Tíminn - 11.01.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.01.1977, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 11. janúar 1977 r Jón Arnason fyrrverandi bankastjóri Kveðja frá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga Jón Arnason fyrrverandi bankastjóri og framkvæmda- stjóri i Sambandinu andaðist á gamlársdag, niutiu og eins árs að aldri og er útför hans gerð i dag. Jón hóf störf i Sambandinu um leið og opnuð var heildsölu- skrifstofa á vegum þess i Reykjavik árið 1917. Tveimur árum siðar verður hann fram- kvæmdastjóri Útflutningsdeild- ar Sambandsins um leið og til hennar var stofnað, og þvi starfi gegndi hann til ársins 1946, að hann varð bankastjóri Landsbankans. Þegar hann lét 1 dag kveðjum við Jón Árnason, fyrrverandi banka- og framkvæmdastjóra, einn af mætustu sonum þjóðar vorrar, og sem um langan aldur hafði innt af hendi mörg hinna mikil- vægustu starfa þjóðfélagsins á þann hátt sem mikils er metið og oft að verðleikum. Hann var gæddur þeim hæfileikum, sem hverjum forystumanni eru nauðsynlegir, en of fáir eiga: árvekni, fyrirhyggju, framsýni, afburða dugnaði og skyldu- rækni, samfara sivakandi áhuga á hverju starfi, sem hann hafði á hendur tekizt. Þessir eiginleikar hans voru svo aug- ljósir, að þeim hlaut að verða veitt athygli af fjölda þeirra er af honum höfðu kynni. Jón var fæddur og alinn upp hjá fólki sinu i Skagafirði en fór til náms i Möðruvallaskóla og tók próf frá Gagnfræðaskólan- um á Akureyri 1905. Að loknu skólanámi þar gerðist hann far- kennari i átthögum sinum og i Húnavatnssýslu næsta áratug- inn, en stundaði margs konar störf aö sumrum, bæði til lands og sjávar. Um þritugsaldur breytti hann til um störf. Fór til Kaupmannahafnar og var þar af störfum i Sambandinu var hann kjörinn heiðursíélagi þess. A þeim áratugum sem Jón Árnason gegndi framkvæmda- stjórastarfi Útflutningsdeildar Sambandsins, stýrði hann stór- sókn i afurðasölumálum sam- vinnumanna til lands og sjávar og átti mjög rikan þátt i þróun útflutningsviðskipta þjóðarinn- ar allrar. A þessum árum voru þessir þýðingarmiklu þættir i samvinnustarfinu og raunar i atvinnulifi allrar þjóðarinnar, meðferð og sala afurðanna, færðir mjög i það horf, sem reynzt heíur farsæl undirstaða þeirra stórfelldu framfara, sem orðið hafa í landinu. Mörg voru járn i eldinum og margt nýmæla kom til. Nefna má útflutnin freðkjöts, byggingu kjötfrysti- húsa og siðan fiskfrystingu, uppbyggingu samvinnuiðnaðar veturinn 1916-T7. Þennan vetur vann hann við og kynnti sér starísemi kaupfélaganna i Dan mörku, en fór siðan heim til Islands vorið 1917 og gerðist starísmaður Sambands isl. samvinnufélaga, sem þá stofn- aði heildsölu i Reykjavik, og varð Jón þvi fyrsti fastráðni starfsmaður Sambandsins og hjá þvi vann hann til ársloka 1945, eða meira en 28 ár. — Þeg- ar starfsemi Sambandsins skiptist i deildir, gerðist hann framkvæmdastjóri útflutnings- deildar þess, en það varð fljótt mikið starf og vandasamt, ekki sizt á erfiðleikaárum eins og 1921-’23 og 1931-’33. Hann varð að sjálfsögðu og flótlega að hafa aðstoðarmenn við þessi störf, og munu þeir Svavar