Tíminn - 27.01.1977, Side 15

Tíminn - 27.01.1977, Side 15
Fimmtudagur 27. janúar 1977- 15 Ýmsar samverkandi ástæður eru þess valdandi að ég, sem þessar fáu linur rita, finn hvöt hjá mér til að senda Sigurði hrepp- stjóra, i tilefni afmælisins, nokkur ávarps- og kveðjuorð héðan Ur fjarlægðinni. 1. Ég er fluttur burt úr „sveit- inni okkar” fyrir hálfu þriðja ári, Engihliðarhreppnum, og er að verða það roskinn, að næsta liklegt er, að ekki liði á löngu að mérgefistekki kostur á að kveðja mér hljóös, hvorki i áheyrn Sig- uröar né annarra samferða- manna minna frá liðnum árum. 2. Nú er svo komið, að nefndur Sigurður hefir ákveðið að bregða búi að mestu þar að Geitaskaröi og trúlega flytja einnig burt úr sveitinni okkar, Engihliðar- hreppnum. 3. An fyrirvara var mér tjáö hingað til Suðurnesja, þar sem ég nú dvel, að hreppstjórinn hafi látið það boð út ganga, að hann og kona hans yrðu stödd til viðtals og minninga þessara tilefna, af- mælisins og búskaparslitanna, að Félagsheimilinu á Blönduósi þ. 27. okt. s.l. bar með vildu þau gjarnan gefa samferðafólki sinu tækifæri til að hafa samband við sig og trúlega hafa gagnkvæmar þakkir og kveðjur i frammi. Með dags fyrirvara haföi mér verið sagt hvaö til stæöi og jafn- framt farið fram á aö ég setti saman og kæmi á framfæri i fjöl- miðlum, þ.e. á prenti, einhvers- konar hugleiöingum hér um, sem mér skildist gætu talizt for- svaranleg frá hendi sveitung- anna. Jú, ég hlustaði á tilmælin, en lofaði engu ákveðið, en trúlega verið full hlákulegur, þvi i einlægni sagt, langaði mig til að bregðastekki trausti gömlu sveit- unganna hér um. En viö prófun mina kom i ljós, að máliö yrði ekki leyst i skyndingu, og aö min ávarpsorö i umboöi Enghliðinga gætu ekki á þrykk út gengið i tæka tið. Þar með var málið komið i strand, en ekki nema i bili, frá mér séö, hversu smekklegt sem kann aö metast. Þvi leyfi ég mér nú, þó seint sé, og trúlega að mestu i umboði sjálfs min, að ávarpa afmælisbarnið, með smá ævi- ferilsskýrslu. Hvort hún fæst birt i Morgunblaðinu eða tslendinga- þáttum Timans veröur að ráðast. Ef ekki það, sendi ég hana bréf- lega tiloddvita Engihliðarhrepps, sem kemur henni á framfæri á viðeigandi hátt. Það skal fram tekiö, að ég hefi eftir öruggum heimildum sann- fréttað, sem vita mátti, fór áður minnzt afmælishóf að Blönduósi fram með hinni mestu prýöi, bæöi frá hendi afmælisbamsins og hans vandafólks, svo og sveit- unganna og annarra vina og sam- starfsmanna, og veröa þvi min siðbúnu kveðjuorð ekki neitt nýtt innlegg i málinu. Sigurður örn er fæddur að Heiði i Gönguskörðum 27. okt. 1916. Foreldrar hans: Þorbjörn Björnsson frá Veðramóti og Sigriður Arnadóttir frá Geita- skarði. Björn Jónsson hreppstjóri á Veðramóti, faöir Þorbjarnar, var húnvetneskrar ættar, frá Háagerði á Skagaströnd, en kona hans, móðir Þorbjarnar, var Þor- björg dóttir kempunnar Stefáns bónda á Heiði, tengdasonar Sigurðar bónda þar, þess er orti „Varabálkinn”. Bræður Þor- bjargar þ.e. móðurbræður Þor- bjarnar, voru hinir landskunnu menn, Stefán skólameistari, faðir Huldu forstöðukonu og Valtýsritstjóra og séra Sigurðar i Vigur afi núverandi þingfulltrúa Sigurlaugar Bjarnadóttur frá Vigur. Var á orði haft um mann- dóm og myndarbrag Veðramóts- systkina, barna Björns og Þor- bjargar, sem mörg voru, og sterkt ættarmótið. Segir svo Ind- riði G. Þorsteinsson rithöfundur i nýlegri merkri grein um verk listmálarans Jóhannesar Geir, sonar Jóns Björnssonar skóla- stjóra frá Veðramóti: á Veðramóti, þaðan sem kominn er mikill ættbálkur og merkur og með svosterku