Tíminn - 26.01.1977, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 26. janúar 1977
9
ffmiiM
Otgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulitrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steingrimur Gisíason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu
við Líndargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aöal-
stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusfmi 12323 — auglýsinga-
simi 19523-Verö I lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr.
1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f.,
Misheppnuð bænarskrá
Vafalitið hefur aldrei verið leikinn eins furðu-
legur leikþáttur á Alþingi og i fyrradag, þegar
þingið hóf störf sin að nýju. Formaður þingflokks
Alþýðuflokksins, Gylfi Þ. Gislason, hafði kvatt
sér hljóðs utan dagskrár, enda þótt slikt sé
óvenjulegt strax á fyrsta þingfundi. Auðséð var,
að Gylfa var mikið niðri fyrir, þegar hann sté i
stólinn, enda var hann i óvenjulegum erinda-
gerðum. Erindi hans var að biðja Geir Hall-
grimsson forsætisráðherra allra auðmjúklegast
og vegna gamalla og nýrra tengsla milli Sjálf-
stæðisflokksins og Alþýðuflokksins, að rjúfa þing
og efna til kosninga i trausti þess,að hægt yrði að
endurlifga viðreisnarstjórnina. Máli sinu til
stuðnings vitnaði Gylfi i Visi og stjóm Heimdell-
inga, sem hafa látið i ljós ósk um endurnýjun
viðreisnarstjórnarinnar, en umræddir Heim-
dellingar hafa sér til afsökunar, að þeir muna
ekki eftir kjaraskerðingunni, atvinnuleysinu,
verkföllunum og landflóttanum, sem einkenndi
siðustu valdaár þeirrar stjórnar.
Vafalaust munu þeir, sem ekki hafa hlýtt á
bænarskrá Gylfa, lita svo á, að hér hafi verið um
að ræða áróðursbragð af hálfu hans til þess að
verða fyrri til en Lúðvik Jósepsson að hefja sókn
gegn stjórninni á Alþingi. Þetta er misskilningur.
Gylfi treysti þvi, vegna fyrri tengsla við Sjálf-
stæðisflokkinn, að hann yrði tekinn alvarlega.
Bænarleiðin væri miklu vænlegri til að bera
árangur en að fara hina þinglegu leið, að flytja
vantraust á stjórnina. Gylf i og félagar hans urðu
lika fyrir augsýnilegum vonbrigðum, þegar bæði
Geir Hallgrimsson og Ólafur Jóhannesson lýstu
yfir þvi að það væri siður en svo ætlun rikis-
stjórnarinnar eða stjórnarflokkanna að hlaupast
frá vandamálunum, heldur að vinna að lausn
þeirra, eins og stjórnin hefði gert á mörgum
sviðum að undanförnu, t.d. landhelgismálinu. Al-
veg sérstaklega áréttaði Geir Hallgrimsson
hversu ábyrgðarlaust það væri að hefja
kosningastrið á tima, þegar kjarasamningar fara
i hönd og hlutverk rikisstjómar væri að bera
sáttarorð á milli deiluaðila og vinna að farsælli
lausn bæði á þann og annan hátt. Bæði Geir Hall-
grimsson og Ólafur Jóhannesson lýstu yfir þvi, að
stjórnin og stuðningsflokkar hennar væru sam-
mála um að halda samstarfinu áfram til loka
kjörtimabilsins.
Gylfa Þ. Gislasyni og flokksbræðrum hans mis-
heppnaðist þvi bænarskráin eins fullkomlega og
verða mátti. Hún upplýsti hins vegar margt.
Menn vissu reyndar áður, að Alþýðuflokkurinn
vildi ólmur komast i rikisstjóm og hefur i þeim
tilgangi átt þátt i einhverri mestu rógsiðju sem
átt hefur sér stað á landi hér. En sjaldan hefur
það komið betur i ljós en i umræðunum á Alþingi i
fyrradag, hve fjarri Alþýðuflokkurinn er orðinn
Verkalýðshreyfingunni. GylfiÞ. Gislason raðaði
aðalvandamálum þjóðarinnar þannig: I fyrstu
röð koma dómsmálin, i annarri röð Krafla og i
þriðju og siðustu röð kjaramálin. Þetta var ólikt
málflutningi Lúðviks Jósepssonar sem gerði
kjaramálin að höfuðmáli, enda eru þau það
vissulega nú. Auðséð er af þessu að Vilmundur
Gylfason hefur nú meiri áhrif á stefnu Alþýðu-
flokksins en Björn Jónsson.
