Tíminn - 14.01.1977, Page 7
Föstudagur 14. janúar 1977
*sm <Ý
sniiilltii'
Dýrlingarnir slógu
Chelsea út á „Brúnni"
— skoruðu 3 mörk í framlengingu
og halda áfram vörninni
í bikarkeppninni
Dýrlingarnir frá
Southampton — bikar-
meistarar Englands,
unnu sætan sigur (3:0)
yfir Chelsea, þegar liðin
mættust í bikarkeppninni
á Stanford Bridge í
London. Dýrlingarnir
með markaskorarann
mikla Ted MacDougall,
greiddu Chelsea rothögg-
ið í f ramlengingu, en
staðan var 0:0 eftir
venjulegan leiktima.
KENNYBURNS
Á SÖLULISTA
Birmingham vill fá 300 þús. pund fyrir hann
KENNY BURNS, hinn
marksækni leikmaður
Birmingham, hefur nú
verið settur á sölulista —
Birmingham vill fá 300
þús. pund fyrir þennan
sterka leikmann.
Það þarf ekki að efa, að mörg
liö hafa mikinn áhuga á að fá
Burns i sinar raðir, enda er
hann marksækinn með afbrigð-
um. Burns, sem er Skoti —
fæddur i Glasgow, hóf knatt-
spyrnuferil sinn hjá Birming-
ham.
BRIAN CLOUGH, fram-
kvæmdastjóri Nottingham For-
est, hefur verið orðaður við
Everton. Mersey-liðiö hefur
mikinn áhuga á að fá hann til að
taka viö stjórninni hjá félaginu.
BENFICA leikur gegn Man-
chester United á Old Trafford i
byrjun febrúar — ágóðaleik fyr-
ir Alex Stepney, markvörö
Manchester United, sem hefur
leikið með United i 10 ár, en
hann stóð einmitt i markinu á
Wembley 1968, þegar United
vann sigur (4:1) á Benfica i úr-
slitaleik Evrópukeppni
meistaraliða.
Ted MacDougall opnaði
markareikninginn, þegar hann
skoraði með þrumufleyg af 15 m
færi. Enski landsliösmiöherjinn
Mike Channon bætti siðan við
öðru marki eftir frábæran
einleik, en hann skoraði
auðveldlega, eftir að hafa
sundrað varnarvegg Chelsea.
David Peach skoraði siðan úr
vitaspyrnu, sem var dæmd á
leikmann Chelsea fyrir aö
brjóta gróflega á MacDougall
inni i vitateig.
Bikarkeppnin:
Blackburn —Charlton......
Chelsea — Southampton....
Lincoln — Burnley........
Wrexham — Sunderland ...
Sunderland, sem vann sigur i
bikarkeppninni fyrir fjórum
árum, mátti þola tap fyrir
Wrexham. Bill Ashcroft skoraði
sigurmark velska liðsins á 62.
minútu.
Blackburn, sem vann bikar-
inn 1928 vann öruggan sigur á
Charlton. John Byrom og Tony
Parkes skoruðu mörk liðsins.
Paul Fletcher skoraði mark
Burnley gegn Lincoln.
ENSKA KNATT-
SPYRNAN
TED MacDougall.... kom Dýr-
lingunum á bragðið.
Beztu lögin
í neðstu
sætunum
— í London
VEGNA fridaganna um jólin og áramótin hefur Reuterfréttastofan
ekki sent neina vinsældalista — og þar af leiðandi höfum við ékki
getað birt vinsældalistana I New York og London sfðustu tvær
vikurnar. En nú tökum við upp þráðinn þar sem frá var horfið, og
vikjum fyrst að London-listanum.
Það er venjan að birta aðeins efstu 10 lögin á listunum tveim, en
Reuter-fréttastofan birtir að þessu sinni 12 efstu lögin, og ástæðan
er sú,að i 11. og 12. sæti erubeztu lögin. 111. sæti er blindi tónlistar-
snillingurinn Stevie Wonder meö lagiö ,,I Wish” af stóru plötunni
sinni „Songs In The Key Of Life,” (númer 3 I New York), en i 12.
sætier lag, sem þýtur beintuppi 12íæti! Þetta lag heitir „Don’t Cry
For Me Argentina”, og er sungið af leikkonunni Lulie Covingston.