ættarmóti að hægt 60 ara Sigurður Örn Þorbjarriarson Geitaskarö með af búskap foreldrar Sigurö- ar, Þorbjörn og Sigriður, eftir tuttugu ára rausnar búskap þar. Það leyfi ég mér að upplýsa, að ég hafði á orði við búmanninn, Þorbjörn föður Sigurðar, aö þessi ráðabreytni hans að hætta búskap svo sprækur og hress sem hann þá var, væri að minu mati' stærra átak en meðalmennsku tilheyrði. En svo raunsær var Þorbjörn, að hann sá að þetta var það sem gjöra bar, ef sonurinn eða synirn- ir sneru sér ekki annars aö ein- hverju öðru lifsstarfi. Synirnir sagði ég, þ.e. Brynjólfur var við hlið bróður sins Sigurðar að veru legu leyti fyrstu búskaparár hans. Þarna voru málin bara tekin frá raunhæfu sjónarmiöi og þó var i ættunum töluvert af rómantik og húmor og svo er enn, sem betur fer. Trúlega kynni sumum lesenda þessara lina þykja ég dvelja full lengi og vera margorður um liðna kalla og þeirra tima, likast sem ég hafi gleymt afmælisbarninu sjálfu, en svo er þó ekki, þetta er bara „min aðferö” Ég vil með þessum málatilbúnaöi undir- strika og benda á þann vanda, sem Sigurður og kona hans Val- gerður, tókust á hendur er þau hófu búskap á hinu velsetna höfuðbóli, Geitaskarði og hafa þau staðið sig meö prýði, sem kunnugt er. Annars hefði ég haft vit og smekkvisi til að þegja yfir þeim ljóma og reisn, sem yfir er að þekkja flesta Veðramóts- frændur hvern af öðrum.” Móðurætt Sigurðar er hins vegar að mestu húnvetnsk, og þó hún þyki máske ekki eins lands- kunn, þá er hún eigi að siður merk og kunn um héraðið og raunar viðar, miklir búhöldar og bjarg- álnamenn. Myndarlegt friðleiks- fólk. Mátti vart á milli sjá hvor ættin hefði vinninginn um þá hluti, enda sumt sameiginilegt, svo sem, búhyggni, þrifnaöur og smekkvisi, svo og listhneigð þar með sönghæfni mikil. Foreldrar Sigriðar voru Arni A. Þorkelsson hreppstjóri að Geita- skaröi og kona hans Hildur Sól- veig Sveinsdóttir, uppeldisdóttir og nafna frú Hildar Bjarnadóttur Thórarensen skálds og matmanns er var kona Bjarna Magnússonar sýslumanns að Geitaskarði. Mikil og góð kynni voru milli fjölskyldnanna að Geitaskaröi og Hvammi þ.e. foreldra minna, Frímanns og Valgerðar og Arna og Hildar og við barnahóparnir, sem voru allfjölmennir, miklir leikfélagar og vinir. Arni var sér- staklega barngóður og hafð holl og menningarleg áhrif á ungdóminn, enda viðurkenndur sveitarhöfðingi. Ekki svo aö skilja að mæður okkar og faðir minn ræktu ekki þessa hlið málanna lika með mestu prýöi. Bara dálitið öðruvisi eða svo fannst mér. Lét Árni mikið meö mig og þótti mér benda til þess aö hann áliti mig ekki svo litiö venjast i þeim dalnum. Dvelur svo eins og gjörist i foreldra- húsum, vinnur að búi foreldra sinna með hæfilegu aöhaldi og forsjá. Sautján ára gamall fer hann til náms við menntaskólann á Akureyri og stundar þar nám i tvo vetur. Færir sig svo til menntaskólansi Reykjavik næsta haust, og stundar þar nám til vors 1936 og tekur þar próf úr fjórða bekk. Næsta haust breytir hann til og fer i Hvanneyrarskóla og tekur þar búfræöipróf voriö 1937. Liða svo árin fram, hann vinnur að búi foreldra sinna, eða skrepp- mannsefni, og þaö svo aö til mála gæti komið, svona þegar timar liöu, aö ég yrði, eða gæti orðið sveitarhöfðingi nokkuö á borð við hann, stórböndi með völd og félagsmálaumsvif. Svo vittgengu þessar hugdettur minar að mér fannst ekki fráleitt að honum kynni að hugsast, þegar timar liðu,aö hann byði mér dóttur sina Sigriöi, fyrir konu. Vitanlega voruþetta min einkamál, sem ég átti bara meö sjálfum mér. En árin liðu og ekkert sérstakt