Tíminn - 28.01.1977, Qupperneq 3

Tíminn - 28.01.1977, Qupperneq 3
Föstudagur 28. janúar 1977 3 Flótti Barba Smith: Vítavert kæruleysi fangavarðanna beggja — segir blaðafulltrúi varnarliðsins, sem telur að fangaverðirnir hafi ekki verið í vitorði með fanganum HV-Reykjavlk. — Kvöldið þegar Christopher Barba Smith, öðru nafni „Korkurinn”, slapp úr gæzlu i fangageymslu varnar- liðsins á Keflavikurflugvelli, var hann að horfa á kvikmynd, ásamt fangavörðunum tveim, frammi á gangi I fangageymslubragg- anum. Barba Smith sætti þá færi að smeygja sér út um millidyr á ganginum, skella hurðinni i lás á eftir sér og gat þannig hindrað fangaverðina f að elta sig uppi. Þannig háttár til i fanga- geymslubragganum, að fanga- geymslurnar eru i öðrum enda hans, það er innst i honum. Fyrir framan þær eru sturtuklefar og snyrtiaðstaða fyrir fanga. Framan við snyrtiaðstöðuna er öryggishurð, siöan stuttur gangur, sem dagstofa fyrir fanga og fangaverði liggur að, en þar fyrir framan önnur öryggishurö. Fremst i bragganum eru siðan geymslur og varðherbergi nokkurs konar, þar sem er simi og fangaverðir geta fylgst með öllu þvi, sem gerist innar i bragg- anum með speglum, auk þess sem þeir geta fylgzt með þvi hverjir koma inn i fordyri, sem er framan á bragganum. Þetta kvöld, það er miðviku- dagskvöld i siðustu viku, var sjónvarpstæki það, sem fanga- verðir tog fangar) hafa i bragg- anum sér til afþreyingar i ólagi. Akváðu þá fangverðirnir tveir að efna til kvikmyndasýningar i staðinn og náðu þvi i sýningarvél, sýningartjald og kvikmynd til að horfa á. Sýningartjaldið settu þeir upp viö innri öryggishurðina, sem þeir höfðu lokaða. Sýningarvélina höfðu þeir hinsvegar frammi á fremra gangi, það er fyrir framan fremri öryggishurðina, sem þeir höfðu opna. Siðan var Barba Smith leyft að koma að horfa. Það hefur verið staðfest, með framburði fangavarðanna, að annar þeirra stóð við dyrnar inn i dagstofuna, hinn við fremri öryggishurðina, sem opin var, en þar tók Barba Smith sér einnig stöðu. Klukkan um 20.30 til 20.35 þegar kvikmyndasýning stóð sem hæst, sætti Barba Smith svo færi, skauzt út um fremri öryggis- dyrnar og skellti hurðinni i lás á eftir sér. Fór hann siöan fram ganginn, inn i varðherbergið, eða varð- mannsbásinn, sem er fremst I bragganum, þar sem hann reif simann niður af vegg. Talið er hugsanlegt, að hann hafi i leiðinni náð lyklum að bifreiðinni, sem hann stal, úr vasa i yfirhöfn annars fangavarðarins, en þarna á ganginum er fatahengi þeirra. Að þessu loknu fór Barba Smith fram i ytra fordyri braggans og læsti þar á eftir sér með hengilás, sem hann hafði tekið af skáp. Það er af fangavörðunum að segja, að þeir reyndu fyrst að brjóta niður öryggishurðirnar, en þegar það reyndist ekki auövelt, skriðu þeir yfir þær, en um eins metra bil mun vera frá hurðarþil- inu upp i loft á bragganum. Útihurðina gátu þeir brotið upp á skömmum tima, og þegar út kom, hlupu þeir yfir i næstu byggingu, sem er húsnæði útvarps- og sjónvarpsstöðva hersins. Reyndu þeir að hringja I öryggisverði, en siminn hjá þeim var á tali, þannig að þeir hringdu til varðanna við aðalhliö vallarins sem er næsta hlið við fangelsið. Að þvi loknu tókst þeim að ná sambandi við öryggislögregluna og samkvæmt timasetningu hjá þeim aðilum var það klukkan 20.40. . Oryggislögreglan tilkynnti islenzku lögreglunni á vellinum um strokið. Samkvæmt bókun i islenzku lögreglustöðinni berst tilkynningin þangað klukkan 20.45. Barba Smith ekur siðan i gegnum Njarðvikurhliðið, sem er rétt við islenzku