Tíminn - 11.01.1977, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 11. janúar 1977
7
Þá skemmta börnin sér vel. Ég
held, að leikendur hafi lika
skemmt sér vel, a.m.k. eftir að
æðið var runnið á fröken Júliu.
Leikflokkurinn leggur mikið
upp úr látbragði og hreyfingum
og reynt er að skapa ógn i saln-
um.
Þótt sumt sé nálægt hinum
óútskýrðu dellumörkum, er
margt ljómandi skemmtilegt i
þessari sýningu, og hún er vel
æfð, góð tilbreyting a.m.k. fyrir
leikhúsgesti, en sýningin er ekki
áleitin þannig að þú takir hluta
hennar með þér heim út i kalda
nóttina til þess að hugsa frekar,
og hún leggst ekki yfir brjóst
þitt þegar þú ætlar að fara að
soía, eins og hann Strindberg á
til dæmis til að gera. Þetta er
sem sé skemmtun, sem varir i
klukkutima, eins og leikritið.
Leikurinn greinir frá þrem
persónum og baráttu þeirra við
tilfinningar sinar, um ástalif,
innan þröngs ramma guðfræði
og mannlegrar siðfræði. Stétta-
skipting og siðfræði kirkjunnar
settihömlur á trúlofanir manna
þá — og gerir jafnvel enn, og
það var oft ósköp erfitt að vera
manneskja i andlegu skipulagi
þess tima, en leikurinn gerist á,
eða er ritaður — og það er vist
oi't eríitt enn.
Leikendur, leikhópurinn
reynir nýátárlega leið að settu
marki. Þótt árangurinn sé ekki
mikill, — þótt ekki hafi tekizt að
skapa áhrifamikið verk með
þessum hætti, þá er sýningin
langt frá þvi að vera slæm, og
menn skemmtu sér eins og þeir
höíðu vit til. Verður fróðlegt að
fylgjast með framhaldinu, — ef
það verður.
Jónas Guðmundsson
leiklist
FRÖKEN
JÚLÍA
ALVEG
FRÖKEN JÚLÍA
ALVEG ÖÐ
Einþáttungur.
Handrit unnið úr bókmenntum
og frjálsum æfingum
Leikstjóri:
Nigel Watson.
Sjónleikurinn Fröken Júlia al-
veg óð var frumfluttur á sunnu-
dagskvöld i salarkynnum æsku-
lýðsráðs, en þrir leikarar höfðu
tekið saman leikinn og sótt föng
sin i Agúst gamla Strindberg, en
mjög er nú til siðs að hressa
svolitið upp á hann. Auk þess er
tekið upp úr bibliunni og úr is-
lenzkum söngvum.
I stefnuskrá fyrir leikinn
stendur þetta
„Sálir minar (persónurnar) eru
skeyttar saman úr liðnum og
yfirstandandi menningarskeið-
um, glefsum úr bókum og dag-
blöðum, brotum af mannkyn-
inu, tætlum af gatslitnum og
bættum sparifötum.”
(Strindberg, formáli að Fröken
Júliu, 1888.)
Þegar höfundur semur texta er
hann að skapa ráðgátu, vé-
fréttasvar. Það er hlutverk
leikaranna og leikstjórans að
finna svar við þessari gátu.Þau
sannindi sem búa i textanum
eru dregin fram i dagsljósið
þegarþau kveikja viðbrögð sem
byggjast á persónulegri
reynslu, hugrenningartengslum
og minningum. Þegar að þvi
kemur að þeir hafa skapað nýja
ráðgátu geta þeir einungis von-
ast til að skilja hana með aðstoð
annarra — áhorfenda.
„1 þessu leikriti hef ég ekki
reynt að gera neitt nýtt — þvi
það er ógerningur — heldur ein-
ungis reynt að skapa nýtt form
til að uppfylla þær kröfur sem
ég imynda mér að nútimamenn
ættu að gera tilþessarar listar”.
Við höfum gert tilraun til að
taka Straindberg á orðinu.”
Strindberg skrifaði Fröken
Júliu árið 1888 og var leikurinn
ásamt sorgarleiknum ,,Faðir-
inn” talinn marka timamót i
leikritun höfundar. Ekki skal
reynt að bera verkið, sem flutt
var að Frikirkjuvegi 11, saman
við Strindberg að öðru leyti,^n
það er rétt: Fröken Júlia er^l-
veg óð.
Persónur og
leikendur
Leikflokkurinn nefnir sig
Hreyfileikhúsið (einhversstað-
ar) og fer að hlutunum með
nýstárlegum hætti. Við fyrstu
sýn gera menn bara það sem
þeim sýnist og minna stundum
einna helzt á börn, sem leika sér
að sængurfötum á þeim augna-
blikum, sem margir muna úr
æsku sinni, þegar allir gáfu sér
lausan tauminn, þvi agavaldið
varviðs fjarri,þ.e. foreldrarnir.
