Tíminn - 26.01.1977, Blaðsíða 20
—....
Miövikudagur
26. janúar 1977
>-
LEIKFANGAHÚSSÐ
Skólovörðustig 10 - Sími 1-48-06
Fisher Price leikj>», <
eru heims/rag
m
Póstsendum
Brúöuhús *
Skólar
Benzinstöðvar
Sumarhús
Flugstöðvar
Bílar
/
Ðl
fyrirgóöan maí
^ KJÖTIDNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
* Ní
atvinnu-
arein á
Selfossi:
gébé Reykjavík — Með
vorinu er áætlað að nýr
atvinnurekstur hefjist á
Selfossi/ sem er rekstur
niðursuðuverksmiðju.
„Tilaðbyrja með áætlum
við að niðursjóða aðal-
lega lifur, og þá eingöngu
fyrir erlendan markað",
sagði Gunnar Kjartans-
son niðursuðu- og mjólk-
urfræðingur, en hann og
Guðmundur Eiríksson
mjólkurfræðingur, hafa
að undanförnu unnið að
þvi að koma upp niður-
suðuverksmiðju á Sel-
fossi. „Okkur gekk vel að
fá lán til stofnunar verk-
smiðjunnar hjá lána-
stofnunum, þ.e. byggða-
sjóði og iðnlánasjóði, en
við urðum fyrir vonbrigð-
um í viðskiptum okkar
við bankakerfið. Lands-
bankinn í Reykjavík vildi
t.d. ekki veita neinar fyr-
irgreiðslur. Að lokum
fengum við allar nauð-
synlegar fyrirgreiðskur
hjá Iðnaðarbankanum,"
sagði Gunnar.
„Viö höfum þegar pantaö vél-
ar til verksmiöjunnar og fáum
t.d. suöupott og lokunarvél frá
Noregi, og til gufuframleiösl-
unnar fáum viö rafmagnsketil
frá Sviþjóö, en mér er ekki
kunnugt um aö slikur ketill sé i
notkun hér. önnur tæki, færi-
bönd og þess háttar kaupum viö
hér heima,” sagöi hann. „Um
stofnkostnaö viö verksmiöju
m
Niðursuðuverksmiðja
tekur til starfa í marz
sem þessa, er erfitt aö segja.
Þaö má segja aö hann sé óend-
anlegur, þvi aö viö viljum fara
aö öllu meö gát til aö byrja meö,
en munum siöan bæta viö okkur
eftir þvi sem efni og ástæö-
ur leyfa og fara þá jafnvel út i
niöursuöu á fleiri tegundum
sjávarafuröa”.
„Hráefniö, lifrina, munum viö
fá frá sjávarplássum viö suöur-
ströndina, og þá einna helzt frá
Þorlákshöfn, sem er stærsti
staöurinn. Þaö er þó algjörlega
undir samvinnu viö eigendur út-
geröarstööva komiö, hvernig sú
hráefnisöflun gengur. Og svo
auövitaö samvinnu viö út-
geröarmenn og sjómenn, hvort
þeir vilja hiröa lifrina,”
Eins og skýrt hefur veriö frá I
Timanum nýlega, hafa sjómenn
á togurunum sunnanlands þeg-
Framhald á bls. 19.
Nýja frystihúsið
á Drangsnesi....
verður væntanlega tilbúið í júní. Það mun geta tekið
við um 10 tonnum af hrúefni til fiskvinnslu á dag
F.l. Reykjavík. — Þetta
gengur allt í rólegheitun-
um nú. Húsið er orðið vel
fokhelt, búið að koma upp
sökklum, veggjum og þaki,
en það stendur á því að
Sprengdi mig í sókn-
inni eftir vinningi
— segir Friðrik Ólafsson, sem í
gær tapaði fyrir Sosonko
Gsal-Reykjavik. — Ég
sprengdi mig nú eiginlega. Ég
tefldi svo stlft til vinnings, aö nú
er ég meö verri biöstööu, en var
meö góöa stööu. Ég lék af mér I
timahraki, sagöi Friörik Ólafsson
stórmeistari, er Timinn ræddi viö
hann i Wijk-aan-zee I gærdag, en
Friörik tefidi I gær viö Sossonko,
Sovétmanninn, sem leitt hefur
skákmótiö i Hollandi lengst af.