lögreglustöðina, klukkan 20.50. Það er þvi ljóst, að Barba Smith hefur farið einhverra erinda innan herstöðvasvæðisins, áður en hann ók út af vellinum, þvi akstur á löglegum hraða frá fangageymslunni til Njarðvikur- hliðsins, tekur aðeins um fimm minútur, en frá þvi hann sleppur, þar til hann ekur um hliðið liða allt að tuttugu minútur. Blaðafulltrúi varnarliðsins, Howie Matson, hélt i gær blaða- mannafund, þar sem hann skýrði frá þvi, að fangaverðirnir heföu verið hreinsaðir af öllum grun um aó þeir hefðu aðstoðað Barba Smith við flótta hans. Þaö er þó ljóst, að fangaverð- irnir tveir hafa, með þvi að leyfa Smith að vera viðstaddur kvik- myndasýninguna meöan fremri öryggishurðin var opin og auk þess láta hann standa við opnar dyrnar, gert sig seka um vitavert kæruleysi i starfi. Matson blaðafulltrúi skýrði frá þvi i gær, aö Smith væri leitað af mikilli ákefö, meðal annars væru framkvæmdar húsleitir á herstöövarsvæðinu og hverri ábendingu væri fylgt eftir. Aðspurður um það, hvort hugsanlegt væri, að Barba Smith hefði veriö komið úr landi, vegna tengsla hans við yfirmenn i herstöðinni, og jafnvel tengsla yfirmanna við fikniefnamál það, sem Smith átti aðild að, sagði Matson, að hugmyndir af þvi tagi væru einfaldlega fáránlear. Töldu sig sjá Smith HV-Reykjavik. — Lögregiunni i Reykjavik bárust i gærdag, eftir hádegi, tvær tilkynningar, sin úr hverri áttinni, um að sést heföi til Cristophers Barba Smith, strokufangans af Kefla- vikurfiugvelli, I Reykjavik. I báðum tilvikum var sagt að hann hefði verið farþegi I sendi- ferðabifreið af Volkswagen gerð (rúgbrauði), Ijós-drapplitri. Annar aðilinn, sem taldi sig hafa borið kennsl á Barba Smith i bifreiðinni, náði ekki númeri hennar, að öðru leyti en þvi, aö einkennisstafir heföu verið JO, það erbifreiðin skráð á varnar'- liðsmann. Hinn aðilinn, sem sá bifreið- ina á allt öðrum stað og tengist ekki þeim fyrri, náði hins vegar númerinu iHlu. Bifreiðarinnar var leitað i gær og bar sú leit árangur um klukkan 18.00, þegar lögreglan á Selfossi fann hana við Eden i Hveragerði. Fólkiö I bifreiðinni var tekið til yfirheyrslu, en það neitaði staðfastlega að Barba Smith hefði verið I bifreiöinni. Þegar lögreglan á Selfossi náði bifreiðinni var farþegi i framsæti hennar karlmaður meö alskegg, ekki ósvipað þvi sem Barba Smith bar, þegar hann slapp úr haldi. Taliö er fullvist að um mis- skilning hafi verið að ræða, en lögreglan hvetur fólk til að hafa augun hjá sér og tilkynna þegar i stað ef það verður vart við menn sem svipar til Barba Smith, þannig aö um hann sjálf- an gæti veriö að ræöa. Fangaklef- inn, þar sem Barba Smith var geymd- ur. Snyrtiað staöa og sturtu klefar. □ Simi Dagstofan. Fanga- varöabás Fangavörður — í ■ Barba Smith Fangavörður Sýningar- tjaldiö við inriri öryggis- dyrnar, sem voru lok- aðar. ca, Sýningar- vélin Fr'emri öryggis- dyrnar, sem Barba Smith skellti I lás. xujr Fatahengi . Útidyrnar, sem Barba Smith læsti meö hengi- lás. Kort af braggafangelsi herlögreglunnar á Keflavíkurflugvelli. Inn á kortið eru settar merkingar/ sem sýna aðstöðuna þegar fanginn launaði vörðum sínum kvikmyndasýninguna með þvi að læsa þá inni og strjúka á burt. Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins: Nýbyggingin formlega tekin í notkun í byrjun febrúar gébé Reykjavik — I byrjun næsta mánaðar er ráðgert að taka nýbyggingu Rannsókna- stofnunar byggingaiðnaðarins að Keldnaholti formlega i notk- un. I þessari nýbyggingu eru skrifstofur, þar sem sérfræðing- arhafa skrifstofur sinar, þar er einnig bókasafn og teiknistofur. 