Tíminn - 26.01.1977, Blaðsíða 17
Miövikudagur 26. janúar 1977
17
Baráttu-
glaðir
íslendingar
— unnu sætan sigur (22:19)
yfir Pólverjum í Laugar-
dalshöllinni
í gærkvöldi
Baráttuglaöir íslendingar unnu sætan sigur
(22:19) yfir Pólverjum I Laugardalshöllinni i
geysilega fjörugum og skemmtiiegum leik.
Landsliösmenn okkar sýndu þaö heldur betur f
gærkvöldi, aö þeir geta barizt — og þaö geröu
þeir heldur betur. Þeir sýndu enga minni-
máttarkennd gegnPólverjum — léku á fullum
krafti allan tfmann, bæöi i sókn og vörn. Þeir
voru óþekkjanlegir frá fyrri landsleiknum, en þá
voru þeir oft á tiöum eins og svefngenglar.
„Það var stórkostlegt
að leika
með
strákunum
— allir voru ákveðnir að leggja
hart að sér", sagði Ágúst
Svavarsson, sem átti stórleik
með landsliðinu í gærkvöldi
— Það var stórkostlegt að leika með strákunum, eins og
þeir léku. Við vorum ákveðnir að gefa ekkert eftir — og
uppskeran var eftir því, sagði (R-risinn Ágúst Svavars-
son, eftir hinn sæta sigur yfir Pólverjum í gærkvöldi.
Ágúst, sem tók stöðu Viggós Sigurðssonar, átti stórglæsi-
legan leik — þessi hávaxna vinstrihandarskytta skoraði 4
mörk, þar af þrjú eftir að hann hafði stokkið vel upp
fyrir framan pólsku vörnina og látið þrumuskot ríða af
og þá var ekki að spyrja að leikslokum
— Þetta var mjög erfiöur leik- — kletturinn i vörninni.
ur, sá erfiöasti sem ég hef leikiö.
Um leiö var þetta einn skemmti-
legasti leikur, sem ég hef leikiö,
sagði Agúst, sem lék tvimæla-
laust sinn bezta landsleik I gær-
kvöldi. Hann var mjög ógnandi i
sókninni og þá var hann sterkur i
vörn, en hann lék inn á ailan leik-
inn. Þorbjörn Guömundsson úr
Val átti einnig mjög góöan leik —
bæöi i vörn og sókn, en hann og
Agúst léku hægra megin 1 sókn-
inni og voru þeir ógnandi og
hreyfanlegir — þeir skoruöu
samtals 8mörkileiknum, þaraf 6
úr langskotum.
ólafur Einarsson átti einnig
góöan leik, hann skoraöi 4 mörk
meö langskotum og þar aö auki
átti hann þrjár linusendingar,
sem gáfu mörk. Björgvin Björg-
vinsson átti góðan leik, eins og
vanalega — hann fullnýtti þær
linusendingar, sem hann fékk og
árangurinn varö 4 mörk. Geir
Hallsteinsson var einnig virkur
og sömuleiöis ólafur H. Jónsson
Ekki má gleyma ólafi Bene-
diktssyni markveröi, sem varöi
oft snilldarlega. Ólafur varöi 10
skot — 6 langskot, 2 eftir hraö-
upphlaup og 2 af linu.
Þegar á heildina er litið, þá var
leikur islenzka liðsins mjög góöur
— varnarleikurinn var sterkur og
sóknarleikurinn miklu betri og
liflegri heldur en i fyrri lands-
leiknum. Arangurinn er stór-
góöur, þegar aö er gáö, aö aðeins
8 leikmenn léku úti á velli allan
timann. Axel Axelsson meiddist á
fæti snemma i leiknum og lék
ekki meira meö eftir þaö. Þá kom
Viðar Simonarson ekkert inri á i
leiknum.
Arangur landsliösins i fyrri
hálfleik var góöur —12 mörk voru
skoruö úr 21 sóknarlotu og
árangurinn vgr einnig mjög
góður i siöari hálfleiknum — 10
mörk úr 19 sóknarlotum. Heildar-
árangurinn varö þvi 22 mörk úr 40
sóknarlotum, sem er mjög gott,
enda vel yfir 50%.