Guðmunds- son, siðar bankastjóri á Akureyri, og Stefán Rafnar, sið- ar aðalbókari Sambandsins, hafa verið hinir fyrstu er urðu hjálparmenn hans, báðir ágætir starfsmenn, hvor á sinu sviði. Brátt gerðist Hallgrimur Kristinsson, hinn eldheiti hug- sjónamaður samvinnustarfsins, forstjóri stofnunarinnar — en hans naut skammt við og and- aðist i janúar 1923. Færðist þá vandinn og starfið meira á Jón úr uil og skinnum, kjötsölu- skipulagið innanlands sam- kvæmt kjötsölulögunum og ný- Arnason en verið hafði, en brátt rættistúr þvi, er Sigurður, bróð- ir Hallgrims, gerðist forstjóri, einn hinn prúðasti og samvizku- samasti maður, er gott var að kynnast, en þeir Jón tókust á við erfiðleikana i störfum Sam- bandsins, er stundum voru miklir á þeim tima. Mörg kaup- félögin, sem störfuðu um og eítir 1920, voru fjárvana og urðu að njóta aðstoðar Sambandsins um marga hluti eins og von var til. Ég tel að þeir Jón og Sigurður hafi innt af hendi mjög mikil störf á þessum tima, sem þurfti íórnarlund og framsýni til. — Við borttför Jóns frá Samband- inu 1945 hygg ég að Sambandið hafi verið ein af fjársterkustu stofnunum landsins og hvar- vetna mikils metið. Bankastjórn Jóns er ég minna kunnugur, en veit að hann var hinn sterki og ákveðni maður, sem gerði sér grein fyrir þvi sem var að gerast í landinu, hvað var nauðsynlegtað gera og hvað gat beðið um stund. For- sjálni og íyrirhyggja var honum i blóð borið. Það mun hafa verið mjög að ráði Jóns að afurðasölulögin voru sett árið 1934 og að hans til- skipan sölumála sjávarútvegs- ins á félagslegum grundvelli. 1 öllum þessum umsvifum var Jón Árnason i fylkingarbrjósti, ýmist beint á vegum Sam- bandsins og kaupfélaganna eða með öðrum þegar fleiri þurftu að koma til. Jón átti áratugum saman þátt i flestum opinberum samningum, sem gerðir voru erlendis um viðskipti og fjár- mál. Að þessum mikilvægu málum vann Jón Árnason af þeirri at- orku og krafti, sem honum var lagið, þvi hann var harðdugleg- ur framkvæmdamaður, áræð- inn og farsæll. Nutu samvinnu- menn i rikum mæli forustu Jóns i afurðasölumálum og brautryð- jendastarfs hans i þeim efnum nýttist einnig allri þjóðinni á þeim umbrota- og breytinga- timum, sem þá voru. lögum farið um mörg ákvæði þeirra, en þau hafa orðið islenzkum landbúnaði til meiri farsældar en flest annað á þvi timabili sem siðan erliðið, enda lét Jón sér m jög annt um hversu færi með framkvæmd þeirra. Störf hans fyrir Sölusamband isl. fiskframleiðenda munu og hafa verið hin mikilvægustu. Sama mun og hafa verið um starf hans i stjórn Eimskipa- félags íslands, en þar átti hann sæti marga áratugi, fyrst stjórnskipaður en siðar kosinn af hluthöfum meðan hann gaf þess kost. Að loknu tuttugu ára banka- stjórastarfi við Landsbankann, sem þá var einnig Seðlabanki landsins, gerðist Jón einn bankastjóra Alþjóðabankans i Washington um tveggja ára skeið. Smaladrengurinn norðan af Vatnsskarði var þar með kominn i hóp helztu fjármála- jöfra heimsins. Það var löng leið og viðburðarik og aðeins fáum fær. Ég færi Jóni Arnasyni þakkir fyrir langa og innilega vináttu og allt það sem ég hefi notið af hans hendi og heimilis