Guömundur Sigurjónsson tefldi
I gær viö Kavalek, og varö jafn-
tefli I skák þeirra. Böhm vann
landa sinn Ligterink — en allar
aörar skákir fóru I biö.
Eftir tlu umferöir er staöan þvl
þessi:
1.-2. Sosonko og Kurajica 6,5
vinningur og biöskák.
3. Geller 6 vinningar og biöskák
4. -5. FRIÐRIK og Timman 5,5
vinningar og biöskák
6. Miles 5 vinningar
7. Böhm 4,5 vinninga
8. Kavalek 4 vinningar og biöskák
Umboðsmenn Tímans
Vinsamlega sendið lokauppgjör
fyrir drið 1976 fyrir 31. janúar n.k.
9. GUÐMUNDUR 3,5 vinningar
10. Nicolac 3 vinningar og tvær
biöskákir
11. Ligterink 2,5 vinningar
12. Barczay 2 vinninga og tvær
biöskákir.
Siöasta umferö Wijk-aan-zee
mótsins veröur tefld á morgun,
fimmtudag, og teflir Friörik þá
viö Kavalek.
Sterkt mót í Genf
Friörik og Guömundur veröa
báöir þátttakendur á alþjóölegu
skákmóti I Genf I Sviss um pásk-
ana, en þaö mót veröur mjög
sterkt, sem sést bezt á lista þeim
yfir þátttakendur, sem hér fer á
eftir:
Kortsnoj, Hollandi, Timman,
Hollandi, Westerinen, Finnlandi,
Gligoric, Júgóslavlu, Pachman
V-Þýzkalandi, Anderson, Sviþjóö,
Larsen, Danmörk, Byrne, Banda-
rikjunum, Miles, Bretlandi,
Sosonko, Hollandi, Dzind-
zichashvoili, Israel, Hug, Sviss —
auk íslendinganna tveggja.
Mótiö fer fram dagana 25. marz
til 11. april.
steypa gólfið. í desember
gerði mikla frosthrinu og
fraus þá hjá okkur töluvert
af efni. Annarsgetur vinna
innanhúss hafizt von bráð-
ar, því að einangrunin er
góð og nægur hiti.
Draumurinn er að Ijúka
framkvæmdum í júlí n.k.
Á þessa leiö fórust Jóni Alfreös-
syni, kaupfélagsstjóra á Hólma-
vfk orö, er viö inntum hann eftir
gangi mála viö hiö nýja frystihús
á Drangsnesi, en gamla frysti-
húsiö brann til kaldra kola I
ágústmánuöi siöastliönum og
misstu þá um 30 manns atvinnu
slna.
Aö sögn Jóns veröur frysti-
húsiö, þótt varla geti stórt talizt,
um þriöjungi stærra I endurbygg-
ingunni, eöa 850 ferm. Er búizt
viö, aö þaö geti tekiö viö um 10
tomum af hráefni til fiskvinnslu á
dag.
Kvaö Jón stækkunina þó aöal-
lega og fyrst og fremst fólgna I
bættri starfsmannaaöstööu, en
kaffistofu og snyrtingar vantaöi
tilfinnanlega á gamla staönum.
Upphafleg kostnaöaráætlun var
talin veröa 112 milljónir króna, en
sennilegt er aö sú tala hækki eitt-
hvaö. Þær fjárveitingar, sem
fengizt hafa til þessa, eru 40-50
milljóna króna tryggingabætur
og 3 milljóna króna lán úr
Byggöasjóöi. Fiskveiöisjóöur á aö
fjármagna framkvæmdir all-
verulega og er svars aö vænta frá
honum fyrir helgi.
Rækjuveiöi hjá Hólmavlkur- og
Drangsnesbátum er I fullum
gangi, og hafa þeir veitt um 500
tonn af 750 leyfilegum.
PALLI OG PESI
— Þaö er allt I
grænum sjó hjá
Varnarliðinu.
— Nú, hvernig þá?
— „Korkurinn”
flaut út.
‘7<o