Tíminn - 26.01.1977, Blaðsíða 7
Miövikudagur 26. janúar 1977
7
Hingaö til lands eru komin, I
boöi tslensk-sænska félagsins,
þau Lena Nyman og Rune
Anderson, til þess aö skemmta
okkur meö visnasöng.
Lena Nyman er ein af
þekktustu leikkonum Svia, á
alþjóöavettvangi einkum þekkt
fyrir leik sinn i kvikmyndum
Vilgöt Sjömann, Forvitin —
gul og Forvitin — blá. Rune
Anderson er þekktur trúba-
dúr, sem er nær sérstætt
sænskt fyrirbrigöi. Hann
syngur bæöi visur annarra og
semur einnig sjálfúr Ijóö og
lög. Anderson hefur getiö sér
orö sem talsmaöur þeirra sem
afskiptir eru i þjóöfélaginu og
þurfa aöstoöar viö.
Nyman og Anderson munu
halda þrjár skemmtanir i
Reykjavik, allar i Norræna
húsinu á fimmtudaginn
laugardag og sunnudaginn.
Myndina tók Gunnar ljós-
myndari Timans, af þeim
Lenu Nyman og Rune
Anderson, fyrir utan Norræna
húsiö i gær.
Leiksýningar í minn-
ingu Stefaníu
Guðmundsdóttur
Sunnudaginn 30. jan. n.k. munu
ieikhúsin tvö i Reykjavik, Leikfé-
lag Reykjavikur og Þjóöieikhús-
iö, helga sýningar sinar hundraö
ára minningu frú Stefaniu
Guömundsdóttur leikkonu.
Leikfélag Reykjavikur sýnir
þetta kvöld Makbeö eftir Shakes-
peare en Þjóöleikhúsiö Nótt ást-
meyjanna eftir Per Olav Enquist.
Þann 29. júni sl. voru 100 ár
liðin frá fæöingu frú Stefaníu
Guðmundsdóttur. Frá þvi að
minningarsjóöur sem ber nafn
hennar tók til starfa, en hann var
stofnaöur af dóttur hennar
Onnu Borg og manni hennar
Poul Reumert til þess að styrkja
Islenzka leikara til utanferða,
hefur jafnan veriö veittur styrkur
úr sjóönum á þessum degi, eins
og fyrir er mæit í reglugerö t'yrir
sjóöinn. Hefur styrkurinn þá oft-
ast veriö afhentur á leiksviöi.
En þar sem leikhúsin höföu á sl.
vori bæði lokiö leikári sinu fyrir
þennan dag varö aö samkomulagi
milli stjórna leikhúsanna og
stjórnar minningarsjóðsins aö
frestaö skyldi aö minnast þessa
merka afmælis og veitingu
styrksins til 30. jan. 1977 þar sem
leikhúsin yrðu þá i fullu starfi, en
þessi dagur var leikafmæli frú
Stefaniu. Hefur stjórn sjóðsins
einnig ákveöið aö styrkir úr
sjóönum veröi framvegis veittir á
þiessum degi.
Ávörp af tilefni hundraö ára
afmælisins veröa flutt frá
leiksviöum beggja leikhúsanna
þetta kvöld og styrkir afhentir.
Blöðin
d
Isafiiði
eru
offset-
prentuð
F.I. Reykjavik. t Timanum I
siöustu viku var þvi haldiö
fram, aö Dagur á Akureyri yrði
fyrsta offset-prentaöa lands-
byggöarblaöiö. Þetta er ekki
rétt og var fyrsta sætinu hér
stoliö af Vestfirzka fréttablaö-
inu, en þaö blaö er rösklega árs-
gamalt. Kemur þaö út minnst
háifs mánaðarlega og fer prent-
un þess fram I Prentstofunni ts-
rún á tsafiröi.
Aö sögn Siguröar Jónssonar,
prentsmiöjustjóra eru auk Vest-
firzka fréttablaösins offset
prentuö hjá Prentstofunni Isrún
málgögn pólitisku flokkanna:
Vesturland (S), tsfiröingur (F),
Skutull (Alþ.fl.) og Vestfiröing-
ur (Alb.) og hófst prentun
þeirra s.l. haust.
Kvaðst Siguröur hafa fengið
tilheyrandi tæki, offset-vél, ljós-
mynda- og plötugerö i fyrra-
sumar, en aöal setningasam-
stæöuna i haust. Er hún af gerð-
inni Harris photo tonic 600 og
kvað Siguröur ekki ómögulegt,
að prentun bóka yröi tekin upp
siöar.
Prentstofan Isrún er nokkuö
gömul, en stofnun hennar má
rekja til ársins 1922, þegar
runnu saman prentsmiðjur
Vesturlands og Skutuls. Var það
Jónas Tómasson, bóksali og
tónskáld, sem veg og vanda
haföi af þeim samruna. Núver-
andi hlutafélag var svo stofnaö
1945.
gébé Reykjavik — Þá er þorrinn genginn i garö, og þar með mikili
annatimi matsveina veitingastaöa. A þessari Timamynd Gunnars sjá-
um við Þórð Þorgeirsson matsvein i Múlakaffi, þar sem hann er önnum
kafinn við að útbúa girnilega þorra-bakka. Skammturinn á mann kost-
ar aðeins litlar eitt þúsund krónur og er vel útilátinn.
Sterk og endingargóð 6 tegundir
Hó, hnéhó, lóg einnig
öryggisstígvél með stóltó og
stólbotnum.
Vinnuskór með og ón stóltóar,
kuldaskór, hóir og lógir.
Póstsendum samdœgurs.
Opið laugardaga.
Grandagarði 7 — Reyk.javík|
Simi 16814 — Heimasíini
14714 og 21883.
c
CAV
SPÍSSAR
Varahluta
þjónusta
Vlðgerða-
þjónusta
ULOSSI
Skipholti 35 • Símar:
8-13-50 verzLun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa