-
vits.Þá uppgötvaði nemandinn,
að hann þekkti þetta lag og
fannst það skemmtilegt, en
hafði ekki vitað hver höfundur-
inn var.
Þannig fer kennarinn að þvi
að ala upp i börnunum ást á al-
varlegru tónlist. Hann treður
ekki lærdómnum upp á þau,
heldur kemur honum að með
lagni og á þann hátt að þau hafa
gaman af. Þannig kennir hann
þeim að skilja verk tónskálda
eins og Glinka, Beethovens,
Tsjækovskis, Rimski-Korsakofs
og Chopin, svo einhverjir séu
nefndir. Það væri sárt að þurfa
að lifa heila ævi án þess að kom-
ast i snertingu við þessi tón-
skáld, við fegurð og marg-
breytileika tónsmiða þeirra.
En þá fyrst urðu krakkarnir
kátir, þegar Viktor Tsjpúrof
kom á fót óperuleikhúsi við
skólann.
Leikhúsið hlaut nafnið „Gæsir
og svanir” í höfuðið á fyrstu
óperunni, sem sýnd var þar.
Það var árið 1957. Við leikhúsið
starfar áhugasamur hópur,
skólakrakkarnir eru söngvarar,
leikarar, leikmyndasmiðir,
annast förðun og búningasaum,
o.s.frv. Teiknikennari skólans
hjálpar nemendum elztu bekkj-
anna við leikmyndasmiðina.
Söngkennarinn Viktor Tsjepú-
rof stjórnar leikhúsinu i fritim-
um sinum og fær enga auka-
þóknun fyrir það, hann er sjálf-
boðaliði.
Til starfa við leikhúsið eru
ráðnir allir þeir sem áhuga
hafa, hvort sem þeir eru i
yngstu eða elztu bekkjunum, og
hvort sem þeir syngja vel eða
ekki. Það er nóg að gera, lika
handa þeim, sem hafa enga
söngrödd. Þeir sem hafa unun
af dansi, geta gerzt meðlimir
dansflokksins. Þá fr auðvitað
kór, og svo eru sumir gerðir að
„statistum”, sem gegna þvi
hlutverki að mynda bakgrunn
sviðsins. Ungir listmálarar, tré-
smiðir, rafvirkjar, og tækni-
áhugamenn á ýmsum sviðum fá
tækifæri til að nota hugmynda-
flugið.Sem dæmi má nefna, að i
óperunni „Gæsir og svanir”
bjuggu krakkarnir sjálfir til
„töfraskóg” og kofa galdra-
nornarinnar Baba-Jaga. Með-'
limir áhugahóps um eðlisfræði
smiðuðu ofn með „alvörueldi”
og framleiddu ýmiss konar
listaverk i þeim dúr.
A leikskránni eru nú yfir
tuttugu óperur sovézkra og er-
lendra tónskálda. Auk óperunn-
ar „Gæsir og svanir” eftir
sovézka tónskáldið Júri Veis-
berg hafa vinsælustu verkin
verið búlgarska óperan „Töfra-
draumur” og önnur tékknesk,
„Draumur Júrotska”. Leikhús-
ið á marga vini meðal sovézkra
og erlendra tónlistarmanna, og
sumir þeirra hafa árum saman
skipzt á sendibréfum við krakk-
ana. Dmitri Kabalevski, hinn
þekkti sovézki tónsmiður og
tónlistarkennari, hefur oft séð
sýningar leikhússins og gefið
aðstandendum þess góð ráð,
enda hefur hann mikið álit á
starfsemi þeirra.
Öperuleikhúsið „Gæsir og
svanir” heldur ekki aðeins sýn-
ingar i heimaþorpi sinu Tskal-
ovski og nágrannaborginni Sjel-
kovo. Krakkarnir hafa sýnt i
Tónskáldahúsinu og Blaða-
mannahúsinu i Moskvu, i Ung-
herjahöllinni á Leninhæðum, á
Landbúnaðar- og iðnaðarsýn-
ingunni og á sviði Tónlistarleik-
húss barnanna. Auk þess hafa
þau oft komið fram i sjónvarpi.
I skólafrium á veturna, vorin
og sumrin fer leikhúsið i svo-
nefndar „gestaleikferðir”.
Börnin i Leningrad, Volgograd,
Kiev, Brest og Vladimir hafa
fengið að sjá sýningar leikhúss-
ins. Einnig hefur leikhúsið hald-
ið sýningar fyrir börnin, sem
eru i sumarbúðum ungherja i
Artek á Krimskaga. Þar að auki
hafa listamennirnir ungu einu
sinni farið til útlanda. Þá var
farið til Tékkóslóvakiu og sýnt i
Prag, Bratislava og fleiri borg-
um.
Leikhúsið er nú orðið 19 ára.
Fyrstu listamennirnir eru nú
löngu fullorðnir. Þeir, sem nú
sýna óperur á sviði þess, gætu
verið börn þeirra.
Sumir þeirra, sem þátt hafa
tekið i starfsemi óperuleikhúss-
ins, verða með timanum söng-
kennarar, undirleikarar eða
söngvarar. Hinir eru þó fleiri,
sem ekki helga tónlistinni lif
sitt. En hvaða starf sem þeir
velja sér, mun þó tónlistin
•fylgja þeim allt lifið, hún mun
setja svip sinn á daglegt lif
þeirra og tómstundir. Þetta er
einmitt aðalmarkmið söng-
kennarans Viktors Tsjepúrofs.
Viktor hefur hlotið verðuga
viðurkenningu fyrir störf sin.
Sovézka rikið hefur heiðrað
hann með nafnbótinni Heiðurs-
kennari Rússneska Sambands-
lýðveldisins.
APN