gerðist, nema vináttunni hélt áfram milli heimilanna, þótt sumir þættir tækju eðlilegum breytingum hjá okkur öllum, auk þess sem systur minar tvær önduðust með stuttu millibili eitt haustið. Foreldrarnir rosknuöust meir og meir, krakkarnir fullorðnuöust og flögruðu að heiman til starfs og náms. Við Hilmar bróðir minn og Páll á Skarði dunduöum lengst heima við sjálfsnám hjá foreldrum okkar, fjölguðum fénaöi okkar til undirstöðu framtiðarstarfi og sem merkast var fyrir mig, að ég festi mér brúði þá, sem stóð mér viö hlið meö hinni mestu prýöi og elskulegheitum i hálfan sjötta áratug. Nú ætti að vera nóg komið um ættfærslur. Sigurður elzt upp að Heiði hjá foreldrum sinum til vors 1926, að þau flytja þaðan að Geitaskarði. Hafði hann að visu verið tima og tima að Geitaskarði hjá afa og ömmu, þeim til ánægju og yndis, og máske i reyndinni til að hag- ur út i veröldína til írekari kynningar, en hafnar siðan aö Geitaskarði sem bóndi þar voriö 1946, eftir niu ára umþóttunar- tima, það er ekki flanað að hlutunum. Þá gjörist það á þess- um árum, að þeir bræður, hann og Brynjólfur, siðar vélsmiða- meistari og aðili að þjóðkunnu fyrirtæki Rafha h.f. i Hafnarfirði, reisa heimilisrafstöð að Geita- skarði, sem gaf sem vita má ljós og yl i bæinn. En ennþá mark- verðara var, að seint á þessu láusamennskutimabili, fastnaöi Sigurður sér eiginkonu, þvi margs þarf búið við. Sú útvalda og viðsamda var hvorki meira né minna en ein af blómarósum Vatnsdælinga, og það vissu Húnvetningar á þeim árum, að var enginn smádalur. Konuefnið var Valgerður, dóttir hjónanna á Hofi, Agústs B. Jönssonar og Ingunnar Hallgrimsdóttur frá Hvammi, merkra hjóna. Ágúst er einn af viökunnustu bændum landsins, enda ferðast fágætlega vitt um landið, meðan hann starfaði hjá Sauðf járveiki- vörnum. Aukið hefir og kynni manna af Agústi, og það að góöu, er hann fyrir nokkrum árum gaf alþjóð kost á að lita i Skjóöuna hjá sér.Móðirin Ingunn búkona mikil og húsmóöir, enda dóttir búhöld- arins og fjármálamannsins Hall- grfms i Hvammi i Vatnsdal. Sigurður og Valgerður gengu i hjónaband 9. júni 1944. Eins og áöur greinir, taka ungu hjónin viö búsforráðum þar að Geitaskaröi voriö 1946. Létu þar staönum var frá hendi genginna forsvarsmanna jarðarinnar. Menn bera og hirða misjafnlega vel skartklæðin! Hefir það gengið með prýði hjá umtöluðum þrem ættliðum og vona ég og bið að gifta gefi aö svo verði með þann næsta, þann sem er nú nýtekinn við höfuöbólinu. Sigurður og Valgerður „ungu hjónin”, sem ég nefndi svo hér aö framan. búa að Geitaskarði i tuttugu og niu ár þe. til vors 1975 tekur þá við fjórði ættliðurinn eldri sonur þeirra Agúst, giftur Agústu Pálsdóttur frá Refsstaö i Vopnafiröi og þar með nafngift- inni „ungu hjónin” miðað við yfirstandandi tima. Fer vonandi svipað um þessi þáttaskil, sem þau næst áður, þegar Þorbjörn lét af búskap og hann dvaldi all lengi áfram hjá syni sinu,, honum vafalaust til trausts og halds, þó þvi kunni að .iafa á stundum fylgt velviljaðar ihlutanir og smá rex, sem gjarn- an leiðir af breyttum timum og kynslóðaskiptum, með öðrum lifsviðhorfum, ekki sizt á slikum byltingatimum, sem þá voru á staö komnir i þjóðlifi okkar og standa raunar enn. Já, ég vænti þess að nú fari Siguröi svipað, dvelji enn um sinn, með annan fótinn þar að Skarði, syni sinum ogeftirmanni á jörðinnitil stuðn- ings. Þvi meiri nauðsyn er til þess nú, þar sem vitað er, að þrátt fyrir atla tækni og framfarir, þá hafa skapazt þær aðstæöur í þjóöfélaginu og beint vegna þeirra, að efnalitlum frumbýling- um verður róðurinn