Tíminn - 26.01.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.01.1977, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 26. janúar 1977 13 16.20 Popphorn 17.30 tJtvarpssaga barnanna: „Borgin við sundið” eftir Jón Sveinsson (Nonna) Freysteinn Gunnarsson is- lenzkaði. Hjalti Rögnvalds- son les (3). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Dulræn reynsla Dr. Er- lendur Haraldsson lektor flytur siðara erindi sitt um könnun á reynslu islendinga af dulrænum fyrirbrigðum. 20.00 Kvöldvaka a. Ein- söngur: Maria Markan syngur lög eftir Sigvalda aldalöns, Sigfús Einarsson, Sigurð Þórðarson, Þórarin Guðmundsson, Markús Kristjánsson og Eyþór Stefánsson. Beryl Blanche. Fritz Weisshappelog Ólafur Vignir Albertsson leika á pianó. b. „Hvorter þá nokk- uð sem vinnst?” Halldór Pétursson flytur frásögu- þátt. c. Kvæðieftir Ingiberg Sæmundsson Valdimar Lárusson les. d. t vöku og draumi Guðrún Jónsdóttir segir frá reynslu sinni. e. Um islenzka þjóðhætti Árni Björnsson cand. mag flytur þáttinn. f. Kórsöngur Félagar úr Tónlistarféiags- kómum syngja lög eftir Óluf Þorgrimsson: dr. Páll Isólfsson stjórnar. 21.30 (Jtvarpssagan: „Lausn- in” eftir Ama Jónsson Gunnar Stefánsson les(10). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöld- sagan: „Minningabók Þor- valds Thoroddsens” Sveinn Skorri Höskuldsson les (36) 22.40 Nútimatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Miðvikudagur 26. janúar 18.00 Hviti höfrungurinn. Franskur teiknimynda- flokkur. Þýðandi Ragna Ragnars. 18.15 Á vit hins ókunna.Mynd þessi er svokallaður vis- indaskáldskapur og lýsir ferð tveggja fjölskyldna um himingeiminn með eld- flauginni Altares, sem náð getur hraða ljóssins. Ferð- innier heitið til stjörnu, sem eri i fjörutiu milljón km fjarlægð frá jörðu. Þýðandi Ingi Karl Jóhannesson. 19.05 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Meðferð gúmbjörgunar- báta. Fræðslumynd um notkun gúmbáta og fleiri björgunar- og öryggistækja. Kvikmyndun Þorgeir Þor- geirsson. Inngangsorð og skýringar Hjálmar R. Bárö- arson, siglingamálastjóri. Siðast á dagskrá 1. febrúar 1976. 20.55 Vaka Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmaður Magdalena Schram. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.45 Maja á Stormey. Finnskur framhaldsmynda- flokkuri sex þáttum, byggð- ur á skáldsögum eftir á- lensku skáldkonuna Anni Blomqvist. 2. þáttur. Við hafið. Efni fyrsta þáttar: Alenska stúlkan Maria Mikjálsdóttir giftist unnusta sinum, Jóhanni, árið 1847. Þau ætla aö hefja búskap á Stormey, sem er langt utan alfararleiðar. Móðir Mariu reynirað búa hana sem best undir það erfiðislif, sem hún á I vændum. Þýðandi Vil- borg Sigurðardóttir. (Nord- vision — Finnska sjónvarp- iö) 22.45 Dagskrárlok. • — • r • • Hinrik konungur VIII og konur hans sex Eftir Paul Rival herdadjásnum og tignarmerkjum, sem hún bar. Það átti sjálfsagt f yrir henni að liggja að pipra, ef til vill yrði hún gef in einhverjum minniháttar þýzkum prinsi, hún mundi fá óverulegan heimanmund. María sat hjá hinni ungu stjúpmóður sinni, hún sat við hannyrðir, María var hætt að kvarta og brugga launráð. Áreiðanleg manneskja sá um uppeldi Elísabetar. Hinrik átti til að vera nízkur