Lag þetta er titillag nýs söngleiks eftir þá félaga Andy Lloyd Weber
og Tim Rice, sem heitir „Evita”, en þeir félagarnir sömdu sem
kunnugt er Jesus Christ Superstar söngleikinn. „Evita” er byggt á
æviferli Evu Perons eiginkonu fyrrum forseta Argentinu sem dýrk-
uð er af þjóð sinni, þó að hún sélöngu látin.
Breiðskifa hefur veriö gefin út með lögum úr söngleiknum, en
verið er að sviðsetja hann i London.
London
En London-listinn lftur þannig út:
1 ( 2) Under The Moon Of Love..............Showaddywaddy
2 ( 1) When A Child Is Born..................Johnny Mathis
3 ( 6) Money Money Money.............................Abba
4 (21) Don’tGive UpOn Us.........................David Soul
5 ( 4) Portsmouth.............................MikeOldfield
6 (12) Dr.Love.................................Tina Charles
7 (10) LivingNextDoorTo Alice.......................Amokie
8 (16) Things We Do For Love..................... ,..10cc
9 (18) Grandma's Party.........................PaulNicolas
10 ( 3) LivingThing..................................E.L.O.
11 (20) IWish.................................Stevie Wonder
12 (—) Don’t Cry For me Argentina............Julie Covington
Vert er að vekja jafnframt athygli á laginu i 4. sæti, sem viröist
fljúga upp listann, stekkur að þessu sinni upp um 19 sæti á einni
viku. Þá verður fróðlegt að fylgjast með lögum lOcc og Paul Nico-
las, sem bæði eru á hraðri uppleið.
Ensnúum okkur að New York listanum. Lagið,sem er þar i efsta
sæti, „Car Wash”,er titillag kvikmyndar.sem verið er að sýna þar-
lendis um þessar mundir, en annað vitum við ekki um það lag.
Wonder er heldur á uppleiö, bætir sig um eitt sæti og er nú kominn i
3. sætið.
• Stevie Wonder 111. sæti I London og 3. setl f
New York meö lagiö „I Wish”
A listanum eru þrjú ný lög, þar af i tveimur tilvikum mjög þekkt-
ar hljómsveitir sem eiga i hlut, annars vegar Queen og hins vegar
Aerosmith. Þriöja nýja lagið er meö Mary McGregor og fór úr 14.
sæti I 8. á einni viku.
New York
En listinn I New York litur svona út:
1 ( 3) CarWash................................. RoseRoyce
2 ( 1) You Don’t Have To Be A Star............MarlynMccoo
And Billy Davis
3 ( 4) IWish................................Stevie Wonder
4 ( 2) You Make Me FeelLike Dancing..............LeoSayer
5 ( 5) After TheLovin’........................ Engilbert
Humperdinck
6 ( 7) Dazz.........................................Brick
7 ( 9) Hot Line...................................Sylvers
8 (14) Torn Between To Lovers..............Mary McGregor
9 (11) Somebody To Love.............................Queen
10 (12) WalkThisWay..............................Aerosmith
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
Keith
Richard
dæmdur
GITARLEIKARI Rolling
Stones, Keith Richard, hefur
enn einu sinni verið dæmdur
fyrir það aö hafa fikniefni i fór-
um sinum. i vikunni var hann
dæmdur i 750 punda sekt fyrir
að hafa cocaine i fórum sinum,
en upp komst um eiturlyfin, er
gitarleikarinn ók bil sinum út af
vegi. Fannst þá hálsmen með
hylki.sem haföi að geyma coca-
ine, og þrátt fyrir að Richard
neitaði að kannast við hálsmen-
ið, drógu lögreglumenn upp úr
pússi sinu ljósmynd, sem sýndi
Richard á hljómleikum með
hálsmenið um hálsinn.
Richard var jafnframt gert að
greiða málskostnað, en dómar-
inn I málinu sagði, að hann hefði
ekki talið ástæðu til þess að
dæma Richard til fangelsisvist-
ar, þótt svo hann hafi áður verið
fundinn sekur um sams konar
brot.