Annars veitti bænarskráin Ólafi Jóhannessyni
gott tækifæri til að ræða dómsmálin og voru þing-
menn Alþýðuflokksins næsta niðurlútir á eftir.
Ýmis atriði úr ræðu dómsmálaráðherra verða
rifjuð hér upp siðar. En þess munu ekki dæmi, að
þingmaður hafi farið aðra eins fýluför i ræðustól
Alþingis og Gylfi Þ. Gislason i fyrradag. Þ.Þ.
Lin Hung, Fréttir frá Kína:
Nýja Kína virkjar
neðanjarðarár
Ræktun hefur verið stóraukin á þann hátt
Eftirfarandi grein birtist
nýlega I fréttabréfi frá kín-
verska sendiráöinu i
Reykjavlk. Jafnframt þvi,
sem þaö skýrir frá óvenju-
legum virkjunum, veitir þaö
nokkra hugmynd um dýrk-
unina á Maó formanni, en
ekki viröist hafa dregiö úr
henni viö lát hans, a.m.k.
ekki i oröi kveönu.
AKURLENDI, sprungiö
vegna þurrka, og skrælnuð
uppskera, fólk án drykkjar-
vatns og dýr kvalin af þorsta.
En samt rennur gnótt neöan-
jarðaráa 30 til 100 metra fyrir
neðan jarðyfirborð. Ef þetta
neðanjarðarvatn gæti aðeins
runnið yfir landið einhvern
daginn! Eftir frelsun gerðu
bændur, sem bjuggu i suð-
ur-kinversku héraði, þessa
aldagömlu ósk aö veruleika,
undir forystu Maós formanns
og vegna sameiginlegs styrks
alþýðukommúnu.
Dæla, sem fest er við steypt-
an flotbát og flýtur á tjörn
meira en 30 metra undir yfir-
borði jarðar, sendir vatn upp i
gegnum stórar og smáar pipur
til bugðóttra skurða, sem
flytja vatnið yfir á akurlendið
i hinum háu fjallshliðum.
Þetta er ein þeirra að-
ferða til að hagnýta vatnslind-
ir neðanjaröar, sem fundnar
hafa verið upp af kommúnufé-
lögum i sjálfstjórnarsýslunni
Tuan af Yaoþjóð i sjálfstjórn-
arhéraðinu Kwangsi Chuang i
Suður-Kina.
Tuansýsla er staðsett i Suð-
ur-Kina á karstsvæði, sem er i
senn grófmyndað og mikil-
fenglegt. Landsvæðiö með sin-
um vatnsveðraöa kalksteini
einkennist af bröttum kletta-
hliðum og flóknu neti neðan-
jarðarhella, sem tengdir eru
með neðanjarðarám.
Þriöjungur klnversks land-
svæðis hefur aö geyma karst-
myndanir af ýmsum gerðum.
Um 1,25 milljón ferkilómetra
lands af þessari berggerð er á
yfirborðinu og nær yfir átt-
unda hluta heildarsvæðis
landsins. Það, sem eftirer, er
að finna undir yfirborðinu.
Kwangsi er eitt af meiri háttar
karsthéruðum Kina. Eftir
rigningarbætist þaö vatn, sem
siast neðanjarðar i gegnum
sprungur og sigkatla, við
neðanjarðarárnar.
Siðan 1971 hefur fólkið i
Tuansýslu virkjað 248 neðan-
jarðarár. Árvatnið er leitt i
gegnum skurði og siki og þvi
veitt á 3.260 hektara akurlend-
ís og, með þvi að nota tilbúna
fossa, er það einnig notað til
að framleiða orku fyrir fram-
leiðsluvélar i landbúnaöi og
skyldum greinum hans.