á kjóla og klæðnað, en þá var náttúrlega að spara, jaf nvel í höll. Hinrik eyddi dögunum þægilega. Hann reið út, þá var vel vafið um ígerðina, stundum lék hann teningsspil viðyfirhestasveinana. Hann hlustaði dálítiðá tónlist, svo helgaði hann sig guðfræðinni og eyddi tveim til þrem stundum dag hvern við að ræða við Cromwell og skipa honum fyrir verkum, máltíðirnar voru reglubundnar, rúmið þægilegt, Jane var að vísu ekki f jörmikil, en lík- ami hennar var þrýstinn og mjúkur, sem sagt dyggðugt og ánægjulegt líf. Þegar Hinrik var á göngu um garðstígana þar að Hampton Court, þá hugleiddi hann og skipulagði líf sitt. Hann hugsaði ekki framar um hið liðna, hvorki um Katínu né önnu, nú var hann hamingjusamur og Guð leit hann af náð. Hinrik taldi sjálfan sig gæðasál. Stundum nam hann staðar í námunda við herbergi sonar síns og hlustaði eftir gráti hvítvoðungsins, þá var hann alsæll. Þegar barnið var þriggja daga gamalt, lét Hinrik skíra hann. Hann nefndi hann Edward, eftir hinum glaðværa af a sínum, þeim er allar konur höfðu elskað. Oft á dag fór Hinrik upptil Jane, hann var umhyggjusamur eigin- maður. Lánið entist eina viku, þá veiktist Jane. Hún vildi fara á fætur, þá kvefaðist hún, það var líka sagt að hún hefði borðað of mikið, græðgi og duttlungar, sem höfðu strítt á hana um meðgöngutímann höfðu ekki horfið. Jane fékk sótthita og hræðsla hennar við dauðann veikti viðnáms- þrótt hennar. í tvo daga var tvísýnt um líf hennar, svo dó Jane. Þegar Hinrik sá kaldan og lífvana líkama hennar og honum varð Ijóst að aldrei framar mundi hann sjá hana brosa, varð hann viss um að hann hef ði elskað hana innilega og hann spurði sjálfan sig hvort hann gæti lifað án hennar. 13. Kafli. út úr skuggunum til raunveruleikans. (1537-1540) Rénandi sorg. Hinrik grét mikið, þetta var í f yrsta sinn, sem dauðinn hafði leyft sér að svipta hann maka. Engri hinna f imm fyrirrennara Janes, hafði nokkru sinni orðið misdægurt. Bessie Blount og María Boleyn höfðu báðar verið stál- hraustar, Katrín og Anna höfðu látizt fyrir hans atbeina og Elísabet Boley hafði verið viðgóða heilsu, þar til fyrir skömmu að hún dó, vegna áfallsins út af aftöku barna henar. Hinrik harrhaði ekki dauða Elísabetar, var ekki dauði hennar staðfesting á sviksemi hennar, í því að hún hafði haft óréttlætanlega samúð með afkvæmum sín- um? Tómas Boleyn hafði sýnt meiri háttvísi, hann var við hirðina, en lét ekki bera mikið á sér, hann gerði sér vonir um að komast til frekari frama. Hvers vegna hafði Guð þóknazt að draga af gjafmildi sinni, hann hafði gefið honum son en svipt hann eigin- konunni? Hver var meiningin, þvi skyldi Hann viðhalda slíkar takmarkanir? Skyldi Jane hafa verið of litilsigld til að rísa undir þeirri tign, sem henni hafði hlotnazt, hafði það orðið bani hennar að verða drottning og gefa Englandi krúnuerfingja? Hún hafði drukkið gæfubikar sinn í einum teyg, þjóðsögur hermdu frá prinsessum, sem létu lífið vegna þess að guðdómlegar verur höfðu kosið þær sér til fylgilags. Þannig var um Dane og Sem- ele, sem Seifur hafði átt samneyti við. Tveir voru þeir menn, sem gerðust til að hugga Hinrik, báðir sérlega mildir, það voru þeir Cromwell, ævintýra- maðurinn og Howard, morðinginn, þeir