1 tengibyggingunni er kaffistofa starfsfólks. Aður voru skrifstof- ur allar til húsa I rannsókna- stofubyggingunni, en með af- hendingu hinnar nýju byggingar stækkar rannsóknastofurýmið mikið. Hin formlega vigsla nýbygg- ingarinnar er áformuö þann 4. febrúar n.k. Hins vegar eru nokkrir mánuðir siðan meiri hluti þessarar byggingar var tekinn i notkun. A meðfylgjandi Timamynd Gunnars, eru bygg- ingar Rannsóknastofnunar byggingariönaðarins að Keldnaholti og nýbyggingin er fremst á myndinni fyrir miöju. á víðavangi Vörður gagnrýnir borgarfulltrúa Sjólfstæðisflokksins Töluverðar umræöur hafa oröiö um iþrótta- og æsku- lýðsmál I borgarstjórn Reykjavikur I vetur. Hafa borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins gagnrýnt harðlega stefnu Sjálfstæöisflokksins i þeim máium, en meirihluti borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins ásamt borgarfulltrú- um Alþýðubanda lagsins vilja hafa sem mesta „sóslaiser- ingu” I uppbyggingu æsku- lýösmála, eins og berlega kemur fram i fjáraustrinum til Æskulýösráðs. Það skal þó tekið fram, að tveir af borgar- fulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins, þeir Albert Guðmundsson og Páll Gfslason, eru ekki sammála flokkssystkinum sinum i þessum málum. Nú hefur Landsmálafélagið Vöröur, hið öfluga félag Sjálf- stæðismanna, tekið undir þessa gagnrýni, sbr. yfirlýs- ingu, sem samþykkt var á al- mennum félagsfundi nýlega, og hljóðar svo: „Félagsfundur I Lands- málafélaginu Verði, haidinn 17. janúar 1977, samþykkir að beina þvi til borgarfuiltrúa Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik, að þeir sjái um að stefnu flokksins i æskulýðs- málum verði fylgtogskal i þvi efni einkum stuðla að auknu starfi æskulýðsfélaga I borg- inni en forðast að taka upp opinberan rekstur æskulýös- starfs i samkeppni viö frjáls félög.” Skýrsluvélar kosta of mikið A siðasta fundi borgar- stjórnar komu tölvumál all- mikið til umræðu vegna tillögu um aö gera leigusamning við I.B.M. til fjögurra ára um tölvu fyrir skýrsluvélar. Kristján Benediktsson hafði eftirfarandi um málið að segja: „Ég er orðinn þeirrar skoð- unar, aö þaö sé rangt að gera þennan leigusamning tíl 4 ára og ég byggi það á þvl, aö með þvi móti séum við nánast aö binda þetta samstarf við rikiö um rekstur Skýrsluvéla i fjögur ár. Það er mitt mat á þessum samningi. Þess vegna mun ég greiöa atkvæði á mótí þvi, aö stjórn Skýrsluvéla verði heimilaö að gera þennan samning. Ég hef lengi undr- azt, hve útgjöld vegna Skýrsluvéla hafa hækkað mikiö ár frá ári. Venjulega miklu meira en allt annaö. Svo er einnig nú. Þegar fjárhags- áætlun Reykjavikurborgar hækkar um tæpiega 31% og kostnaður við rekstur skrif- stofu borgarstjóra hækkar um 32%, þá hækkar framlagiö til Skýrsluvéla um 50%, og er þó talið að það muni varla duga. Af þessu sést, að rekstur þessa fyrirtækis er ákaflega kostn- aöarsamur. Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að minnsta kosti að grandskoöa hvort borgin geti ekki leyst þessi mál á ódýrari og hag- kvæmari hátt en taka þátt i þessu samstarfi. Einingar hjá okkur eru að visu ekki stórar. Og þó aö Reykjavikurborg og rikiö séu saman, þá er það ekki stór eining á mælikvarða stórfyrirtækja erlendis. Samt er það svo, að það gæti verið mun hagkvæmara að hafa minni einingar.” Er gjaldheimtan dragbítur ? „Ég er Uka mjög efins um, að þaö sé hagkvæmt fyrir Reykjavikurborg aö vera i Framhald á bls. 5

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.