Tíminn - 26.01.1977, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 26. janúar 1977
11
Mannlíf í
Heklubyggð
Armann Kr. Einarsson:
FRÆKILEGT SJÚKRAFLUG
142 bls. Bókaforiag
Odds Björnssonar 1976.
Hvorki vantar söguþráð né at-
buröarás I þessa bók, þar er nóg
af hvoru tveggja. Sögusviöið er
islenzk sveit, nánar til tekiö svo-
kölluö Heklusveit, og dylstekki,
aö höfundurinn hefur i huga ná-
grannabyggðir Heklu. Fólkiö
sem þar býr fer „niður aö Sól-
völlum”, sem svarar nokkurn
veginn til þess aö skreppa niöur
á Hvolsvöll eöa Hellu, og er þó
Hvolsvöllur öllu liklegri, þvi i
sögunni eru bæöi læknirinn og
sýslumaöurinn látnir búa þar.
Aðalpersónurnar eru börnin
og unglingarnir i Hraunkoti
(enda er þetta saga handa börn-
um og unglingum), þaö eru þau
Arni i Hraunkoti, sem flest börn
og unglingar á Islandi eru farin
að kannast viö, og systurnar á
bænum, Rúna og Helga litla.
Ami er á góöri leiö meö að verða
fullorðinn maöur, hefur eignazt
litla eins hreyfils þyrlu, og kann
aö fljúga henni. Hann og Rúna
eru farin aö lita hvort annaö
hýru auga, og þó aöeins i blá-
eygu sakleysi, enn sem komiö
er. 1 þessu efni á Arni þó einn
keppinaut, hreppstjórasoninn
Gussa, en hann er aö visu alltof
heimskur, montinn og huglaus
til þess aö veröskulda aö vera
tekinn alvarlega, eöa aö Arni
þurfi aö óttast teljandi sam-
keppni af hans hendi.
Einna skemmtilegust þykir
mér frásögnin af laugardags-
kvöldinu „snemma á jólaföstu”,
þegar Arni, Rúna og Helga litla
fóru öll á skauta á Hraunsá.
Þetta var eitt af þeim vetrar-
kvöldum, þegar hægt er aö
kveikja á eldspýtu úti og bera
logandikertaljós á viöavangi án
þessaöslokkni á þvi. Lýsinginá
leik unglinganna á ánni, i kring-
um Hraunshólma, sem „reis
upp úr bláglærri ishellunni, eins
og svartur steinnökkvi”, er
meðal þess ánægjulegasta i
bókinni.
Sitthvaö drifur á daga þess-
ara unglinga — sem höf. kallar
alltaf „krakkana” — en þó ber
þar tvo atburöi hæst, ferðina á
seglsleöanum og sjúkraflugiö,
sem bókin dregur nafn sitt af.
Báðir eiga þessir atburöir
það sameiginlegt aö þeir eru
næsta ótrúlegir, þótt hvort
tveggja hefði getað gerzt.
Það er ekkert undarlegt
þótt ungmenni taki upp á þvi aö
„sigla” skautasleða meö segl-
um i hvassviöri eftir Isi lagöri á
i myrkri, — annaö eins hefur oft-
lega gerzt — en þaö er ekki likt
Ama i Hraunkoti, hinum gætna
og gerhugula pilti aö láta arka
aö auönu, þangaö til þau heyra
niöinn i fossi árinnar fram und-
an, og heföi þaö oröiö bani
þeirra allra, ef þau hefðu boriö
framaf brún hans. Ámi er þaul-
kunnugur I Hraunkoti, hann sit-
ur viö stýri sleðans, af þvi aö
„hann þekkti best króka og
beygjur Hraunsár”. Hvers
vegna stýrir hann þá ekki inn i
einhverja vikina á ánni nógu
fljótt, — eða eigum viö aö trúa
þvi, að hann hafi ekki munaö
eftir fossinum fyrr en hann
heyröi til hans? Og svo var þaö
ekki einu sinni Arni, sem bjarg-
aði þeim úr þessum háska (á
siöustu stundu, auðvitaö) heldur
Helga litla, sem þreif allt i einu
i stýrið „og snarsneri þvi til
vinstri, eins langt og hægt var.”
Viö þetta valt sleöinn á hliðina,
og þeim var borgið.
Liku máli gegnir um sjálft
sjúkraflugið, sem er i rauninni
hátindur sögunnar. Sá atburöur
ber meiri svip af óskhyggju en
raunsæi, en höfundurinn vill nú
einu sinniaö hlutur Arna sé slik-
ur sem um getur aö bókarlok-
um: „Allt viröist koma upp i
hendurnar á þér næstum sjálf-
krafa...”Vist erþað gottogfag-
urt sjónarmið, en hvort tveggja
er, að lifiö sjálft er ekki svo ein-
falt, og ekki hefur slikt heldur
reynzt hollt eöa þroskandi þeim
fáu sem I þvilika lukkupotta
hafa dottiö.