Arangur einstakra leikmanna
var þessi — mörk (viti), skot og
knettinum tapaö:
AgústSvavarsson....4 —4—o
Björgvin Björgvinss..4 —4 — 1
Þorbjörn Guömundss.. 4 —7 — 3
Ólafur Einarsson .... 4 —6—1
Geir Hallsteinss...3 —6 — 0
Jón Karlsson.......1(1) — 2 — 0
Axel Axelsson...... 1 —2 — 0
Ólafur Jónsson..... 1 —3 — 1
Þórarinn Kagnarss.. .0 —0 — 1
Eins og sést á þessu þá er
árangur Agústs stórgóöur — 4
mörk úr 4 skottilraunum, eöa
100%. Skotnýting Björgvins er
AGÚST SVAVARSSON...átti
stórgóöan leik i gærkvöldi. Hann
skoraði 4 glæsiieg mörk — 3 meö
langskotum og eitt af linu, eftir
sendingu frá Geir.
einnig 100%, en hann misnotaði
eina sókn, þegar v-þýzku dómar-
arnir dæmdu brot á hann — á
furðulegan hátt.
Mörk islenzka liösins voru
skoruö þannig: 13 úr lang-
skotum, 5 af linu, 1 eftir gegnum-
brot, 1 úr vitakasti og 2 eftir hraö-
upphlaup. — SOS
Þaö var greinilegt aö aag-
skipunin hjá Januzi Cerwinsky,
landsliösþjálfara var — berjizt!
Landsliðsstrákarnir voru i mikl-
um baráttuhug, þegar þeir byrj-
uðu — og þeir opnuöu leikinn meö
tveimur mörkum, frá Jóni Karls-
syni og siöan Geir Hallsteinssyni.
Pólverjar náöu siöan að svara
fyrir sig — og eftir stuttan tima
voru þeir búnir aö ná þriggja
marka (6:3) forskoti. Menn héldu
að þeir væru aö taka leikinn i sin-
ar hendur, en svo var ekki, þvi aö
landsliösmenn okkar voru heldur
betur ekki á þeim buxunum að
gefast upp. Þeir settu á fulla ferð
og árangurinn var eftir þvi —
sterkur varnarleikur, góö mark-
varzla og hreyfanlegur sóknar-
leikur, þar sem knötturinn var
látinn ganga kantanna á milli, án
þess aö honum væri stungið niöur.
Geir, Ólafur Einarsson og Ólafur
Jónsson ógnuöu vinstra megin, en
þeir Agúst Svavarsson, Þorbjörn
Guðmundsson og Björgvin Björg-
vinsson ógnuöu hægra megin.
Fljótlega náöu þeiraö jafna (6:6)
og siöan aö komast yfir 7:6. Pól-
verjar svöruöu — 7:7, en þá komu
fjögur mörk i röö frá Islendingum
og staðan var þá orðin 11:7 —
fjögurra marka munur. Þess má
geta, aö Pólverjar skoruöu sitt
eina mark á þessum tima, þegar
Islendingar voru einum leik-
manni færri. Pólverjar náöu aö
minnka muninn i 12:10 fyrir leiks-
hlé.
Byrjunin hjá islenzka liöinu i
siðari hálfleik var slök — leik-
menn liðsins klúöruöu fyrstu 5
sóknarlotunum án þess að skora
og Pólverjum tókst þá aö jafna
12:12. Eftir þetta fór leikurinn aö
veröa skemmtilegur og barátta
Islendinga var komin i algleym-
ing. Strákarnir ná þá þriggja
marka forskoti — 17:14, og voru
11 minútur til leiksloka. Þegar
Þórarni Ragnarssyni er visaö af
leikvelli stuttu siöar í 5 minútur,
héldu menn aö Pólverjar myndu
taka leikinn i sinar hendur. Svo
var ekki, þvi aö Agúst Svavarsson
skorar glæsilegt mark meö lang-
skoti — 18:14 og siöan var Björg-
vin á ferðinni meö mark — 19:15.
Allt var þá á suöupunkti, þvl aö
Geir hafði fengiö að hvíla sig 1 2
min. og siðan ólafur Jónsson i 5
mínútur, þannig aö Islendingar
léku aöeins 3 gegn 6 Pólverjum.
Það stóö ekki lengi, en brott-
rekstrarnir uröu til þess, aö Pól-
verjar náöu aö minnka muninn i
19:17. Agúst kemur siöan meö
langskot (20:17) og ólafur ver
glæsilega langskot. íslendingar
voru síöan sterkari á loka-
sprettinum og sigur þeirra var i
öruggri höfn — 22:19.
Það er óhætt aö segja aö þarna
hafi islenzka landsliöiö sýnt sinar
réttu hliðar. Baráttan var mikil i
vörninni og sést þaö bezt á þvi aö
leikmenn liösinsfengu að kæla sig
i 23 minútur samtals. Sóknar-
leikurinn var einnig góður. Til
hamingju strákar!
-SOS
Sigmundur Ó.
Steinarsson
IÞROTTIR