Hlutu viðurkenningu
S.l. fimmtudag afhenti
Kristján Ottósson, formaður
Félags blikksmiða Garðari
Erlendssyni forstjóra blikk-
smiðjunnar Blikk og Stál,
viðurkenningu fyrir að skapa
starfsmönnum fyrirtækis sins
fyrirmyndar aðstöðu í aöbún-
aði og hollustuháttum. Til
stuðnings viðurkenningunni
nefndi Kristján góða lýsingu,
góöa loftræstingu, aðlaðandi
matsal, verkfæraskápa og
vinnuborö á hvern einstakan,
haganlegt fyrirkomulag
vinnuvéla og gott viöhald
húsakynnanna i heild.
Sagði hann framantalin
atriði bera vott um hugarfars-
breytingu hjá stjórnendum til
betri vegar. Vinnustaðurinn
væri nú einu sinni annað
heimili mannsins og yrði hann
að fullnægja lielztu kröfum um
hollustuhætti, enda heilsa
manna lögð að veði.
© Sagtupp
þvi það hækkar ibúðarverðið
verulega.
Við munum auðvitað reyna að
ná i verkefni, eftir þvi sem hægt
er. Við höfum verið mikið til með
sama fólkið árum saman, eða um
tvö hundruð manna kjarna, sem
við viljum halda áfram, ef við
mögulega getum. Ef við þurfum
að fara út i það að segja upp og
ráða til skiptis, þannig að alltaf sé
að koma nýtt fólk inn, þá er eigin-
lega ekki hægt að kalla þetta
fyrirtæki lengur. Þá er þetta ekki
lengur iðnaður.
Nú, eins og ég sagði áður, þá er
fyrirsjáanlegt, að við þurfum að
segja upþ um sjötiu til áttatiu
manns, af þeim tvö hundruð og
sextiu, sem hjá okkur starfa, þar
af þrjátiu til fjörutiu smiðum.
Þetta snertir smiðina verst, þvi
þeirra stétt er hvað viðkvæmust,
og ég sé ekki betur en nú stefni i
alvarlegt atvinnuleysi hjá þeim,
sagði Sigurður Jónsson að lokum.
Erlendar
© fréttir
opinskárri mannréttinda-
hreyfingu i landinu.
Jiri llajck, fyrrum utan-
rikisráðherra Tékkóslóvakiu,
leikritahöfundurinn Vaclav
Havel og rithöfundurinn Lud-
vik Vaculik voru handteknir á
heimilum sinum i gær, réttum
sólarhring eftir að þeir sendu
frá sér yfirlýsingu um mann-
réttindi.
Stuttu siðar var annar rit-
höfundur úr hópi andófs-
manna, Ravel Kohout
heimsóttur af öryggislögregl-
unni. Hann var að tala i sima
viö fréttastofu Reuters i Vin,
þegar hann sleit skyndilega
sambandinu, eftir að hafa
skýrt frá þvi, að öryggis-
lögreglumenn væru komnir að
dyrunt liúss sins.
— Þið hringið á réttu
augnabliki, sagöi hann. —
Lögreglan, eða svo nákvæmni
sé gætt, menn frá öryggislög-
reglunni, standa nú fyrir utan
ibúð mina, en ég hef ekki
hleypt þeim inn. —
Kohout sagði, að lögreglan
biði einnig við aðra íbúð i
Frag, þar sem þeir ætluðu að
handtaka dr. Frantisek
Kriegel, sem var einn af
umbótasinnuðum forystu-
mönnunt kommúnistaflokks
Tékkóslóvakiu, sem Sovét-
menn boluðu frá 1968.
Stálgrindarhús
Efni i 2100 fm. stálgrindarhús til sölu. Til-
búið til afgreiðslu strax af vörulager i
Reykjavik.
Vegg- og loftklæðning er fulleinangruð
máluð utan og innan.
Upplýsingar i sima 37454. Heimasimi
81871.
Vegna væntanlegra kaupa á efni, til hitaveitu, er óskað
eftir tilboðum i eftirfarandi:
1. Lakkaöar álplötur. (Sléttar og báraðar).
2. Pfpueinangrun.
3. Þanar fyrir rör, þvermál 70 til 350 m/m.
4. Þanbarkar fyrir rör, þvermál 20 til 50 m/m.
5. Lokar, þvermál 20 til 500 m/m.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri. Tilboö verða
opnuð á sama stað kl. 11.00 f.h. þriðjud. 1., miðvikud. 2.,
fimmtud. 3., og föstud. 4. febrúar n.k.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844