ráðlögðu honum báðir að herða sig. England þarfnaðist hans og hafði ekki efni á að missa sinn góða húsbónda, hví skyldi hann slíta sér út viðað gráta yf ir likkistu? Þeir töldu konung á að fara frá Hampton Court og koma með þeim til London, til Whitehall. María konungsdóttir tók að sér að dvelja hjá líki Janes og sjá um hið hefðbundna bæna- hald, sem átti að ná yf ir þriggja vikna tíjma. Maria hafði ánægju af trúarathöfnum og hátíðlegri sorg, henni var því lagið að taka að sér alvarlegar f jölskyldukvaðir, það leysti hún af hendi með prýði. Whitehall var skemmtileg höll, Wolsey hafði reist höll- ina og tekizt vel. Þar að auki átti Hinrik margar Ijúfar minningar f rá Whitehall. Það var þar, sem hann kvænt- ist Önnu með leynd. Hinrik grét nokkra daga í viðbót, svo fór hann að dreyma um minningarnar, en minningarnar voru sárar, hann ákvað því að hugsa heldur um f ramtíð- ina. Hinrik hefði getað tekið sér ástkonu, en hann var ekki í neinu ævintýraskapi, dagar hinna þriggja Boleyna voru liðnir, Hinrik var búinn að temja sér ýmsar venjur og öðlast siðgæðis vitund. En honum fannst óhugsandi að búa einn, hinn blíðlynda Jane, hafði verið sterkari þáttur af lífi hans en honum hafði verið Ijóst. Hinrik var sannfærður um að örlögin ætluðu honum að kvongast á ný, hann var algjörlega ófær um að lifa viðeinlífi. María af Guise. Hinrikdatt í hug að velja enska konu, stúlku af lágum stigum, sem hann gæti gert sér jafna með því að ganga að eiga hana. Misheppnuð hjónabönd eru vanalega ávöxtur ástriðu, Hinrik var orðinn laus við allar sterkar þrár, því datt honum í hug að kvænast einhverri prins- essu, það kom eins og af sjálf u sér. Þó Hinrikisyrgði Jane, mundi hann vel takmarkanir hennar og deyfð. Hann taldi líklegt að frönsk kona yrði honum meir að skapi. Það hafði verið Parísarkeimurinn af Önnu, sem hafði fallið honum svo vel í geð, og jafnvel líka í fari Maríu Boleyn. Ef hin tilvonandi brúður yrði of léttlynd, mundi hann vel fær um að sýna henni hvað hæfði. Cromwell byrjaði því að spyrjast fyrir. Francis I átti enn ógifta dóttur, en þar sem hún var aðeins f jórtán ára, mátti vel vera að Hinrik þætti of vambmikill fyrir hana. Þar að auki höfðu Frakkar ótrú á enska loftslag- inu. James V Skotakonungur hafði kvongazt franskri prinsessu og hún hafði dáið af tæringu tæpum þrem mánuðum eftir að hún steig á skozka grund. Cromwell mundi neyðast til að líta lægra. Cromwell hugsaði til Maríu af Guise, hinnr f ríðu ekkju hertogans af Longueville,. Ætt Guisanna var að vísu ekki konungsætt, þeir voru aðeins herskólasveinar hjá hinum einvalda hertoga af Longueville. Þeir voru fátækir og margir Guisarnir lif ðu á örlæti konungsins, en þeir höfðu ómótstæðilega persónutöfra. Þeir unnu bæði hjörtu og orustur. Þeir voru skapheitir, dugmiklir, ástríðumiklir, ævintýragjarnir, tælandi og leikarar, þeir kákuðu lítils- háttar við galdra, Guisarnar voru líkir Boleynonum, en þeir voru fágaðri, voldugri og í alla staði meiri hæf ileik- um búnir. Hinrik áleit Maríu af Guise skemmtilega. Löngun hans í hið ókunna fór að gera vart við sig, hann þráði enn hið óútreiknanlega. Hinrik vissi að konan var

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.