Vatnslindirnar neðanjarðar,
sem hafa verið huldar sjónum
manna i þúsundir ára eru
núna hagnýttar i þágu fólksins
i fjallaþorpunum og i þvi skyni
að hraða þróun sósialisks
landbúnaðar. Kornuppskeran
i þessari sýslu árið 1974 var
70.000 tonnum meiri en hún
var 1971, sem nam 42,7 prósent
þeirrar heildaraukningar,
sem náðst hefur á rétt liðlega
tveimuráratugum frá frelsun.
Skógrækt, dýrarækt, fram-
leiðsla i hliðargreinum og
fiskiðnaði hafa öll þróazt
þessu samsvarandi.
Það fyrsta, sem þarf að
gera, ef virkja á neðanjaröar-
vantslindiinnar, er að svipta
hulunni af leyndardómum
hinna ósýnilegu áa. Fólkið
!
Maó 1931
rannsakaði hinar ýmsu geröir
neðanjarðarhella til að kom-
ast að þvi hverjir þeirra lægju
að fossandi neðanjarðarám og
hverjar enduðu i litlum stöðu-
lónum. Þar sem engir hellar
voru, varð fólkið að finna leið-
ir til að ákvarða staðsetningu
neðanjarðaráa og hagnýta
þær.
Hið vandaða og nákvæma
könnunarstarf var unnið með
sameiginlegu átaki sérhæfðra
hópa og alþýðufólks.
Undir leiðsögn flokksnefnd-
ar Tuansýslu var komið á fót
„þrieykis” rannsóknarhóp-
um, sem skipaðir voru starfs-
liðum, kommúnufélögum og
vatnajarðfræðingum. Einnig
var mótuð allsherjaráætlun,
sem gerði ráð fyrir að vatns-
lindir alls kerfis neðanjarðar-
ánna skyldu virkjaðar um allt
land með þvi að ryðja brott
öllum landamærum milli
kommúna. Samkvæmt áætlun
þessari voru geröar langtima-
Maó 1947
t
athuganir á fjölda meiriháttar
hella með djúpu vatni.
Lan Tsai-chiu, sextán ára
gamalli stúlku af Yao-þjóð,
var falið það starf að fylgjast
með neðanjarðará, mæla
straumhraða hennar, rann-
saka tengsl hennar við aðrar
ár og sundurgreina gæði
vatnsinsf ánni. 1 meira en 480
daga fór hún niður 40 metra ó-
traustan sigketil þrisvar sinn-
um á dag samfleytt til að
mæla vatnsborðið og taka
sýni.
Likt og þessi stúlka tóku um
2100 kommúnufélagar i sýsl-
unni þátt i rannsóknunum. Á-
samt lærðum vatnajarðfræð-
ingum fóru þeir yfir 2500 fer-
kilómetra svæði, söfnuðu
miklum visindalegum upplýs-
ingum og kortsettu dreifingu
neðanjarðarvatnskerfisins og
straumstefnu þess.
Fólkið i Tuansýslu hefur
hugsað upp fjölda aðferða,
sem hentugar eru staðháttum,
til að koma neðanjarðarvatni
upp á yfirborðið.
I öðrum sigkötlúm meö ská-
höllum veggjum og takmörk-
uðu vatnsborði, svo að ekki er
hægt að beita flotbátum, er
dælum komið fyrir á sérstak-
lega gerðum járnrömmum,
sem færa má auðveldlega upp
eða niður eftir steyptum riml-
um, sem settir eru á hina ská-
höllu veggi til að fylgja eftir
hækkun og lækkun vatns-
borðsins. Þessi aðferð sparar
mannafla og tima og hefur
auk þess öryggi I för með sér.
Á stöðum, þar sem engir
sigkatlar eru fyrir hendi, leita
bændurnir að vatni meö bor-
unum. Þegar þeir hafa fundið
neðanjarðarárbotn, grafa þeir
göng til að komast að honum.
89 ára gömul amma nokkur
tók svolitið af tæru neðanjarö-
arvatni i krepptar hendur sin-
ar og sagði: „1 gamla þjóöfé-
laginu urðum við að þola ó-
endanlegar þjáningar og
erfiðleika i viðleitni okkar til
aö finna vatn. Núna látum viö
vatn renna óhindraö inn á
hrisgrjónaakra. Þetta eigum
viö eingöngu að þakka forystu
okkar ástkæra Maós for-
manns”.