hans, jafníramt þvi sem ég minnist hinna mikilvægu starfa hans Astæða er til að minna á það sérstaklega, hve þýðingarmikið og farsælt starf Jón Arnason vann i samvinnuhreyfingunni i þágu bændastéttarinnar og með þýðingarmikilli forustu sinni i undirbúningi og framkvæmd afurðasölulöggjafar landbún- aðarins, sem hann átti rikan þátt i, en það leikur ekki á tveim tungum að afurðasölu- skipulagið sem innleitt var á kreppuárunum, reyndist sú lyftistöng, sem hóf landbúnað- inn úr djúpum öldudal til far- sællar þróunar. Samvinnumenn hafa margt að þakka Jóni Árnasyni nú við leiðarlokin og kveðja hann með virðingu og þakklæti. Eysteinn Jónsson Erlendur Einarsson. með eindregnum þökkum og virðingu. Jón kvæntist 8. jan. 1925 Sig- riði, dóttur Björns Sigfússonar alþingismanns á Kornsá, góðri konu og mikilhæfri, sem hæfði manni sinum. Börn þeirra voru þrjú, tveir synir og ein dóttir. Dóttirin lézt af slysförum á fermingaraldri, dáð af öllum er hana þekktu, og það hygg ég hafa verið foreldrum hennar báðum hið mesta sorgarefni æv- innar, er hún féll frá með svo sorglegum hætti. Synirnir báðir, Árni og Björn, eru myndarmenn sem þeir eiga ættir til og starfa að mikilsverðum málum af áhuga. Jón var heimakær og mat heimili sitt og fjölskyldu um- fram það sem viðast gerist. Siðustu árin, einkum hið sið- asta, varhonumsjálfum og allri fjölskyldunni mjög þungt i skauti sökum þungra veikinda hans og raunar þeirra hjóna beggja. Ég votta frú Sigriði, sonum hennar og ástvinum, innilegustu samúð og bið þeim öllum far- sældar um ókominn tfma. Jón ivarsson Lér konungur í Þjóðleikhúsinu — æfingar hafnar, en frumsýning fyrirhuguð í marz gébé Reykjavik — i Þjóðleik- húsinu hófust nýlega æfingar á leikriti Shakespeares, Ler kon- ungur, en þetta leikrit hefur aldrei verið flutt á sviði hér áð- ur. Aætlað er, að frumsýning verði 2. marz n.k. Einn af þekkt- ustu yngri leikstjórum Breta, Hovhannes I. Pilikian stjórnar verkinu, en leikmynd gerir Raiph Koltai, sem er yfirleik- myndateiknari við Royal Shakespcare Co. i London. Lér konungur er einn kunnasti harmleikur Shakespeares og al- mennt talinn hinn vandasam- asti. Leikritið hefur verið flutt i islenzka rikisútvarpinu. Stein- grimur Thorsteinsson þýddi —--------------------m. Brezki leikstjórinn Hovhannes I. Pilikian leikstýrir Lé konungi i Þjóðleikhúsinu leikinn fyrst fyrir tæpri öld, en sú þýðing hefur aldrei verið leikin. Það er þýðing Helga Hálfdánarsonar, sem hér verð- ur leikin, eins og i útvarpinu um árið. Leikstjórinn, Pilikian, hefur staðið fyrir ýmsum mjög um- ræddum sýningum i Bretlandi undanfarinár, t.d.i hátiðarleik- húsinu i Chichester og á Edin- borgarhátiöinni. Koltai er i hópi fremstu leikmyndateiknara heims um þessar mundir, og fékk m.a. fyrstu verðlaun á al- þjóðastefnu leikmyndateiknara i Prag i fyrra. Stefán Baldursson er að- stoðarleikstjóri, Rúrik Haralds- son leikur Lé konung, Baldvin Halldórsson fiflið, Erlingur Gislason Jarlinn af Gloster og Kristbjörg Kjeld, Anna Kristin Arngrimsdóttir og Steinunn Jó- hannesdóttir dæturnar, Goneril, Regan og Krodeliu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.