að likum erfiðari nú en áður. Þar veldur hið geysi mikla fjármagn, sem nú þarf til að reka lifvænlegan og boðlegaji búskap. Þar hefir þvi minna að segja en áður„ þótt nurlað sé saman nokkrum rollum m.fl. eins og fyrir sextiu árum og áður var hér að vikið, þó að ekki megi vanmeta það smáa frekar en þá, þvi enn er og verður I gildi „margt smátt getur gjört eitt stórt.” A þrjátiuára búskap gefur að skilja að þvi betur hefir veriö i mörgu að snúast og skipst á skin og skuggar. Rekinn var hag- kvæmur umbótabúskapur, stór- aukin ræktun, byggð mikil og vönduð útihús og breytt og bætt aðstaða i hinum stórmyndarlega ibúðarhúsi, sem afi Siguröar byggði 1911 og þótti þá, aö dómi vegfarenda, bera af slikum bygg- ingum, bæði aö traustleika og smekkvisi. Hjónin Sigurður og Valgeröur hafa eignazt, auk Agústs, sem áöur er getið, f jögur börn: Þorbjörn, Sigriöi, Iðunni og Hildi. Eldri systurnar eru giftar, Ingunn skólastjóra Húnavalla- skóla og kennir þar einnig. Hin yngri Þorbjörn og Hildur eru við störf og nám. Eins og gjarnan vill verða, þegar um starfhæfa menn er að ræða og menn sem hafa aöstööu til vegna sins eigin rekstrurs, þá kvaddi samfélagiö Sigurð bónda til ýmissa trúnaöarstarfa: i hreppsnefnd hefir hann verið frá 1947 og erenn, sýslunefndarmað- ur frá 1956, hreppstjóri nokkur siöustu árin, formaður fræðslu- nefndar allmörg ár, i fræösluráði A-Hún. frá 1959, formaður skóla- nefndar Kvennaskólans á Blönduósi frá 1961. I þvi sam- bandi má gjarnan rifja upp, að afi hans Arni Á. Þorkelsson var um fjölda ára formaður stjórnar þess merka skóla, enda mun hann hafa verið einn af forgöngumönnum að stofnun skólans, sem eins og kunnugt er, hóf starfsemi sina að Ytriey i Vindhælishreppi. Sigurður var um árabil i stjórn Sölufélags A.Hún og fulltrúi á aðalfundum þess og kaupfélags- ins alla jafna. I stjórn búnaöarfé- lags hreppsins hefur hann verið all lengi. Framanrituö upprifjun og hvað lengi hann hefir starfað að sliku sýnir að hann hefir að mati samferðamannanna reynzt hæfur, geðþekkur og velviljaður samstarfsmaður, auk þess aö vera ötull og smekkvis bóndi. Og þó að hann á stundum hefði i frammi, sem vera ber, ýmiss konar aðfinnslur og ádeilur, þá hafa þær yfirleitt verið með þeim góövildarblæ sem honum er eiginlegur, enda oft hent að hann hafi borið klæði á vopnin, þegar til átaka hefir komið i önn samfé- lagsins, sem oft vill veröa og eðli- legt er. All bókhneigður mun Siguröur vera og á snoturt bókasafn og þó aö það geymi vafalaust hagfræði- leiðbeiningar, þá grunar mig að þar ráöi sizt minna rikjum ljóða- bækur og annað sem tilheyrir list- rænu mannlifi til sálufélags. Smáviðbót við höfuðbólafræði min hér að framan: Ég er enn ekki rauðari i skoð- unum en það, að ég leyfi mér að virða fjöllin og tign þeirra, ekki siður en flatneskjuna. Og hefi jafnvel enn meira dálæti á þeim. Ekki eingöngu vegna þess skjóls sem vænta má af þeim og nauðsynlegt er, en gleymi þvi ekki heldur að þau mega ekki skyggja á litil lautablóm, sem langar til að gróa og dafna. Að lokum leyfi ég mér, fyrir mina hönd og ætla að segja megi i umboði „sveitunganna okkar”, að þakka Sigurði Þorbjarnarsyni störfin og kynninguna. Óskum þeim hjónum allra heilla i tilefni timamótanna i ævi hans, sem eru tviþætt. Ykkur hjónum báöum og fjölskyldu ykkar bið ég allrar blessunar um ókomin ár, um leið og ég þakka fjölmargar ógleymanlegar ánægjustundir á heimili ykkar um liöin ár. Lifið heil. Keflavík, Hólabraut 4.15. jan 1977 Bjarni frá Hvamrai, siðar Efrimýrum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.