Þeir, sem hafa gaman af aö
flokka bókmenntir eftir eöli
þurfa ekki aö vera i neinum
vafa i hvaö dilk eigi aö draga
Frækilegt sjúkraflug. Þetta er
hreinræktuö skemmtisaga. Viö
þvi er ekkert aö segja. Við eig-
Armann Kr. Einarsson.
um ekki neina heimtingu á þvi
aö allar barnabækur séu eins og
Sagan hans Hjalta litla eöa Óli
frá Skuld. Þetta getur veriö gott
hvaö meö ööru. En höfundar
skemmtibókmennta þurfa aö
varast sitt af hverju, eins og
aörir rithöfundar. Atburöarásin
má ekki ofbjóöa trúgirni lesand-
ans, og frásagnarhátturinn má
ekki fara niður fyrir þaö aö vera
lipur, — ekki veröa flatur i staö
þess aö vera „alþýölegur.”
Um fyrra atriöiö er þaö aö
segja, aö i þessari bók sýnist
mér Armanni Kr. Einarssyni
takastaö halda sig innan marka
þess, sem hefði getað gerzt,
þótt sumt sé aö visu meö nokkr-
um ólikindablæ. (Og ósköp
finnst mér litiö sannfærandi
myndin af Hraunkoti: Litil baö-
stofa, sem fennir i kaf og þarf aö
taka ofan af gluggum, en rétt
við bæjarhorniö er flugskýli og
inni i þvi þyrla, sem ungur pilt-
ur á bænum á og stjórnar. Vit-
anlega eru slikar aöstæöur ekki
óhugsandi, en skelfing stingur
þyrlan ónotalega I stúf viö end-
urminningar okkar um gömlu
sveitabæina, þar sem ekki var
til bill, hvaö þá flugvél).
Frásagnarháttur bókarinnar
erlipurogh'klegur til þess aöná
hylli barna og unglinga, en viöa
finnst mér höfundur ganga allt-
of langt i þvi aö gera texta sinn
léttan I vöfum.
Dæmi: „Rúna tók þessu vel.
Hún gat ekki stillt sig um aö
glettast ofurlitiö viö Gussa
greyiö. Hann reiddist henni
aldrei, þó að hún striddi honum
stundum og hlægi upp i opiö
geöiö á honum.” (Bls. 10)
Og enn fremur:
„Æjá, ég skil hvorki upp né
niöur i þessu öllu saman, svar-
aö Gussi greyiö og leit ráöaleys-
islega í kring um sig.” (Bls.
19)
Aö lokum skal hér minnzt á
eitt atriöi, sem aö visu er ekki
veigalitið: Frækilegt sjúkraflug
er falleg bók, — og er þá hvorki
átt viö pappir, prentun né band,
heldur efni bókarinnar. Arni i
Hraunkoti vill öllum gott gera,
og leggur sig jafnvel i lifshættu
til þess aö bjarga öörum. Og
aörar persónur sögunnar eru
lika yfirleitt mesta sómafólk.
Þetta er önnur útgafa bókar-
innar, fólkiðá blööum hennar er
þegar oröiö kunningjar margra
barna, og á vafalaust enn eftir
að eignast marga vini I hópi
yngstu bókamanna þjóöarinnar.
Vist er, að bókin mun ekki hafa
siöspillandi áhrif á lesendur
sina. Til þess er gott að vita,
ekki sizt nú, á þessari öld sor-
ans. — VS
- t franska bókasafninu við Laufásveg stendur nú yfir kynning á verkum franskra grfn-teiknara.
A kynningunni getur að lita einskonar úrtak af verkum þeirra teiknara, sem undanfarin ár hafa að
nokkru leyti umsnúið grin-teikningagerð. t stað þess að helga sig einvörðungu hefðbundnum og ieyfi-
legum húmor, gera þeir grán að hverju sem er og beita teikningunni til þess að minna fólk á vandamál
liðandi stundar, i stað þess aðfá það til að gleyma þeim.
Kynning þessi verður opin á sama tima og safnið sjálft, það er milli klukkan 17.00 og 19.00 mánudaga
til föstudaga.
Nokkur börn úr Arbæjarskóla, sem búin eru að koma endurskinsmerkjum frá Kiwanis-klúbbnum Jörfa
fyrir á yfirhöfnum sinum, en gjöfin barst þeim rétt fyrir jól. Njóta börnin nú öryggis endurskinsmerkj-
anna i skammdeginu.
íslenzk tónlist
í París
Sendiherra tslands i Paris,
Einar Benediktsson, hefur skýrt
ráðuneytinu frá þvi, aö I október-
mánuði hafi veriö alllangur þátt-
ur I franska útvarpinu „France
Musique” helgaöur islenzkri tón-
list. Meginefni þáttarins var tón-
list eftir Þorkel Sigurbjörnsson og
Hafliða Hallgrimsson. Hljómlist-
ina flutti kvartett sem þeir hafa
myndaö, Þorkell (pianó), Hafliöi
(celló), Gunnar Egilson (klari-
nett) og Robert Aitken (flauta) en
hann er kanadiskur.
Aður en kvartettinn lék kynnti
Edda Erlendsdóttir islenzka tón-
list frá fyrri og siðari timum meö
fróölegu erindi, en inn á milli var
leikin viðeigandi tónlist, sem hún
lagði útvarpinu til.
Kvöldið áður en hljómleikarnir
voru hljóðritaðir héldu fjórmenn-
ingarnir hljómleika á heimili
sendiherrans aö viöstöddum um
100 manns.
$ KAUPFÉLAGIÐ